Skagablaðið


Skagablaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 3
Skaaablaðið 3 Eim um fjölskykkifjármál Löngu timabær umræða hefur átt sér stað á síðum Skagablaðs- ins um fjölgun gjaldþrota og þá óstjórn sem einkennt hefur fjármál heimilanna hér á landi. Með ágætum leiðara 7. mars hóf Sigurður Sverrisson skrifin um að allt væri í hnút í þessum efn- um þrátt fyrir að jafnvægi væri að komast á í efnahagsmálunum, eins og hann orðaði það. veir mjög áhugasamir kenn- arar skrifuðu síðan 14. mars og höfðu margt til málanna að leggja og helst út af því að Sig- urður hafði lagt til að fjölskyldu- fjármál yrði kennslugrein á efri stigum grunnskóla. Þessi umræða vakti áhuga minn og margar spurningar komu upp í hugann. Róttækar þjóðfélagsbreytingar, sem breytt hafa vaxta- og húsnæðisstefn- unni, hafa leitt af sér að menn hafa glatað áttum. Nýjar aðstæð- ur hafa kallað á breyttan hugsun- arhátt. Mörgum lögum hefur verið breytt, t.d. um fjárfesting- armarkaðinn, sem býður upp á margar leiðir, og eins skattalög- um. Sumir fjárfestu í húsnæði á tíma misgengis launa og vaxta og hafa því verið í erfiðleikum, aðr- ir eignuðust sitt á tímum nei- kvæðra vaxta og hafa þar af leið- andi meira fé. Fjölskyldufjármál sem kennslu grein á þessum tíma óráðsíu get- um við verið sammála um. Öll- um er hollt, einstaklingum og fjölskyldum, að staldra við og líta yfir fjármálin og meta hvað betur megi fara. Stéttarfélög og starfsmanna- félög á vinnustöðum hafa mikið verið að fara út í ýmiss konar námskeiðahald. Á mínum vinnu- stað á Grundartanga höfum við haldið mörg námskeið í sam- vinnu við stjórnendur fyrirtækis- ins. Eitt þeirra var um fjármál heimilanna og get ég sagt að það hafi tekist sérlega vel. Námskeiðið fengum við hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands og var það unnið af Engilbert Guðmundssyni. Það byggðist upp á minnispunktum um fjár- mál heimilanna, t.d. um fjár- hagsáætlun, heimilisbókhald, framfærslukostnað, húsnæðis- kostnað, rekstur bifreiðar, fjár- mögnun húsnæðis og margt fleira. Með þessum skrifum vil ég aðeins benda á að til er enn ein leið til kennslu í fjölskyldufjár- málum. Steinbítskropp á línuna en rýmandi ani í netin Línubátarnir eru að kroppa Þó er ljós punktur í þessu. upp steinbít en aflinn er ekki Fiskkaupendur eru tilbúnir til að neitt til að býsnast yfir. Afli neta- borga mun hærra verð fyrir stór- bátanna fer rýrnandi frekar en an fisk og því er það fjárhagsleg- hitt. Nú stendur yfir hávertíð og ur skaði fyrir sjómenn að eyða má því vænta að fiskigengd sé á dýrmætum veiðiheimildum í að fullu núna og vaxi tæpast mikið drepa smærri og verðminni fisk með vordögum. til að selja. Nú þarf nefnilega að huga vel að því hve miklu verð- mæti menn ná fyrir hvert tonn og Sjávarsíðan / * 1 [iiiii ión; stefán Isson * - i Eftir páska taka margir fram smáfisknetin, „sextomm- una“, því þá er venjan að herja á þau fiskkvikindi sem smæðar sinnar vegna hafa sloppið lifandi í gegnum stærri möskva vertíðar- netanna. Mjög er vafasamt að réttlætan- legt sé að leyfa smáriðin net stór- an hluta ársins á uppeldissvæðinu Faxaflóa. En skammsýni okkar sjómanna er slík að við réttlæt- um þetta með því að við ætlum að veiða ýsu sem er þó vægast sagt sjaldséð á grunnslóð núorð- ið. sem mestu en ekki bara að ná sem flestum kílóum burtséð frá kílóverði aflans. Afli smábátanna var sem hér segir vikuna 11. - 17. mars: NETABÁTAR Bátur Afli/kg Róðrar Þorsteinn 21.790 6 ísak 17.730 6 Bresi 15.660 7 Auöbjörg 15.260 5 Ebbi 13.760 7 Særún 10.790 7 Ásrún 9.650 7 Hrólfur 8.570 5 Enok 7.360 5 Kópur 7.360 6 Yngvi 5.750 4 Valdimar 5.210 5 Máni 5.090 5 Leifi 4.720 6 Sæbjörn 4.490 6 Sæþór 4.370 6 Akurey 3.870 4 Stormur 3.520 6 Ver 3.360 6 Dagný 3.270 6 Markús 3.060 6 Bergþór 2.910 6 Síldin 2.080 3 Þytur 2.010 5 Flatey 1.420 5 LÍNUBÁTAR Bátur Afli/kg Róðrar Margrét 13.190 7 Hugrún 6.780 5 Guöný 2.350 3 Salla 2.060 5 Þura 1.480 2 Fannar 1.340 2 Emilía 1.220 2 Bára 610 1 FÆRI Bátur Afli/kg Róðrar Sigursæll 560 4 Afli samtals ... . 212.650 kg Róðrar alls 171 Meðaltal í róðri ... 1.243 kg SOMGMOT Kirkjukórasamband Borgarfjarðarprófastsdæmis heldur söngmót í tilefni 40 ára afmælis Kirkjukóra- sambands íslands. 5öngmótið verður í Hallgrímskirkju að 5aurbæ á Hvalfjarðarströnd laugardaginn 23. mars nk. kl. 16. Fjölbreytt efnisshrá. Aögangur óheypis. STJÓRNIN sins a Akranesi verour haldinn iginn 23. mars ki. 15 Rein. í tengslum við aðalfundinn verður minnst 35 á D A G S K R Á: 1. Ve 2. Fir Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN Akraneskirkja Laugardagur 23. mars. Kirkjuskóli yngstu barnanna í umsjá Axels Gústafssonar í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13.00. Sunnudagur 24. mars. Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Barnakórinn syngur. Messa kl. 14.00. Flutt verður mótettan Hósanna Davíðsyni, eftir G. F. Telemann. Séra Árni Pálsson, á Borg, messar. Miðvikudagur 27. mars. Tónlistarstund áföstu, kl. 20.30. Leiknir verða orgelforleikir eftir J. S. Bach. Fimmtudagur 28. mars. Skírdagur. Messa kl. 14.00. Laufey Geirsdóttir syngur einsöng. Altar- isganga. Messa á Sjúkrahúsi Akraness kl. 13.00. Altarisganga. Messa á Dvalarheimilinu Höfða kl. 15.30. Altarisganga. Föstudagurinn langi 29. mars. Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Páskadagur 31. mars. Hátíðarguðsþjónustur kl. 8.00 og kl. 14.00. Annar í páskum 1. apríl. Skírnarguðsþjónusta kl. 13.30. Fimmtudagur 4. apríl. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. SÓKNARPRESTUR ATVINNA Sérsteypan sf. óskar eftir starfsmanni strax til framleiðslustarfa. Um er að ræða framtíðarstarf. Umsóknir sendist til Sérsteypunnar sf., Kal- mansvölum 3, 300 Akranesi. SÉRSTEYPAN SF. VERKSMIÐJUSALA á sokkum á morgun föstudag kl. 10 - 18. TRICO HF. KALMANSVÖLLUM 3 AKRANESI r*.-

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.