Skagablaðið


Skagablaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 1
20. TBL. 8. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1991 VERÐ KR. 150,- Skólahljómsveitin leikur á mótinu undir stjórn Andrésar Helgasonar. Toricemlegur fundur Torkennilegur hlutur fannst á Langsandi fyrir stuttu. í fyrst var talið að þarna væri um að ræða stýri af gömlum báti en við nánari athugun reyndist svo ekki vera. Að sögn Gunnlaugs Haraldssonar, safnvarðar á Byggðasafninu að Görðum, var gripið til þess ráðs að fá bæjarstarfsmenn til þess að grafa dýpra í sandinn til þess að kanna málið. Þegar betur var skoðað kom í ljós að þarna var um að ræða stóran ferhyrndan tréhlut með kengjum á. Sagðist Gunnlaugur helst hallast að því að þetta væri hluti af bóli eða bryggju. Gunnlaugur vill beina því til eldri bæjarbúa og þá einkum sjó- manna að þeir kanni hlutinn á Langsandinum og reyni að komast að því hvað nákvæmlega þetta er og hvaðan það kann að vera komið. Þeír sem telja sig hafa einhverja vitneskju um þennan hlut eru beðnir að hafa samband við Byggðasafnið að Görðum. Kartöflustríð í gangí? Svo virðist sem kartöflustríð standi nú yflr í garðlöndum bæjarins á Elínarhöfða. Stríðið lýsir sér í skemmdarverkum, sem framin hafa verið á a.m.k. einum garðanna. Málið hefur verið kært til lögreglu að sögn handhafa skikans, sem varð fyrir skemmdum. Þá lenti annar bæjarbúi, sem einnig fékk leigðan skika, i því að búið var að setja niður í helming svæðis hans þegar að var komið. Eeins og auglýst var í Skaga- við. Einhver hafði þá gert sér lít- blaðinu fyrir nokkru átti fólk ið fyrir og farið með hrífu um garðinn og rótað hann allan upp. Var útsæðið á víð og dreif um svæðið. „Það er alveg augljóst að þarna hafa engin börn verið á ferð,“ sagði handhafi skikans í samtali við Skagablaðið. „Þarna hafa einhverjir fullorðnir átt hlut að máli og gengið skipulega fram ■blaðinu fyrir nokkru átti fólk að sækja um garða fyrir tilskilinn tíma. Handhafi skikans, sem um ræðir, gerði svo og fékk úthlutað svæði til kartöfluræktar. Eins og lög gera ráð fyrir var útsæðið sett niður um miðjan mánuðinn. Viku síðar var allt í stakasta lagi. Nokkrum dögum seinna blasti annað og ófagurra í að eyðileggja sem mest. Ég skil ekki þær hvatir sem þarna liggja að baki.“ Samkvæmt heimildum Skaga- blaðsins beinist grunur m.a. að fyrrum handhafa sama skika, sem brást ókvæða við er öðrum var leigður hann. Erfitt kann hins vegar að reynast að sanna nokkuð í þessu máli. Nýtt merki nýs fyrirtœkis hefur verið málað á vesturgafl bœkistöðva þess. Heimaskagi, SFA og HB & Co formlega sameinuð á laugardag: Afhenda öflum fastráonum starfsmonnum hlutabréf Stjórn Haraldar Böðvarssonar hf. hefur í tilefni formlegrar sam- einingar Heimaskaga, SFA og HB & Co ákveðið að færa öllum fastráðnum starfsmönnum tvö þúsund króna hlutabréf ■ nýja fyrirtækinu. Þetta kemur fram í fyrsta fréttabréfl HB hf. sem kom út í gær. Það verður væntanlega mikið um dýrðir á laugardaginn, 1. júní, þegar fyrirtækin þrjú sam- einast formlega í eitt, Harald Böðvarsson hf. Frá og með þeim degi fara allir starfsmenn fyrir- tækjanna þriggja á launaskrá hjá nýja fyrirtækinu. Þá hefur verið ákveðið að öll húsakynni fyrirtækisins verði al- menningi til sýnis eftir hádegi á laugardag. Þar er margt að sjá eins og nærri má geta. Ekki er þar aðeins að finna glæsilega vinnslusali, heldur einnig nýtísku tækjabúnað og safn mynda frá fyrri tíð. Boðið verður upp á kaffi í fundarsal fyrirtækisins og Skólahljómsveit Akraness leikur fyrir gesti frá kl. 14 - 16 á laugardag. SkólaMjómsveilin gerði það gott í Stykkishólmi um helgina: Hlutu prúðmennskuverðlaun Skólahljómsveit Akraness stóð sig frábærlega á staklegavel. Skipulagning öll svo og aðbúnaður var landsmóti skólahljómsveita sem fram fór í Stykkis- mjög góður. hólmi um helgina. Til þess að kóróna ferðina hlaut Auk þátttöku í mótinu æfði 12 manna úrvalssveit þau sérstakan bikar fyrir prúðmennsku. Bikar þessi hljóðfæraleikara héðan af Akranesi fyrir vestan frá var á sínum tíma gefinn af Rotaryklúbbi Akraness því á fimmtudag með úrvalssveitum annarra. og nefnist „Akranesbikarinn.“ Ekki var þó allan tímann leikið á hljóðfæri því Alls voru í Hólminum um helgina 7 - 800 hljóm- boðið var bæði upp á göngu á Helgafell svo og sigl- sveitarmeðlimir víðs vegar að af landinu. Mót- ingu um Breiðafjörðinn. Kunnu þátttakendur vel ið heppnaðist að sögn fararstjóra krakkanna sér- að meta þetta. Með vindinn í fangið í Breiðafjarðarsiglingu. F. v.: Lára, Arnheiður, Álfhildur og Helena Ósk.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.