Skagablaðið


Skagablaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 3
Skaaablaðið 3 Trausti Finnsson ásamt fjölskyldu sinni. Myndin er tekin fyrir nokkrum árum. Það er Trausti Finnsson sem er næstur í röðinni hjá okkur í þættinum Hvar eru þau nú? Trausti fluttist héðan árið 1967, en fram að þeim tíma hafði hann látið mikið að sér kveða í tónlist, félagsmálum og íþróttum á Akranesi. Eg fluttist frá Akranesi til Hafnarfjarðar árið 1967 og starfaði hjá Bræðrunum Ormsson sem rafvirki við uppbygginguna í Straumsvík. Þaðan fór ég til starfa hjá Landsvirkjun árið 1971 og hef starfað þar síðan. Fyrst í Búrfelli og síðan var ég staðsettur í Sognsvirkjun og starfaði þar við eftirlits- og viðhaldsstörf, þar til ég fluttist til Reykjavíkur árið 1979. Frá þeim tíma hef ég starfað við eftirlitsstörf á veitulínu Landsvirkjunar og séð um viðhald á aðveitustöðvum og tengivirkjum á vesturlínunni, sem er svæðið frá Höfn í Hornarfirði og vestur að Mjólkárvirkjun.“ Mikil ferðalög Trausti sagði að þessu starfi fylgdu eðlilega mikil ferðalög, þar sem eftirlitssvæðið væri víðfeðmt. En þeir sem við þetta störfuðu skiptu því á milli sín að fara um svæðið og færu svo allir saman þegar þyrfti að fara í lengri ferðir til viðgerða. Þær tækju þar af leiðandi skemmri tíma og menn þyrftu ekki að vera lengi í burtu frá heimilum sínum. Trausti var á sínum tíma í hinni landsfrægu Skagahljómsveit Dúmbó og Steini. Á hann ekki skemmtilegar minningar frá þeim tíma? „Jú, þetta var að sjálfsögðu mjög skemmtilegur tími. Ég byrj- aði reyndar að spila með skólahljómsveitum strax í barnaskólan- um og síðan í gagnfræðaskólanum. Dúmbó var upphaflega stofn- uð sem skólahljómsveit. Ég var það ungur þegar ég byrjaði að spila með Dumbó, að ég gat ekki spilað með hljómsveitinni á Ákranesi þegar hún lék í Hótelinu og í Rein vegna þess að ég hafði ekki aldur til þess að komast inn á þessa staði. Ég gat hins vegar leikið með henni á sveitaböllum því eftirlitið var ekki eins strangt og á Skaganum. „Comeback“ með Dúmbó Eftir að sveitin hætti að spila hef ég haft frekar lítið samband við strákanna úr Dumbó. Það á sér m.a. skýringar í búsetu okkar vítt og breitt um landið. En við komum saman að nýju og gáfum út tvær plötur á árunum 1976 og 1977 og áttum örlítið „comeback“. Það var gaman að rifja þessa tíma upp aftur. Ég hef aðallega haldið sambandi við Ásgeir Guðmundsson. Hann seldi mér m.a. bíl í vetur.“ Trausti starfaði mikið með Skátafélagi Akraness á Skagaárum sínum og þá var hann mjög liðtækur knattspyrnumaður og varð ís- landsmeistari með Skagamönnum á sínum tíma í 3. flokki. „Eftir að ég fluttist til Reyjavíkur hef ég starfað mikið að fél- agsmálum með sunddeild Ármanns og hef verið formaður deild- arinnar síðustu fjögur árin. Við hjónin höfum verið mjög virk í starfi deildarinnar og í vetur hefur Stella konan mín verið gjald- keri í sunddeildinni og dóttir okkar, Erla, hefur þjálfað mikið hjá sunddeild Ármanns. Þá er Erla einnig í stjórn Sundsambands Is- lands og ég hef starfað í mótanefnd sambandsins. Þessi störf taka mikin hluta frítíma okkar og mesta orkan fer í hinar ýmsu fjár- aflanir fyrir deildina. Þetta getur oft verið mjög erfitt en getur að sama skapi verið mjög gefandi á móti.“ Trausti er giftur Stellu Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú börn. Elst er Erla fædd 1965, sálfræðingur að mennt. Næst í röðinni er Eygló, sem er fædd 1971 og útskrifaðist sem stúdent frá Mennta- skólanum við Sund nú í vor. Yngstur er Gunnar, fæddur 1973 og er á öðru ári í Menntaskólanum við Sund. SUMARAFLEYSINGAR Bæjarfógetaembættið á Akranesi óskar eftir að ráða starfskraft til afleysinga tímabilið júní-ágúst 1991. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt á tölvu eftir leiðsagnartíma. Þyrfti að geta byrjað sem fyrst. Nánari upplýsingar á skrifstofunni ekki í síma. Bæjarfógetinn á Akranesi LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA - Málflutningur, innheimtur, skjalagerð, búskipti y-Kr Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 J Tryggvi Bjarnason, hdl. 1 Símar 12770 og 12990 Viðtalstímar frá kl. 14.30 - 16.00 eða eftir nánara samkomulagi. Bíl VISA ] aleiga - bílaverkstæði Allar almennar viðgerðir. - Réttingar og sprautun. ^iÉa | t IUBOCABO BRAUTIN HF. Dalbraut 16 0 12157 TRÉSMÍÐI Hef opnað trésmíðaverkstæði að Kalmansvöllum 4. Öll almenn smíðavinna. Tilboð eða tímavinna. Trésm. Hjörleifs Jónssonar Sími 12277 — Heimasími 12299 ,VÉLAVINNA r*Xi Leigjum út flestar gerðir vinnu- SJn iPl AN' v®^a- Önnumst jarðvegsskipti ■'Uj ogútvegummöl sand og mold. Faxabraut 9 F1jó örugg þjónusta. S 13000 ' Jaðarsbakkalaug JaðarsbaHHalaug er opirt alla \jirHa daga frá Hl. 7 til 21, laugar- og sunnudaga frá Hl. 9 til 18. MÁUIi\ÍÍ Getum bætt við okkur verkefiium í alhliða málningar- vinnu. HRAUNUM - SANDSPÖRSLUM - MÁLUM. Tilboð eða tímaviima. UTBRIGÐl SF. Jaðarsbraut 5 S 13328 & 985-29119

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.