Skagablaðið


Skagablaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 7
6 Skagablaðið Skagablaðið 7 Frétt Skagablaðsins í síðustu viku um ónæði af völdum hraðskreiðra bif- hjóla hefur vakið talsverða athygli á meðal bæjarbúa. Ekki vegna þess að almenningur hafi ekki orðið var við þetta ónæði, heldur vegna þess að bæjarráð skyldi sjá ástæðu til þess að grípa í taumana og kalla lögregluna á sinn fund. Svo virtist sem eitthvað drægi úr ónæðinu yfir helgina en friðurinn var úti strax á mánudagskvöld. Á mið- nætti mátti heyra langar leiðir drunur frá stóru bifhjóli, sem augljóslega ók ekki ýkja hægt um götur miðbæjarins. Eflaust er það fólk til sem heldur að það sé allt í lagi að fremja lögbrot, t.d. með ofsaakstri, svo fremi ekki næst til þeirra. Það sjónarmið er e.t.v. hægt að skilja þótt ekki sé það réttlætanlegt á nokkurn hátt. Það er hins vegar til- litsleysi af hæstu gráðu þegar lögbrot- in eru farin að valda stórum hópi fólks ónæði og svefntruflunum. Lögreglumenn bæjarins reyna eftir megni að halda uppi eftirliti í bænum. Einhverra hluta vegna gengur þó illa að hafa hemil á ökuþórum bifhjólanna sem sífellt valda ónæði. Ástæða er til þess að hvetja bæjar- búa til að liðsinna lögreglunni í þessu máli sem og öðrum sem flokkast geta undir lögbrot. [ þessu tilviki er það hægt með því að reyna að ná númeri eða lit viðkomandi hjóls (hjóla) og hringja svo á lögreglu. Ef í harðbakk- ann slær á fólk ekki að víla fyrir sér að leggja fram formlega kæru. Stór dagur rennur upp á laugardag- inn þegar þrjú rótgróin útvegsfyrirtæki sameinast í eitt. Hér er auðvitað verið að vitna til sameiningar Heimaskaga, SFA og HB & Co í Harald Böðvarsson hf. Fyllsta ástæða er til þess að árna forráðamönnum nýja fyrirtækisins til hamingju með framtakið og velfarn- aðar í framtíðinni. Gangi hugmyndir stjórnar fyrirtækisins eftir á þessi breyting eftir að skila sér í aukinni hagsæld og fjölgun atvinnutækifæra þegar litið er til lengri tíma. Frammistaða Skólahljómsveitar Akraness á landsmóti skólahljóm- sveita í Stykkishólmi um helgina var punkturinn yfir i-ið á árangursríkum vetri. Hljómsveitin er í einu orði sagrt orðin frábær og bæjarbúum til mikils sóma. Heiðurinn af árangri sveitarinn- ar á stjórnandi hennar, Andrés Helga- son, að stærstum hluta. Elja hans og nærfærni hafa náð því besta út úr hverjum hljóðfæraleikara. Samvinna sveitarinnar er þannig að unun er á að hlýða. Sannast rækilega innan henn- ar að hugtakið kynslóðabil er þar ekki til. Til hamingju með frábæran árang- ur. Sigurður Sverrisson Hátt í 400 keppendur á ÍA - ESSO mótinu í suncfi um helgina: „Efast um ad bodid verdi upp á betra mót á árinu“ - sagði Steve Cryer, þjálfari Skagamanna, og var himinlifandi SundfélagiA Ægir sigraði með umtalsverðum yfirburðum á ÍA - ESSO mótinu í sundi sem fram fór í Jaðarsbakkaiaug um helgina. Keppendur á mótinu voru 377 talsins frá 17 félögum alls staðar af að landinu og vafasamt er að fjölmennara mót verði haldið í sundinu á þessu ári. Skagamenn urðu í 2. sae Suðurnes hafnaði í 3. sæti. Þessi toppbaráttunni. itt íslandsmet féll á mótinu. Sveit SFS (Sundfélagið Suðurnes) setti met í 4 x 50 m fjórsundi telpna. Skagamenn létu ekki sitt eftir liggja. Þeir settu tvö Akranesmet. Berglind Fróðadóttir setti met í 50 m flugsundi meyja, synti á 36,34 sek. Þá synti Guðlaug Finnsdótt- ir 50 m baksund í flokki hnáta. Synti á 46,73 sek. Lára Hrönn, hnátan snjalla úr Ægi, hampar bikarnum glœsi- lega. ti í stigakeppninni en Sundfélagið þrjú félög skáru sig nokkuð úr í „Þetta mót var frábærlega heppnað í alla staði,“ sagði Steve Cryer, þjálfari Skagamanna. „Á heildina litið voru framfarirnar miklar. Sérstaklega var gaman að sjá þróunina hjá UMSB, ÍBV, HSÞ og Ármanni. Okkar krakk- ar stóðu sig einnig mjög vel og þau bættu sig í 51% tilfella. Það er engum blöðum um það að fletta, að Ægir var með besta liðið á þessu móti. Breiddin hjá þeim er ótrúleg og virkilega gam- an að sjá hvað félagið er komið með öflugan hóp sundmanna. Sérstaklega fannst mér gaman að sjá Láru Hrönn úr Ægi keppa í flokki hnáta. Hún vann allar sín- ar greinar og var í algerum sér- flokki í þessum aldursflokki. Sannkallað stórefni.“ Steve sagði, að keppnisfyrir- komulagið á mótinu hefði verið vel til þess fallið að auka spcnn- una. Keppt var í undanrásum fyrri part dags en síðdegis voru úrslitasund. Keppt var bæði í A- og B-úrslitum. „Svo vikið sé að árangri eins- takra Skagamanna stóð Guðlaug Finnsdóttir sig frábærlega í hnátuflokki. Karl K. Kristjáns- son og Gauti Jóhannesson stóðu sig einnig mjög vel í flokki hnokka,“ sagði Steve. „Berglind Fróðadóttir, Rakel Karlsdóttir og Margrét Guð- Guðlaug Finnsdóttir, lengst t.v., vann silfur í 50 m skriðsundi hnáta. Sú i miðið er Lára Hrönn úr Ægi sem vann og íþriðja sœti varð Sunna Dís Ingibjargardóttir úr SFS. Rakel Karlsdóttir og Margrét Guðbjörnsdóttir stóðu sig vel í 100 m bringusundi meyja. Rakel vann silfur en Margrét gull. Steve Cryer setti svip sinn á um- hverfið með hrópum sínum og látbragði. bjartsdóttir voru allt í öllu í úr- slitunum í meyjaflokki og í flokki pilta var Garðar Örn Þor- varðarson mjög afgerandi. Vann sigur í öllum þremur greinunum, sem hann keppti í. Mig langar sérstaklega til að geta Ólafs Arnar Ottósonar, sem varð í 9. sæti í 100 m bringusundi sveina. Þetta er frábær árangur, ekki síst ef horft er til þess að þetta var fyrsta stórmótið sem hann keppti á. Ég hef ekki ástæðu til annars en að vera ánægður með krakk- ana, alla fjörutíu. Auðvitað gekk ekki öllum eins vel og vonir stóðu til en það gerir hlutina bara skemmtilegri. Við getum ekki alltaf unnið allt. Aðalatriðið er að krakkarnir geri sitt besta hverju sinni og auðvitað er það ekki lakara ef þau ná að bæta sig." Steve sagði ekki neinn vafa lcika á því í sínum huga að þetta mót væri eitt það besta ef ekki það besta sem boðið verður upp á í ár. „Hér hjálpaðist allt að. Góður aðbúnaður og skipulagn- ing, góður árangur krakkanna, frábært framlag foreldra og stjórnarmanna og fjölda ann- arra. Ekki má gleyma þætti Kristjáns Sveinssonar hjá ESSO. Án hans væri mótið ekki eins veglegt og raun ber vitni." Ólafur Sigurðsson og Hildur „vinkona“ hans úr Ægi slaka á í skjólinu. Peir stóðu sig vel í 200 m bringusundi pilta. Lensti t.v. er Hallur Pór Sigurðsson sent varð 3., en í miðið er Guðmundur Björnsson sem sigraði. Ómar Karlsson úr Ægi, til hœgri, varð 2. Fjörkálfarnir frá Húsavík létu ekki segja sér tvisvar að sitja fyrir á mynd. LHið inn í herbúðir HSÞ-manna í Gmndaskóla: Það var ekki þreytumerkjun- um fyrir að fara í herbúðum HSÞ er Skagablaðið leit þar inn á laugardagskvöld. Krakkarnir voru flestir ungir að árum og sá eini sem sýndi þreytumerki var þjálfarinn, hún Þórhalla Gunn- arsdóttir. ún Þórhalla er yndislegur þjálfari,“ sagði Birkir Vagn Ómarsson er Skagablaðið ræddi við hann. Birkir er 9 ára og yngstur í hópnum. Birkir Vagn var annars ekkert allt of ánægður með sjálfan sig. „Mér gekk ekki vel,“ sagði hann og bætti við að hann hefði ekki náð að bæta sig í 50 metra bringusundinu. Hann sagðist æfa þrisvar í viku en nú ætti að fara að æfa fjórum sinnum. Húsvíkingarnir voru ekki beint fjölmiðlafælnir því þeir hreinlega börðust um að fá að koma í spjall. Komust á endan- um færri að en vildu. Benedikt Hinriksson var hress og hafði ástæðu til að vera glaður. Hann veifaði bæði gull- og silfurpeningi framan í blaðamann. Þess á milli sýndi hann upphandleggsvöðvana. Minna fór hins vegar fyrir við- talinu er á hólminn var komið. Lilja Friðriksdóttir var eilítið hlédræg en sagðist hafa synt bæði í skriðsundi og baksundi fyrr um daginn auk þess að synda í boðsundi. „Mér gekk ágætlega," sagði hún „og ég náði að bæta mig aðeins.“ Jón Óskar Arnarson sagðist keppa á sunnudeginum í 100 m skriðsundi. Hann sagðist leggja á það alla áherslu að bæta sinn besta árangur til þessa. Annars voru Húsvíkingarnir ekki par ánægðir með sundlaug- ina. Sögðu grunnu laugina allt of grunna, bakkana óþægilega því auðvelt væri að festa sig í þeim og ofan á allt annað væri vatnið í lauginni vont á bragðið. Það varð hins vegar fátt um svör þegar blaðamaðurinn spurði hvort það ætti ekki bara að synda í vatninu, ekki drekka það. Þegar þau voru spurð út í að- búnaðinn voru þau hin ánægð- ustu. Maturinn fannst þeim sömuleiðis fínn. „Hér er sko hörkustuð," sögðu þau með sín- um skemmtilega norðlenska framburði. „Hverjir eru bestir?“ „Háááááesssssþoooo- ddddddnnnn!!!" Kikt í heimsókn í bækistöðvar Selfyssinga: „Skemmtilegasta mótið sem ég hettekið þátt í“ „Þetta er skeinmtilcgasta mótið sem ég hef tekið þátt í,“ sagði einn úr hópi hressra Selfyssinga, sem Skagablaðið heimsótti í Grundaskóla á laugardagskvöldið. Krakkarnir sátu saman að spili ásamt þjálfara þeirra. Sá ágæti maður heitir Auðun Eiríksson. piestir höfðu bætt sig í sínum ™ greinum á laugardeginum og hljóðið var því gott í þeim. Þau sögðu sunnudaginn leggjast vel í sig. Ekki fór þó leynt að þau voru orðin þreytt enda hafði dag- urinn verið langur. Nóttin reynd- ist líka einhverjum erfið. „Það var svo rosalega heitt hjá okkur,“ sagði einn. Krökkunum bar saman um að mótið hefði tekist vel. Mest hefði auðvitað verið gaman þegar sólin lét svo lítið að láta sjá sig yfir hádaginn á laugardag. Sumir höfðu reyndar á orði að mótið tæki of langan tíma þar sem keppendur væ'u svo roslega margir. Allir nema einn voru hins vegar sammála um að keppn isfyrirkomulagið væri gott og yki á spennuna. „Það er annars ekki nógu gott að startpallarnir skulu vera við grunnu laugina. Það er beinlínis hættulegt,“ heyrðist i einum. Fleiri tóku undir þetta. Fannst þeim að eðlilegra væri að hafa pallana við dýpri enda laugarinn- ar. Þegar talið barst að matnum og aðbúnaðinum yfirleitt heyrð- ust ýmis sjónarmið. Flestir voru sammála um að kvöldverðurinn hefði verið Ijómandi góður. Þar var boðið upp á hangikjöt, græn- ar baunir og kartöflustöppu. Að- búnaðurinn fannst þeim annars fínn. Auðun, þjálfari, vildi þó koma því á framfæri, að þó svo hangi- kjöt væri ágætur matur væri það ekki hcppilegt á móti scm þessu. Það væri of kolvetnasnautt og seinmelt. Hann sagði morgun- verðinn hins vegar bæta það upp. Kátir Selfyssingar ásamt þjálfara sínum Auðun Eiríkssyni. „Ykkur vantar þak á laugina“ - sagði Magnús Tryggvason, þjálfari Eyjamanna, en var ánægður með mótið Það var fremur tómlegt um aö litast í bækistöðvum Eyjamanna á laugardagskvöldið. Eldri krakkarnir höfðu flestir brugðið sér niður í bæ til þess að kanna mannlífið en Skagablaðið náði þó að spjalla að- eins við Guðnýju Halldórsdóttur og þjálfara liðsins, Magnús Tryggvason. ei, ég er þjálfarinn,“ sagði hinn unglegi Magnús forviða er blaðamaðurinn spurði í ein- feldni sinni hvernig honum hefði gengið í keppni fyrr um daginn. „Annars hefur okkur gengið mjög vel og krakkarnir hafa sýnt miklar framfarir. Við getum þvf ekki verið annað en ánægð," sagði Magnús. „Þessi mót í úti- sundlaugum eru reyndar alltaf hálfgert happdrætti," bætti hann við. „Ykkur vantar nauðsynlega þak yfir þessa annars ágætu laug ykkar.“ Magnúsi fannst framkvæmd mótsins hafa tekist með miklum ágætum þrátt fyrir allan kepp- endafjöldann. Hvað aðstöðuna áhrærði sagði hann hana vera prýðilega sem og matinn. „Ég minnist þess ekki fyrr að hafa fengið hangikjöt að borða á svona móti og hef ég þó verið að þjálfa síðan 1984,“ sagði Magnús. „Ég keppti í 100 m baksundi og svo í 4 x 50 m fjórsundi," sagði Guðný er við ræddum við hana. „Mér gekk ágætlega, í það minnsta betur en ég átti von á.“ Guðný er 16 ára og hefur æft sund frá því hún var 10 ára gömul. Hún sagðist eiga eftir að keppa í 100 m skriðsundi á sunnu deginum og það legðist bara vel í sig. Magnús Tryggvason, þjálfari ÍBV. Guðný slakaði á í fleti sínu.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.