Skagablaðið


Skagablaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 2
2 Skagablaðið Til sölu Weider lyftingasett, alls 72 kg af lóðum, maga- og pressubekkur. Selst ódýrt. Uppl. í síma 11976. Óska eftir bílskúr á leigu á Akranesi I sumar. Uppl. í síma 11790 (Hafþór). Stelpa á 17. ári óskar eftir góðri atvinnu í sumar. Uppl. í síma 12743. Sá sem tók óvart svartan kvenmannsjakka á Hótelinu sl. föstudagskvöld er vin- samlegast beðinn um að skila honum á Hótelið eða í síma 12807. Tólf ára stúlka óskar eftir að passa barn á Akranesi í sumar. Er með Rauðakross námskeið að baki. Uppl. í síma 93-38539 eftirkl. 18. Til sölu er nýtt 22“ stúlkna- reiðhjól. Uppl. í síma 11819. Til sölu barnagolfsett. Uppl. í síma 11700. Til sölu þriggja gíra Eurostar fjallahjól. Verð kr. 15 þús. Uppl. í síma 12396. Þrettán ára stúlka óskar eftir að passa barn í sumar, 1 - 2 ára, frá 25. maí fram í miðjan júlí. Uppl. í síma 12443. Til sölu heilt Wilson golfsett. Uppl. í síma 12212. Til sölu koja með fataskáp og skrifborði undir, hvít og rauð á lit. Einnig svalavagn. Uppl. í síma 11990. Til sölu tvö barnareiðhjól, BMX og 24“ hjól. Uppl. i síma 12403. Tólf ára stúlka óskar eftir að passa barn hálfan daginn í sumar. Uppl. í síma 12777 (Sigurbjörg). Óska eftir að kaupa vel með farið kvenreiðhjól, 24 - 26“. Uppl. í síma 11931. Til sölu Emmaljunga barna- vagn, verð kr. 6 þús., Emmaljunga barnakerra, verð kr. 4 þús., 20“ Junior telpnareiðhjól, verð kr. 5 þús., 16“ BMXhjól (nýdekk), verð kr. 3 þús. Einnig tveir ónotaðir hjólahjálmar á kr. 1500 stk. Uppl. í síma 12423. Til sölu kvengolfsett. Uppl. í síma 11734. Óska eftir 2-3 herb. íbúð frá 1. júní. Uppl. í síma 12855. Til sölu 16“ Superstar drengjareiðhjól. Uppl. í síma 11326. Til sölu 8 mm kvikmynda- töikuvél^U^glH^ímaJJöS^ Búnaðarbankinn — traustur banki Úrslitaleikur ensku bikaikeppninnar laugardaginn 18. mai: „Gazza" og Co á 7 fetm. skjá! Áhugamenn um ensku knatt- spyrnuna með Stein Helgason, einlægan aðdáanda Tottenham í broddi fylkingar, ætla að sýna úrslitaleik ensku bikarkeppninn- ar á milli Tottenham og Notting- ham Forest á 7 fermetra skjá í Hótel Akraness laugardaginn 18. maí næstkomandi. teinn, sagði í samtali við Skagablaðið að hann vonað- ist til þess að þetta uppátæki mæltist vel fyrir hjá áhugamönn- um um enska boltann. Þarna fengju menn tækifæri til að sjá leikinn á mjög stórum fleti og það væri allt önnur stemning en að horfa á hann á sjónvarpsskjá. Ætlunin er að hefja „útsend- ingu“ kl. 12 með upphitun. Verða þar sýnd bort úr ýmsum leikjunr svo og syrpa með Paul Gascoigne, helstu hetju Totten- ham. í tilefni dagsins býður Strompurinn tilboðsverð á pizzum. Steinn sagðist telja að kostn- aðurinn samfara þessu, m.a. með leigu á þar til gerðum tækjabún- aði, næmi 26 þúsundum króna. Yrði honum deilt niður á þá sem mættu. Sagðist hann gera sér vonir um að 50 - 60 manns leggðu leið sína í Hótelið þannig að kostnaðurinn yrði litlu meiri en bíómiði. Þeir sem hafa hug á að sjá leik- inn í Hótelinu eru beðnir um að hafa samband við Stein næstu daga í síma 11899. PHi Akraneskaupstaður — Bæjarstjóri Fjöruhreinsun Laugardaginn 11.maí næstkomandi munu félagasamtök og ein- staklingar, ásamt starfsmönnum bæjarins gangast fyrir hreinsun á fjörum bæjarins frá kl. 9.00 -14.00. Fjörum hefur verið skipt niður á félögin samkvæmt eftirfarandi skrá: • Langisandur og Sólmundarhöfði í umsjá ÍA. • Breiðin og Lambhúsasund í umsjá Kiwanis. • Krókalón í umsjá Oddfellow. • Ægisbraut og Kalmansvík í umsjá Lions. • Höfðavík og Miðvogur í umsjá JC. Almenningi er það frjálst að velja sér eitthvað af ofangreindum svæðum sé áhugi fyrir þátttöku í hreinsuninni. Að lokinni hreinsun mun Knattspyrnufélag ÍA gangast fyrir grill- veislu á þyrluvelli kl. 14.00. BÆJARSTJÓRI T( frá II ilil ölvupappír Odda. Diskettur — blekbönd. BÓKASKEMMAN Alhliða pípulagnir Nýlagnir — Viðgerðir — Breytingar Sími 12584 frá kl. 9-12. K PÍPULAGNIR — KARVELS Stekkjarholtl 8 -10 — Akranesl — Sfmi 1 28 40 Múrverk — Flísalagnir — Málun ARMARFELL 5MIÐJUVÖLLUM 7 — 5ÍMI 12804 Öll blikksmíði Smíðum einnig úr járni, áli og ryðfríu stáli. BLIKKVERK SF. ÆGISBRAUT 23 S* 11075 FERÐAÞJÓNUSTA VESTURLANDS Skólabraut 30 - Sími 11940 mr Einstaklingsferðir — Hópferðir r ^r Öll almenn farseðlasala ^ Veisluþjónusta STROMPSIMS Tökum að okkur allar veislur og mannfagn- aði. Upplýsingar í símum 12020 og 11414. — Fylgist þú með íþróttum á Akranesi? Guðný Ársælsdóttir: — Já, knattspyrnu. Var t.d. allan laugardaginn að fylgjast með 6. flokk. Elsa Geirsdóttir: — Nei, hef lítinn áhuga. Yrði rekin úr vinnunni ef ég hefði áhuga á knattspyrnu. Lárus Guðjónsson: — Já, knattspyrnu og sundi. Fróði Einarson: — Nei, fylg- ist lítið með íþróttum. Ritstjóri og ábm.: Siguröur Sverrisson Ljósmyndir og auglýsingar: Árni S. Árnason ■ Lausráðnir greina- og dálkahöfundar: Sigþór Eiríksson, Gunnar Ársælsson, Kristín Steinsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir (tónlist), Stefán Lárus Pálsson (sjávarútvegs- fréttir), Kristinn Reimarsson (Noregi) ■ Dreifing: Sigurður Sigurðsson ■ Áskrift og bókhald: Steinunn Ólafsdóttir ■ Setning, umbrot og prentun: Prentverk Akraness hf. ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórn: Skólabraut 21,2. hæð. Opin alla virka daga frá kl. 10 - 17. ■ Símar 12261 og 11397 ■ Bréfasími (Fax): 13297 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. ■ Skagablaðið er aðili að Samtökum bæjar og héraðsfréttablaða

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.