Skagablaðið


Skagablaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 1
—HB & Co, SFA og Heimaskagi öll í eina sæng og hið nýja fyrir gert að almenningshlutafélagi Stefnt er að því að saineina þrjú stærstu útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækin á Akranesi í eitt á næstu mánuðum. Sam- komulag þar að lútandi tókst í fyrrakvöld með stærstu hluthöf- um fyrirtækjanna þriggja; Har- aldar Böðvarssonar & Co, Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness hf. og Heimaskaga hf., sem er dótturfyrirtæki SFA. Boðað verður til hluthafa- funda í þessum fyrirtækjum á næstunni vegna þessara straum hvarfa í útgerðarmálum Akur- nesinga. Samhliða sameining- unni hefur verið ákveðið að hið nýja fyrirtæki verði opnað al- menningi og hlutafé aukið. Við sameininguna fæðist nýr „útgerðarrisi“, ekki aðeins á mælikvarða Akurnesinga heldur einnig á landsvísu. Hið nýja fyrirtæki kemur til með að verða eitt fimm stærstu sinnar tegundar á landinu og bætist þar í hóp fyrirtækja á borð við Útgerðar- félag Akureyringa, Granda og Síldarvinnslunnar á Neskaups- Jarðveqsskipti á Jaðarsbökkun: Lægstaboð fráVélum ogkrafti Velar og kraftur áttu lægsta tilboð í jarðvegsskipti á bílastæðinu við íþróttamið- stöðina á Jaðarsbökkum. Til- boðin voru opnuð í fyrradag. Alls bárust sex tilboð frá fimm aðilum í verkið. Mismunur á hæsta og lægsta boði var rúmlega 900 þúsund krónur. Tilboð Véla og krafts hljóðaði upp á kr. 1.012,990 og var langlægst. Vélaleiga Birgis Hannessonar bauð kr. 1.359,521, Skóflan kr. 1.467,357, Vörubílastöðin Þjótur kr. 1.489,311 og Þorgeir & Helgi kr. 1.922.620. Þá hljóðaði frá- vikstilboð Skóflunnar upp á kr. 1.562,226. í fjárhagsáætlun bæjarins er gert ráð fyrir 800 þús. kr. til þessa verks. stað. Nýja fyrirtækið verður jafn- framt stærsta fyrirtækið á Akra- nesi með um 300 manns í vinnu. Fyrirtækið ræður eftir samein- inguna yfir fjórum togurum með 10.000 tonna þorskígilda kvóta og þremur loðnuskipum með fjóra loðnukvóta. Velta fyrirtækjanna þriggja, sem sameinuð verða síðar á ár- inu gangi allt eftir, var um 2 mill- jarðar króna á síðasta ári. Heild- arlaunagreiðslur námu í fyrra rúmlega 600 milljónum króna. Valdimar Indriðason, fram- kvæmdastjóri SFA, og Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB & Co, sögðu báðir í samtali við Skagablaðið í gær, að sam- einingin væri vissulega blendin tilfinningum en eigi að síður væri hún besti kosturinn eins og mál- um væri nú komið. Þeir tóku báðir fram, að fjár- hagsstaða allra fyrirtækjanna þriggja væri traust. Með breytt- um tímum, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis, væri æskilegast að sameina fyrirtækin. „Við erum með þessu að hugsa 20 ár fram í tímann,“ sagði Har- aldur. „Við teljum að með þessu séum við að treysta atvinnu- grundvöllinn á Akranesi enn frekar á komandi árum,“ sagði Valdimar. Með þessari sameiningu er brotið blað í útgerðarsögu Ak- urnesinga. Hér hafa rótgróin fyrirtæki spunnið saman þræði sína. HB & Co er 85 ára gamalt útgerðarfyrirtæki í eigu níu ein- staklinga og jafnframt elsta starf- andi útgerðarfyrirtæki landsins. Breytingin úr einkafyrirtæki í al- menningshlutafélag er því mikil á þeim bæ. SFA er 54 ára gamalt fyrirtæki með á annað hundrað hluthafa og er með elstu almenn- ingshlutafélögum á landinu. Heimaskagi á að baki 48 ára sögu. Að sögn þeirra Haraldar og Valdimars kemur sameiningin til með að leiða af sér ýmis konar uppstokkun. Eignir kunna að verða seldar og áform eru uppi um að selja Rauðseyna án kvóta. Starfsmannafjöldi verður lítið breyttur frá því scm nú er. Þeir sögðu þó báðir, að óhjákvæmi- legt væri að einhverjar tilfærslur yrðu gerðar, t.d. hjá vélsmiðjum fyrirtækjanna, sem verða eftir sameininguna undir einu þaki. Stjórnarmenn í fyrirtœkjunum þremur, ásamt endurskoðendum og fulltrúum Verðbréfamarkaðar Islands- banka, eftir undirritunina í fyrrakvöld. Samningar undirritaðir. Frá vinstri: Teitur Stefánsson og Valdtmar Indrtðason frá SFA og brœóurmr Haraldur og Sturlaugur Sturlaugssynir frá HB & Co. Myndir: Ragnar Th. Sigurðsson Forskýli leikskólans við Lerki- grund, sem rætt var um í frétt í síðustu viku. Yijjlýsing fra VT-Teiknistofunni hf.: Abyrgð á hönnun en ekki byggingu Skagablaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: „Vegna forsíðufréttar í síðasta tölublaði Skagablaðsins óskar VT-Teiknistof- an hf. eftir að eftirfarandi verði birt á ekki lakari stað í næsta tölu- blaði blaðsins. VT-Teiknistofan hf. tekur ábyrgð á hönnun leikskólans við Lerki- grund eins og allri hönnun er starfsmenn VT framkvæma. VT- Teiknistofan hf. tekur ekki ábyrgð á byggingu leikskólans né bygg- ingarframkvæmdum yfirleitt. VT-Teiknistofan hf. tekur ekki ábyrgð á eftirliti með byggingar- framkvæmdum við leikskólann enda var samið um það við aðra aðila. VT-Teiknistofan hf. - Gunnar Gíslason. “

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.