Skagablaðið


Skagablaðið - 07.03.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 07.03.1991, Blaðsíða 1
Garðar með bikarinn semfylgdi nafnbótinni og verðlaunapeninga sem hann nœldi sér í á mótinu um helgina. Sá efnilegasti Garðar Orn Þorvarðarson var um helgina útnefndur „efnileg- asti sundmaður fslands“ í kjölfar innanhússmeistaramótsins í sundi sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Garðar er mikið efni og bætti árangur sinn verulega á mótinu. Sérgrein hans er 200 metra bringusund. Hann sagði í stuttu spjalli við Skagablaðið að útnefningin hefði komið honum skemmtilega á óvart. „Garðar getur náð miklu lengra ef hann leggur rækt við æfing- ar,“ sagði Steve Cryer, aðalþjálfari Sundfélags Akraness. „Ég tel að hann ætti að ná lágmörkunum fyrir Evrópumeistaramót ungl- inga að ári og það er það takmark sem hann á að stefna að.“ Garðar fer með unglingalandsliðinu í sundi til Luxemborgar í byrjun næsta mánaðar til keppni á sterku móti. Þátttakan þar er fyrst og fremst hugsuð til þess að afla sundfólkinu unga reynslu í keppni í 50 metra laug á erlenmdri grundu. Reynsluleysi hefur háð unga fólkinu, sér í lagi vegna skorts á æfingatímum í 50 metra laug hérlendis. —Sjá nánar um árangur Skagamanna á mótinu á bls. 4. Skeylingalausir ökumenn hirða ekki um afdrif dýra sem ekið er yfin Hundar og kettir skikfir eflir helsærðir á götunni Algengt er að ökumenn bif- reiða, sem lenda í því að aka yfir hunda og ketti, hverfi af vett- vangi án þess að gera svo lítið að stöðva bifreiðina. Dýrin eru skil- in eftir helsærð á götunni og því undir nærstöddum, ef einhverjir eru, komið hvort hægt er að bjarga þeim eða ekki. Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, dýralæknir, sagði í samtali við Skagablaðið að tilvik sem þessi væru því miður allt of algeng. Svo virtist sem ökumenn áttuðu sig hreinlega ekki á því að ferfætlingarnir væru lifandi verur eins og mannfólkið. Hún tiltók tvö nýleg dæmi máli Sæfari AK 202 til heimahafnar í gær Þröstur HU 48, sem áður hét Jökull, en heitir nú eftirleiðis Sæfari AK 202, kom til heima- Ekkert gengur í samningaviðræðum Brann og Lyn wn Teit Þórðarson: Málið fyrir dómstóla? Kristinn Reimarsson skrifar frá Osló:_________________________ Gamla félagið þeirra Teits og Ólafs Þórðarsona, Brann frá Björgvin, neitar nú alfarið að ganga frá félagaskiptum Ólafs Þórðar- sonar yfir til Lyn fyrr en sættir hafa náðst í deilu félagsins við Oslóar- liðið Lyn í kjölfar brotthvarfs Teits sl. haust. Hefur Brann jafnvel hótað að fara með málið fyrir dómstóla. Við vonumst til þess að geta skaðabætur en Lyn telur sig ekki 1 leyst málið með friði eða með málamiðlun af einhverju tagi en útilokum heldur ekki þann möguleika að málið fari fyrir dómstóla," sagði stjórnarfor- maður Brann, Magne Revheim, í samtali við Bergens Tidende um helgina. Forráðamenn félaganna áttu um helgina viðræður um lausn málsins á ársþingi norska knatt- spyrnusambandsins í Hauga- sundi. Ekkert samkomulag náð- ist hins vegar þar. Mikill munur er á afstöðu fé- laganna til málsins. Brann vill þurfa að greiða neitt enda hafi Teitur sagt upp samningi sínum við Brann á löglegan hátt. „Allir launþegar hafa rétt á að segja upp vinnu sinni,“ var það eina sem Teitur vildi láta hafa eftir sér um málið í spjalli við BT. Lögfræðingur Teits, Gunnar Martin Kjenner, sagði í samtali við BT, að hann gæti ekki séð að Brann gæti gert neina peninga- kröfu á hendur honum eða Lyn. hafnar hér á Akranesi í gær úr sinni fyrstu veiðiferð. Löndun lauk úr skipinu laust fyrir kl. 15 í gær og eftir það var skipið almenningi til sýnis. Móttökuhóf útgerðar skipsins, Hafarnarins hf., var svo síðdegis í gær. Til stóð að skipið kæmi til Akraness í fyrsta sinn á föstudag í fyrri viku en ekkert varð úr því þar sem það hélt beint á veiðar. Sæfari AK 202 var áður gerður út frá Blönduósi. Togarinn er um 230 lestir að stærð og er með 1300 þorskígilda kvóta. sínu til stuðnings. I öðru tilvikinu var ekið yfir kött og hann skilinn eftir á götunni, þar sem hann engdist sundur og saman af kvölum. Unglingar sem sáu til komu kettinum til hennar, þar sem hægt var að bjarga lífi hans. Eftir talsverða fyrirhöfn og leit var hægt að hafa uppi á eigand- anum, þar sem kötturinn var ó- merktur. Hitt tilvikið, sem Dagmar Vala tiltók og er mun alvarlegra, átti sér einnig stað fyrir stuttu. Þá var ekið yfir hund, þar sem eig- andinn var með hann á göngu. Hundurinn var í bandi en hljóp útundan sér og út á götu. Skipti engum togum að bifreið ók yfir hann. Ökumaðurinn hélt ferð sinni áfram eins og ekkert hefði í skorist. Eigandinn kom hundin- um undir læknishendur þar sem honum var bjargað. „Mér finnst þessi framkoma ökumanna fyrir neðan alla hellur," sagði Dagmar Vala við Skagablaðið. Hún bætti þó við að ekki mætti heldur alveg víkja eigendum dýranna undan ábyrgð og lágmarkskrafa væri að þau væru merkt þannig að koma mætti boðum til eigendanna ef eitthvað kæmi fyrir dýrin. Oddgeir Þór segir upp Oddgeir Þór Árnason, garð- Ólafur Þórðarson skoraði eili fimin marka Oslóarliðsins I yn i storsigri þess i æfingalcik gegn Moss lýrir stuttu. Lokatölur iiyröu 5 ; 0. JJj^ð sögn Ótat's lék haun allan teíkínn nteð I yu og telur sig scm óðast að vera aö komast f sitl besta L yn lei utn helgma lil Ilaliu i \iku til |x\s að leika i norsku ..vetrarseriunni' en hun er allarið leikin niðri í Evröpu. þar sem veður-og vallarskilvrði eru mun hagstæðari en í Noregi. yrkjustjóri Akraneskaupstaðar, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. apríl næstkomandi að telja. Hann hefur ráðið sig sem garðyrkjustjóra Mosfellsbæjar. segar ^liðin Oddgeir hættir verða nákvæmlega 12 ár frá því hann hóf störf hjá Akranes- kaupstað þann 1. apríl 1979. Aður en hann kom til Akraness starfaði hann sem yfirverkstjóri hjá garðyrkjudeild Reykja- víkurborgar í tvö ár.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.