Skagablaðið


Skagablaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 5
Framganga dómsmálaráðuneytisins í málefnum lögreglunnar hér á Akranesi er með eindæmum, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þegar þetta er ritað er lögreglan búin að vera viku lengur í nú- verandi húsnæði sínu en samningar segja til um og ekkert fararsnið virðist vera á henni. Eins og Skagablaðið skýrði frá í haust var lögreglunni sagt upp húsnæðinu frá og með 1. apríl sl. að telja í kjölfar kaupa Myndbandaleigunnar Áss á Kirkjubraut 8, þar sem lögreglan er tii húsa. Þá strax var talið hæpið að tækist að Ijúka tímanlega við hönnun og inn- réttingu framtíðarhúsnæðis lögreglunn- ar að Þjóðbraut 13. Þær efasemdir eru nú orðnar að staðreynd. Rúm vika er liðin af apríl og enn hefur ekki verið hafist handa við innréttingu húsnæðisins. Sáfrestursem er orðinn á brottför lögreglunnar af Kirkjubraut 8 hefur þegar bakað eigend- um Myndbandaleigunnar Áss vand- ræði. Hún þarf að vera komin í sitt nýja húsnæði eigi síðar en 15. maí nk. en þá rennur leigutími hennar á núverandi stað út. Það er ekkert annað en forkastanleg- ur dónaskapur ráðuneytisins í garð Myndbandaleigunnar Áss að láta ekki einu sinni svo lítið að ræða við eigendur hennar um lyktir málsins eftir að sýnt var að ekki tækist að rýma húsnæðið í tíma. Starfsmenn ráðuneytisins hafa horft upp á tímaglasið tæmast án þess að gera viðeigandi ráðstafnir. Hönnun á húsnæðinu á Þjóðbraut mun þó vel á veg komin en framkvæmdir eru enn ekki hafnar. Að ekki skuli vera búið að leysa þann hnút sem húsnæðismál lögreglunnar eru í er ekkert annað en reginhneisa. Ráðuneytið hefur ekki aðeins haft sex mánuði til athafna heldur mörg ár. Hús- eignin að Kikrjubraut 8 var fyrst auglýst til sölu fyrir a.m.k. fjórum árum. Þá strax mátti ráðuneytinu Ijóst vera að gera þyrfti ráðstafanir til þess að leysa vanda lögreglunnar. Svo virtist sem hann hefði verið leyst- ur vorið 1988 með kaupum á hluta neðri hæðar Þjóðbrautar 13. Á þeim þremur árum sem síðan eru liðin hefur ná- kvæmlega ekkert þokast. Það, að dómsmálaráðuneytið sjálft skuli eiga hér í hlut, er svartur blettur á hinu opinbera. Á þeim bæ virðast ekki viðgangast þær samskiptavenjur og löghlýðni sem ráðuneytið gerir kröfur um að aðrir landsmenn sýni. Oft er talað um að opinberir em: bættismenn standi sig ekki í stykkinu. í mörgum tilfellum er um ósanngjarnar á sakanir að ræða. í þessu máli tala blá- kaldar staðreyndirnar skýru máli. Starfs- menn ráðuneytisins eru einfaldlega ekki starfi sínu vaxnir. Sigurður Sverrisson Opið bréf til kjósenda Agæti kjósandi! Þann 20. apríl nk. gefst okkur tækifæri til að ráða skipan mála næstur fjögur ár í æðstu valdastofnunum landins. Atkvæði okkar koma til með að gefa kjörnum fulltrúum okkar umboð og vald til að stjórna málum lands og þjóðar næstu ár. Því er mikilægt að yfirvega hvernig við viljum að staðið sé að málum eftir að talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Ollum brögðum er beitt til þess að laða okkur til fylgis við stefnu eða stefnuleysi fram- boðslista flokka og einstaklinga. Allt þetta ágæta fólk sem býður sig fram til þjónustu fyrir samfé- gætu því orðið hækja hans eítir kördag ef á þarf að halda. Vafa- samt erf að kjósendum að veita slíkt umboð. Sjálfstæðisflokkurinn (flokkur Davíðs) er í undarlegu ástandi lagið er óþreytandi að auglýsa ágæti sitt og síns flokks og á það sammerkt að vera stútfullt af fögrum fyrirheitum um betri tíð með blóm í haga og skortir oft orð til að lýsa hve umhyggja þess fyrir okkur „hæstvirtum kjósend- um“ sé djúp og einlæg. Gnægð lista Gnægð er af framboðslistum. Vonlaus skrípaframboð póli- tískra umskiptinga og maka- lausra umrenninga í stjórnmál- um stinga upp kollinum nú sem endranær. Þeir, sem að þessum pólitísku skyndikynnum standa skipta um skoðun og félagsskap jafn oft og annað fólk um nærföt ef svo ber undir, virðast hafa það markmið eitt að „komast á lista“, þó ekki sé minnsti möguleiki á fylgi til að fleyta manni inn á þing. Samfélagið, ég og þú, borg- ar fyrir grínið. Okkur vantar allt annað en fleiri stjórnmálaflokka á íslandi. Við skulum því láta ógert að kasta atkvæðum okkar í þessar ruslakistur stjórnmálanna. Kvennalistinn hefur slampast í gegnum tvö kjörtímabil án þess að þurfa nokkru sinni að axla ábyrgð. Þeirra sérstaða felst í af- neitun á öllu sem flest í nútíma- legum vinnubrögðum í iðnaði og framleiðslu. Ríghaldið er í gömlu handprjónapólitíkina og tregðast við að stíga inn í nútím- ann í hugsun og athöfnum. Þessi samtök eru því ósnortin enn póli- tískt séð og verða svo um eilífð með óbreyttu hugarfari. Hækja Sjálfstæðisflokksins Þau eru í stjórnarandstöðu ásamt Sjálfstæðisflokknum og fyrir þessar kosningar. Eftir ein- dæma slaka frammistöðu í stjórnarandstöðu, þar sem utan- dagskrárumræður með Halldór Blöndal í ræðustóli var orðin sú mynd sem þjóðin þekkti best í sjónvarpi, tókst sjálfstæðismönn- um að fanga athygli fjölmiðla- flórunnar með einskonar hanaati, þar sem krónprinsinn gerði hall- arbyltingu og velti stjórnanda flokksins úr hásætinu við mis- mikinn fögnuð viðstaddra. Þá var fyrrverandi varafor- maður endurreistur og stillt upp í gamalkunna stöðu fyrir framan myndavélar fréttamanna. Þá var valdataka Reykjavíkuríhaldsins á Sjálfstæðisflokknum orðin endanleg og handsöluð frammi fyrir alþjóð. Já, landsbyggðar- fólk má biðja guð að hjálpa sér! Allur þessi hamagangur á landsfundi íhaldsins um for- mannskjör yfirskyggði svo störf þessarar 1400 manna samkomu að afgreiðsla stefnuskrár flokks- ins varð í skötulíki og er eins- dæmi að Sjálfstæðisflokkurinn leggi upp í kosningar án mótaðr- ar stefnu í helstu málum þjóðar- innar. Yefst tunga um tönn Því hefur nýkjörnum leiðtoga vafist tunga um tönn þegar hart er gengið eftir útfærslu á þeim markmiðum sem einstakir liðs- menn hans reyna að impra á enda alls óvanur landsmálaum- ræðu í stjórnmálum. Sem sveit- arstjórnarmaður í höfuðstaðnum hefur hann starfað við önnur og þægilegri skilyrði. Borgin nýtur sjálfvirkt tekna af landsbyggðinni. Samt hækka útsvör þar um 63% á meðan út- gjöld hækka aðeins um 37% og allar tillögur og ábendingar minnihluta í borgarstjórn eru af- greiddar af borgarstjóra á líkan mothercare Póstverslun á íslandi. Barnaföt — barnavörur Tækifærisfatnaður Pantið vörulista í síma 91-619557 Sæfell sf. n?l hátt; „auðvitað er þetta allt endemis rugl, bull og vitleysa.“ Við hverju megum við búast? Ekki bætir úr skák, að sá mikli hamagangur sumra liðsmanna Sjálfstæðisflokksins til að láta bera á þjónustu sinni við leiðtoga sinn og ýmis furðu- uppátæki þar að lútandi, virkar ekki traustvekjandi þó þar fari hinn mætasti maður. Taka verður tillit til algjörs reynsluleysis Davíðs Oddssonar í landsmálapólitík. Ekki er nóg að láta sem flokkurinn sé klæð- skerasaumuð flík fyrir einn mann þó mætur sé. Var ekki talað um flokk allra stétta forðum? Því er efamál að Sjálfstæðisflokkurinn sé í viðunandi ástandi til að vera hæfur til að tryggja nauðsynlegan stöðugleika í þjóðfélaginu. Reyndar sýnist augljóst að svo er ekki á meðan þeir sem þar starfa eru svo uppteknir af eigin dýrð og ágæti innan flokksins, að þeir sinna engu öðru en leiða sinn nýfengna leiðtoga um landið með stílbrögðum sem virðast fengin að láni úr ævintýrinu góða um nýju fötin keisarans. A með- an þetta ástand varir tel ég var- hugavert að greiða slíkri skrúð- fylkingu atkvæði hugsunarlaust. Stöðugleiki í dag búum við að góðum ár- angri sem við öll höfum náð með miklum fórnum undir forystu ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. Það hefur tekist sem enginn trúði fyrir tveimur árum. Verðbólgan er nú 5%. Stöðugleiki er í efnahagsmálum. Við erum aftur á uppleið til betri lífskjara. Þetta lága verðbólgu- stig er mesta kjarabót sem við höfum fengið. Hugleiðið hvað það þýðir ef verðbólga og vextir þjóta upp á ný. Sú fjölskylda sem skuldar 2 millj. kr. í dag myndi þurfa að sjá á bak hundruðum þúsunda árlega til viðbótar nú- verandi greiðslum. Nei, við vitum hvað við höfum. Er ekki full ástæða til að veita núverandi forsætisráðherra og flokki hans, Framsóknar- flokknum, umboð okkar næsta kjörtímabil til áframhaldandi uppbyggingar á íslensku velferð- arríki? Það væri furðulegt af okkur kjósendum og sýndi lélega dómgreind að vilja ekki leggja okkar lóð á vogarskál þeirra sem best hefur tekist að ná tökum á landsmálum um árabil. Þrekvirki Er ekki eðlilegt að við stað- festum vilja okkar til áframhalds á þessari braut með því að sýna þá ábyrgð að veita stuðning þeim sem sýnt hafa í verki að vera fær- ir um að hrinda í framkvæmd þeim málum sem við felum þeim til úrlausnar? Núverandi ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins hefur unnið þrekvirki í þjóðmál- um. Sýnum því hug okkar í verki á kjördag, varðveitum góðan árangur og veitum forystuflokki ríkisstjórnarinnar öruggt umboð til góðra verka með atkvæðum okkar. Lifið heil. ykaqablaðið Skagablaðið Elsa Halldórsdóttir Kristján Sveinsson Ekki náði Kristján Sveinsson að hefna harma vinar síns Jóns Gunnlaugssonar nema að hálfu leyti um helgina því honum tókst aðeins að herja út jafntefli í viðureign sinni við EIsu Halldórsdótt- ur. Hvort um sig fékk 5 leiki rétta. Raðir þeirra þessa vikuna eru æði ólíkar. Elsa gerir ráð fyrir fimm útisigrum en Kristján engum! Hann er aftur á móti með níu heimasigra á sínum seðli. Líkurnar á jafntefli eru því hverf- andi. Elsa Kristján Coventry — Derby 1 1 Crystal Palace — Áston Villa 1 1 Everton — Chelsea 2 1 Leeds Utd. — Liverpool 2 X Luton — Wimbledon 2 X QPR — Sheffield Utd. X 1 Southampton — Sunderland 1 1 Blackburn — Charlton 2 1 Brighton — Notts County X 1 Millwall — Port Vale Newcastle — Oldham Sheffield Wed. — Middlesbrough X Tvö hagsmunamál Vestlendinga Nú er aðeins rúm vika til Alþingiskosninga og fyrir liggur að á Vesturlandi verða 8 framboðslistar og hafa aldrei verið fleiri. Finnst mér sú þróun í öfuga átt. Hér á eftir langar mig að minnast á tvö mál sem skipta Vestlendinga miklu. Stefnumótun í sjávarútvegi Inúverandi kvótalögum er gert ráð fyrir endurskoðun þeirra í lok næsta árs. Sjálfstæðismenn vilja nota þennan tíma til að móta heildarstefnu sem taki til veiða, vinnslu og sölu. Mikilvægt er að um þá stefnumótun takist sem víðtækust samstaða útgerð- ar, sjómanna og fiskvinnslufólks. Á fjölmennum fundi smábáta- eigenda á Akranesi í vetur, þar sem mættu fulltrúar þingflokk- anna (nema Framsóknarflokks) kom fam eindregin andstaða manna og ótti við auðlindaskatt sem fulltrúi Alþýðuflokksins boðaði. Nú hefur Alþýðubandalagið tekið að boða aflagjald. Ég óttast að gjaldtaka, hvort sem hún nefnist auðlindaskattur, aflagjald eða eitthvað annað muni reynast mörgum ofviða og stuðla að því að færa kvótann á færri hendur. Það hefur lengi verið barátt- umál skipasmiðjanna að felld verði úr gildi lög frá 1922 sem setja hömlur á þjónustu við er- Þessari þróun verður að snúa við. íslendingar mega ekki við því að sú mikla reynsla og þekk- ing sem er til staðar í þessu fagi hverfi. Það hlýtur að vera mikil- vægt fyrir sjávarútvegsþjóð að þessi iðngrein sé öflug. Fyrirsjáanlegt er að ekki verð- ur mikið um nýsmíðar fyrir ís- lendinga á næstunni. Hvað skal þá til ráða? lend fiskiskip í íslenskum höfnum, t.d. viðgerðir og veið- arfæri. Eystrasaltsþjóðirnar og fleiri hafa lýst miklum áhuga á að fá þessa þjónustu á Islandi. Á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins í síðasta mánuði var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Hömlur á þjónustu við erlend fiskveiðiskip í íslenskum höfnum, þ.m.t. viðgerðarþjón- ustu, sölu á veiðarfærum, elds- neyti og kosti, sem byggjast á lögum frá 1922, verði að fullu afnumdar. Löndun á afla er- lendra veiðiskipa og annar inn- flutningur á fiski til vinnslu í ís- lenskum fiskiðjuverum verði jafnframt frjáls.“ Það er stórmál fyrir íslenskan skipasmíðaiðnað að þetta mál nái fram að ganga. ísland gæti þá orðið miðstöð sjávarútvegsvið- skipta á Norður-Atlantshafs- svæðinu. Nágrannaþjóðir okkar sækja stíft í að ná þessum viðskiptum, enda um mikil verkefni og við- skipti að ræða. Brýnt er því að þetta mál fái skjóta afgreiðslu á næsta Al- þingi. Skipasmíðar Gífurlegur samdráttur og erf- iðleikar hafa verið hjá skipa- smíðastöðvunum á sl. 3 árum. Lætur nærri að starfsmönnum liafi fækkað um helming í þessari iðngrein. Skattpeningar almennings nýttir í kosningabaráttuna Ágætu lesendur. Oft hafa mér blöskrað leiðara- skrif Sigurðar „ritstjóra" Sverris- sonar í Skagablaðinu, en kannski af skiljanlegum ástæðum, aldrei meir en eftir lestur síðasta leiðara ritstjórans. Það skiptir máli hver stjómar Ég hef valið lokaorð úr grein eftir Gísla Einarsson sem er í síðasta Skagablaði sem fyrirsögn þess sem ég vil koma á framfæri í tilefni af henni. Ígreininni virðist Gísli vera að taka undir með blaði Fram- sóknar, Magna, fyrir stuttu, þar sem Framsóknarflokkurinn þakkar sér þau langþráðu bata- merki sem nú má sjá í atvinnulíf- inu á Akranesi. Akurnesingar fylgjast nú betur með málefnuum bæjarfélagsins en svo að þessi málflutningur dragi Iangt. Þó finnst mér rétt að rifja upp mótun þeirrar atvinnu- stefnu sem bæjarstjórn Akraness nú fylgir og ég lýsi yfir að ég er sammála í öllum aðalatriðum. Að loknum kosningum til bæjarstjórnar 1986 mynduðu meirihluta íbæjarstjórn, fulltrúar Alþýðubandalags og Framsókn- ar. Tvö af aðalatriðunum í þeim málefnasamningi sem þá var gerður voru: Nýir samningar við starfsmenn bæjarins, þar sem hækkun lág- markslauna skyldi vera aðal- atriði. Stofnun Atvinnuþróunarsjóðs sem skyldi verða vettvangur bæjarfélagsins til þátttöku í at- vinnulífinu. Við þessi atriði var staðið. Lágmarkslaun í samningi Verkalýðsfélags Akraness við Akranesbæ eru til dæmis 33% hærri en í almennum samningum félagsins. Atvinnuþróunarsjóðnum var þeim eina tilgangi að reyna að mynda þá þverpólitísku sam- stöðu sem verður að myndast ef tryggt stofnfé með sölu eigna og er nú orðin fær um að taka myndarlega á þegar þörfin er brýn og hann hefur fyrir löngu sannað gildi sitt. Allir bæjarfulltrúar stóðu að þessari stefnumótun undir for- ystu fyrrnefnds meirihluta, líka sjálfstæðismenn sem þó hafa oft lýst andstöðu við þátttöku bæjar- ins í atvinnulífinu. Menn voru einfaldlega sam- mála um að á erfiðum tímum gæti bæjarfélagið ekki setið að- gerðalaust hjá í atvinnumálum. Skóflustungurnar að þeim málum sem bæjarfélagið hefur tekið þátt í að undanförnu voru teknar í kjölfar þessarar stefnu- mótunar. Gísli gerir að umtalsefni grein eftir mig og Guðjón A. Krist- jánsson sem birtist í Morgun- blaðinu 28. mars s.l. um stjórn fiskveiða. Gísli telur greinina vísbend- ingu um áhuga minn á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrrnefnd grein er skrifuð í það á að forða þjóðinni frá því að kvótakerfið færi yfirráða- og eignarétt á fiskinum í sjónum, stærstu auðlind þjóðarinnar, í hendur fárra einstaklinga og fyrirtækja. Ég hvet fólk eindregið til að kynna sér þessar hugmyndir, þær hafa líka birst í Vesturlandsblað- inu og Þjóðviljanum, og ég er til- búinn að ræða þær við einstakl- inga eða hópa ef menn óska eftir því. LÁTIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ p]|([a- PRENTVERK AKRANESS HF. Þa segir orðrétt í greminm: „ekki veit ég hvort Jóhanni verð- ur ágengt með ýmsar ágætar skoðanir en ég bendi kjósendum á að það ber að forðast eftirlík- ingar í Alþýðubandalaginu. Skipbrot þeirrar stefnu sem fé- lagi Jóhann er fulltrúi fyrir er þannig að allir hljóta að sjá að tímabært er fyrir eðlilega jafnað- arsinnað launafólk að snúa sér til Jafnaðarmannaflokks Islands Al- þýðuflokksins." Tilvitnun lýkur. Ekki skil ég nú fullkomlega hvað vinur minn Gísli á við með þessum orðum en ég bið lesend- ur að hugleiða vel hvað getur að baki þeim búið. Kjósendur hvet ég til að dæma af sanngirni, bæði flokka og menn, og leggja til grundvallar verk þeirra, stefnumál og nýjar hugmyndir. Ritstjórinn, sem segist styðja lýðræði (með ákveðnum formerkjum þó!) og málefnaleg- an boðskap, sá ástæðu til þess að eyða heilum leiðara í að hneyksl- ast á framboðum „smáflokka“ og á kynningarmynd Þjóðarflokks - Flokks mannsins, sem sýnd var í ríkissjónvarpinu þann 3. apríl sl. Hneykslun ritstjórans beindist aðallega að myndgæðum og bakgrunni frambjóðenda. Ritstjórinn þóttist reyndar vita ástæðuna. „Þjóðarflokkur - Flokkur mannsins á ekki digra kosningasjóði,“ sagði hann rétti- lega. Hvernig væri þá að ritstjórinn gerðist málefnalegur og útskýrði fyrir lesendum Skagablaðsins hverjir það eru, sem borga fyrir rándýrar kynningarmyndir nú- verandi þingflokka, sem inni- halda að sögn ritstjóra „alvöru stjórnmálamenn, sem al- menningur hefur dvínandi álit á.“ Ágætu lesendur. Það eru með- Athugasemd vegna skríffa Sigrúnar Jónsdóttur Halliwell: Lestu leiðarann Sigiún! Sigrún „frambjöðandi" Jónsdóttir Halliwell! Ekki ætla ég að fara að þjarka við þig um mínar eigin skoðanir. Hitt þykir mér verra að þú skulir lesa annað út úr mínum skrifum enég taldi mig setja fram með þeim. Eg get því ekki annað en bent þér — og þá kannski um leið öðrum lesendum sem taka grein þína trúanlega — á að lesa leiðarann aftur og fara með rétt mál þegar þú vitnar í skrif ann- arra. Setningin: „Alvöru stjórnmálamenn sem almenningur hefur dvínandi álit á” er hvergi í mínum leiðara. Sigurður Sverrísson al annars skattpeningar ykkar, sem borga þann brúsa! Ríkissjóður úthlutar vænni fjárhæð af skattpeningum okkar í „kosningasjóði” núverandi þingflokka svo þeir geti kynnt okkur stefnumál sín. Stefnu, sem alþjóð hlýtur að vera fullkunnugt um! Stefnu, sem viðkomandi þing- flokkar hafa komið í framkvæmd með ömurlegum afleiðingum fyr- ir íslensku þjóðina! Stefnu, sem að dómi álits rit- stjóra Skagablaðsins hefur rýrt álit almennirigs á „alvöru stjórn- málamönnum.“ Ef fjöldi framboða rugiar rit- stjórann verður að gera eitthvað í málunum. Hann ætti að leggja til að núverandi stjórnarflokkar sameinist í eitt framboð. Þá myndi framboðunum fækka um heila 4 flokka! Þeir 5 flokkar, sem standa að ríkisstjórn Islands, hafa sýnt það í verki að þeir gátu sameinast um eina ljóta helstefnu. Stefnu, sem t.d. fól í sér hækkun skatta, til þess m.a. að bera kostnað af kosningabar- áttu þingflokkanna. Af hverju gátu þeir þá ekki sameinað flokkana sína í eitt framboð? Það hefði sparað íslenskum skattgreiðendum stórfé og Sig- urður ritstjóri gæti áttað sig betur á hlutunum. Ég tel að Þjóðarflokkur - Flokkur mannsins hafi sýnt gott fordæmi þegar þeir sameinuðust í einn flokk með eina stefnuskrá. Ef lesendur kynntu sér stefnu- skrá Þ-listans og þar með ástæð- una fyrir stofnun þessa framboðs ættu þeir ekki að vera í vafa um hvað kjósa skal á kjördag. X - Þ.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.