Skagablaðið


Skagablaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 8
t\$na KIRKJUBRAUT 4-6 Skagablaðið w* KIRKJUBRAUT 4-6 Lögum samkvæmt en siðlaust? - íbúðareigandi greiðir fasteignagjökl af rúmlega 8 milljóna króna eign samkvæmt álagningarstuðli en Irfeyrissjóður miðar veðhæfni við 5 milljóna króna fæteignamat Þó svo íbúðareigendur á Akranesi og víðast hvar á landsbyggðinni greiði fasteignagjöld af upphæð, sem er langt umfram uppgefið fast- eignamat viðkomandi eignar, geta þeir ekki nýtt sér hærri upphæðina til veðsetningar eigninni til tryggingar lánum sem þeir hyggjast taka. Þetta er hindrun sem margir landsbyggðarbúar reka sig á. Löglegt en siðlaust," eru fleyg upphæð greiðir íbúðareigandinn i •ummæli Vilmundar heitins Gylfasonar. Þessi orð komu ó- neitanlega upp í huga íbúðareig- anda eins hér á Akranesi, sem hafði samband við Skagablaðið fyrir stuttu vegna svona máls. Eign hans, sem er 150 fermetr- ar að stærð auk 38 fermetra bílskúrs, er skráð á rétt tæpar 5 milljónir króna hjá Fasteigna- mati ríkisins. Að viðbættum álagningarstofni fasteignagjalda hér á Akranesi telst eigin 8,1 milljóna króna virði. Af þeirri sín fasteignagjöld. Málið vandaðist hins vegar þegar íbúðareigandinn sótti um lán hjá lífeyrissjóði. Þar er fast- eignamatinu fylgt og þegar til kom reyndist eignin of hátt veð- sett sem nam 300 þúsundum króna. Hún dugði því ekki sem veð fyrir láninu. „Þetta er ekkert annað en hreinn og klár þjófnaður," sagði íbúðareigandinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, er Skaga- blaðið ræddi við hann. „Maður Allar matsupphaðir eru (þúsundum króna Eign Mhl. Hæð Nr. á Hæð Mannv.mat/ húsmat Lóðarmat/ landmat Fasteignamat samtals Álagningarstofn húss/mannvirkis íBÚÐ 150,8 H2 BÍLSKÚR 38,0 H2 01 02 02 01 01 01 4207 574 201 4408 574 726ó 85 4 Þannig lítur fasteignaseðillinn út. Eins og sjá má er eignin ásamt bílskúrnum metin á tæpar 5 millj. kr. en eig- andinn greiðir hins vegar fasteignagjöld samkvœmt síðari dálkinum, sem hljóðar upp á rúmlega 8 millj. kr. er nógu góður til þess að greiða bæjarfélaginu gjöld af 8,1 mill- jóna eign en það er ekki hægt að nýta sér þessa upphæð til veð- setningar." Hann bætti því við að fasteignasali mæti eignina á 7,5 milljónir króna. Magnús Ólafsson, forstjóri Ólafur R. Guðjónsson og Ólafur Magnús Helgason við ruslagáminn sem verið er að smíða. Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar bryddar upp á nýjung í framleiðslu: Er að gera tilraun með smíði stórra ruslagáma „Þar sem þessir gámar hafa nær eingöngu ver- ið fluttir inn til landsins að undanförnu fannst mér full ástæða til þess að gera tilraun til þess að framleiða þá hér á landi á ekki lakara verði en þeir innfluttu,“ sagði Ólafur Rúnar Guðjónsson, sem hefur að undanförnu verið að gera tilraunir við smíði ruslagáms. Þessi gámur er 12 rúmmetrar á stærð og er í minni flokknum af slíkum gámum. Hann er nú vel á veg kominn og ég ætla að kynna þessa framleiðslu betur síðar fyrir hugsanlegum kaup- endum,“ sagði Ólafur ennfremur. Ólafur, sem rekur vélaverkstæði að Smiðju- völlum 6, hóf starfsemina á sínum tíma í bíl- skúrnum heima hjá sér. Þar smíðaði hann beislis- stangir, mél og ístöð fyrir hestamenn. Þótt um- svifin hjá Ólafi séu orðin mun meiri í dag þá er þessi smíði enn stór þáttur í starfsemi fyrirtækis hans. „Þessi smíði fyrir hestamenn hefur gengið mjög vel. Auk þess að selja beint í verslanir er ég farinn að selja þessar vörur erlendis. Fyrirspurnir hafa aukist jafnt og þétt. Af þeim sjö mönnum sem ég hef í vinnu í dag hafa fjórir til fimm þeirra eingöngu verið við þessa smíði þegar eftirspurnin er hvað mest á tímabilinu frá desember tii júlí,“ sagði Ólafur. Þá opnaði Ólafur litla verslun með vörur fyrir hestamenn í desember sl. og sagði hann rekstur hennar hafa gengið vel. Fasteignamats ríkisins, sagði í samtali við Skagablaðið í gær, að ekki væri eðlilegt að íbúðareig- endur gætu notað uppreiknað verð íbúðarinnar með álagning- arstofni fasteignagjalda til veð- setningar. Fasteignamatið ætti að endurspegla markaðsverð eign- arinnar miðað við staðgreiðslu í nóvember á síðasta ári. Hvað varðaði veðhæfni við- komandi eignar gagnvart lífeyris- sjóði sagði Magnús það ekki vera mál Fasteignamats ríkisins. Líf- eyrissjóðurinn setti sínar eigin reglur og það væri hans að ákveða þær viðmiðanir sem not- aðar væru við lánsúthlutun. Gísli Gíslason, bæjarstjóri, kvað það koma sér á óvart að líf- eyrissjóður viðkomandi notaði fasteignamatið sem verðmæta- viðmiðun. Hann sagði að sem dæmi styddist Lífeyrissjóður STAK við brunabótamat, sem væri mun hærra en fasteignamat- ið og nær raunvirði eignarinnar. Hvað varðaði vanda íbúðar- eigandans sagði Gísli, að eðlilegt væri að hann óskaði eftir endur- mati á eign sinni hefði það ekki þegar verið gert. Hann sagði fjöl- mörg dæmi koma upp á ári hverju, þar sem fasteignamatið reyndist allt of lágt miðað við markaðsverð. Því væri algengt að eignir væru endurmetnar. Söfnunarféð kom* ið upp í 500 þús. Söfnunin fyrir Evu Aslanian, armensku móðurina, sem kom hingað til lands til skurðaðgerðar fyrir skömmu hefur gengið mjög vel að sögn Gísla Þráinssonar, sem stóð fyrir komu hennar. Þegar hefur safnast um hálf mill- jón króna og vantar nú aðeins um 100 þúsund krónur til þess að ná settu marki. Að sögn Gísla lagðist Eva inn á sjúkrahús um miðja síð- ustu viku og hefur nú farið í nauðsynlegar rannsóknir og hjartaþræðingu. Sagði hann sjúkdómsgreiningu íslenskra lækna koma heim og saman við þá sjúkdómsgreiningu sem fylgdi með Evu frá armenskum læknum við komuna til tslands. Stefnt er að því að skera Evu upp við hjartasjúkdómi hennar í vikulokin eða snemma í næstu viku. Hún mun síðan dvelja hér- lendis um hríð á meðan hún er að jafna sig eftir aðgerðina áður en hún heldur á ný til síns heima. Eins og Skagablaðið skýrði frá í síðustu viku vakti koma Evu til landsins mikla athygli stóru fjöl- miðlanna, m.a. DV og Stöðvar 2 auk tveggja útvarpsstöðva. Þá hyggst Stöð 2 fylgja málinu enn frekar eftir með nánari umfjöll- un. Gísli óskaði eftir því við Skagablaðið að það kæmi enn og aftur á framfæri innilegu þakk- læti til allra sem lagt hafa söfnun- inni lið. Hann sagði hana hafa gengið framar vonum og að hann væri bjartsýnn á að endar næðu saman áður en yfir lyki. Vinnuslys Alvarlegt vinnuslys varð snemma á laugardag um borð í flutningaskipinu Hauki, þar sem það lá við Sementsbryggjuna. Vörubretti með umbúðum féll þá á starfsmann SR, sem vann við uppskipun, með þeim afleiðingum að hann slasaðist illa. Lærbrotn- aði m.a. og hlaut fleiri meiðsl. Maðurinn var fluttur rak- leitt á Sjúkrahús Akraness en var síðan sendur til Reykja- víkur til frekari aðgerðar.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.