Skagablaðið


Skagablaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 4
4 Kosningar eru á næsta leiti. Þess sjást merki í öllum fjölmiðlum, líka hér í Skagablaðinu. Kosningabaráttan ætlar að verða stutt í ár og málin, sem tekist er á um, virðast ekki ýkja mörg. Þær fregnir bárust í vikunni að búið væri að úthluta meira en tug listabók- stafa í Reykjavík til framboða sem ætla að gefa kost á sér í kosningunum þann 20. apríl. Á landsbyggðinni eru fram- boðin eitthvað færri en mörg samt víð- ast hvar. Nokkur þessara framboða eru gerð út á ákaflega óljósum grunni. Sum eru samsteypa smáflokka sem ekki hafa náð að vinna sér sess ein síns liðs, önn- ur eru hrein skrípaframboð, til þess eins fallin að gera gys að „alvöru“ stjórn- málamönnunum. Slíkt er í sjálfu sér ekki nýlunda og e.t.v. er ekki að undra þótt slík framboð komi upp af og til samhlíða dvínandi áliti á þeim fulltrúum sem sitja í sölum Alþingis. Ríkissjónvarpið hefur undanfarið boðið flokkum sem bjóða fram til þings kost á að kynna stefnumál sín. Flokk- arnir hafa sjálfir séð um gerð þessarara þátta og hefur skiljanlega tekist misjafn- lega vel til. Flokkur mannsins og Þjóð- arflokkurinn kynntu stefnu sína í gær- kvöld með eftirminnilegum hætti. Ekki aðeins minnti þátturinn á köflum á kvikmyndagerð frá fyrstu áratugum aldarinnar heldur var boðskapurinn æði skrautlegur og klisjukenndur. Einn full- trúinn las upp Ijóð með mynd af Jóhann- esi Kjarval sér að baki, annar stóð úti í skógi og talaði um að banna ætti lands- feðrunum að taka lán og sóa almannafé og þannig gekk það koll af kolli. Þeim er þetta ritar er það fullljóst að framboð Flokks mannsins og Þjóðar- flokksins á ekki digra kosningasjóði til að seilast í og greiða gerð stutts kynn- ingarþáttar en fyrr mega nú vera vinnu- brögðin. Hafi útgerð þessara flokka átt erfitt uppdráttar fram til þessa hefur kynningarþátturinn í gær varla bætt úr skák. Lýðræðið býður upp á það að hverj- um sem hefur áhuga á því er heimilt að bjóða sig fram til Alþingis svo fremi hann skili inn tilteknum fjölda meðmæl- enda. í skjóli þessa verða mörg fram- boðin til. Hérlendis gilda engar reglur um að flokkar þurfi lágmarksheildar- fjölda atkvæða til þess að komast inn á þing. ( Þýskalandi er t.d. miðað við 5% atkvæðamagn. Hér á landi ætti lág- markið að vera a.m.k. 2 - 3% þannig að ekki sé hætta á að úr verði einn allsherj- ar hrærigrautur. Sá mikli fjöldi framboða sem hægt er að velja um í ár ruglar kjósendur enn frekar í ríminu. Markviss kynning á stefnumálum; stutt, skorinorð og hnit- miðuð, er það sem ræður úrslitum. Langhundar, innantómt hjal og úrelt slagorð duga ekki lengur til atkvæða- veiða. Sigurður Sverrisson 1 Skagablaðið___________Skagablaðið Júgóslavinn Luka Koslic í viðtali við Skagablaðið: „Akranes hefur alla burði til að endur- heimta sæti í 1. deikl" Erlendur leikmaður mun í f'vrsta skipti í sögu knattspyrnunnar a Akranesi leika með meistaraflokksliði Skagamanna í íslandsmóti. Sá sem ryður brautina er aldeilis ekki leikmaður af verri endanum. Það er Luka Kostic, sem áður lék með Þór frá Akureyri, en á þeim tveim- ur árum sem hann lék fyrir norðan var hann talinn besti varnarmaður í íslenskri knattspyrnu. Luka hefur byrjað vel með Skagamönnum og skorað þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum þrátt fyrir að gegna hlutverki varnarmanns. Skagablaðið ræddi stuttlega við þennan geð- þekka Júgóslava fyrir skómmu. ann stutta tíma sem ég hef verið á Akranesi hefur mér liðið afskaplega vel og allir lagt sig fram um að svo mætti vera bæði leikmenn Akranessliðsins og aðrir sem ég hef kynnst. Ég hef eignast marga góða vini, bæði hér á Akranesi og á Akur- eyri. Sex valkostir Ég ákvað síðastliðið haust að yfirgefa herbúðir Þórs og fékk tilboð frá sex knattspyrnufélög- um um að ganga til liðs við þau. Akranes var eitt þeirra. Þegar ég var fyrir norðan hafði ég heyrt um hversu mikill áhugi væri á knattspyrnu á Akranesi og að þetta væri sannkallaður knatt- spyrnubær. Það hafði vissulega mikil áhrif, auk þess sem ég hef mikið álit á Guðjóni Þórðarsyni sem þjálfara." Kostic sagði, að með fullri virðingu fyrir Þór og þeirra starfi, væri efniviðurinn hér á Akranesi mun meiri en hann þekkti fyrir norðan og margir þeirra leikmanna sem nú væru í liðinu ættu eftir að ná í fremstu röð og nokkrir þeirra gætu staðið fyrir sínu á erlendri grundu. Hann hefði samanburðinn því hann hefði æft og leikið með mörgum frábærum knattspyrnu- mönnum í Júgóslavíu. í tíu ár í 1. deild „Ég lék í 1. deildinni í Júgó- slavíu í tíu ár með knattspyrnu- liðinu Osijek, sem nú er í 5. sæti í deildinni og er með betri knatt- spyrnuliðum þar í landi. Fyrir um fimm árum langaði mig til þess að breyta til og leika knatt- spyrnu í Vestur - Evrópu. Ég fékk tilboð frá spænsku liði og tveimur liðum í Þýskalandi. En þá varð ég fyrir því óhappi að meiðast á ökkla og var frá knatt- spyrnu í um ár. Þegar ég var aft- ur tilbúinn í slaginn að nýju hafði margt breyst hjá þessum liðum og ekkert varð úr félagaskiptun- um. Þá kom til sögunnar landi minn og kunningi, sem hafði ráð- ið sig sem þjálfara hjá Þór á Ak- ureyri, og bað mig um að koma með. Ég sló til og hef alls ekki séð eftir þeirri ákvörðun. Mér hefur líkað mjög vel við ísland og íslendinga og ég er ákveðinn í því að vera hér í nokkur ár í viðbót." Luka Kostic hefur búið í heimalandi sínu á veturna. Hann hefur farið aftur til Júgóslavíu á haustin þegar keppnistímabilinu lýkur hér á landi og gerir það aft- ur í haust. Yfir vetrarmánuðina hefur hann æft og keppt með 4. deildarliði í heimabæ mínum. Hefur hann gert það eingöngu til þess að halda sér í góðri æfingu áður en hann kemur aftur til íslands. Fjölskyldan hér í sumar „Eiginkona mín, Svetlanu, og sonur minn, Igor, sem er sjö ára gamall, voru hér á Akranesi um páskana," sagði Kostic „Þau fara aftur út en koma svo aftur til ís- lands í júní og verða hér fram á haustið. Skólaganga stráksins okkar í Júgóslavíu gerir það að verkum að fjölskyldan getur ekki verið saman allan tímann á ísl- andi.“ Kostic sagði að Akranesliðið hefði sýnt það í þeim æfingaleikj- um, sem það hefur leikið nú í vor, að það væri til alls líklegt og ætti að hafa alla burði til þess að endurheimta sæti sitt í 1. deild að nýju. Hann sagðist vonast til að framlag sitt gæti átt þátt í því. Kostic hefur starfað hjá Tré- verki sf. síðan hann kom hingað á Akranes 18. mars sl. í sumar er ætlunin að hann starfi þar fyrri hluta dags og sjái síðan um knattspyrnuskóla fyrir yngstu knattspyrnumennina síðari hluta dags. Sagðist hann hlakka til þess verkefnis. ítarleg könnun á þörf stanými fyrir Innan skamms fer fram hér á Akranesi könnun á þörf fyrir dagvistarrými á vegum félags- málastjóra Akraneskaupstaðar. Haft verður samband við 155 for- eldra/forráðamenn barna að 9 ára aldri. Skagablaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá Sólveigu Reynisdóttur, félagsmálastjóra, vegna þessa: Þegar farið er að rýna í fram- tíðina þá koma upp í hugann spurningar eins og: 1) Hver er vistunarþörfin, þ.e. hversu stór hluti hefur hug á að fá dagheimili, leikskóla, dag- mæður eða skóladagheimili fyrir eqKor dagvi barn sitt? 2) Er hægt að koma við ein- hvers konar sveigjanleika í rekstri dagheimilis/leikskóla og þá hvernig? 3) í hve langan tíma á dag þurfa foreldrar vistun fyrir börn sín. 4) Hvenær dagsins þurfa for- eldrar vistun fyrir börn sín? 5) Þarf fólk vistun alla daga vikunnar fyrir börn sín? Ákveðið var að hafa þessa könnun í formi símakönnunar. Símakönnunin varð fyrir valinu vegna þess að hún er tiltölulega ódýr, svarhlutfall er hærra en póstkönnun og könnunin er fljót- virkari og hættan á einhverjum misskilningi hjá svarendum í lág- marki. Tekið er 777 manna úrtak úr þjóðskrá. Hópurinn eru foreldr- ar/forráðamenn barna á aldrin- um 0 - 9 ára. Akranesi. Stærð hópsins er 155 foreldrar/forráða- menn barna á aldrinum 0-9 ára á Akranesi. Símanúmer eru fundin á þann hátt að leitað verður í síma- og íbúaskrám. Sigrún Gísladóttir mun hringja út spurningalistann á tímabilinu 9. - 18. apríl 1991." 26. mars: stúlka, 3365 g að þyngd og 51 sm á lengd. Foreldrar: Guðrún Margrét Halldórsdóttir og Jón Óskar Ásmundsson, Jað- arsbraut 5, Akranesi 27. mars: stúlka, 3755 g að þyngd og 52 sm á lengd. Foreldrar: Erla Þórðardóttir og Guðmundur Á. Gunnarsson, Háholti 33, Akranesi. 29. mars: stúlka, 3180 g að þyngd og 53 sm á lengd. Foreldrar: Guðný Tómasdóttir og Frímann Smári Elíasson, Einigrund 10, Akranesi. 1. apríl: stúlka, 4135 g að þyngd og 54 sm á lengd. Foreldrar: Ragnheiður Stefánsdóttir og Skarphéðinn Gissurarson, Arnar- kletti 12, Borgarnesi. 1. apríl: stúlka, 2975 g að þyngd og 48 sm á lengd. Foreldrar: Sig- ríður S. Sæmundsdóttir og Valgeir Sigurðsson, Stóru-Fellsöxl, Skilmannahreppi. 3. apríl: drengur, 3670 g að þyngd og 51 sm á lengd. Foreldrar: Helga Ingunn Sturlaugsdóttir og Haraldur Reynir Jónsson, Suðurgötu 69, Reykjavík. 5 SÍM111100 (SÍMSVARI) Stella Stórleikararnir Bette Midl- er og John Goodman fara á kostum í þessari frábæru og manneskjulegu gaman- mynd. Myndin segir frá kjaft- forri bandarískri stúlku, sem eignast barn í lausaleik með forríkum lækni, en uppeldið sér hún um ein. John Good- man leikur drykkjusvola sem er vinur Stellu. Sýnd kl. 21.00 í kvöld (fimmtudag) og föstudag. Tryllt ást Frábær spennumynd leik- stýrð af David Lynch (Tví- drangar) og framleidd af Propaganda Films (Sigurjón Sighvatsson). Myndin hlaut gullpálmann í Cannes 1990. Hún hefur hlotið mjög góða dóma og aðsókn þar sem hún hefur verið sýnd. Sýnd kl. 21.00 á mánu- dag og þriðjudag. Alli og íkornarnir (Alvin and the Chipmunks) Bráðskemmtileg barna- mynd með Alla íkorna og fé- lögum hans. Uppátæki þeirra fá alla til þess að hlæja. Sýnd kl. 15.00 á sunnu- dag. MIÐA VERÐ AÐEINS KR. 200,-

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.