Skagablaðið


Skagablaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 1
¥ilja fá vivkara Ofsaakstur vélhjóla um bæinn hefur vakið talsverða athygli að undanförnu og þá ekki síst að ekki skuli hafa verið gripið í taumana af hálfu lögreglunnar. Einkum virðist vera um að ræða tvö eða þrjú stór mótorhjól, sem þeysa um bæinn eins og eigendur þeirra séu með fjandann á hæl- unum. Hávaðasöm minni hjól koma einnig við sögu. Þessi hraðakstur hefur ekki farið framhjá forráðamönn- um bæjarins sem boðuðu m.a. yfir lögregluþjón bæjarins á bæjar- ráðsfund fyrir stuttu vegna þessa. Honum og umferðarnefnd bæj- arins var á fundinum falið að gera ráðstafanir til þess að draga úr Magnús Oddsson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs, afhendir Pórdísi Artursdóttur, ferðamálafulltrúa bœjar- ins, snotra borðklukku úr íslensku grjóti í tilefni dagsins. ^ Fjölmenni við föimlega opnun uppiýsingaskrifstofu ferðamanna á Akranesi í gæn Vantar fyrst og fremst alþveyingu sem laðar ferðamem til Akraness - sagði Magnús Oddsson, markadsstjóriFerðamálaráðs, í ræðu simi við opnunina dag eða 11 milljarðar á einu ári. hraðakstrinum með öllum tiltæk- um ráðum jafnframtþvísem beint var til lögreglunnar að hún herti eftirlit með hraðakstri og beitti radarmælingum í auknu mæli. Nokkuð hefur verið um það að bæjarbúar hafi komið að máli við Skagablaðið og vakið máls á þessu ástandi. Hafa þeir rætt um ónæði af völdum hjólanna, sem ekið er um íbúðarhverfi seint á kvöldin með miklum látum. Fiskmarkaður setturupp? Svo kann að fara að fiskmark- aður verði settur upp hér á Akra- nesi í haust. Forráðamenn Fiskmarkaðar- ins í Hafnarfirði hafa sýnt áhuga á samstarfi og hefur Jón Pálsson, iðnfulltrúi Vesturlands, m.a. verið að skoða málið. Margt góðra gesta var við formlega opnun upplýsingaskrifstofu ferðamanna að Skólabraut 31 síðdegis í gær. Auk bæjarstjóra, bæjar- fulltrúa og framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi voru Magnús Oddsson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs og María Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Reykjavík, viðstödd. Ma s Iagnús sagði m.a. í ræðu sem hann hélt við þetta til- efni, að hann fagnaði þessum áfanga í ferðmálum á Akranesi. Hann sagði Akranes hafa upp á margs konar þjónustu að bjóða en ekki væri laust við að hér vantaði meira aðlaðandi afþrey- ingu. Skaut hann fram þeirri hugmynd hvort ekki væri ráð að Skagamenn byðu upp á einhvers konar afþreyingu er tengdist sjó eða siglingum, rétt eins og gert væri á Höfn, ísafirði og í Stykkis- hólmi með góðum árangri. Magnús lagði á það ríka Sveinn J. áttræður Einn af sérstæðari borgum Akraness fagnaði í gær áttræðis- afmæli sínu. Petta er Sveinn Jónsson, sem kenndur hefur verið við Kambshól alla sína tíð þótt hann sé fæddur að Katanesi. Sveinn hefur undanfarin ár ver ið vistmaður á Sjúkra- húsi Akraness en tók gærdaginn snemma og var að sjálfsögðu prúðbúinn er Skaga- blaðið smellti þessari mynd af honum. áherslu í máli sínu, að uppbygg- ing ferðaþjónustu væri viðkvæm og tæki tíma. Miklu ntáli skipti að menn hefðu úthald og þolin- mæði til að bera. Ekki tjóaði að leggja árar í bát þótt árangur skilaði sér ekki strax. Þannig væri því einfaldlega ekki farið í þessari atvinnugrein. í máli hans kom einnig fram, að ferðamannaþjónusta væri stöðugt vaxandi atvinnugrein á íslandi. Alls störfuðu um 6000 manns við þessa grein og tekjur af erlendum ferðamönnum væru ráðgerðar um 30 milljónir kr. á Gísli Gíslason, bæjarstjóri, sagði í ræðu sem hann hélt við þetta tækifæri, að Akranes væri í raun að byrja upp á nýtt í ferða- þjónustu með ráðningu ferða- málafulltrúa og opnun upplýs- ingaskrifstofu. Stofnun Skaga- ferða á sínum tíma hefði ekki skilað þeim árangri sem vænst hefði verið en miklar vonir væru bundnar við starf Þórdísar Art- húrsdóttur, ferðamálafulltrúa. Hún hefði unnið markvisst að sínu starfi og það væri þegar far- ið að skila árangri. Listaverk tilsýnis Sú skemmtilega nýbreytni er í hinni nýju upplýsinga- miðstöð ferðamanna hér á Akranesi að þar eru til sýnis verk eftir þrjá listamenn bæjarins. Nú eru þar sýnd tvö verk eftir Bjarna Þór Bjarna- son, tvö eftir Guttorm Jóns- son og eitt eftir Salóme Guðmundsdóttur. Ætlunin er að skipta um verk með vissu millibili og gefa sem flestum listamönnum bæjar- ins tækifæri á að sýna brot af verkum sínum á þessum vett- vangi. Sundmót IA og ESSO í Jaðarsbakkalaug um helgina: —Fjölgun þátttakenda um 8D% frá því á sama móti í fýrra Alls hafa 360 keppendur skráð sig til leiks á ÍA - ESSO mótinu í sundi sem fram fer hér á Akranesi um helgina. Ljóst er að mót þetta er eitthvert hið fjölmennasta sem haldið er í sundíþróttinni á þessu ári. Geysileg fjölgun keppenda er á mótinu frá því í fyrra er skráðir þátttakendur voru um 200 talsins. Keppendur koma frá sextán félögum víðs vegar að af landinu og keppt verður í fjórum aldursflokkum. Olíufélagið hf., ESSO, styrkir mótið af mikilli rausn. Leggur til alla verðlaunagripi auk þess sem allir keppendur fá sér- merktan bol til eignar. Mótið hefst á laugardag kl. 9 árdegis og verður keppt fram eftir degi. Úrslitasund þess dags hefjast kl. 16. Sama fyrirkomu- lag verður á sunudeginum. Þeir tíu sem ná bestum árangri í hverri grein komast í úrslit. Með því móti næst mun meiri spenna í mótið, jafnt fyrir kepp- endur sem áhorfendur.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.