Skagablaðið


Skagablaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 11
Skagablaðið Fullt nafn? Guðjón Þórðar- son. Fæðingardagur og fæðingar- staður? 14. september 1955 á Akranesi. Fjölskylduhagir? Kvæntur Hrönn Jónsdóttur, á sex börn. Starf? Framkvæmdastjóri og þjálfari. Stundar þú einhverja líkams- rækt? Stunda fjölbreytta lík- amsrækt. Besti og versti matur sem þú færð? Besti er hreindýrakjöt en versti er súrsaður matur. Besti og versti drykkur sem þú færð? Besti drykkur er góð- ur bjór en versti er slæmt kaffi. Síðasta hljómplata sem þú hlustaðir á? Tvær nýjustu plötur Bubba Morthens. Síðasta myndbandsspóla sem þú sást? Hef ekki séð mynd í langan tíma. Hvaða bók lastu síðast? Hef ekki lesið bók síðan á jólum en er byrjaður með sögustund í fjölskyldunni, Bróðir minn Ljónshjarta. Uppáhaldsíþróttamaður? Lothar Matthaus, hann er magnaður. Hvað horfír þú helst á í sjón- varpi? Fréttir og íþróttir. Hvaða sjónvarpsefni fær þig til þess að slökkva á sjónvarp- inu? Því miður allt of margir þættir. Uppáhaldsleikari? Dustin Hofmann. Hvaða grínisti fær þig til þess að hlæja? Atli Guðjónsson. Hvemig eyðir þú fnstundum þínum? Reyni að ferðast með fjölskyldunni innanlands. Fallegasti staður á (slandi? (s- land er allt fallegt en Ásbyrgi og Hljóðaklettar bera af. Hvaða mannkosti metur þú mest? Heiðarleika. Hvað líkar þér best við Akra- nes? Það er svo gott að koma í kaffi til mömmu. Hvað finnst þér vanta á Akranesi? Núna í augnablik- inu, gervigrasvöll. Hvað myndir þú vilja fá í af- mælisgjöf? Hnattferð eða sigl- ingu um Karabíska hafið. Hvað veitir þér mesta af- slöppun? Faðmur konunar. Ertu góður bílstjóri? Topp bílstjóri að mínu mati en deildar meiningar innan fjölskyldunnar. 11 Mfclar framkvæmd- ir Dreyramanna Miklar framkvæmdir hafa að undanförnu staðið yfir á svæði hest- amannafélagsins Dreyra á Æðarodda. Fyrirhugað er að stækka at- hafnasvæði félagsins þannig að þar megi koma fyrir tveimur hring- völlum, 250 og 300 m, auk ásamt 250 m beinni skeiðbraut. Til þess að unnt sé að stækka svæðið tii þessara nota hafa Dreyramenn orðið að byggja grjótvörn við jaðar þess. Verk- takafyrirtækið Suðurverk annað- ist gerð grjótvarnargarðsins en í hann fóru um 2500 rúmmetrar grjóts. Jafnframt ók fyrirtækið samsvarandi magni af mold og grjóti í uppfyllinguna. Tilgangur grjótvarnarinnar er tvíþættur. Annars vegar lokar hún af það uppfyllingarefni sem notað er, en það hefur m.a. verið síuryk frá sementsverksmiðj- unni. Var félaginu gert skylt af bæjaryfirvöldum að tryggja að rykið bærist ekki út í Blautósinn, þar sem það gæti valdið þar spjöllum á lífríki óssins. Hins vegar kemur hann í veg fyrir landbrot. Þar sem jarðvegurinn á þessum slóðum er nánast ein- vörðungu mold hefur brotnað mjög úr honum á liðnum árum, einkum í vorfrostum. Björn Jónsson á sæti í fram- kvæmdanefnd Dreyra. Hann hefur jafnframt gegnt margvís- legum trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið á liðnum árum. Skagablað- ið ræddi stuttlega við hann. „Þessar framkvæmdir eru óhemju fjárfrekar,“ sagði Björn. „Akraneskaupstaður greiddi reyndar gerð grjótvarnargarðsins en félagið borgaði kostnað við uppfyllinguna. En það er mikið verk enn óunnið. Það hefur orð- ið að samkomulagi, að sements- verksmiðjan ekur síuefninu í uppfyllinguna okkur að kostnað- arlausu. En til þess að fullgera svæðið þarf miklu meira fjármagn. Ég hcld að við getum ekki gert okkur vonir um að ljúka frágangi fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Þegar svæðið verður klárt höfum við í hyggju að sækja um að fá að halda íslandsmótið í hestaíþróttum." Björn sagði félagið hafa staðið í miklum framkvæmdum undan- farin ár. Ráðist hefði verið í byggingu félagsheimilis, sem væri vel á veg komið. Hann sagði fasteignamat þess nú standa í um 10 milljónum króna. Auk fram- kvæmda við heimilið er unnið að 'stækkun svæðisins eins og fyrr segir. „ Við gerum okkur vonir um að ná samningi við bæinn um fram- kvæmdir á svæðinu, ekki ósvip- aðan þeim sem íþróttabandalag- ið gerði. Til þessa höfum við ekki notið neinna styrkja heldur borg- að allar okkar framkvæmdir sjálfir." Björn sagðist sannfærður um að þegar litið væri til framtíðar- innar gæti útleiga á hestum frá Æðarodda orðið liður í uppbygg- Unnið við gerð grjótvarnargarðsins á Æðarodda. ingu ferðamannaþjónustu á að gróðursetja þarna skjólgarð Akranesi. „Eins og svæðið er nú úr trjám og gera svæðið þannig þýðir ekki að bjóða nokkrum aðlaðandi fyrir félagsmenn jafnt manni inn á það. Hugmyndin er sem gesti,“ sagði Björn. Gönguferðir á Akrafjall Hjálparsveit skáta hefur í samvinnu við ferðamálafulltrúa bæjarins ákveðið að bjóða upp á gönguferðir á Akrafjall alla þriðjudaga í júní og júlí. Lagt verður upp frá Skaganesti kl. 18 en einnig er hægt að mæta við vatnsveituna við rætur Akrafjalls kl. 18.15. Gangan tekur u.þ.b. fjóra tíma og er ætluð öllum aldurshópum. Gengið verður á Háahnjúk, sem er 555 m yfir sjávarmáli. Gönguleiðin er um 2 km að lengd. Verð fyrir fullorðna er kr. 600 en kr. 300 fyrir börn yngri en 12 ára ef farið er frá Skaganesti. Við mætingu hjá vatnsveitu er verðið kr. 500 og kr. 250 fyrir börn. Innifalið í verðinu er kort af svæðinu. Ráðlagt er að göngufólk sé vel skóað, helst í gönguskóm og hafi með sér skjólgóðan fatnað. Akurnesinaar — w w • w wkw w w w wtmwww w w w w nærsveitamenn! Mú er rétti tíminn að taka til hjá sér. Bjððum upp á hentuga aðferð við að losna við ruslið á snyrtilegan Fyrirtæki, stofnanir og einstahlingar! hlafið samband og kynnið ykkur hvað við getum boðið ykkur. Gámaþjónusta Akraness hf. Símar 12246 eða 984 - 50246 1S1 AL ,1'NSKA 7RÆÐI 0RDAB0K1N skyr: ísl. mjólkurmatur úr undanrennu; ýmist talið til osta eða súrmjólkur. Við skyrgerð er undanrennan flóuð, þ.e. hituð í um 90- 95°C og þar með gerils- neydd. Hún er síðan látin kólna í 40 - 43°C og þá er bætt í hana hleypi og þétti, úthrærðu s sem gefur réttan gerlagróður, og loks er mys- an síuð frá; borðað hrært, oftast með mjólk og sykri. Látið í ykkur heyra! 5ÍMIMM ER 11402 Neytendafélag Akraness Tæl«jalcii>an er opin manudaga til fbsfuaaga frá kl. 8 - 12 og 13-16. Ycmdaðiir vinuustadur Dalbraut 10 — Sími 12994 ÍMITUGXIR .10,\ It.lAKM GÍSUSOK I'ípulugiiiiiguiiidslari S1S939 & 985 - 31841 Málningarþjónusta Tökum að okkur alla alhliða málningarvinnu. Mold — Túnþökur — Möl — Sandur Önnumst einnig almenna vélavinnu. GBRUM VERÐTILBOÐ NEISTI HF. Símar 12131, 12985, 985-24719 Qleraugnaþjónusta Vesturlands SJÓNGLERIÐ Skólabraut 25 - Slmi 93-11619

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.