Skagablaðið


Skagablaðið - 06.06.1991, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 06.06.1991, Blaðsíða 4
4 Skagablaðið___________Skagablaðið Fáar þjóðir heims láta veðurfarið hafa eins mikil áhrif á sig og við ís- lendingar. Fullyrða má að ekkert um- ræðuefni er eins vinsælt hérlendis og veðrið. Gildir þá einu hvort veðrið er gott eða slæmt, snjókoma eða sólskin. Fólk talar ekki aðeins um veðrið, það hreinlega stýrir því oft á tíðum hvort landsmenn eru kátir eða niðurdregnir. Síðustu dagar hafa verið talandi dæmi um áhrif veðurfars á mannlífið. Einmuna blíða hefur haft sitt að segja. Fólk þeytist út í garða sína eða bara í sólbað og nýtur þess að láta sólina leika við sig. Bæjarhjartað, sem alla jafna slær nú ekki ýkja hratt, hægir enn sláttinn og það er eins og fólk fyll- ist ákveðnu kæruleysi. Tilveran fær á sig annan blæ, áhyggjum er ýtt til hliðar. Sólin skín! Rétt eins og sólin lýsir upp hina andlegu hlið mannlífsins á sumrin hefur skammdegið samsvarandi áhrif til hins verra. Fyngra er yfir fólki í myrkrinu og kannski ekki að undra. Eflaust væri margt öðru vísi hér á landi ef við byggjum við meira og jafn- ara atlæti sólarinnar allan ársins hring. Niðurstaða reikninga Akranesbæj- ar fyrir síðasta ár eru einhver jákvæð- ustu tíðindi sem borist hafa úr þeim ranni í langan tíma. Rekstur reyndist 2,5% undir áætlun og verður að fara langt aftur í tímann til þess að finna hliðstæðu. Þessi árangur á sér einkum tvær skýringar. Annars vegar enn mark- vissari gerð fjárhagsáætlunar en áður og svo stöðugleiki í efnahagsmálum landsmanna síðustu misseri. Verð- bólga hefur ekki um áratugaskeið ver- ið lægri og því auðveldara að gera áætlanir sem hægt er að standa við. Fjárhagur Akranesbæjar, rétt eins og flestra kaupstaða á landsbyggð- inni, hefur verið þröngur síðustu árin í kjölfar óðaverðbólgu. Mörg bæjarfé- lög eru sokkin í skuldafen, sem erfitt virðist vera að bjarga þeim úr. í mörg- um tilfellum hafa utanaðkomandi þættir valdið þar miklu um. Þó eru þess sorglega mörg dæmi að forráða- menn sveitarfélaga hafi ekki sýnt nægilega fyrirhyggju og staðið í stór- framkvæmdum fyrir lánsfé. Bæjarstjórn Akraness sem og for- stöðumenn stofnana bæjarins eiga heiður skilið fyrir þennan árangur. Flann hlýtur að auka fólki bjartsýni og styrkja bæjarbúa í þeirri vissu sinni, að Akranes sé á leið undan skugga- hrammi atvinnuleysis og fjárhagserfið leika. Takist að halda áfram á sömu braut næstu ár getum við verið viss um að hér fer í hönd nýtt blómaskeið. Um leið fylgir áframhald öflugrar upp- byggingar, sem setið hefur á hakan- um um árabil vegna fjárskorts. Sigurður Sverrissort Söngvarakeppni á 17. júní Á barna- og fjölsKyldudagsKrá á 17. júní verður söngvarakeppni. Allir 5em áhuga hafa og eru á aldrinum 7-12 ára sKrái sig til keppni í Arnardal í síma 12785 fyrir þriðjudaginn 11.júní. Þátttakendur verða prófaðir og 6 bestu keppa til úrslita. Söngvarar velji sjálfir einfalt, þekkt lag til að syngja í prófinú. 17. JÚNÍ NEFNDIN Sandtaka á Langasandi Af gefni tilefni tilkynnist að sandtaka er með öllu óheimil nema í samráði við tæknideild bæjarins. Tæknideild Akraneskaupstaðar auglýsa eftir starfskrafti í bókhald. Starfið flest í merkingu bókhalds, afstemmingum og uppgjörum ásamt umsjón með launabókhaldi. Reynsla nauösynleg. Æskilegt er að viökomandi hafi unnið a IMB S 36 vel og geti Þeir sem hafa áhuga eru beönir að skila inn umsókn. sem til- greini menntun og fyrri störf, til framkvæmdastjora á skrifstofu fyrirtækisins, Bakkatúni 26, fyrir fimmtudaginn 13. júní nk. ÞORGEIR & ILLERT HF. kT Valli Guðjóns tekur á öllu sem hann á í reiptoginu. leiðrétting Rangt var farið með nafn íris- ar Jónasdóttur í frásögn af útskrift frá Fjölbrautaskóla Vest- urlands í síðasta blaði. Var hún ranglega sögð Jónsdóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. Bœjarfulltrúarnir urðu að lúta lœgra haldi í reiptogi við sjóarana við Jaðarsbakkalaug. Gísli Ein- arsson sýpur hér hveljur eftir að hafa stungist á hausinn í laugina. Sjálfseignaríbúð fyrir aldraða Til sölu er íbúðin nr. 19 við Höfðagrund. Upplýsingar, til 15. júní, gefur framkvæmda- stjóri Höfða í síma 12500. Dvalarheimilið Höfði Bergþór hefur, eins og margir ungir íslenskir söngvarar, numið og starfað erlendis, m.a. í Bandaríkjunum og Þýskalandi. A tónleikunum fluttu þeir fé- lagar Svanasöng Schuberts, en það er safn laga sem hann samdi við ljóð Rellstab, Heine og Seidl og eru talin vera hans síðustu. Þau eru fjölbreytt að gerð og fylgja ljóðunum vel eftir eins og Schuberts er háttur. Flutningur Bergþórs var mjög með svipbrigðum hans; augun skutu gneistum af reiði eða dökknuðu af sorg þegar það átti við og í öðrum lögum leiftruðu gleðin og glettnin úr andliti söng- varans. Af undirleik Jónasar fer sömu sögum og vant er. Mér finnst honum alltaf takast mjög vel upp og hann hefur sérstakt lag á að gera svona tónleika að notalegri samkomu sem krydduð er með sögukornum af tóniistinni. Myndbandaleigan As er flutt Við höfum flutt starfsemi okkar yfir götuna og erum nú til húsa að Kirkjubraut 8 (í gömlu lögreglustöðinni). Bjóðum upp á frábært úrval mynda fyrir alla aldurshópa. Eigum hátt á fjórða þúsund titla. Opið alla daga vikunnar frá kl. 13 - 22. VER!Ð VELk0MIN! Myndbandaleigan Ás Kirkjubraut 8 - Sfmi 12950 mm Akraneskaupstaður 9 — Húsnæðisnefnd Búseti — Opið öllum 5tofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins Búseta á Akranesi verður haldinn í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands þriðjudaginn 11. júní næstkomandi og hefst hann kl. 20.50. Undirbúningsnefnd Bjartur baritón Bergþór Pálsson, barítón- áheyrilegur. Rödd hans er söngvari, heimsótti Akranes á óvenju björt og mjúk í hæðinni dögunum og hélt hér tónleika af barítón að vera og túlkun hans ásamt góðkunningja okkar, Jón- á lögunum í góðu samræmi við asi Ingimundarsyni, pínaó- fjölbreytileik þeirra. Þaö var sér- leikara. staklega skemmtilegt að fylgjast Blíðskaparveður á sjómannasumudaginn: Fjölmenni fylgd- ist með dagskrá Mikið fjölmenni fylgdist með hátíðahöldunum í tilefni sjómanna- dagsins sl. sunnudag. Veðurguðirnir voru í sínu fínasta pússi ekki síð- ur en sjómenn þannig að úr varð eftirminnilegur dagur öllum þeim er tóku þátt í dagskránni. Eins og undanfarin ár var keppt í ýmsum greinum, m.a. róðri, reiptogi og fleiru. Oftar en ekki var hart barist en hvorki menn né konur gáfu þumlung eftir. Eftir hádegið tóku menn svo til við keppni af ýmsum toga. Sveit Skipaskaga sigraði í róðrar- keppni áhafna en Krossvík varð í 2. sæti. I róðri landsveita sigraði Nótastöðin en Staupasteinn varð í 2. sæti. Haförn sigraði í róðri kvennasveita en sveit HB varð önnur. I reiptogi áhafna sigraði sveit af Haraldi Böðvarssyni en smá- bátasjómenn urðu í 2. sæti. Staupasteinsmenn sigruðu í reip- togi landsveita en Nótastöðin varð þar í 2. sæti. Jóhann Gíslason sigraði í tunnuhlaupi en Björn Reynisson varð annar. Karl Daníelsson sigraði í keppni í pokahnýtingu en Sigurður Grétar Davíðsson varð annar. Að vanda var efnt til sund- keppni og fór hún að þessu sinni fram í Jaðarsbakkalaug. Rúnar Hreggviðsson sigraði í björgun- arsundinu en Pétur Lárusson varð annar. í stakkasundinu sigr- aði Hjörtur Guðnason en Rúnar Hreggviðsson varð annar. Enginn sjómannadagur telst almenniiegur nema menn spreyti sig í knattspyrnu. Það var og gert að þessu sinnu. Yfirmenn sigr- uðu undirmenn með tveimur mörkum gegn einu og það þótt Tómas Rúnar Andrésson stæði í marki undirmannanna og sýndi tiiþrif sem sómt hefðu hverjum yfirmanni. Rúnar Hreggviðsson kampakátur með bikarinn fyrir sigurinn í björgunarsundinu. Sigþór, bróð- ir hans, er fullur aðdáunar. Pað vantaði ekki tilþrifin t fótboltann. 5 SÍM111100 (SÍMSVARI) Flugsveitin (Flight of the Intruder) Fyrstvar það TopGun, nú er það Flugsveitin. Hörku- mynd um fórnir og átðk manna sem skipa sömu flug- sveit. Úrvalsmenn í öllum aðalhlutverkum: Danny Glover, Willem Dafoe og Brad Johnson. Sýnd í kvöld, fimmtu- dag, og annað kvöld kl. 21. ÁBLÁÞRÆÐI Á bláþræði (Narrow Margin) Flestum ber saman um að Á bláþræði sé einhver besta spennumynd síðari ára. Það spillir ekki fyrir að leikararnir eru ekki af verri endanum, þau Gene Hackman og Ann Archer. Sýnd kl. 21 á sunnudag og mánudag.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.