Skagablaðið


Skagablaðið - 02.05.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 02.05.1991, Blaðsíða 1
16. TBL. 8. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 1991 VERÐ KR. 150,- Frábær árangur íslands á NM matreiðslunema: Bjami Norður- landameistari Bjarni Haraldsson, matreiðslu nemi frá Akranesi, var annar tveggja er skipuðu sigurlið Is- lendinga í keppni matreiðslu- nema á Norðurlöndum sem fram fór í Reykjavík um helgina. Hinn neminn var Kristján Gunnarsson nemi í Lækjarbrekku. Bjarni hefur numið hjá Francois Fons, matreiðslumeistara hjá Hótel Akranes og tekur sveinspróf sitt innan skamms. Það var mjög gaman að þessu, sérataklega af því að þetta fór svona,“ sagði Bjarni er Skagablaðið ræddi við hann í gær, þar sem hann stóð í flutn- ingum hingað upp á Skaga. Þetta var í fyrsta sinn sem ís- lenskir matreiðslunemar bera sigur úr býtum á Norðurlanda- mótinu. íslenskir framreið- skunemar hafa hins vegar unnið guil á þessu móti. Öll liðin þurftu að útbúa há- degis- og kvöldverð, sem dóm- nefnd síðan gaf einkunn. Bjarni sagði hádegisverðinn hafa verið óvæntan en kvöldverðurinn var ákveðinn fyrirfram. „Við fengum hráefnið í hádeg- ismatinn um morguninn og hálfa klukkustund til að setja saman matseðii. Síðan fengum við þrjá tíma til matseldarinnar. Kvöld- verðurinn var hins vegar ákveð- inn fyrirfram. Þar átti forréttur- inn að vera úr iaxi, aðalrétturinn úr lambahryggvöðva og eftirrétt- urinn úr súkkulaði." Þessi sigur á mótinu er ekki aðeins upphefð fyrir íslenska matreiðslumenn heldur einnig fyrir Akurnesinga og þá sér í lagi Hótel Akranes og Franocis Fons, matreiðslumeistara. Hús eyðileggst í eldi Fokhelt einbýlishús við Jörundarholt eyðilagðist í eldi á mánudag. Húsið var úr timbri en klætt að utan með steindum veggplötum. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í húsinu en lögreglan rann- sakar nú tildrög eldsvoðans. Það var um kl. 14 að slökkviliði barst tilkynning um eldinn. Þegar að var komið teygðu logarnir sig hátt til himins út um glugga og upp úr þaki hússins. Vel gekk að ráða niður- lögum eldsins enda verður stillt. Þetta var annar eldsvoðinn á Akranesi á aðeins fjórum dögum. Á föstudag varð eldur laus í íbúðarhúsi við Presthúsabraut. Þar urðu talsverðar skemmdir. Fyrsti aðaHundur Haraldar Böðvarsonar hf. sl. laugardag: Nýr kafli í útgerdarsögunni - Stjóm fyrirtækisins heimiH að auka hlutafé um 60 millj. króna að nafnvirði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF, var kjörinn formaður stjórnar Haraldar Böðvarssonar hf., nýja útgerðarrisans á Akranesi, á fyrsta aðalfundi fyrirtækisins sl. Iaugardag. Um 60 manns sóttu þennan fyrsta aðalfund. Fyrr um morguninn var síðasti formlegi aðal- fundur Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness. Aðrir í stjórn nýja fyrirtækis- ur í rekstri heldur taka húsa- ins eru Sturlaugur Sturlaugs- kynni nýja útgerðarrisans stakka son, varaformaður, Matthea Sturlaugsdóttir, ritari, Óli Kr. Sigurðsson, Kristinn Björnsson, Hallgrímur Hallgrímsson og Þorgeir Haraldsson. Hlutafé Haraldar Böðvarsson- ar hf. er 260 milljónir króna. Samkvæmt samþykktum fyrir félagið er nýkjörinni stjórn heim- ilt að auka hlutafé um allt að 60 milljónir króna að nafnvirði. Það hlutafé verður að líkindum boðið út síðsumars eða í haust. Sameining fyrirtækjanna þriggja kemur ekki aðeins til með að hafa í för með sér miklar breytingar innanhúss og tilfærsl- skiptum. Rauði liturinn sem ein- kennt hefur hús HB & Co um áratugaskeið víkur fyrir ljósum lit sem verður á öllum húsum. Þá hefur nýtt merki verið hannað og skip félagsins verða einnig máluð í nýjum litum. Enn á eftir að ákveða formleg- an sameiningardag fyrirtækjanna þriggja en hann verður væntan- lega í kringum næstu mánaða- mót. Þá fara allir starfsmenn fyrirtækjanna þriggja á launaskrá hjá Haraldi Böðvarssyni hf. Með sameiningunni verður hið nýja fyrirtæki stærsti einstaki at- vinnuveitandinn á Akranesi með Næsta blað á miðvskudag Þar sem Uppstigningardag ber upp á næsta fimmtudag verður enn að hliðra útgáfu Skagablaðsins til. Ritstjórn vekur athygli á því að næsta blað kemur út á miðvikudag, 8. maí. Efni og aug- lýsingar sem eiga að birtast í því blaði þurfa að hafa borist í síð- asta lagi á hádegi á þriðjudag. um 300 starfsmenn. Til þessa hefur Sjúkrahús Akraness verið stærsti vinnustaður bæjarins með á þriðja hundrað starfsmenn. Með þessari sögulegu samein- ingu skipar Akranes sér enn á bekk á meðai frumkvöðla í ís- lenskunr sjávarútvegi. Haraldur Böðvarsson hf. er nú á meðal fimm stærstu útgerðarfyrirtækja landsins með veltu á þriðja milljarð króna. Allt frá aldamót- um hefur útgerð á Akranesi stað- ið með blóma og einkennst af framsýni. Útgerðarsögu Akra- ness er í heiðri haldið með stofn- Evafarinheim Eva Aslanian, armcnska kon- an sem kom hingað til lands fyrir nokkru til hjartaaðgerðar fyrir tilstilli Gísla Þráinssonar, ungs Akurnesings, hélt heimleiðis á laugardag. Eva kom hingað upp á Akra- nes á sumardaginn fyrsta og heimsótti þá Gísla og fölskyldu hans. Aðgerðin á henni heppn- aðist vel. Söfnunin gekk einnig mjög vel og náðust endar saman að lokum. un nýja fyrirtækisins, sem byggir í senn á þeirri hefð sem frum- kvöðlarnir skópu og framsýni núverandi stjórnenda. Bjarni Haraldsson — Norður- landameistari matreiðslunema. Glæsilegt Makmót Sextánda íslandsmóti öldunga í blaki lauk hér á Akranesi á laugardagskvöld með glæsilegri kvöldskemmtun í íþróttahús- inu að Jaðarsbökkum. Mótið heppnaðist framúrskarandi vel og er almennt talið það skemmtilegasta í þessum aldursflokki frá upp- hafi. Myndin hér að ofan var tekin af nokkrum Skagamönnum í hófinu. — Sjá nánar á bls. 4.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.