Skagablaðið


Skagablaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 5
4 Efnt var til athyglisverðs fundar um atvinnumál í Hótel Akraness í hádeg- inu á mánudag. Fundurinn, sem var meira í rabbformi en um væri að ræða formfesta samkomu, var vel sóttur og mjög vel heppnaður. Þrjú stutt erindi voru flutt á þessum fundi. Eitt um Harald Böðvarsson hf., annað um Þorgeir & Ellert og það þriðja um Framkvæmdanefnd at- vinnumála og verkefni hennar. Öll voru þau mjög fróðleg sem og þær umræður sem af þeim spunnust. Ástæða er til þess að þakka þeim er að boðun fundarins stóðu þetta ágæta og nýstárlega framtak. Slíkir fundir hafa tíðkast lengi í Reykjavík og gefist vel. Þar á bæ hafa morgun- verðarfundir einnig rutt sér til rúms og ástæða er til þess að varpa því fram hér hvort e.t.v. væri ekki enn hentugra að boða til næsta svona fundar árdegis. Hvað sem verður ofan á að endingu breytir því ekki að nauðsyn- legt er að koma á fleiri svona fundum. Fyrir margt löngu var því kastað fram á þessum vettvangi hvort ekki væri orðið tímabært að Akraneskaup- staður byði upp á ruslagámaþjónustu. Lengi vel gerðist ekkert en nú er þessi þjónusta orðin að veruleika. Undirritaður veit þegar til þess að gámarnir hafa komið sér vel, sér í lagi fyrir garðeigendur sem nú standa í vorverkum upp fyrir haus og eiga margir erfitt um vik með að koma rusli á öskuhaugana, sem ekki eru endi- lega alltaf opnir þegar þörf er á, þ.e. um kvöld og helgar. Því eru gámarnir þarfaþing og fyllsta ástæða til að færa bæjaryfirvöldum þakkir fyrir framtakið. Um leið er ástæða til að brýna fyrir bæjarbúum að ganga snyrtilega um við gámana. í framhaldi af umræðum um vor- verk bæjarbúa er ástæða til þess að hvetja íbúa Akraness til þess að leggjast á eitt um að fegra bæinn sem mest má verða fyrir sumarið. Efnt verður til fjöruhreinsunar á laugardag, þar sem hreinsað verður rusl úr öllum fjörum sem liggja að bænum. Af nógu er að taka og ekki veitir af liðsstyrk þótt ýmis félagasamtök hafi tekið að sér afmörkuð svæði. Númerslausir bílgarmar eru allt of víða á götum bæjarins, öllum til ama og leiðinda. Einhvern veginn er það svo að þeir vilja daga þar uppi þrátt fyrir góðan ásetning eigenda að koma þeim í burtu. Nú fer hver að verða síðastur því árleg vorhreinsun bæjar- ins er fyrir dyrum. Þeir sem ekki forða hræjum sínum fá það gert fyrir sig — en á eigin kostnað. Garmahafar, verið nú fyrri til! Sigurður Sverrisson Skagablaðið___________Skaaablaðið Héldu hlutavettu Þessar tvær ungu stúlkur efndu til hlutaveltu fyrir skömmu og söfnuðu alls 1802 krónum, sem þær vilja færa Sjúkrahúsi Akraness. Þær heita Anna Soffía Hákonardóttir og Eygló Hlín Stefánsdóttir. Þeim eru færðar bestu þakkir fyrir framlag sitt. Heiðar Sveinsson hjá Björgunarsveitinni Hjálpinni: „Mikil vinna ogfómsem fylgir starfi sveitarinnar“ „Af um tuttugu félögum í sveitinni hafa tólf til fímmtán þeirra verið mjög virkir í vetur og starfað vel,“ sagði Heiðar Sveinsson, gjaldkeri Björgunarsveitarinnar Hjálparinnar, í samtali við Skagablaðið. Starfsemi björgunarsveitar- ii "innar er mest yfir vetrarmán uðina. Þá reynum við að halda æfingar einu sinni í mánuði að jafnaði og reynum að hafa þær sem fjölbreytilegastar. Við för- um í gönguæfingar, sjóbjörgun- aræfingar, sigæfingar, æfingar með áttavita og í skyndihjálp. Þá tökum við oft þátt í samæfingum með öðrum björgunarsveitum,“ sagði Heiðar. Vel búnir tækjum — Öflug björgunarsveit eins og Hjálpin hlýtur að þurfa mik- inn tækjabúnað, er ekki svo? „Við erum vel búnir tækjum,“ sagði Heiðar. „Sveitin eignaðist góðan bíl árið 1985, Benz Unimog. Við fengum aðeins undirvagninn en byggðum yfir hann sjálfir. Það verk tók fjóra til fimm mánuði. Bíllinn tekur fjórtán manns í sæti og er vel út- búinn tækjum. Hann er fyrst og fremst útbúinn til þess að flytja björgunarmenn á milli staða, en í neyðartilfellum getum við flutt í honum vélsleða með því að losa sæti úr honum. Það hefur komið fyrir að við höfum notað hann þannig. Fyrir fjórum árum eignuðumst við síðan björgunarbátinn Ægi. Þetta er 22 feta bátur smíðaður í Noregi og hafa nokkrir álíka bát- ar verið seldir til björgunarsveita annarsstaðar á landinu. Ég veit að björgunarsveitirnar á Skaga- strönd, Sauðárkróki og í Bolung- arvík eiga svipaða báta.“ Heiðar sagði að Ægir hefði reynst mjög vel og væri ágætis sjóskip við þær aðstæður sem honum væri ætlaðar, m.a. við leit við strendur. Þá sagði hann að auk bifreiðarinnar og bátsins hefði sveitin yfir að ráða nauð- synlegum tækjum eins og tal- stöðvum og flotbúningum. Dýr rekstur — Til þess að dæmi eins og rekstur svona umfangsmikillar björgunarsveitar geti gengið upp hlýtur að þurfa mikið fjármagn. En hvernig er starfsemin fjár- mögnuð? „Rétt er það, að við þurfum að afla fjármagns til tækjakaupa og til viðhalds og reksturs þeirra. Stærsti tekjuliður okkar nú er jólatrésalan. Þá höfum við haldið dansleiki af og til til fjáröflunar fyrir okkur. Þá er ónefndur mik- ill velvilji og stuðningur ýmissa félagasamtaka í bænum. Þar ber fyrst að nefna Kiwanisklúbb- inn Þyril, sem hefur styrkt okkur dyggilega í gegnum tíðina. Þá ber einnig að nefna Kvennadeild Slysavarnafélags fslands á Akra- nesi. Hún hefur fært okkur marg- ar góðar gjafir. Auk þess hafa ýmsir aðilar styrkt okkur á einn eða annan hátt, t.d. hefur Bílás alltaf leyft okkur að selja jóla- trén á lóð þeirra endurgjalds- laust, og Akranesbær úthlutar okkur árlega af fjárhagsáætlun sinni til starfseminnar. Allir þess- ir þættir ásamt fleiru hafa gert það að verkum að dæmið gengur upp.“ Heiðar sagði, að sem betur fer hefði verið lítið um útköll hjá sveitinni í vetur á svæði hennar, sem afmarkast af Botnsá og Botnssúlum og Hvítá í Borgar- firði. Hann sagði sveitina kallaða út fyrst ef á þyrfti að halda á þessu svæði. En ef leitað væri til hennar um aðstoð á öðrum svæð- um væri skjótt brugðist við. Mikil vinna og fórn „Það er mikil vinna og fórn sem fylgir því að starfa í björgun- arsveitum eins og Hjálpinni, menn þurfa að vera langtímum saman frá fjölskyldum sínum og heimilum, oft við hinar erfiðustu aðstæður. Þeir sem veljast til þessara starfa hljóta að hafa að leiðarljósi kraftinn og viljann til þess að hjálpa nauðstöddum, þó að það sé að sjálfsögðu vilji allra við slíkar aðstæður. En meira er krafist af okkur, sem gefum okk- ur í þetta, og okkur er það fullljóst. Þegar við, sem höfum unnið í þessu í mörg ár, getum ekki gefið okkur í þetta að fullum krafti lík- amlega, en höfum engu að síðar reynsluna, er það ánægjulegast að vita af því að það eru alltaf fyrir hendi yngri menn fullir áhuga tilbúnir að ganga til liðs við sveitina,“ sagði Heiðar að lokum. Ægir, bátur sveitarinnar, hefur oft komið sér vel. Það er margt sem félagar í Hjátpinni hafa tekið sér fyrir hendur á liðnum árum, m.a. björgun þessa háhyrnings, sem villtist upp að landi. Ásgeir Kristinsson og Hjörtur Hróðmarsson hjá Hjálparsveit skátæ „Félagslega hliðin á starfinu er okkur ekki síður mikilvæg“ „Þótt aðaltilgangur í starfí hjálparsveitarinnar sé að sjálfsögðu að hjálpa fólki í nauðum eru margir aðrir þættir í starfi okkar, sem eru okkur í sveitinni ekki síður mikilvægir. Þar eigum við við félagslegu hliðina á þessu starfí. Þeir sem ganga til starfa við hjálparsveitina eru yfírleitt fólk sem hefur áhuga á útiveru og ferðalögum,“ sögðu þeir Ásgeir Kristinsson, formaður björgunarsveitar hjálparsveitar skáta á Akranesi, og Hjörtur Hróðmarsson, stjórnarmaður í sveitinni, í sam- tali við Skagablaðið. Ahverju sumri höfum við það fyrir reglu að fara í fjöl- skylduferð með félögum sveitar- innar. Oft er þá farið inn á há- lendið til að efla félagsandann og einnig meðal annars til þess að skoða aðstæður þar, sem síðar gætu reynst mikilvægar ef þang- að yrði að fara til leitar við erfið- ar aðstæður." Félagar í Hjálpinni æfa sig úr þyrlu í Akraneshöfn. Virkur kjarni Þeir félagar sögðu að það væru á bilinu fimmtán til tuttugu aðil- ar, sem væru virkir í hjálparsveit- inni og væru til taks þegar á þyrfti að halda. Sveitin eignaðist bifreið af gerðinni Ford Econo- line síðla árs 1988 og var tilbúin á götuna í janúar 1989 eftir miklar breytingar, sem þeir sjálfir gerðu. Tvær öflugar bjórgunarsveitir starfandi á Akranesi: Hika ekíd við að hætta Ifli sínu við björgun nauðstaddra H Þegar slys ber að höndum, leita þarf að fólki í óbyggðum við erfiðar aðstæður eða sinna öðrum björgunarstörfum, þar sem björgunarmenn setja sjálfa sig oft í mikla hættu við störf sín við það að bjarga öðrum, leitar hugur þeirra sem fylgjast með álengdar oft til þeirra. Öll eru þessi störf unnin af áhuga þeirra sem þau inna af hendi og án þess að nokkur greiðsla komi fyrir. ér á Akranesi starfa nú tvær björgunar- sveitir. Þær eru Björgunarsveitin Hjálpin, sem er innan vébanda Slysavarnarfélags íslands, og Hjálparsveita skáta. Skagablaðið fékk full- trúa frá þessum sveitum. Hjört Hróðmarsson og Ásgeir Kristinsson, formann Hjálparsveitar skáta, og Heiðar Sveinsson, gjaldkera Björgun- arsveitarinnar Hjálparinnar, til þess að ræða við okkur um umfangsmikið starf þessara sveita. Bifreiðin, sem tekur 12 manns í sæti, er ætluð til flutninga á björgunarmönnum en einnig er hægt að nota hana til sjúkraflutn- inga og í henni væri fullkominn skyndihjálparbúnaður. Auk bif- reiðarinnar væri sveitin búin nauðsylegustu tækjum og búnaði sem á þyrfti að halda hverju sinni. „Auk þessa tækjabúnaðar sem við eigum höfum við verið iðnir við að halda námskeið fyrir okk- ur og boðið björgunarsveitum í nágrenninu til samstarfs. Meðal námskeiða sem við höfum haldið í vetur er fyrirlestur um súrefnis- ráðgjöf sem hjúkrunarfræðingar frá sjúkrahúsinu sáu um og aðilar komu hingað til þess að kenna umgengni við þyrlur. Þá höfum við tekið þátt í samæfingum með öðrum björgunarsveitum og eru slíkar æfingar einu sinni á hausti. Þær æfingar standa yfir í um sól- arhring með þátttöku um tvö til þrjú hundruð björgunarsveitar- manna. Samstarf sveita Þá sögðu þeir félagar einnig vera stefnt að því að reyna að koma á samstarfi á meðal björg- unarsveita á Vesturlandi um sameiginlegar æfingar einu sinni ári. Ásgeir sagði að samstarf við björgunarsveitirnar á Vestur- landi væri mjög gott. Sérstaklega væri það gott á milli björgunar- sveitanna tveggja sem sem störf- uðu á Akranesi, þeirra og Hjálp- arinnar. Mætti segja að þær sér- hæfðu sig hvor á sínu sviði. M.a. hefðu þeir lagt mikla áherslu á Hjörtur og Ásgeir sjást hér brosmildir í 945 metra hœð á Skessuhorni. Myndin var tekin við œfingar hjá sveitinni í lok febrúar sl. æfingar til leitar í fjalllendi en Hjálpin hefði m.a. sérhæft sig í leit á sjó. Þeir Ásgeir og Hjörtur sögðu að á hverju hausti bættust við nýir aðilar í sveitina, sem er opin öllum sem hafa náð átján ára aldri. Þeir færu í gegnum hefð- bundna nýliðaþjálfun sem væri m.a. skyndihjálp, rötun og ferða- mennska, leitartækni, fjar- skiptartækni og ísklifur fyrir þá sem reyndar eru lengra komnir. — En hvernig fjármagna sveit- armenn starfsemina? „Við leggjum að sjálfsögðu mikið til með sjálfboðavinnu og við höfum tekið þátt í vinnu með skátafélaginu í tívolíinu og ferm- ingarskeytunum. Þá höfum við notið velvilja og skilnings margra fyrirtækja og einstaklinga sem hafa styrkt okkur með fjárfam- lögum. Þá fáum við árlega fjár- veitingu frá Akranesbæ," sagði Ásgeir. Hæfir menn — Hvernig er sveitin útbúin tækjum í samanburði við aðrar sveitir? „Ég tel að sveitin sé vel sett hvað varðar tækjabúnað, þjálfun og hæfni björgunarmanna,“ sagði Ásgeir. „Þeir björgunar- menn sem hafa starfað hvað lengst í sveitinni eru að mínu mati orðnir mjög hæfir til sinna starfa ef á þarf að halda. Má segja að það sé varla til það fjall- lendi eða tindur á stóru svæði hér í kringum okkur, sem þeir hafa ekki lagt til atlögu við í æfingum sínum,“ sagði Ásgeir. Sóttiopinndauðann

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.