Skagablaðið - 21.03.1991, Page 1

Skagablaðið - 21.03.1991, Page 1
11. TBL. 8. ARG FIMMTUDAGUR 21. MARS 1991 VERÐ KR. 150,- Bjargar framtak ungs Skagamanns lífi þvftugrar avmenskrar húsmóður? - Eva Aslanian kemur á morgun til skurðaðgerðar á islandi fyrir tilstilli ungs vinar á Akranesi Þrítug armensk kona kemur hingað til lands til skurðaðgerðar á morgun. Sá viðburður er fyrir margra hluta sérstakur, þar sem konan kemur hingað fyrir tilstilli ungs Akurnesings, Gísla Þráinssonar. Ógerlegt er að framkvæma þá aðgerð í Sovétríkjunum, sem þarf til að bjarga lífi hennar. Gísli hefur tekið að sér að gangast í ábyrgð fyrir þeim kostnaði sem hlýst af för hennar svo og sjálfri aðgerðinni. Taliö er að heildarkostnaður nemi um 600 þúsund krónum. Gísli hefur sent 100 fyrirtækj- Forsaga bréfsins er sú, að Gísii um á Akranesi bréf, þar ferðaðist fyrir nokkru um sovét- sem hann fer þess á ieit að þau lýðveldið Armeníu á vegum liðsinni honum í mjög svo danska Rauða krossins og kvnnt- óvenjulegu máli. ist þar Pap Aslanian og fjöl- skyldu hans. Þau reyndust hon- um ómetanleg hjálparhella er hann veiktist lífshættulega. Pap þessi skrifaði Gísla bréf fyrir tveimur mánuðum og ósk- aði eftir hjálp hans. Þrítug kona hans, Eva, hafði þá fengið heila- blóðfall og lamast tímabundið. Heilablóðfallið stafaði af há- þrýstingi í blóði sem orsakast af meðfæddum kransæðagalla. Ekki er hægt að framkvæma nauðsynlega aðgerð til bjargar Evu í Sovétríkjunum og því leit- aði Pap eftir liðsinni Gísla. Mik- ið lá við því annað heilablóðfall var yfirvofandi og það hefði riðið Evu að fullu. Gísli hefur fengið skriflegt leyfi landlæknis fyrir því að Eva fái að leggjast undir skurðarhníf- inn hér heima og Rauði krossinn hefur heitið því að sjá henni fyrir húsnæði hérlendis á meðan hún er að jafna sig. Eftir því sem Skagablaðið kemst næst hafa Gísli og bræður hans, sem hjálpa honum við söfnunina, fengið góðar viðtökur víðast hvar og stjórnendur fyrir- tækja sýnt þessari óvenjulegu beiðni skilning. Ef einhverjir bæjarbúar vilja láta eitthvað af hendi rakna til þessa málefnis hefur verið opnuð sparisjóðsbók nr. 12116 í Landsbanka Islands. Lægsta tilboð 70% af áætlun Góðar gjafir Islandsbanka Við formlega opnun nýs útibús íslandsbanka á Akranesi í síðustu viku var fleira gert en að gefa gestum og gangandi veitingar í tilefni dagsins. Bankinn afhenti við sama tækifæri tveimur félögum stórgjafir; Björgunarsveitinni Hjálpinni og Tónlistarfélaginu. Meðfylgjandi mynd var tekin við af- hendingu gjafanna. Á henni eru frá vinstri: Heiðar Sveinsson, formaður Hjálparinnar, Lárus Sig- hvatsson frá Tónlistarfélaginu, Brynjólfur Bjarnason, formaður bankaráðs íslandsbanka og Jensína Valdimarsdóttir frá Tónlistarfélaginu. Tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjóm: Einkadagheimili opnað í haust? Arnarfell sf. og Tréós hf. á Akureyri áttu langlæsta tilboð í lokafrágang þjónustubyggingar Fjölbrautaskóla Vesturlands, sem opnuð voru í fyrradag. Frá- vikstilboð þessara aðila var 70,1% af kostnaðaráætlun. Alls bárust átta tilboð í þetta mikla verk frá þremur aðil- um. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 61 milljón 816.755 krónur. Til lokafrágangs teljast m.a. loft- ræsing og raflagnir, gólfefni, loft- aklæðning, hurðir, innréttingar og málun að innan og utan. Tilboð Arnarfells/Tréóss hljóðaði upp á 45 millj. 221.819 krónur eða 73,2% af áætlun. Fyrirtækin sendu einnig inn frá- vikstilboð, sem var það lægsta sem barst, upp á 43 millj. 358.516 krónur eða 70,1% af áætlun. Trésmiðja Guðmundar Magn- ússonar og Skagaplast áttu næst- lægsta tilboð. Það hljóðaði upp á 53 millj. 481.339 krónur eða Fyrsta einkadagheimilið á fram tillögu f bæjarstjórn þess Ak.anesi kann að verða að efnis að kannað yrði hvort áhugi veruleika í haust þegar leikskól- rcyndist fyrir því á rneðal starf- inn við Lerkígrund verður form- andi dágmæðra að einhverjar lega tekinn í notkun. Samhliða þeirra tækju sig saman og rækju opnun hans verður rekstur leik- leikskólann við Háholt. skólans við Háholt lagður af. Bæjarfulitrúar Sjálfstæðis- Ljóst er að bíðlistar eftir vist hverla jafnvcl alveg með til- komu nýja leikskölans í Lerk- igrund. Éfíir sem áður er talið að þörf sc fyrir vistun barna fólks, sem ekki tclst til forgangs- hópa. Iflokksíns lögðu fyrir nokkru Sigurbjörg Ragnarsdóttir, un barna styttast verukga eða bæjarfuPrrúi Sjálfstæðisflokks- sagði í samtali við Skaga- blaðið t gær, að hún teldi vcl þess virði að reyna þennan kost. Hann gæti hugsanlcga virkað sem hvatning fyrir einstaklinga eða félagasamtök til þess að koma á fót sambærilegum rekstri. 86,5% af áætlun. TGM og Skaga plast sendu inn þrjú frávikstilboð sem öll voru lægri. Það fyrsta hljóðar upp á 52 millj. 587.099 kr. eða 85,1% af áætlun, annað upp á 53 millj. 031.339 kr. eða 85,8% af áætlun og það þriðja upp á 52 millj. 921.339 kr. eða 85,6% af áætlun. Verði öllum þessum frávikstilboðum tekið er tilboð TGM/Skagaplasts 51 millj. 577.099 kr. eða 83,4% af áætlun. Hæsta tilboðið kom sameigin- lega frá Tréverki sf., Akri hf. og Málningarþjónustunni hf. Það hljóðai upp á 56 millj. 026.972 kr. eða 90,6% af áætlun. Frá- vikstilboð sömu aðila var upp á 54 millj. 275.031 kr. eða 87,8% af áætlun. Tuttugu sund’ þjátfarará námskeiði hér Tuttugu sundþjálfarar víðs vegar að af landinu koma saman hér á Akranesi um helgina til námskeiðshalds. Námskeiðið er runnið undan rifjum Steve Cryer, aðal- þjálfara Sundfélags Akra- ness. Námskeiðið, sem aðallega verður byggt upp á fyrir- lestrum frá Cryer, Martin Reichenbach, þjálfarta SFS, og Richard Kirsch, hefst kl. 14.30 á laugardag og lýkur kl. 17 á sunnudaginn.

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.