Skagablaðið


Skagablaðið - 02.05.1991, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 02.05.1991, Blaðsíða 3
Skagablaðið 3 ■í k . ' 1 íwNt hKjL « B • -j j Gísli Einarsson úr bœjarráði og Jensína Valdimarsdóttir úr stjórn tónlistarfélagsins undirrita samning um húsnœðið. Húsnæði undir tónlistarskóla að Þjóðbraut 13 fomilega afhent Háb'ðarstemning ríkjandi Það rikti sannkölluð hátíðar- stemning í berangurslegum húsa- kynnum Tónlistarskóla Akraness á sumardaginn fyrsta þegar hús- næðið var formlega afhent Tón- listarfélagi Akraness. Kæjar- stjóri, bæjarráð og stjórn félags- ins undirrituðu við það tækifæri verksamning, þar scm félaginu er falið að stjórna framkvæmdum við innréttingu hússins. Boðið var upp á mjög fjöl- breytta tónlistardagskrá frá kl. 14 til 17.30. Þar gat að heyra einleik á hljóðfæri, jafnt ungra sem aldinna, einsöng, körasöng. hljómsveitarflutning og margt fleira. Andrea Gylfadóttir flutti nokkur lög við frábæran undir- leik Flosa Einarssonar. Langt er um liðið frá því hún söng á Akra- nesi en flutningi hennar var for- kunnarvel tekið. Þá vakti flutningur Skóla- hljómsveitar Akraness einnig mikla athygli. Undir stjórn And- résar Helgasonar er sveitin orðið feikilega skemmtileg og efnis- skráin áheyrileg. Má telja krafta- verk hversu vel tekst þar að sam- eina krafta flytjenda, sem eru á öllum aldri. Sannkölluð bæjar- prýði sú sveit. Samhliða tónlistardagskránni var boðið upp á kaffi og rjúkandi heitar nýbakaðar vöfflur með sultu og rjóma. Ekki bar þó á öðru en að gestir, sem skiptu hundruð- um, kynnu vel að meta því á mcstu álagstímum var ekki meira en svo að konurnar hefðu undan í bakstrinum. Andrea Gylfadóttir söng sig inn í Rósa Guðmundsdóttir, elsti nenutndi tónlistarskólans. lék á pianó. hjörtu viðstaddra. Fundur um atvinnumál Mánudaginn 6. maí nk. verður í Hótel Akranes haldinn fundur um atvinnumál á Akranesi. Stutt ávörp flytja: Haraldur Sturlaugsson um Harald Böðvarsson hf. Sigtryggur Bragason um Þorgeir & Ellert Hervar Gunnarsson um störf framkvæmdanefndar atvinnumála Fundurinn hefst kl. 12 og eru áætluð fundarlok kl. 13.30. Hádegisverður matreiddur úr framleiðslu Haraldar Böðvarssonar hf. verður framreiddur og er aðgangseyrir kr. 700- Bæjarstjórinn á Akranesi Gangbrautaivarslan launuð Nemendur 10. bekkjar Grundaskólu fengu fyrir skömmu afhent laun fyrir gangbrautarvörslu sem þau inntu af hendi yfir dimm- asta tímann eftir áramótin. Sjóva/Almennar styrktu krakkana rausn- arlega og afhentu þeim væna fjárhæð í ferðasjóð fyrir skömmu. Myndin hér að ofan var tekin er Ásgcir Guðmundsson frá Sjóvá/Al- mennum á Akranesi afhenti krökkunum bækur og upplýsingarit um umferðarmál. Lcngst til vinstri á myndinni er Birgir Einarsson, kenn- ari, sem hafði yfirumsjón með verkefninu. Píanótónleikar Anna Málfríður Sigurðardóttir efnir til tónleika í safnað- arheimilinu Vinaminni mánudaginn 6. maí kl. 20.30. Efnisskráin er fjölbreytt og verða leikin verk eftir J.S.Bach, L.V. Beethoven, F. Chopin, S. Rachmaninoff og F. Liszt. Aðgangseyrir kr. 1.000,- Fyrir skólafólk og eldri borgara kr. 750,- „Hlutastarf* Óskum að ráða starfsmann til almennra skrifstofustarfa. Krafist er góðrar undirstöðu- menntunar og liæfni í mannlegum samskipt- um. Um er að ræða tímabundið hlutastarf vegna barnsburðarlejdis. Umsækjendiu' leggi inn upplýsingar um nafn, heimilisfang, síma og íyrri störf í póst- hólf 170, 300 Akrancsi fyr/r 10. maí næst- komandi merkt „Timabundið starF*. Vesturlandsdeild Hjúkrunarfélags íslands: Fræðslufundur í tilefni af 20 ára afmæli deildarinnar verður efnt til opins fræðslufundar um krabbamein í sal HB & Co kl. 13 - 16 á laugardag. DAGSHRA: 1. Erna haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur: Forvarnir og og hjúhrunarmeðferð. 2. Guðrún Ögmundsdóttir, félagsráðgjafi: Félagsleg vandamál ísambandi i/ið hrabbamein. 3. Sigurður Árnason, krabbameinslæknir: Mrabbameinslæhningar og líhnandi meðferð. 4. Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur: Reynsla einstahlings með hrabbamein. Kaffi og meðlæti í hléi. fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. STJÓRNIN

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.