Skagablaðið


Skagablaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 10
10 Skagablaðið IR í.heimsókn í 2. deildinni annað kvöld: „ÍR-mgar eni með mikið stemningslið“ —segir Guðjón Þórðarson, þjáKarí Skagamanna „ÍR-ingarnir eru með reyndan mannskap, sem hefur spilað sam- an lengi. Þetta er mikið stemn- ingslið og leikur góðan bolta þeg- ar sá gállinn er á þeim,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, er við ræddum við hann. Akurnesingar fá ÍR í heimsókn annað köld kl. 20 í annarri umferð 2. deildar ís- landsmótsins í knattspyrnu. Fram burstað Skagamenn unnu stórsig- ur á Fram, 4 : 1, í ís- landsmóti annars flokks hér heima á mðlinni í fyrradag. Bjarki Gunnlaugsson skoraði tvö mörk, Arnar Gunnlaugs- son og Þórður Guðjónsson eitt hvor. Guðjón sagðist hafa verið ánægður með leikinn gegn Haukum í Firðinum um daginn í leikslok en þegar frá hefði liðið hefði hann ekki verið eins sáttur. „Við lékum mjög vel á köflum en fórum afleitlega með góð færi í fyrri hálfleiknum. Og markið sem við fengum á okkur var óþarfi. Við höfum ekki efni á að fá fleiri svona mörk á okkur í sumar.“ Allir leikmenn Akurnesinga eru heilir og Guðjón sagðist ekki gera ráð fyrir neinum stórvægi- legum breytingum á liðinu frá því í leiknum gegn Haukum. „Sigur ÍR á Selfossi í fyrstu umferðinni segir okkur að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Og við verðum að hafa góðar gætur á Braga Björnssyni, sem skoraði öll fjögur mörk þeirra gegn Sel- fyssingunum,“ sagði Guðjón. Faxaflóameistarar Stelpurnar í 3. flokki kvenna í knattspyrnunni gerðu sér lítið fyrir um helgina og unnu sigur á Faxa- flóamótinu með glæsibrag. í úrslitaleiknum mættu þær Reyni frá Sandgerði og sigruðu 4 : 1. Leik- ið var í tveimur riðlum í mótinu og lék Akranes í riðli með Breiðabliki og Aftureldingu. Stelpurnar gerðu jafntefli við Breiðablik, 1 : 1, en unnu Aftureldingu 19 : 0! Þar skoruðu þær átta mörkum meira en Breiðablik og komust því í úrslitin. Skagablaðið óskar þessum framtíðarhnátum og þjálfara þeirra, Áka Jónssyni, til hamingju með sigurinn. NÝ ÞJÓNUSTA Á AKRANESI Landsbanki íslands annast nú greiðslumat fyrir þá sem ætla að sækja um húsbréfalán hjá Húsnæðisstofnun ríkis- ins. Kynnið ykkur þessa nýju þjónustu Landsbankans. Upplýsingar veitir Halldór Jóhannsson. Landsbanki íslands — Útibúið á Akranesi S 12333 LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA —Málflutningur, innheimtur, skjalagerð, búskipti -pKr Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 Tryggvi Bjarnason, hdl. 1 Símar 12770 og 12990 Viðtalstímar frá kl. 14.30 - 16.00 eða eftir nánara samkomulagi. Bíl aleiga - bílaverkstæði Allar almennar viðgerðir. ^ Réttingar og sprautun. BRAUTIN HF. Dalbraut 16 S 12157 TRÉSMÍÐI Hef opnað trésmíðaverkstæði að Kalmansvöllum 4. Öll almenn smíðavinna. Tilboð eða tímamna. Trésm. Hjörleifs Jónssonar STmi 12277 - Heimasími 12299 yÉLAVINNA Pk. Leigjum út flestar gerðir vinnu- Cfmpi i|d> véla. Önnumst jarðvegsskipti l'U| L/w 0g útvegum möl sand og mold. Faxabraut 9 Q önigg þjónusta. S 13000 MÚRVERK Tek aö mér múrverk, flísa- lagnir og utanhússklæöningu. VIÐAR SVAVARSSON Laugarbraut 14 — Sími 11412 mAiotg Getum bætt \ið okkur vcrkeíhum í alhliða málningar- vinnu. HRAUMM - SANDSPÖRSLUM - MÁLUM. Tilboð eða tímavmna. LITBRIGÐI SI'. •laÁarsbraut 5 S 12328 & 985—29119 Húsmót Leynismanna haldið um síðustu helgi: Jón AHr. sigraði Jón Alfreðsson sigraði án for- gjafar á Húsmóti Golfklúbbsins Leynis sem fram fór um helgina. Keppt var með punktafyrir- komulagi og hlaut Jón alls 26 punkta. illy Blumenstein Valdimars- son sigraði í keppni með forgjöf, hlaut 41 punkt. Helga Rún Guðmundsdóttir varð önn- ur með 39 punkta og Leó Ragn- arsson þriðji með 38 punkta. Arnar Smári Ragnarsson hlaut verðlaun fyrir að vera næstur holu á 5. braut, 2.57 metra. Blómahornið var styrktaraðili mótsins og vill Leynir nota tæki- færið og þakka stuðninginn. Annað innanfélagsmót Leynis fór einnig fram fyrir stuttu. Þar sigraði Þórður Ólafsson í keppni án forgjafar á 69 höggum. Birgir Leifur Hafþórsson varð annar á 76 höggum og Kristinn G. Bjarnason þriðji á 77 höggum. í keppni með forgjöf sigraði Þórð- ur á 64 höggum nettó, Arnar Smári varð annar á 65 nettó og Leó þriðji á sama höggafjölda. Knattspyrnufélag ÍA var styrktaraðili mótsins og eru fé- laginu færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Fresta varð OIís-Leynir mót- inu sem vera átti á föstudag. Tímasetning þess hefur ekki ver- ið ákveðin. Góð frammistaða mfl. kv. í Utlu-bikarkeppninni: Höfnuðu í 2. sæti Meistaraflokkur kvenna hafn- aði í 2. sæti í Litlu-bikarkeppn- inni, sem lauk um helgina. Stelp- urnar unnu Stjörnuna á sunnu- dag, 2 : 0, í Garðabæ og Hauka hér heima á laugardag, 9 : 1. að voru þær Laufey Sigurðar dóttir og Sigurlín Jónsdóttir sem skoruðu mörkin gegn Stjörnunni í leik, sem var mjög vel leikinn af beggja hálfu. Leikurinn gegn Haukum var alger einstefna eins og tölurnar bera með sér. Ásta Benedikts- dóttir skoraði þar þrennu en Laufey, Sigurlín, Ragnheiður Jónasdóttir, Jónína Víglunds- dóttir, Magnea Guðlaugsdóttir og Sigurlaug Guðmundsdóttir eitt mark hver. Fyrsti leikur stelpnanna í 1. deild íslandsmótsins verður hér á Akranesi 8. júní nk. Þær fá þá Þór frá Akureyri í heimsókn. Bréfdúfumób Gekk sæmilega Skagamönnum gekk sæmi- lega á fyrsta bréfdúfumóti ársins, sem fram fór fyrir skömmu. Sleppt var frá Hrauneyjarfossvirkjun og varð fugl frá Guðjóni Má Jónssyni í 7. sæti yfir heild- ina. afnframt kepptu Skaga- menn innbyrðis á þessu móti. Þar átti Guðjón Már fyrsta fuglinn en Þór Ólafur tvo næstu. Veður var vont til keppni, úrhellisrigning.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.