Skagablaðið


Skagablaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 9
Skagablaðið 9 Fullt nafn? Jóhann Ársæls- son. Fæðingardagur og fæðing- arstaður? 7. desember 1943 í Ólafsvík. Fjölskylduhagir? Kvæntur Guðbjörgu Róbertsdóttur, eigum fjögur börn. Starf? Skipasmiður. Stundar þú einhverja hk- amsrækt? Geng út á Grenjar og Flös. Besti og versti matur sem þú færð? Kofareykt lamba- kjöt besti matur en fiskibúð- ingur versti. Besti og versti drykkur sem þú færð? Egils pilsner góður en appelsín drekk ég ekki. Síðasta hljómplata sem þú hlustaðir á? Það man ég ekki. Síðasta myndbandsspóla sem þú sást? Á ekki mynd- bandstæki. Hvaða bók lastu síðast? Sögur af Snæfellsnesi eftir Óskar Clausen. Uppáhaldsíþróttamaður? Kristín Minney, nágranni minn, er mikill sundgarpur. Hvað horfir þú helst á í sjónvarpi? Fréttir. Hvaða sjónvarpsefni fær þig til þess að slökkva á sjón- varpinu? Allflestir framhalds- þættir. Uppáhaldsleikari? Anna Sigrún Baldursdóttir, Stykkis- hólmi. Hvaða grínisti fær þig til þess að hlæja? Steinólfur í Fagradal. Hvemig eyðir þú frístund- um þínum? Þessa dagana í pólitík. Fallegasti staður á íslandi? Snæfellsnes og þá fyrst upp talinn Breiðuvíkurhreppur. Hvaða mannkosti metur þú mest? Heiðarleika og hrein- skilni. Hvað líkar þér best við Akranes? Fólkið í bænum. Hvað finnst þér vanta á Akranesi? Fjölbreyttara at- vinnulíf. Hvað myndir þú vilja fá í afmælisgjöf? Ferð á hestum um hálendið. Hvað veitir þér mesta af- slöppun? Dagur á Arnar- stapa. Ertu góður bílstjóri? Góður á mölinni. Framb'ð blandsí Evrópu náttúruauðlindum þess og menn- ingu. Ljóst er að með inngöngu í EB missum við yfirráðin yfir helstu auðlind okkar, fiskimiðunum. Viljum við íslendingar það? Svari hver fyrir sig. Eitt er það sem ég ekki skil þegar málsmet- andi stjórnmálamenn reyna að slá ryki í augu kjósenda með því að halda því fram að hægt sé að semja um yfirráð Islendinga yfir fiskimiðunum. Það er að vísu ljóst að við getum samið um ein- hverja aðlögun, t.d. til 5 eða 10 ára. En hversu bættari eru við með það, því fyrr eða síðar flyst stjórn fiskveiða til Brussel ef af inngöngu í EB yrði. Að lokum í mínum huga er það ljóst að við íslendingar verðum aldrei öflug þjóð í eigin landi ef við göngum í EB. Því legg ég ríka áherslu á að við náum sem best- um samningum í viðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið. Með slíku samkomulagi ætti að geta skapast góður grundvöllur fyrir samvinnu og viðskipti ís- lands við önnur Evrópuríki. Hins vegar kemur innganga í EB aldrei til greina að mínu mati. lendingar gætum samið um ein- hverja aðlögun er Ijóst við verð- um fyrr eða síðar að veita öðrum þjóðum aðgang að fiskimiðum okkar og ef til vill einnig að orku- lindum. Að mínu mati er ekki hægt að samþykkja slíkt, því er það Ijóst að aðild íslands að EB kemur alls ekki til greina. Eitt er það sem kom mér á óvart þegar ég ásamt skólafélögum mínum var á ferð um Evrópu nú fyrir páskana. í fyrirlestri hjá fram- kvæmdaráði EB um tengsl ís- lands og EB, kom fram í máli Frú M. VAN RIJ, sem sér meðal annars um samskipti EB við Island, að ef við göngum í EB þá eigum við ekki auðvelda Ieið þaðan út aftur. Því er það mikil- vægt að gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem af því hlýst að ganga í slíkt bandalag áður en sótt er um slíka inngöngu. Hvað er til ráða? Að mínu áliti er það besti kostur íslands að halda áfram samningaviðræðum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sem í gangi er á milli EB og EFTA- ríkjanna í dag. Ég tel það hins vegar afar mikilvægt að halda fast við þá fyrirvara sem Stein- grímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, setti fram á leiðtoga- fundi EFTA árið 1989. Þessir fyrirvarar voru: 1. Við getum aldrei gefið okk- ur á vald yfirþjóðlegum stofnun- um. 2. Við getum aldrei afsalað okkur fullveldinu eða rétti til að taka eigin ákvarðanir til að tryggja afkomu okkar og sjálf- stæði. 3. Við verðum ætíð að hafa sjálfir stjórn á náttúruauðlindum fslands. 4. Við verðum að hafa fyrir- vara hvað varðar frelsi á sviði fjármagnshreyfingar, þjónustu og fólksflutninga. Alþingiskosningar 1991 á Akranesi: KJÖRFUNDUR Kjörfundur vegna alþingiskosninga 20. apríl 1991 á Akranesi fer fram á eftir- töldum stöðum og hefst kjörfundur kl. 09.00 og lýkur í síðasta lagi kl. 22.00. A. I íþróttahúsinu við Vesturgötu: I. kjördeild: Óstaðsettir í hús til og með Grundartúni. II. kjördeild: Háholt til og með Sandabraut. III. kjördeild: Skagabrauttil og með Vogabraut ásamt Akurprýði við Þjóðveg. B. Á dvalarheimilinu Höfða: IV. kjördeild: Dvalarheimilið Höfði, Höfðagrund ásamt Sólmundarhöfða. Kjósendur eru hvattir til að kjósa snemma á kjördag. Akranesi, 8. apríl 1991. Yfirkjörstjórn Akraness. Látið í ykkur heyra! 5IMinri ER 11402 Neytendafélag Akraness Tækjaleigau er opin manudaga til fösfnaaga frákl. 8-12 og 13-16. Verndaður viniiustaður Dalbraut 10 — Sími 12994 PÍPCUGMR JÓH lt.IAH.VI GÍSIASOS I'ipiilatjiiiiigaiticistari S12939 & 985 - 31844 Málningarþjónusta Tökum að okkur alla alhliða málningarvinnu. JÁRN—ÁL—RYDFRÍTT STÁL Nýsmíði - viðgerðir - rennismíði . VÉLSMIÐJA Olafs R. Guðjónssonar SMIÐJUVÚLLUM 6 — SIM113022 Gleraugnaþjónusta Vesturlands SJÓNGLERIÐ Skólabraut 25 - Slmi 93-11619 A undanförnum manuðum hefur mikið verið rætt og ritað um sam- skipti Islands við Evrópubandalagið (EB) og hugsanlega inngöngu ís- lands í það. Þegar fjallað er um jafn mikilvægt mál og efnahagsleg samskipti íslands við aðrar þjóðir er mikilvægt að fram komi þeir val- kostir sem fyrir hendi eru í því sambandi. Valkostum íslands í dag hvað varðar efnahagsleg sam- skipti við Evrópuríki má skipta í fjóra flokka. í fyrsta lagi getum við sótt um aðild að EB með öll- um þeim ókostum sem því fylgir, svo sem fullveldisafsal o.fl. I öðru lagi getum við tekið þátt í myndun Efnahagssvæðis Evrópu (EES) sem byggir á grunnhug- myndum EB. í þriðja lagi getum við haldið okkur við núverandi samninga sem í gildi eru milli ís- lands og EB. f fjórða lagi getum við farið út í frekari tvíhliða samningagerð við EB, þar sem tekið væri tillit til sérhagsmuna okkar á sviði sjávarútvegs. Eigum við erindi í EB? Stjórnarskrá EB, Rómarsátt- málinn, byggir á sameiginlegri stjórn og rétti allra þegna banda- lagsins til sameiginlegrar nýting- ar á auðlindum. Þar sem hér er um grundvallaratriði að ræða er ljóst að aðildarríki EB fá ekki undan því vikist. Þó að við ís- ðKyr Monia Upp á síðkastið hafa forystu- menn Alþýðuflokks reynt að gera stefnu Framsóknarflokksins Evrópumálum tortryggilega 5. Frjáls verslun með sjávar- afurðir. Án frjálsrar verslunar með slíkar afurðir er þátttaka okkar í evrópskum markaði í raun þýðingarlaus. Ef samningar um Evrópska efnahagssvæðið fara út um þúfur tel ég besta kost okkar íslend- inga að fara út í tvíhliða samn- ingagerð við EB. í þeim samn- ingum tel ég farsælast að byggja áfram á því fríverslunarkerfi sem komið var á með samningum milli EFTA-ríkjanna og EB. Til viðbótar þyrfti að fjalla sérstak- lega um fyrirbyggjandi aðgerðir gagnvart tæknilegum viðskipta- hindrunum, einnig þyrfti að sam- ræma staðla og annað þess háttar. Auk þess að reyna að ná betri samningum um fríverslun með fiskafurðir. fyrir kjósendum. Þeir halda því fram að Framsóknarflokkurinn aðhyllist einangrunarstefnu vegna skýrrar andstöðu flokksins við inngöngu í EB. Slíkum full- yrðingum vil ég vísa algjörlega á bug. Fram kemur í ályktun um EB og EFTA frá flokksþingi Framsóknarflokksins í nóvember s.l., að íslenskt þjóðlíf þurfi að taka mið af umheiminum, en leggja verði áherslu á sjálfstæði, sjálfsákvörðunarrétt og sérstöðu þjóðarinnar. Ljóst er að við ís- lendingar höfum einir skilning og getu til að stýra þeim málum sem sjálfstæði þjóðarinnar byggir á og því verðum við ætíð að hafa eignarhald á landinu og stjórn á

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.