Skagablaðið


Skagablaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 2
Skagablaðið Til leigu 2ja herb. kjallara- íbúð að Krókatúni 5. Leiga kr. 15 þús. á mán., greiðist einn mánuð fyrirfram. Laus strax. Uppl. í síma 94-4674. Hvít læða, hálfs annars árs gömul með fjóra kettlinga fæst gefins. Uppl. að Brekku- braut 18 eða í síma 11566. Til sölu Mazda 929 station árg. ’80. Vel gangfær. Selst ódýrt. Uppl. í sima 11796 eftir kl. 17. Til sölu nýlegur vinnuflot- galli. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 12861. Óska eftir litlum ísskáp. Uppl. í síma 38963. Til sölu Yamaha PSS 680 ársgamalt hljómborð. Verð tilboð. Ennfremur til sölu kraftmikill ársgamall Fisher- magnari. Verð kr. 10 þús. Uppl. í síma 12820 eftir kl. 17. Óska eftir að taka bílskúr á leigu, helst nálægt Akratorgi. Uppl. í síma 12368. Óska eftir góðri og vel með farinni ritvél. Uppl. í síma 11689. Óska eftir Puch skellinöðru. Þarf að vera í góðu lagi. Uppl. I síma 12867. Til sölu siamskettir. Uppl. í síma 11793. Til sölu Victor AT 286 tölva með 30 mb hörðum diski. Ýmis forrit fylgja. Uppl. í sima 38963. Vantar barnapíu sem fyrst, helst í gær, ekki yngri en tólf ára. Uppl. í síma 13225 (Jóhanna). Lítið einbýlishús til leigu á besta stað á Skaganum. Uppl. í síma91 -40542 eftir kl. 17. Óska eftir að passa barn í sumar. Er 13 ára. Uppl. í síma 12616. Til sölu Skoda 120 L árg. '88 í góðu standi. Uppl. í síma 11595 eftir kl. 19. Notuð en vel með farin barnaleikgrind fæst gefins. Uppl. í síma 12472 eftir kl. 19. Hjálp! Hjálp! Erum að byrja að búa, vantar allt. Uppl. í síma 13301 á morgun, föstu- dag. Til sölu tveir olíuofnar. Henta vel í sumarbústað. Uppl. í síma 11975. Til leigu stór4ra herb. íbúð. Þvottahús og geymsla á hæðinni. Uppl. í síma 12642. Fleiri smáaugl. á bls. 4. Ný leið gegn vímuefnanotkun Vímuefnanotkun er vaxandi vandamál á fslandi. Alvarlegasti hluti þessa vandamáls er að æ fleiri ungmenni ánetjast vímu- efnum og að aldur þeirra sem hefja neyslu hefur farið lækk- andi. Hefðbundnar leiðir til að berj- ast gegn vímuefnanotkun eru annars vegar aðgerðir lög- reglu og tollgæslu til að hindra innflutning, dreifingu og neyslu efnanna og hins vegar fræðsla eða áróður sem miðar að því að koma í veg fyrir að fólk hefji neyslu vímugjafa. Árangurinn má sjá á síðum dagblaða a.m.k. vikulega, hefðbundnar leiðir virðast ekki skila nægum árangri. Hvað er til ráða? Eitt af því sem stungið hefur verið upp á er að reyna að nýta skólakerfið bet- ur í baráttunni en skortur hefur verið á hentugu námsefni. Nú hefur verið bætt úr því fyrir til- stilli íslensku Lionshreyfingar- innar. Hún hefur látið þýða bandarískt námsefni „Lions Quest“ sem hlotið hefur íslenska heitið „Að ná tökum á tilver- unni.“ Þetta efni er talið henta vel 12 - 15 ára unglingum. Það sem er nýstárlegt við þetta efni er að því er ekki fyrst og fremst ætlað að fræða um skaðsemi einstakra vímugjafa og gera fólk þannig af- huga þeim, heldur er markmiðið að reyna að sætta unglingana við sjálfa sig og umhverfi sitt og hjálpa þeim á þroskabrautinni. Þegar kemur að því að þeim eru boðnir vímugjafar geta þeir tekið sjálfstæðar ákvarðanir og sagt nei. Ekki er hér rúm til að lýsa ná- kvæmlega uppbyggingu náms- efnisins en tekið skal fram, að það miðast við samvinnu nem- Vortoulelkar Skólahljómsveit Akraness heldur hina ár- legu vortónleika á sal Brekkubæjarskóla, mánudaginn 3. júní, kl. 20.30. Stjómandi Andrés Helgason. MIÐAVERÐ KR. 400,— enda, foreldra og skóla. Til dæm- is fá foreldrar sérstaka handbók og er ætlast til þess að þeir taki virkan þátt í vinnu nemenda en einnig eru haldnir fundir með foreldrum, þar sem fjallað er um málefni unglinganna. Markmiðið er því í raun ekki að vinna beint gegn neyslu vímugjafanna, held- ur að bæta samskipti unglinga við foreldra. Reynsla þeirra sem mest hafa að þessum málum unnið sýnir að þeir unglingar sem lenda í mis- notkun vímugjafa, eiga það oft sameiginlegt að koma frá heimil- um, þar sem samskiptaleysi ríkir. Vonandi er það þó ekki svo, að fólk haldi að þetta námsefni sé ofstækisfullt áróðurstæki, þvert á móti er þetta námsefni frekar til að efla skilning nemenda og hæfni þeirra í samskiptum við aðra svo þau, síðar meir, eigi auðveldara með að taka rétta ákvörðun. Hættan getur leynst víða og því megum við ekki ýta vandan- um frá okkur heldur verðum við að viðurkenna vandamálið og reyna að taka á því með opnum huga. Ekkert heimili er það ör- uggt að slík vandamál, sem neysla vímuefna á unglingsaldri er, geti ekki knúið þar dyra. Að okkar mati er þetta námsefni „Lions Quest" því verðugt verk- efni í öllum skólum. Sigríður Skúladóttir Hrönn Eggertsdóttir. Er barnið þitt öruggt? Britax hjólaöryggi5- hjálmar fyrir börn. Viðurkenndar vörur. SKEUUNGUR Sölustaður: Skaganesti, Skagabraut 45, sími 12592. Tölvupappír Odda. Diskettur — blekbönd. BÓKASKEMMAN Stekkjarholtl 8 -10 — Akranesl — Slmi 1 28 40 Múrverk — Flísalagnir — Málun ARMARFELL 5MIÐJUVÖLLUM 7 - 5ÍMI 12804 FERÐAÞJONUSTA VESTURLANDS Skólabraut 30 — Sími 11940 mr Einstaklingsferöir — Hópferðir r Öll almenn farseðlasala ^ Alhliða pípulagnir Nýlagnir — Viðgerðir — Breytingar Sími 12584 frá kl. 9 - 12. PÍPULAGNIR KARVELS VtSA Öll blikksmíði Smíðum einnig úr járni, áli og ryðfríu stáli. BLIKKVERK SF. ÆGISBRAUT 23 S 11075 N/eisluþjónusta STROMPSINS Tökum að okkur allar veislur og mannfagn- aði. Upplýsingar í símum 12020 og 11414. — Heldurðu að rigni í allt sumar? Þórður Guðjónsson: — Nei, það getur ekki verið, ekki á Skaganum. Jón Sigurðsson: — Ég hef ekki hugmynd um það, er ekki spámaður. Sigurður Þorsteinsson: — Það styttir upp 15. júlí. Þá fer ég í sumarfrí. Guðjón Már Jónsson: — Nei, það rignir út maímánuð. Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir og auglýsingar: Árni S. Árnason ■ Lausráðnir greina- og dálkahöfundar: Sigþór Eiríksson, Gunnar Ársælsson, Kristín Steinsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir (tónlist), Stefán Lárus Pálsson (sjávarútvegs- fréttir), Kristinn Reimarsson (Noregi) ■ Dreifing: Sigurður Sigurðsson ■ Áskrift og bókhald: Steinunn Ólafsdóttir ■ Setning, umbrot og prentun: Prentverk Akraness hf. ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórn: Skólabraut 21,2. hæð. Opin alla virka daga frá kl. 10 - 17. ■ Símar 12261 og 11397 ■ Bréfasími (Fax): 13297 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. ■ Skagablaðið er aðili að Samtökum bæjar og héraðsfréttablaða

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.