Skagablaðið


Skagablaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 6
6 Skaaablaðið Trjárækt hjónanna Guðmundar Guðjónssonar og Rafnhildar Amadóttun Lofsvert þegar einstaklingar sýna umnverfinu ræktarsemi Upp í Garöaflóa fyrir ofan skógrækt Akranesbæjar hafa hjónin Rafnhildur Arnadóttir og Guömundur Guðjónsson, Sunnu braut 17, hafið trjárækt á rúm- lega 8 ha. stykki, sem þau hafa fengið leigt hjá bænum til 20 ára. Svæðið er í kringum svokallaö Klapparholt. Samningurinn kveður á um að svæðið og öll ræktun þess gangi án endurgjalds til Akranes- bæjar að leigutíma liðnum, og gæti þá orðið skemmtileg viðbót við núverandi skógrækt bæjarins. Pað er vissulega lofsvert þegar einstaklingar sýna umhverfi sínu slíka ræktarsemi og hér um ræðir. Og ég vil með þessum lín- um vekja athygli félagasamtaka, fyrirtækja og bæjaryfirvalda á Akranesi sem styðja vilja svona góða og skemmtilega fram- kvæmd. Þó að þau hjón leggi fram sína vinnu við þessa ræktun þurfa þau auðvitað að fjármagna plöntu- kaup, girðingar, vegarlagningu o. fl. sem allt kostar talsverða peninga. Hingað til hafa þau að mestu borið kostnaðinn sjálf. Og þó þau hafi vissulega farið mynd- arlega af stað gætu þau með að- stoð hraðað þessu ræktunarstarfi enn frekar. Væri gaman ef bæjar- búar sýndu þeim þakklæti í verki með góðum stuðningi á komandi sumri. Vil ég hvetja Akurnesinga til að kynna sér þetta framtak þeirra Rafnhildar og Guðmund- ar og styðja þau, svo að sem fyrst megi sjást enn meiri árangur af starfi þeirra. Bæjarbúar allir munu njóta verka þeirra áður en langt um líður. Héldu hlutaveltu Þessir fjórir ungu krakkar komu á ritstjórnina á mánudags- morgun og höfðu þá meðferðis kr. 750, sem þau höfðu safnað með því að efna til hlutaveltu. Ágóðann afhentu þau Sjúkrahúsi Akraness. Börnin eru frá vinstri á myndinni: Friðrik Rúnar Hall- dórsson, Hrafnhildur Harðardóttir, Elín Margrét Þráinsdóttir og Gísli Sigurður Þráinsson. Þokkalegt í net en daprara á línuna," sagði í fyrirsögn á sjávar- útvegspistil Skagablaðsins í síðustu viku. Ekki vitum við hvaða veiðarfæri eru notuð á fæðingardeildinni en víst er að afl- inn þar var afskaplega rýr í síðustu viku eins og sjá má: 11. mars: drengur, 3010 g að þyngd og 50 sm á lengd. Foreldrar: Elín Þóra Guðmundsdóttir og Guðjón M. Þórarinsson, Skarðs- braut 19, Akranesi. Mozart- tónleftar Nemendur Tónlistarskólans á Akranesi efna á laugardaginn til tónleika í safnaðarheimilinu Vinaminni. Þeir hefjast kl. 14.30. Á efnisskránni verða ein- vörðungu leikin verk eftir Wolf- jjang Amadeus Mozart. Iár eru liðin 200 ár frá láti þessa mikla meistara tónbók- menntanna og vilja nemendur minnast þess á þennan hátt. Um leið verður þetta fyrsti skerfur nemenda skólans til söfnunar í byggingsarsjóð fyrir nýtt húsnæði skólans. Fjölmargir nemendur koma fram á tónleikunum. Wolfgang Amadeus Mozart. Gerum allt hreint ★ Alhliða hreingerningar -k Djúphreinsun á teppum og húsgögnum ★ Bónþjónusta IALUR GUNNARSS0N Vesturgötu 163 S* 11877 & 985-32540 (Bílasími) Innréttingar — Málning Gólfefni — Búsáhöld^^ BYGGINGAHÚSIJLl SMIÐJUVÖLLUM 7 - AKRANESI - SÍMI 93-13044 /Án 1 i» í i Spónaplötur, allar þykktir ■ Krossviður, þakjárn og stál ■ Margskonar byggingavörur ■ Alhliða byggingaþjónusta TRÉSMIÐJA. SIGURJÓNS & ÞORBERGS ÞJÓÐBRAUT 13 — SÍMI 11722 011 almenn ljosmyndun Opið virka daga frá kl. 14,00 til 17,00 og eftir samkomulagi. Símar 12892 & 12129 (símsvari). UÓSMYNDASTOFA AKRANESS YESTURGÖTU 35 (FRÓN) Marolína og Bogi á heimili sínu. Skagablaðið hleypir í dag af stokkunum nýjum þœtti, sem mun bera heitið „Hvar eru þau nú?“ í honum verða brottfluttir Skaga- menn leitaðir uppi og forvitnast um hagi þeirra í dag, þar sem þeir búa nú, og jafnframt um tengsl þeirra við gömlu œskuslóðirnar. Þáttur þessi kemur til með að birtast á síðum biaðsins af og til, am.k. einu sinni í mánuði. Eg og fjölskylda mín fluttumst af Akranesi til Reykjavíkur árið 1972 og höfum búið þar síðan,“ sagði Bogi Sigurðsson, fyrsti viðmælandi Skagablaðsins í þættinum „Hvar eru þau nú?“ „í dag starfa ég á vélaverkstæði Loftorku og hef starfað þar í rúmt ár.“ Bogi er giftur Marolínu Arnheiði Magnúsdóttur og eiga þau tvo syni; Sigurð, sem nú er forstöðumaður fyrir sambýli þroskaheftra á Sauðárkróki og Magnús sem býr í Reykjavík. Skátar og fótbolti Bogi var mikið í íþróttum og í félagsmálum þegar hann bjó á Akranesi. Hann lék í knattspyrnunni með Skagamönnum, bæði í yngri flokkuum og í meistaraflokki. Þá var hann mjög virkur í öllu starfi Skátafélags Akraness. En starfar hann mikið að félagsmál- um í dag? „Ég er að mestu hættur í félagsmálunum í dag. En ég starfaði mikið fyrir skátahreyfinguna eftir að ég flutti til Reykjavíkur,“ sagði Bogi. „Ég átti þátt í að stofna tvö skátafélög í borginni. Það kom þannig til að Áðalsteinn Hallgrímsson, skáti í Reykjavík, hafði samband við mig eftir að Páll Gíslason hafði bent honum á að reyna að virkja mig í þetta. Þessi skátafélög voru Árbúar í Árbæ og Segull í Seljahverfi og eru bæði þessi félög starfandi í dag. Sigurður, sonur minn, var m.a. um tíma félagsforingi í öðru þeirra." Bogi heldur alltaf góðum tengslum við Akranes og Skagamenn sem búsettir eru í Reykjavík. „Við höldum alltaf saman sjö Skagamenn, sem búsettir eru á Reykjavíkursvæðinu og köllum okkur „Kleinuhringinn" og hittumst alltaf einu sinni í mánuði, hver hjá öðrum, a.m.k. yfir vetramánuðina. Á meðal félaga í „kleinuhringnum“ eru Sigurður Pétur Guðnason og Sigurbjörn Sveinsson. Missir ekki af Þorrablóti „Ég kem af og til í heimsókn á Skagann til foreldra minna, Sig- urðar B. Sigurðssonar og Guðfinnu Svavarsdóttur, og til systkina minna sem búa á Akranesi," sagði Bogi. Hann sagði enfremur, að hann reyndi ætíð að komast á Þorrablótin hjá skátunum á Akra- nesi. Þá fara eldri skátar af Skaganum alltaf á hverju ári í sumarferð- ir og láta Bogi og Malla, kona hans, sig aldrei vanta í þær ferðir. í sumar ætlar hópurinn aldeilis að leggja land undir fót því hann ætlar í ferð um hálendi Skotlands. „Á sumrin förum við hjónin alltaf í ferð með þeim Helga Hannessyni og Þórði Árnasyni og konum þeirra og er yfirleitt farið á Öræfin,“ sagði Bogi. Þegar Bogi var spurður að því hvort hann saknaði Skagans, sagði hann að það væri ekki beint hægt að orða það þannig í dag, heldur væri það frekar að hann saknaði stundum gamla tímans. Hann sagði, að sem dæmi að fyrir tíð sjónvarpsins, hefði fólk komið mikið í heimsóknir til hvers annars og félagslíf verið mjög öflugt. En með tilkomu þess hefði mikið breyst og flestir sætu fyr- ir framan skjáinn og nenntu ekki að fara neitt. Bogi sagði að þetta væri aðeins eitt dæmi um breytta lífshætti í dag. Þá sagðist Bogi sakna hjónaklúbbanna, sem voru með mjög öfluga starfsemi á árum áður, en virtist lítið fara fyrir þeim í dag.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.