Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 11.04.1991, Qupperneq 1

Skagablaðið - 11.04.1991, Qupperneq 1
14. TBL. 8. ÁRG. FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991 VERÐ KR. 150,- Útburði lögreglunnar frestað á elleftu stundu? Síðast er fréttist benti allt til þess að lögreglan á Akranesi yrði borin út úr húsnæði sínu í dag eða á morgun ef ekki hefðu tek- ist samningar á milli dómsmála- ráðuneytisins og eigenda Mynd- bandaleigunnar Áss, sem keyptu húsnæðið í haust. Þegar þetta var ritað voru engir samningar í sjónmáli. Lögfræðingur Myndbandaleig- unnar Áss sendi dómsmála- ráðuneytinu ábyrgðarbréf fyrir helgina, þar sem tekið var fram að þess yrði krafist að lögreglan yrði borin út hefði ekki náðst samkomulag af einhverju tagi fyrir 10. apríl (í gær). Seinagangur ráðuneytisins hef- ur þegar komið eigendum mynd- bandaleigunnar í bobba. Leigu- tími hennar í núverandi húsnæði rennur út 15. maí. Ætlunin var að hefjast handa við breytingar og innréttingu húsnæðisins að Sjálfstæðisllokkurinn fær mest fylgí í Vesturliindskjör- dæmi í komandi alþingis- kosningum samkvæmt skoð- útvarpiö. Úrslit könnunar- innar voru kynnt í livMatiiua sjónvarps á mánudag. Qamkvírmt könnuninni lengi Sj a11 st æðis 11 ok k u r- inn 31.3% í'ylgi og bætti við sig7,l prósentustigi l'rakosn- ingunum 1987. l Vamsóknar- flokkurínn l'engí 29,1% og bætti vió sig 3.8%. Alþvðu- flokkurinn fengi 14,5"v., tap- íiði 0,ó% og Álþýöubanda- lagið fengi 11.9% og hætti einu prósenti víð sig. kvennalistinn t'engi 7.4‘% fylgi, tapaöi 2,9";.. lleima- stjórnarsanitokin lengju 2.9% fyigi en þau buöu e'kki fram í kjördæminu síðast, Frjálslyndir fengju l.f>% og töpuöu8,9% fr.i þ\i [Jorg.ii- tillokktnmii li.uiö Iram 1987. l’á l'cngi l’jóðarflokkurinn - Flokkur mannsins 1,3%, ylai þessara flokka var anlagt . i síðusiu .osningum. Kirkjubraut 8 í byrjun þessa mánaðar en ekkert hefur skiljan- lega orðið af þeim framkvæmd- um. Skagablaðið náði tali af í>or- leifi Pálssyni, skrifstofustjóra dómsmálaráðuneytisins, um miðja síðustu viku. Hann baðst undan því að ræða þetta mál að öðru leyti en því að veikindi sam- starfsmanns síns í fjármálaráðu- neytinu hömluðu því að hægt væri að ganga frá samkomulagi við eigendur myndbandaleigunn- ar. Taldi hann allar líkur á að fulltrúar ráðuneytanna kæmu hingað uppeftir á fimmtudag eða í síðasta lagi á föstudag. Þeir voru enn ekki komnir í vikubyrj- Fari svo að lögreglan verði Bœkistöðvar lögreglunnar að Kirkjubraut 8. borin út hefur hún í ekkert hús að venda. Innrétting framtíðar- húsnæðis hennar að Pjóðbraut 13 er enn ekki hafin og ljóst að af flutningum lögreglunnar þangað verður ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir tvo mánuði. Pá verður mán- uður liðinn frá því myndbanda- leigan átti að rýma núverandi húsnæði sitt. Kampakátir körfukappar Það var líf og fjör í íþrótta- húsinu við Vesturgötu á föstu- dag er þar fór fram stjörnuleikur í körfuknattleik. Skagamenn öttu þar kappi við úrvalslið, skipað m.a. snillingunum Franc Brooker og David Grissom. Það var létt yfir mönnum í þessum leik, engum þó eins og æringjanum Franc Brooker sem fór á kostum jafnt innan vallar sem utan. Brooker brá á leik með leik- mönnum stjörnuliðsins er Skagablaðið bað kappana um að stilla sér upp til myndatöku. Uppátækið leynir sér ekki á myndinni. Skriður að komast á undirbúning rannsókna vegna HvaKjarðarganganna: „Göngín lyftistöng fyrir Akranes hvor staðurinn sem verður valinrí1 Stjórn Spalar hf., hlutafélags- ins sem stofnað var fyrr á árinu um gerð jarðganga undir Hvalfjörð, fundaði í vikubyrjun. Á fundinum var m.a. rætt um fyrirhugaðar rannsóknir í Hval- firði í sumar. Rannsóknirnar eru forsenda fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum. Gísli Gíslason, bæjarstjóri, sem jafnframt er varafor- maður stjórnarinnar, sagði í sam- tali við Skagablaðið að verið væri að vinna að útboðsgögnum varð- andi þessar rannsóknir. Þar væri annars vegar um að ræða svokall- aðar bylgjubrotsmælingar svo og jarðfræðikortlagningu svæðisins. Verði niðurstöður rannsókn- anna í samræmi við þær vonir sem menn gera sér er allt eins lík- legt að framkvæmdir við sjálf göngin hefjist strax á næsta ári. Gísli sagði göng svipaðs eðlis vera í vinnslu í Noregi um þessar mundir og myndi verða fylgst grannt með gangi mála þar. Gísli sagði enn ógerning að segja til hvor þeirra leiða, sem um hefur verið rætt, Kiðafellsleið eða Hnausaskersleið, yrði fyrir valinu. Margt ætti eftir að kanna betur áður en hægt væri að kveða upp endanlegan úrskurð um hvort væri hagstæðara. Hvað varðandi þá skoðun flestra Akurnesinga að nauðsyn- legt væri að ytri leiðin yrði fyrir valinu til þess að Akranes hefði sem mestan hag af göngunum sagði Gísli ljóst að, göngin — á hvorum staðnum sem þau væru — yrðu bænum mikii lyftistöng. Á því léki enginn vafi í sínum huga. á þvi að ekkert Rétt cinu bcr upp á miövikudag eru það tilmæli t höfunda að vera t' ’ ' £' ' :

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.