Skagablaðið


Skagablaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 7
Skaaablaðið 7 Nýttræðupútt Nýtt ræðupúlt var tekið í notkun í fundarsal bæjar- stjórnar á fundi hennar á þriðjudag í síðustu viku. Það var Gísli Gíslason, bæjar- stjóri, sem „vígði“ púltið. Púlt þetta er gjöf frá bæjar starfsmönnum. Hönnun þess og útlit eru með ágætum og framan á því er fagurlega útskorinn tréplatti með bæjarmerki Akraness á. Þór- arinn Ólafsson. kennari, skar merkið út. Verður neyðar- hnappakerfi komið upp? Hervar Gunnarsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins, vakti athygli á því á síðasta fundi bæjarstjórnar, að nauðsynlegt væri að koma upp neyðarhnappakerfi fyrir sjúka og aldraða í heimahús- um og tengja kerfið við stjórnstöð. Steinunn Sigurðardóttir, Framsóknarflokki, Bene dikt Jónmundsson, Sjálf- stæðisflokki og Guðbjartur Hannesson, Alþýðubanda- lagi, tóku undir hugmynd Hervars og sagði Steinunn að sér fyndist eðlilegast að stjórnstöð slfks kerfis yrði komið fyrir að Höfða ef af því yrði. Þar væri vakt allan sólarhringinn og sér fyndist rétt að hafa stjórnstöðina þar, þar sent Höfði ætti að vera miðstöð öldrunarmála á Akranesi. Flóðhestar á Æðarodda? Landsvæði hcstamanna við Æðarodda kom til um- ræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Það var Benedikt Jón- mundsson, Sjálfstæðis- flokki, sem vakti athygli á því að svo virtist sem landið væri stöðugt að síga þannig að á flóði flæddi yfir stórt svæði. Þessar upplýsingar Bene- dikts urðu einhverjum gár- ungnum strax tilefni til þess að varpa því fram hvort ekki væri þá rétt að hestamenn skiptu úr hefðbundnum hest- um yfir í flóðhesta! Áriegum styrkjum til félagasamtaka á Akranesi úthlutað: Bæjarstjórn hefur tilkynnt árlega úthlutun styrkja til félaga og sam- taka. Hæstu styrkirnir koma í hlut Skagaleikflokksins, Hjálparsveita skáta og Björgunarsveitarinnar Hjálpin, 275 þúsund á hvern aðila. Framlagið til Skagaleikflokksins reiknast sem endurgreidd húsaleiga. KFUM og K og Skátafélag Akraness fá 186 þús. kr. hvor aðili. Sumarbúðirnar í Ölv- eri, sem reknar eru undir hand- leiðslu KFUM og K fá að auki 30 þús kr. í rekstrarstyrk. Þá fá bæði KFUM og K og Skátafélag- ið endurgreiddan fasteignaskatt. Fyrrnefnda félagið 57 þús. kr. og skátarnir 23 þús kr. Sé allt talið með fær KFUM og K því alls 273 þús kr. og Skátafélagið 209 þús kr. í styrk. Skólahljómsveit Akraness fær 220 þús. kr. framlag, þá Iþrótta- bandalag Akraness með 213 þús- und kr. í rekstrarstyrk, síðan Þroskahjálp á Vesturlandi 152 þús. kr., Félag eldri borgara á Akranesi og í nágrenni 100 þús kr., Kirkjukór Akraness 87 þús. kr. og Barnakór grunnskóla 85 þús kr. í ferðastyrk. Ýmsir fá síðan smærri styrki. Tónlistarfélagið fær 54 þús kr., nýstofnað frjálsíþróttafélag 50 þús kr. í stofnstyrk, Barnastúkan Stjarnan og Taflfélag Akraness 43 þús kr. hvor aðili, Norræna félagið á Akranesi og Skógrækt- arfélag Akraness 33 þús kr. hvor aðili, Samband borgfirskra kvenna 20 þús. kr., Sögufélag Borgarfjarðar 10 þús. kr. og Stúkan Akurblóm 7 þús. kr. í endurgreiddan fasteignaskatt. Björgunarsveitirnar höfðu í nógu að snúast í óveðrinu fyrir skemmstu. Rekstur þeirra er dýr og hver króna vel þegin. Aðrir styrkir nema alls 243 hæð styrkjanna er 2 milljónir og þús. kr. þannig að heildarupp- 700 þúsund krónur. ■ : ÁRSHÁTÍÐ GRUNNSKÓLANNA Banastuð í Bíóhöllinni SÝNINGAR VERÐA SEM HÉR SEGIR: ÞRIÐJUDAGINN S. MARS KL. 17 OG 20 MIÐWIKUD/\GINN 6. M/\RS KL. 17 OG 20 FIMMTUD/\GINN 7. M/\RS KL. 17 OG 20 Hægt er að panta miða í síma 11100 í Bíóhöllinni kl. 15 - 16.30 alla sýningardagana. MIÐAVERÐ: Kr. 400 fyrir fuilorðna og kr. 200 fyrir börn. GRUNNSKÓLARNIR

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.