Skagablaðið


Skagablaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 6
6 Skaaablaðið Skagablaðið ræðir við Erling Jóhannsson, lektor í iþróHafræðum: „Allt of algengt að foiystumenn séu í einhvetju framapoti fyrír sjálfa sig“ Erlingur Jóhannsson, sem á ættir sínar að rekja hingað til Akra- ness, lauk um síðustu áramót við lokaritgerð sína við íþróttaháskól- ann í Osló í Noregi. Hann hefur þar með lokið sex ára námi við skól- ann í íþróttafræðum og telst nú lektor í þeim fræðum. Hann kennir nú við Iþróttaháskólann í Osló. Erlingur er nú kominn í hóp mennt- uðustu manna hér á landi í íþróttafræðum. Hann ætlar þó ekki að láta staðar numið við svo búið og hefur sótt um styrk til norska ríkisins til áframhaldandi náms, sem gæti tekið fjögur ár. Ljúki hann því útskrif- ast hann sem doktor í íþróttafræðum. Erlingur er sonur hjónanna ræddi við Erling er hann var hér J ■Jóhanns Lárussonar, sem nú er nýlátinn, og Svanheiðar Frið- þjófsdóttur. Hann er kvæntur Láru Hreinsdóttur, sem stundar nám í fjölmiðlafræði í Noregi. Þau eiga níu mánaða dóttur, Agnesi. Auk menntunar sinnar í íþróttafræðum hefur Erlingur náð í fremstu röð í frjálsum íþróttum. Hann keppti aðallega í 400 og 800 metra hlaupum. Hann setti íslandsmet á síðarnefndu vegalengdinni á Bislett-leikun- um í Noregi 1987. Skagablaðið á landi fyrir skömmu. í fótbolta í Ólafsvík „Ég byrjaði strax í íþróttum sem strákur og lék knattspyrnu í 5. og 3. flokki með Víkingi frá Ólafsvík þegar ég bjó vestur á Snæfellsnesi. Ég man að ég lék nokkra leiki gegn Skagamönnum á þeim árum. Þegar ég fór í Menntaskólann á Akureyri lék ég körfuknattleik með liði skólans. Ég fór ekki að æfa hlaup Akurnesingar - Vestlendingar F-listi Frjálslyndra hefur opnaö kosningaskrif- stofu að Háholti 28, símar 12903 og 12904. HELSTU STEFNUMÁL: • Haekkun persónuafsláttar í kr. 85 þúsund. • Lækkun virðisaukaskatts á matvæli • Betri lífskjör fyrir aldraða og fatlaða • Landshlutaúthlutun afla- kvóta verði komið á. Komið eða hringið, kynnið ykkurmálin, segið ykkar álit. X — F Matsmaður Óskum eftir að ráða matsmann á Bjama Ólafsson, sem fer til rækjuveiða og frystir aíl- ann um borð. Upplýsingar í síma 11675 og 12156. Viðbrögð fruma við æfingum fyrr en ég var kominn yfir tvítugt og í nám til Noregs 1983. Ég hóf strax æfingar með frj álsíþróttafélagi í Osló sem heitir Tjalve og er fremsta frjáls- íþróttafélag í Noregi. Ég keppti með félaginu þegar það náði sín- um besta árangri á Evrópumeist- aramóti félagsliða í frjálsum íþróttum, sem fram fór í Liss- abon í Portúgal 1986. Það var stór stund, bæði fyrir mig og fé- lagið. Metið eftirminnilegast Eftirminnilegast er þó að sjálf- sögðu íslandsmetið, sem ég setti á Bislett-leikunum í Osló árið eftir. Það var stórkostleg stund fyrir mig. Það voru tuttugu þús- und áhorfendur á leikvanginum þetta kvöld. Hlaupið fór fram um klukkan ellefu um kvöldið sökum beinnar sjónvarpsútsend- ingar til Bandaríkjanna frá leikunum, en sá tími hentaði þar- Iendum vel vegna tímamismun- ar. Ég varð fimmti í röðinni í hlaupinu á nýju íslandsmeti; l. 48,83 mín. Eftir það setti ég stefnuna á það að ná Ólympíulágmarkinu fyrir leikana í Los Angeles 1988. Ég æfði mjög stíft og fór m.a. um tveggja mánaða skeið til Austin í Texas til æfinga. En ég var síðan svo óheppinn að meiðast í baki. Af þeim sökum var ég frá keppni um tíma og Ólympíudraumurinn varð að engu. Síðar kom í ljós að meiðslin áttu rætur sínar að rekja til hreinnar ofþjálfunar hjá mér. Á þessum árum var ég undir handleiðslu margra góðra þjálf- ara. Aðalþjálfari minn á þessum árum var Bretinn Bruce Lond- den sem er mjög virtur frjáls- íþróttaþj álfari og er nú landslið- þjálfari Englendinga. Hann var m. a. aðalþjálfari tugþrautar- mannsins Daley Thompson á sín- um tíma. Við Bruce höfum verið mjög góðir vinir síðan.“ Þjálfar hjá Tjalve I dag starfar Erlingur sem þjálfari hjá Tjalve. Fjórir aðal- þjálfarar hjá félaginu og er hann aðstoðarþjálfari eins þeirra. „Ég hef umsjón með fimmtán milli- vegalengda- og spretthlaupur- um,“ sagði Erlingur. „Auk þjálf- unarinnar hef ég kennt í fþrótta- háskólanum þar sem ég var í námi. í þessum skóla er nú einn Íslendíngur við nám, Skagamað- urinn Kristinn Reimarsson. Fái ég styrkinn, sem ég var hvattur til þess að sækja um af einum kennara mínum, til áframhald- andi náms til doktorsgráðu, verð ég skuldbundinn til þess að stunda 25% kennslu með nám- inu.“ Við spurðum Erling að því hverning námið væri byggt upp í íþróttaháskólanum í Osló. „Á fyrsta ári er svokallaður grunnur. Þar er um að ræða al- menna íþróttafræði, þjálfun, heilsufræði, sálfræði svo og stjórnun og þjóðfélagsfræði. Þar er fjallað um gildi íþrótta í þjóð- félaginu, bæði hjá þátttakendum og þeim sem einungis fylgjast með. Þátttakendur og áhorfend- ur mynda saman gífurlega stóran hóp fólks. Á öðru ári er farið út í kennslufræðina og í sérverkefni. Þá er tekin fyrir sérstök íþrótta- grein og allir þættir hennar hjá keppandanum, jafnt andlegir sem líkamlegir. Á þriðja ári er farið enn frekar út í íþróttafræð- ina og læknisfræði. Síðastliðið eitt og hálft ár vann ég að lokverkefni mínu, sem ég hef m.a. unnið á tilraunastofu læknadeildar háskólans í Osló. Verkefnið fjallar m.a. um hvað gerist í frumum líkamans við æfingar og hvenær líkaminn not- ar glúkósa eða fitu við þær.“ Skagablaðinu lék forvitni á að vita hvort mikill munur væri á aðstöðu og þjálfun íþróttamanna hér heima og í Noregi og þá í hverju hann lægi aðallega. „í Noregi eins og á Islandi er mikil keppni á milli íþrótta- greina. Skíðaíþróttir eru alltaf vinsælastar. Áhugi á frjálsum íþróttum hefur oft verið meiri í Noregi en hann er nú. Áhuginn ræðst oft af því hvaða íþrótta- grein er sigursælust hverju sinni. Góður árangur laðar að sér þátt- takendur. í dag eru Norðmenn með mjög sterkt handknattleikslandslið Afgreiðslan í Skátahúsinu er opin á laugardag frá kl. 14 MUNIÐ SKATASKEYTIN! -18ogásunnudag frákl.10 -18. Sími 11727. Bílar eru við Stillholt, Skólabraut og Víkurbraut á sunnudaginn frá kl. 10 -18.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.