Skagablaðið


Skagablaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 5
4 Fyrir 22 árum steig maður fyrst fæti sínum á tunglið. Allt frá þeim merkisá- fanga hafa vísindamenn og tæknijöfrar stöðugt verið að þróa ýmiss konar há- tækni jarðarbúum til þæginda og fram- fara. En þrátt fyrir alla tæknina blasir við okkur öllum vandamál, sem ekki virðist nokkur leið að leysa. í það minnsta hef- ur engin lausn enn fundist á því. Vanda- málið er sorp. íslendingar hafa á undanförnum árum gefið lítinn gaum að þessu vanda- máli, m.a. vegna þess hversu stórt land- ið okkar er miðað við þann íbúafjölda sem í því býr. Landrými er því nægilegt m.a. fyrir sorp og annan úrgang. Við höfum þó aðeins verið að vakna til lífs- ins en því fer fjarri að umhverfisvitund okkar sé á háu stigi. Við erum enn ótta- legir sóðar sem sýna landinu takmark- aða virðingu. Sorpvandamálið er sennilega hvergi alvarlegra en í Bandaríkjunum og þá einkum og sér í lagi í stórborgunum þar. Daglega leggjast til 400.000 tonn af sorpi um gervöll Bandaríkin. Að sögn tímaritsins Newsweek falla til 160 milljónir tonna af sorpi á ári hverju þar vestra. Vandamálið er farið að láta verulega til sín taka í borgum á borð við New York og Los Angeles. Sorphaugar síðarnefndu borgarinnar verða fullnýttir eftir fjögur ár. í New York er gert ráð fyrir að haugurinn á Staten Island, sem er sá stærsti sinnartegundar í veröldinni, hafi um aldamótin náð helmingi hæðarfrels- isstyttunnar, sem blasir einmitt við til viðmiðunar frá eynni. Til þess að „leysa“ vandamálið í eigin garði eru margar stórborganna farnar að flytja sorpið í burtu til annarra ríkja. Daglega er 28.000 tonnum sorps ekið um þjóðvegi Bandaríkjanna, „eitthvert annað“, á sama tíma og ráðamenn klóra sér í skallamum yfir því hvernig hægt sé að leysa vandann. Enn finnst engin lausn. Hvers kyns einnota vörur eru stór hluti vandamálsins. Hér á landi þekkjum við ógrynni dæma um slíkar umbúðir. Nægir þar að nefna umbúðir utan af hvers kyns mjólkurafurðum, ungbarna- bleiur, áldósir og plastpoka, sem eru hvergi meira notaðir en einmitt hér á landi. Lausn vandamálsins felst kannski ekki í því að losna við sorpið heldur frekar í því að koma í veg fyrir að það verði til. Kannski erum við ekki svo tæknivædd þegar allt kemur til alls. Ef til vill „neyðumst" við til þess að loka aug- unum fyrir nútímanum og taka upp gamla siði. Draga fram margnota gler fyrir drykkjarvörur, gömlu taubleiurnar með tilheyrandi skolun og þvotti og ann- að í þeim dúr. Það skyldi þó aldrei vera að lausn vandamálsins felist í því að hverfa aftur til fortíðar? Sigurður Sverrisson Skaqablaðið Skaaablaðið Nýforysta Fátt hefur verið meira rætt manna á milli undanfarnar vikur en for- mannskjör í Sjálfstæðisflokknum en á landsfundi flokksins um síð- ustu helgi var kosið á milli tveggja af hæfustu stjórnmálamönnum landsins, þeirra Þorsteins Pálssonar, sem verið hefur formaður flokksins sl. 8 ár, og Davíðs Oddssonar, borgarstjóra í Reykjavík. Eins og öllum er kunnugt sigraði Davíð í þessu kjöri með 82 atkvæða Eg hef orðið var við feiknar- lega góð viðbrögð fólks við kjöri Davíðs enda nýtur hann mikils trausts fólks úr öllum flokkum. að byggja utan borgarmarkanna, þar sem ekki var hægt að fá lóðir í Reykjavík nema eftir einhverju fáránlegu punktakerfi sem eng- inn botnaði í og borgarstjóri var í Besti vikuafli það semafer verb'ð Séð yfir höfnina á fögrum degi. Sumir hafa haldið þeirri skoð- un á lofti að Davíð sé í raun ó- reyndur stjórnmálamaður, það sé enginn vandi að stjórna borg- inni því þar gangi hlutirnir af sjálfu sér og alltaf nægir pening- ar. Þegar Davíð og samherjar hans tóku við stjórn Reykjavík- urborgar fyrir tæpum 9 árum eft- ir vinstri stjórn í eitt kjörtímabil var ástand mála þannig að borgin var gífurlega skuldug þrátt fyrir að gjöld hefðu verið stórhækkuð. Fyrirtæki og einstaklingar urðu raun óvirkur, þar sem leiðtogar þriggja vinstri flokka vildu vera með puttana í öllu og gagnkvæmt vantraust ríkti á milli þeirra. Þessu sneru Sjálfstæðismenn við á ótrúlega skömmum tíma undir forystu Davíðs. Álögur á borgarbúa voru lækkaðar og lántökum til framkvæmda hætt. Nægar lóðir, traustur fjárhagur og bjartsýni á flestum sviðum hafa síðan einkennt Reykjavík. Þá halda sumir því fram að Davíð sjái ekkert nema Reykja- vík, hann verði sko ekki maður landsbyggðarinnar. Þeir sem þannig tala gleyma því að hann er ráðinn framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar og ber auð- vitað að sinna því starfi á meðan hann gegnir því. Það hefur hann gert með þeim ágætum að 60% Reykvíkinga kusu Sjálfstæðis- flokkinn síðasta vor. Það er tvímælalaust fengur að því fyrir landsbyggðina að Davíð skuli nú gefa sig að þjóðmálum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að stjórnunarhæfileikar hans munu ekki síðar nýtast á þeim vett- vangi þegar Sjálfstæðisflokkur- inn kemst í ríkisstjórn. Skoðanakannanir hafa að undanförnu sýnt sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins. Útlit erfyrir að flokkurinn muni hafa meiri áhrif en áður. Forystumenn ríkisstjórnar- flokkanna hafa lýst áhuga á að endurnýja stjórnarsamstarfið með aðstoð Kvennalista eftir kosningar. Val kjósenda er því skýrt milli forystu Sjálfstæðis- flokksins eða fjögurra til fimm flokka samsuðu vinstri manna. Ágætur afli hefur verið í netin en tregt hefur verið á línuna. Margir fengu mjög góðan afla í netin í vikunni, sem er sú besta það sem af er vertíðinni. Vertíðarstemningin ríkir þeg- ar bátarnir hver á eftir öðr- um til löndunar. Eitt skyggir þó á gleði sjómanna, það er löndunar- biðin. Menn þurfa oft að bíða kannski allt að 3 - 4 tíma eftir því að komast undir krana til löndunar. Afli bátanna var sem hér segir vikuna 4. - 10. mars: NETABÁTAR Bátur Afli/kg Rbðrar Isak 39.000 4 Þorsteinn 35.710 6 Löndunarkranavandamál Eins og kemur fram í pistilinum hér til hægri eru sjómenn óhressir með slæma nýtingu á þeim þremur löndunarkrönum sem eru til afnota á bryggjunni. Staðsetning krananna er miðuð við smátrillur, 6-7 metra langar. Nú koma hins vegar allt að 15 m langir bátar undir þá. Auk þess ná tveir efstu kranarnir ekki upp á stóra fiskflutninga- bíla, sem sækja aflann. Á þessu verður að ráða bót strax. Ófært er að láta menn bíða endalaust eftir löndun ár eftir ár. Slíkt gengur ekki lengur. Ágæti Sigurður. Eftir að hafa lesið leiðara þinn í blaðinu sl. fimmtudag má ég til með að gera smáathugasemdir við annars skynsamleg skrif þín. W Ileiðaranum ræðir þú fjölgun gjaldþrota og þá óstjórn sem einkennir heimilisbókhald okkar landsmanna. Ég er svo sannar- lega sammála þér, að upp til hópa kunnum við íslendingar ekki fótum okkar forráð í fjár- málum (hvort sem um er að ræða einstaklinga, fjölskyldur eða fyrirtæki). Aðra eins bruðlara, sóara og eyðsluklær og okkur Is- lendinga er tæpast að finna á meðal þjóða. Það má leggja að jöfnu áfjáð okkar í veraldleg gæði og bruðl með þau, sem við höfum þó fengið ókeypis upp í hendurnar. Ég er líka sammála þér um að uppfræða þurfi æsku landsins um hvernig hún eigi að haga fjármál- um sínum. Hins vegar á ég erfitt með að sjá að sú uppfræðsla verði best staðsett á efri stigum grunnskólans. Hver á að fræða? Vissulega sýnir það mikið traust á skólum landsins og starfs mönnum þeirra að fela þeim að leggja grunn að fjárhagslegu ör- yggi nemenda sinna í framtíð- inni. Ég er hins vegar mjög efins um að skólinn geti eða vilji taka að sér þetta viðamikla verk. Og hvers vegna ekki? Jú, á síðustu áratugum hafa stórfelldar breytingar átt sér stað í þjóðfélaginu. Þær breytingar sem mest snerta skóla landsins eru stóraukin útivinna kvenna og í framhaldi af því löng fjarvera foreldra frá heimili daglega. For- eldrum og börnum gefst orðinn lítill tími til samveru, einkum þegar börnin hafa náð unglings- aldri og eru sjálf orðin upptekin við ýmsar tómstundir. um, ss. tölvfræði, leiklist, vélrit- un, bókfræslu, þýsku, fatasaumi og sjóvinnu. Til að uppfræðast á öllum þessum fyrrtöldu sviðum er nemendum úthlutað frá 33 - 35 kennslustundum (40 mínútur) á viku þegar best lætur. Glæsilegt ekki satt! Eins og þú sérð er Uppeldishlutverk skólans Til að koma á móts við breytt þjóðfélag hefur skólanum í sí- auknum mæli verið falið uppeld- ishlutverk, sem áður voru í höndum foreldra. Nú í dag ber okkur sem kennum á unglinga- stigi að uppfræða nemendur okk- ar í íslensku, stærðfræði, bók- menntum, dönsku, ensku, nátt- úrufræði, eðlisfræði, félagsfræði, kristinfræði, heimilisfræði, tónmennt, hannyrðum, smíðum, íþróttum og sundi, myndmennt, efnafræði og siðfræði. Okkur ber að sjá til þess að þau kunni að lesa og skrifa, geti stafsett rétt, tjáð sig með mynd- um og máli, sungið og dansað. Einnig er ætlast til þess að við fjöllum með nemendum okkar um reykingar og önnur vímuefni, kynfræsðlu og getnaðarvarnir, eyðni og jafnrétti. Þá má telja upp starfsfræðslu á stjórnkerfi og heimabyggðinni. Til að koma á móts við áhuga og þarfir nemenda bjóðum við svo upp á kennslu í ýmsum grein- harla lítill tími eftir til að kenna unglingum hvernig ber að haga framtíðarfjármálum sínum. Að breyta viðhorfum En segjum nú, Sigurður minn, að þér tækist að plata út úr ráð- neytinu aukatíma og kennslu- bækur í fjármunameðferð. Er skólinn í raun og veru besti aðil- inn til að taka að sér þessa vandasömu kennslu? Jú, að sjálf- sögðu mætti kenna nemendum eitt og annað um fjármál og reyndar fá þeir svolitla kennslu í þessum efnum. í stærðfræðinni eru tekin fyrir grunnhugtök fjármála, ss. höfuð- stóll, skuldir og eignir. Við kenn- arar reynum að nýta hvert tæki- færi til að koma fræðslu til skila. Til dæmis höfum við reiknað út með nemendum verðmuninn á því að drekka skólamjólk (á 11 kr. stykkið) og aðra drykki, sem seldir eru í skólanum (á 50 kr. stykkið). En þrátt fyrir mikinn verðmun sáu þó fæstir nemenda nokkra ástæðu til að breyta neyslu sinni. Það er nefnilega eitt að koma staðreyndum til skila og annað að breyta viðhorfum. Viðhorfbreyting gerist ekki fyrir tilverknað nokkurra kennslustunda heldur er hún seinvirkt námsferli og er að mínu mati langbest komin í höndum þeirra sem nemendur treysta mest og meta, þ.e. foreldra. Hve margir foreldrar hafa farið með unglingnum sínum í gegnum fjármál og fjárhagslega stöðu heimilisins? Dregið fram reikn- inga fyrir matarkaupum, bíla- tryggingum, skuldabréfum, raf- magninu og öllu hinu? Unglingi, sem ekki hefur glóru hugmynd um hvernig tekjum heimilisins er varið, finnst hálf lúalegt að fá ekki að kaupa sér nýjar gallabuxur fyrir 6000 krónur. Unglingar eru jú ákaf- lega stórtækur neysluhópur, sem nýtir fjármagn foreldra sinna til að fjármagna neyslu sína. Þeir eru líklega sá neysluhópur sem er hvað auðginntastur fyrir gylli- boðum markaðarins. Ég held því að það sé okkar foreldra að uppfræða börnin okkar um þennan mikilvæga þátt bæði með því að reynast þokka- legar fyrirmyndir í fjármálum og svo með því að gera börn okkar virka þátttakendur í fjármálaað- haldi heimilanna. Fjölskyldu- fjármál eins og þú nefnir þessa uppfræðslu ættu að mínu mati að vera fjölskyldumál. Akraneskirkja Laugardagur 16. mars. Kirkjuskóli yngstu barnanna í umsjá Axels Gústafssonar í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13.00. Sunnudagur 17. mars. Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Barnakórinn syngur. Kvöldbænir kl. 18.00. Miðvikudagur 20. mars. Föstuguðsþjónusta kl. 20.30. Fimmtudagur 21. mars. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beöið fyrirsjúkum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. sóknarprestur Auðbjörg II Hrólfur Særún Ásrún Enok Keilir Bresi Flatey Dagný Síldin Ebbi Yngvi Valdimar Stormur Ver Markús Sæþór Bergþór Þytur Kópur Sæbjörn 33.030 25.650 20.410 18.510 17.750 16.910 16.160 14.670 14.460 14.150 13.550 11.130 10.530 9.010 8.860 8.750 6.310 5.610 5.150 3.990 3.940 LÍNUBATAR Bátur Leifi Máni Guðný Hugrún Þura Salla Afli/kgRóðrar 3.840 4 3.270 2.870 2.690 1.790 1.780 4 2 3 3 4 SLP. Mozart tónleikar Nemendur tónlistarskólans efna til tónleika í safnaðar- heimilinu Vinaminni laugardaginn 16. mars kl. 14.30. Á efn- isskránni verða eingöngu leikin verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Á þessu ári eru liðin 200 ár frá láti þessa mikla meistara tónbókmenntanna og vilja nemendur minnast þess á þennan hátt. Um leið verður þetta fyrsti skerfur nemenda Tónlistar- skólans til söfnunar í byggingarsjóð fyrir nýtt húsnæði skólans. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta kr. 500,- Foreldra að fræða böm um fjármál framundan er mikið átak til kynningar á verslun, þjónustu og afþreyingu á Akranesi. í tengsl- AÐ HVERJU ER LEITAÐ? Ilánari upplýsingar veitir Þðrdís Arthursdóttir í síma 13527. ' ; Frá innheimtustjóra Að kvöldi 15. mars nk. verða reiknaðir dráttarvextir á fasteignagjald er féll í gjalddaga þann 15. febrúar sl. Vinsamlegast greiðið heimsenda gíróseðla. Þeir aðilar sem enn skulda gjöld frá fyrra ári eru alvarlega áminntir um að gera skil fyrir 15. mars nk., eftirþað verður óskað eftir uppboðiá eignum þeirra án frekariaðvörunar. Undirrituðum er full alvara með auglýsingu þessari. Með kveðju, Innheimtustjóri Akraneskaupstaðar. 5 SÍM111100 (SÍMSVARI) Draugar (Ghosts) Áður en Sam var myrtur lofaði hann Molly að hann myndi elska hana og vernda að eilífu. „Allt er fært í búning dúndurgóðrar, spennandi, gráthlægilegrar og inniiegrar rómantískrar afþreyingar. . . Pottþétt afþreying að mér heilum og lifandi. “ Al, Mbl. MISSTU EKKI AF ÞESSARI STÓRMYND! Sýnd í kvöld, fimmtu- dag, kl. 21, föstudag kl. 21 og 23.15 og sunnnudag kl. 17. TOM STEVE TED 5ELIECK GUTTENBERG DANSON f^fiAssJílhAruajM/iau Lítfle Lq4/ Þrír menn og lítil dama (Three Men And A Little Lady) Þessi bráðskemmtilega mynd hlaut frábæra aðsókn í Bíóhöllinni fyrir stuttu. Hún er beint framhald af hinni geysi- vinsælu grínmynd Þrír menn og barn, sem sló öll aðsókn- armet fyrir tveimur árum. Aðalhlutverk: Tom Selleck, Steve Guttenberg, Ted Danson, Nancy Travis, Robin Weissman. Sýnd á sunnudag, mán- udag og þriðjudag kl. 21.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.