Skagablaðið


Skagablaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 1
13. TBL. 8. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 VERÐ KR. 150,- Starfsmamastefna Akraneskaupstaðar setur forstöðumenn stofnana upp við vegg: Skyldmenni og vinir út í kuMaim Forstöðumenn stofnana bæjarins þurfa eftirleiðis að gæta sín vel á því að ráða ekki til starfa hjá sér skyldmenni, vini eða vandamenn. í Starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar, sem kynnt var fyrir skömmu, er skýrt kveðið á um að forstöðumenn skuli gæta hlutleysis í hvívetna og „forðast að láta skyldleika, vensl, vinskap eða stjórnmálaskoðanir ráða ákvörðun sinni,“ eins og segir orðrétt í starfsmannastefnunni. Stefna þessi var kynnt fyrir henni eru þó atriði sem vakið skömmu. Eins og nafnið hef- ur til kynna er hér um að ræða skilgreiningu á markmiðum við ráðningu starfsfólks bæjarins, svo og skyldum og siðareglum þess svo nokkuð sé nefnt. Starfsmannastefnan er um flest hin gagnmerkasta og inni- hald hennar mjög leiðbeinandi. f hafa athygli, sérstaklega það sem að framan er nefnt. Alkunna er að nokkrir vinnu- staða bæjarins státa af forstöðu- mönnum sem eru meira eða minna skyldir einhverjum undirmanna sinna. Smæð sam- félags á borð við Akraness gerir það að verkum að illt er eða Þröstur Þráinsson upprennandi skákstjarna. Góður árangur Þrastar Þráinssonar í skákíþróttinni: Vam opna flpkkim á Scákþingi Islands „Ég get ekki sagt að ég hafi átt von á þessu en það var búið að segja mér að ég gæti átt möguleika á einhverju af efstu sætun- um,“ sagði Þröstur Þráinsson, 18 ára Skagamaður, sem um helg- ina tryggði sér sigur í opnum flokki á Skákþingi íslands. Þröstur hlaut alls 7,5 vinninga af 9 mögulegum og hafnaði heil- um vinningi á undan þeim þremur sem urðu jafnir í 2. - 4. sæti á mótinu. Keppendur voru liðlega 30, allir með 1800 ELO - stig eða minna. Mótið hófst þó ekki gæfulega hjá Þresti því hann tapaði niður unninni skák í fyrstu umferð. Fall er fararheill segir máltækið og það voru orð að sönnu í tilviki Þrastar. Hann vann næstu 7 skákir og gerði jafntefli í lokaskákinni. Þröstur lærði ungur mannganginn en hefur ekki teflt neitt að ráði fyrr en 2 - 3 síðustu árin og þá einkanlega í vetur. „Jú, ætli maður fari ekki að stúdera þetta betur eftir þennan árangur," sagði þessi rólegi en kappsami skákmaður í samtali við Skaga- blaðið. ógerlegt að sneiða alfarið hjá slíku. Ekki er kveðið á um það í starfsmannastefnunni hvar draga beri skyldleikamörk eða hvort skyldmenni skuli hafnað þótt það uppfylli öll þau skilyrði sem kraf- ist er við ráðningu í tiltekið starf. Fatlaðir, hvort heldur eru ætt- ingjar eða vinir viðkomandi for- stöðumanns, njóta þó ætíð for- gangs við ráðningu í störf. Með starfsmannastefnunni er lagður grunnur að stefnumótun hjá Akraneskaupstað varðandi ráðningu starfsmanna. I mark- miðum stefnunnar segir m.a. að leitast skuli við að ráða hæft. Bœkistöðvar Akraneskaupstaðar að Kirkjubraut 28. áhugasamt og traust starfsfólk og vinnuaðstaðstaða. Þá er lögð á efla það í starfi. Ennfremur er það áhersla að opinberir starfs- lögð áhersla á að starfsmenn geti menn stofni ekki til eigin atvinnu treyst á framtíðarstörf hjá bæn- rekstrar nema með sérstöku leyfi um og að þeim verði tryggð góð bæjarstjórnar. Bókun meiríhluta Húsnæðisnefndar Akraness: Nefndin frábiður sér af Meirihluti Húsnæðisnefndar Akraness frábiður sér í bókun frá 25. mars sl. afskipti stjórnmáia- manna af störfum nefndarinnar. t niðurlagi bókunar fjögurra nefndarmanna af limm segir orðrétt: „Að gefnu tilefni viljum við í lokin benda á að vissir stjórnmálamenn hafa verið með tilburði til að hafa áhrif á störf nefndarinnar og hefur það gert allt starf hennar mun erfiðara og óskum við eftir því að við fáum að vinna okkar störf án afskipta þeirra í framtíðinni.“ Að öðru leyti hljóðar bókun meirihluta nefndarinnar þannig: „Við undirrituð viljum taka fram eftirfarandi: Á fundi sínum 30. janúar 1991 úthlutaði hús- næðisnefnd fjölskyldu raðhúsinu að Einigrund 15 þó á þeim tíma væri ljóst að hún uppfyllti ekki úthlutunarreglur hvað varðaði fjölskyldustærð. Ástæður þess að úthlutunin fór fram var sú, að engin umsókn lá inni sem upp- fyllti úthlutunarreglur fyrir þessa stærð af húsnæði og var þess vegna tekin sú fjölskylda sem næst komst reglum. Úthlutun þessi fór sem aðrar til umsagnar Húsnæðisstofnunar. Starfsfólk þar treysti sér ekki til að staðfesta úthlutunina vegna smæðar fjölskyldunnar og vísaði málinu til félagsíbúðadeildar, sem er nokkurs konar hæstiréttur stofnunarinnar, þar sem henni var hafnað á sömu forsendum. Jafnframt var stjórn Húsnæðis- nefndar bent á að ef ekki fyndist hæfur umsækjandi gæti nefndin leigt húsið tímabundið eða þar til hæfur umsækjandi kæmi fram. Frá því þessi umrædda úthlutun fór fram hafa tvær umsóknir komið sem uppfylla bæði fjöl- skyldustærð og tekjur. Ef Hús- næðisnefnd Akraness ætlar sér að starfa eftir þeim lögum og reglum sem henni er ætlað ber henni að úthluta öðrum hvorum þessa aðila húsið.“ Undir þessa bókun skrifuðu Gissur Þór Ágústsson, Guðný Ársælsdóttir, Björgólfur Einars- son og Sigurður J. Hauksson. Björn Guðmundsson skrifaði ekki undir bókunina. Síðasta Uaðið fyrir kosnmgar efhr viku Skagablaðið vill aftur vekja athygli á því að aðeins kemur út eitt blað til viðbótar fyrir kosningar. Það blað kemur út fimmtu- daginn 11. apríl. Þar sem vinnslu blaðsins verður hraðað vegna snemmbúinna sumarleyfa er nauðsynlegt að greinar, sem eiga að birtast í því blaði, berist eigisíðar en á hádegi nk. mánudag.Ekki er hægt að tryggja birtingu efnis sem berst síðar. Þá þurfa auglýsingar að hafa borist / síðasta lagi kl. 17 ámánu- r/agcigi birting þeirra að vera tryggð. Skagablaðið vill jafnframt vekja athygli á því að ekkert blað kemur út 18. apríl.Blaðið verður hins vegar aftur á ferðinni mið- vikudaginn 24. apríl, daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Júgóslavinn Luka Kostic í viðtali við Skagablaðið: , ^kranes hefur alla burði til að enduiheimta sæti í 1. deild“ —Sjá nánar í opnunni

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.