Skagablaðið


Skagablaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 7
Skaaablaðið 7 RÆfiJUSAIA Sölubörn okkar niuiiu í kvöld, fímmtu- dag 14. mars, bjóða rækju tll sölu. Fyríriram þakkir fyrír vcittan stuðning. Vitavörður Skagamanna, Jón Frímannsson, með vitann að baki sér. Skagablaðið ræðir við vilavðrð Akumesinga, Jón Frímatnsson: Gaslogi tekur við ef rafstraumuriiw fer af Það vefðist örugglega fvrir mörgum Skagamanninum yrði hann spurður að því hver gegndi starfí vitavarðar á Akranesi. í Ijósi þessa ákvað Skagablaðið því að leita uppi þann mann sem hefur eftirlit með því að vitinn gegni sínu hlutverki og leiðbeini sjómönnum í örugga höfn við hvaða aðstæður sem er. Sá er Jón Frímannsson, rafvirkja- meistari, hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. Hann hefur haft þetta starf með höndum síðustu tíu árin. Það kom nú þannig til þegar ég tók þetta starf að mér fyr- ir um tíu árum síðan,“ sagði Jón „að það var búið að leita til nokkurra manna um það að taka þetta að sér. Einhverra hluta vegna gátu þeir ekki sinnt því. Var þá leitað til mín og ég ákvað að slá til. Tvennt kom þá til. Annars vegar, að í starfi mínu hjá HB & Co hef ég mjög góða aðstöðu til þess að fylgjast með vitanum daglega, og hins vegar, sem ekki var síðra í mínum huga, skyldurækni við sjómenn. Ég hef í starfi mínu sem rafvirki unnið mjög mikið fyrir þá og þar af leiðandi tengst starfi þeirra á margan hátt um langan tíma.“ Jón er sá þriðji í röðinni, sem gegnir þessu starfi eftir að nýi vit- inn var reistur árið 1943. Fyrsti vitavörðurinn var Gunnlaugur Jónsson. Guðmundur Guðjóns- son leysti hann síðan af hólmi. „Það er Vita- og hafnarmála- stjórn sem sér um rekstur og við- hald á vitanum og telst ég starfs- maður þeirra þegar ég er við þessi störf. Aðalstarfið er að fylgjast með rafeindabúnaðinum sem stjórnar ljósunum á vitan- um. Þessi búnaður kom fyrir nokkrum árum og er mjög full- kominn, hann er með tvöföldu stýrikerfi. Þannig að ef aðalbún- aðurinn verður óvirkur þá er annar til vara sem tekur við. Ef rafmagnið fer af þá kemur til kasta gassins. Þá stjórnast ljósin af gasloga, eins og var hér áður fyrr, og er reyndar enn á þeim vitum sem ekki hafa rafmagn.“ Jón sagði að miklar endurbæt- ur hefðu verið gerðar á vitanum fyrir tveimur árum. Þá hefði vinnuflokkur frá Vita- og hafn- armálastjórn komið og gert við skemmdir á honum að utan, en hann hefði verið farinn að leka á nokkrum stöðum, og borið síðan á hann einangrunarefni. Að inn- an hefði hann síðan verið málað- ur og væri því í mjög góðu ástandi í dag. „Þó að umgengni í kringum vitann sé mjög góð í dag hefur hún ekki alltaf verið til fyrir- myndar,“ sagði Jón. „Fyrir um fimm árum þurfti að láta útbúa rimlahurð fyrir hurðina að vitan- um vegna þess að oft var búið að troða allskyns drasli og mold í skráargatið á henni og gat tekið langan tíma að hreinsa og gera við læsinguna. En eins og ég sagði áður þá hefur ekki orðið vart við skemmdarverk sem þessi nú hin síðari ár og vonandi er þetta liðin tíð.“ Lausafjáruppboð Að kröfu lögmanna, innheimtumanns ríkissjóðs og tollstjórans á Akranesi verða eftirtaldir lausafjármunir boðnir upp og seldir á nauðungaruppboði, ef til þeirra næst og viðeigandi boð fást, sem haldið verður í Lögreglustöðinni að Þjóðbraut 13, Akranesi, föstu- daginn 22. mars 1991, kl. 14.15. B 1 f= R E 1 Ð A R N A R A-1096 AD067 AE850 AN434 AS345 AX035 BD604 BE399 BH254 BK622 BÞ089 DV851 DY675 E-1535 E-2635 E-2685 E-2799 E-3232 E-3370 E-74 ED168 EG572 EH369 EJ085 EO102 ET112 EU196 EV391 EV838 FE241 FF173 FF412 FI894 FM283 FN854 FR991 FV432 FX685 FÞ528 FÞ849 GA652 GB811 GJ925 GK396 GP392 GR012 GV361 GX412 GÖ773 GÖ791 HA219 HB498 HD196 HH268 HI626 HK783 HL738 HR822 IE495 IZ959 JC928 JÖ367 KA101 MB292 R-28609 S—2911 TA631 X-6352 Y-19332 ÞA865 Ö-3297 ÝMISLEGT LAUSAFÉ: Bílalyfta, hljómtæki, sjónvarp, myndlykill, sófasett, ísskápur, þvottavél, állok, skór og litur fyrir niðursuðu. Sama dag kl. 16.00 verður boðinn upp Tb. Edda AK - 4. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Akranesi ■ ÞEKKIR PU BALDREK? EKKI? BALDREKUR ER UNGUR DRENGUR. HANN OG FJÖLSKYLDA HANS ÆTLA ÖLL Á GAMANLEIKINN A SAL KEMUR ÞÚ EKKI LÍKA MEÐ ÞÍNA FJÖLSKYLDU? '' ' inii 1 ö. marts kl. 20 ;inn 17. mars kl. 20.30. inn 1 <S. iimrs k 1. 20.30. Li 1 . niars kl. 20.30. inn 22. nitirís kl. 20.30. iiiu 24. mars kl. 20.30 A

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.