Skagablaðið


Skagablaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 2
2 _____________________________________________________________________________________Skagablaðið Ásdís KristmundsdðtGr efnir til einsöngstónleika á laugardag: Eg krfa að þeir sem mæta w verða ekki fyrir vonbrigðunv Ásdís Kristmundsdóttir efnir á laugardaginn til einsöngstónleika í safnaðarheimilinu Vinaminni hér á Akranesi. Tónleikarnir hefjast kl. 15. Skagablaðið hitti Ásdísi að máli fyrir stuttu og innti hana fyrst eft- irjiví hvað hún ætlaði að bjóða áheyrendum upp á. u Til sölu 4ra sæta dökkbrúnn leðurhornsófi og hillusam- stæða (3 einingar) úr dökk- bæsaðri eik. Uppl. í síma 12139. Til sölu Amstrad 128 K tölva með litaskjá. Á annað hundr- að leikir fylgja o. fl. Uppl. í síma 13082. Til sölu hvítt vatnsrúm. Uppl. í síma 12716 eftir kl. 17. í óskilum er 24“ Peugeot gírahjól. Uppl. í síma 12987. Til sölu 2,5 tonna trilla. Flest siglingatæki fylgja ásamt rúll- um og netaspili. Þrafnast smá lagfæringar. Veiði- heimild fylgir. Tilboð óskast í síma 13296. Til sölu nýlegt furuhjóna- rúm, 150 X 200 sm. Uppl. í síma 12825. Óskum eftir 3ja til 4ra herb. íbúð til leigu frá 1. júní í eitt ár. Uppl. í síma 11680 og 91 - 36551 (Gunnar Mýrdal og Hildigunnur). Svartur og hvítur fótbolti tapaðist við Brekkubæjar- skóla 8. mars sl. Merking ógreinileg. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 12987. Til sölu mjög vandað golfsett. Skipti á góðri myndavél koma til greina. Uppl. í síma 11358. Fjórir gullfallegir kettlingar fást gefins. Uppl. í síma 12070. Sex manna fjölskylda óskar eftir að taka 5-6 herbergja íbúð á leigu. Uppl. í síma 11312. Óska eftir notuðu en vel með förnu skrifborði. Uppl. í síma 11866 eftir kl. 19. Til leigu 2ja herb. björt og rúmgóð íbúð í miðbænum. Á sama stað óskast heimilis- tölva. Uppl. í síma 12459 eða 91 - 26315. Til sölu eldavéi, ísskápur og vifta. Einnig þriggja metra nýr piastbátur, hjólsög og rafmagns slípikubbur. Uppl. í síma 11910. Óska eftir gömlu sófasetti og símaborði. Uppl. í síma 12837. Til sölu Maxi Cosi barna- bílstóll. Leikgrind fæst með í kaupbæti. Einnig til sölu göngugrind. Allt mjög vel með farið. Á sama stað er óskað eftir léttri tvíburakerru. Uppl. í síma 12472. Eg ætla að syngja verk eftir Mozart, Schubert, Richard Strauss og Fouré svo einhverjir séu nefndir,“ sagði Ásdís. Undir- leikari hjá henni verður Kristinn Örn Kristinsson. Ásdís lauk námi frá Boston University um síðustu jól og hafði þá setið þar á skólabekk í hálft fjórða ár. Skagablaðið ræddi einmitt við Ásdísi skömmu áður en hún hélt utan. Það lá því beinast við að spyrja hvað hún hefði verið að læra þar vestra. „Eg lauk Mastersgráðu í tón- list með söng sem aðalgrein en lagði reyndar líka stund á ljóða- nám. Námið var vægast sagt erf- itt og umfangsmikið því þarna var farið mjög nákvæmlega ofan í saumana á svo gott sem öllu er lýtur að tónlist; sögu hennar, uppbyggingu verka, túlkun og tjáningu og ótalmörgu öðru. Fyrsti veturinn var sérstaklega strembinn enda var ég þá að komast inn í skólakerfið svo og málið auk námsins.“ — Nú laukstu einsöngvara- prófi hér heima áður en þú hélst utan. í hverju liggur aðalmunur- inn á kennslunni hér heima og þarna úti? „Það má í raun segja að hann felist í því hversu miklu ítarlegra námið er allt þarna úti en hér heima. Mikil áhersla er lögð á bóklega þáttinn, mun meiri en hér heima. Með því er ég alls ekki að varpa rýrð á skólann hér heima. Aðstæður eru allar aðrar þarna úti og nám í háskólunum er rándýrt. Vafalítið væri hægt að bjóða upp á sambærilegt nám hér heima ef fólk þyrfti að borga jafn mikið fyrir námið og þar.“ — Þú kemur því væntanlega heim reynslunni ríkari en um leið veraldlega fátækari? „Já, það er hægt að segja með sanni. Ætli ég sitji ekki uppi með 2 milljóna króna skuld eftir þessa dvöl. Naut ég þó góðs stuðnings fjölskyldunnar og fleiri. En nám- ið var mér ákaflega mikils virði og ég sé ekki eftir einni einustu krónu sem í þetta fór.“ Eftir að náminu lauk hefur Ásdís unnið hér heima m.a. við kennslu svo og söng, þó ekki í fullu starfi. Hvað framtíðin ber í skaut sér er óráðið því Ásdís og sambýlismaður hennar, sem er á útleið til að vinna á vegum Sam- einuðu þjóðanna, bíða eftir svari um hvar hann á að starfa. Hún sagði þá óvissu ekki breyta því að hún legði sig alla fram á tón- leikunum á laugardag. „Ég lofa því að þeir sem mæta á tónleik- ana verða ekki fyrir vonbrigð- um,“ sagði hún í lokin. — Hljópstþú eða léstu ein- hvern hlaupa 1. apríl? Jóhannes Helgason: — Nei, ég lét engan hlaupa og hljóp ekki sjálfur. Helgi Ólafur Jakobsson: — Nei, ekkert svoleiðis. Bjarni Kristófersson: — Ég hljóp ekki og ég lét engan hlaupa. Er svo góður í mér. Sigurður Þór Elísson: — Ég hljóp ekki en reyndi að plata bróður minn en mistókst. Ásdís Kristmundsdóttir fyrir framan safnaðarheimilið Vinaminni. Tölvupappír frá Odda. Diskettur — blekbönd. Ilff BÓKASKEMMAN llmlllmll Stekkjarholti 8 -10 — Akranesí — Sími 1 28 40 Alhliða pípulagnir Nýlagnir — Viðgerðir — Breytingar Sími 12584 frá kl. 9 - 12. K PÍPULAGNIR —■ ■ ,'*at,n ' KARVELS Múrverk — Flísalagnir — Málun ARNARFELL 5MIÐJUVÖLLUM 7 - 5ÍMI 12804 Öll blikksmíði Smíðum einnig úr járni, áli og ryðfríu stáli. BLIKKVERK SF. ÆGISBRAUT 23 11075 FERÐAÞJÓNUSTA VESTURLANDS Skólabraut 30 — Si'mi 11940 ^ Einstaklingsferðir— Hópferðir _ ' Öll almenn farseðlasala Veisluþjónusta STROMPSINS Tökum að okkur allar veislur og mannfagn- aði. Upplýsingar ísímum 12020 og 11414. Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir og auglýsingar: Árni S. Árnason ■ Lausráðnir greina- og dálkahöfundar: Sigþór Eiríksson, Gunnar Ársælsson, Kristín Steinsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir (tónlist), Stefán Lárus Pálsson (sjávarútvegs- fréttir), Kristinn Reimarsson (Noregi) ■ Dreifing: Sigurður Sigurðsson ■ Áskrift og bókhald: Steinunn Ólafsdóttir ■ Setning, umbrot og prentun: Prentverk Akraness hf. ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórn: Skólabraut 21,2. hæð. Opin alla virka daga frá kl. 10 - 17. ■ Símar 12261 og 11397 ■ Bréfasími (Fax): 13297 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. ■ Skagablaðið er aðili að Samtökum bæjar og héraðsfréttablaða

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.