Skagablaðið


Skagablaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 7
Skagablaðið 7 íbreiwidepli Fullt nafn? Elís Þór Sigurðs- son. Fæðingardagur og fæðingar- staður? 5. janúar 1956, Akranesi. Fjölskylduhagir? Kvæntur Jónsínu Ólafsdóttir. Börn: Vignir 15 ára, Sigurður Þór 11 ára og Elísa Guðrún 4 ára. Starf? íþrótta- og æskulýðsfull- trúi Akranesbæjar. Stundar þú einhverja líkams- rækt? Já, fótbolta yfir veturinn og skokka stundum í Garðaflóan- um. Besti og versti matur sem þú færð? Besti maturinn er grillmat- ur og góð piparsteik en versti maturinn er silungur. Besti og versti drykkur sem þú færð? Bestur er vatn en verst er stofnanakaffi, sem staðið hefur lengi í hitakönnunni. Síðasta hljómplata sem þú hlustaðir á? Free Spirit. Síðasta myndbandsspóla sem þú sást? Sennilega torfærukeppni í Jósefsdal með yngri syni mínum. Hvaða bók lastu síðast? Bankabókina. Uppáhaldsíþróttamaður? Ein- ar Skúlason, vaxtarræktarmaður. Hvað horfir þú helst á í sjón- varpi? Horfi „ekkert" á sjónvarp. Hvaða sjónvarpsefni fær þig til þess að slökkva á sjónvarpinu? Flestir framhaldsþættir. Uppáhaldsleikari? Guðni Hall- dórsson, heilbrigðisfulltrúi, í gervi stjómmálamanns og Spaug- stofuliðið. Hvaða grínisti fær þig til þess að hlæja? Sigurður Sigurjónsson. Hvernig eyðir þú frístundum þínum? Skapa mér mjög fáar, reyni að eyða þeim í sumarbú- staðnum. Fallegasti staður á Islandi? Borgarfjörðurinn. Hvaða mannkosti metur þú mest? Heiðarleika og gott skap. Hvað líkar þér best við Akra- nes? Mannfólkið, stærð bæjarins og staðsetning hans. Hvað finnst þér vanta á Akra- nesi? Meiri samstöðu á meðal bæjarbúa. Hvað myndir þú vilja fá í af- mælisgjöf? Þessi er erfið. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Að vera á rólegum stað þar sem ekki er sími. Ertu góður bílstjóri? Ekki spurning, úr því að Jóna Iætur mig alltaf keyra. Kirkjutónlíst með meini í maílok héldu Kirkjukór Akraness og Kirkjukór Akureyr- ar hvor sína tónleikana í Vina- minni, undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar og Björns Steinars Sólbergssonar. Aefnisskrám kóranna kenndi ýmissa grasa. Kirkjukór Akraness flutti tvær stuttar messur; aðra eftir Mozart en hina eftir Haydn og auk þess stutt verk eftir Mozart; Laudate Dominum, Ave verum corpus og Tantum ergo. Þessi verk eru öll hin fegursta tónlist. Flutningur- inn þótti mér hins vegar afleitur, sérstaklega á Missa brevis Mozarts, sem virtist nánast óæfð. Kórnum tókst einna best upp með Ave verum corpus. Kirkjukór Akureyrar hóf sína tónleika á nýju, athyglisverðu verki eftir Jón Hlöðver Áskels- son. Texti verksins, sem heitir „í forgörðum Drottins", er úr Davíðssálmum. í því skiptast á ljóðrænir kaflar og talkór. Það er ekki eins ómstrítt og búast mætti við af nútímakirkjutónverki, en mjög áheyrilegt og skemmtilegt. Orgelmessa Mozarts var hér flutt með píanóundirleik sem kom þó ekki að sök. Annað í efnisskrá Akureyrarkórsins voru íslensk þjóðlög, eitt lag eftir Björgvin Guðmundsson (flutt í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæð- ingu hans) og þrír madrigalar; enskur, franskur og ítalskur. Söngur kórsins var góður og hljómurinn samstæður þrátt fyrir mjög misjafnan fjölda í röddum. Einsöngvarar þóttu mér of lítið áberandi í verki Jóns Hlöðvers og sópraninn hefði mátt vera kraftmeiri í messunni, en í heild var flutningurinn mjög góður. Messan verður að teljast há- punktur tónleikanna enda mikið í hana lagt. Hljóðfæraleikurinn var og í góðu samræmi við annan flutning og var einstaklega skemmtilegur hluti af verki Jóns Hlöðvers, þar sem hljóðfærin voru sjálfstæður þáttur og mót- leikur við sönginn. Mér finnst alltaf jafn gaman að heyra madrigala frá ólíkum löndum flutta saman. Það gefur heilmikla innsýn í einkenni hverrar þjóðar. HótelOskopnaráný Hótel Ósk hefur hafið starfsemi sína enn eitt sumarið. Boðið er upp á 31 tveggja manna herbergi, sem búin eru þægilegum hús- gögnum. í hverju herbergi er eldunaraðstaða, ísskápur og bað. Lítil setustofa með sjónvarpi er í gistiheimilinu og gestir hafa þar einnig aðstöðu til þess að þvo og þurrka föt sín. Þá er einnig boðið upp á aðstöðu til fundarhalda og ráðstefna svo og aðrar samkomur. Lyn í 2. sæti þrátt fyrír stórskell klúbbsins I.eynis um helgina. Hann lék á 71 höggi án for- ■JJirgir Leifur Hafþórson U^varð annar á 74 höggum og þriðji varð Gunnar Ö. Helgason 76 höggum. í kcppni með forgjöf sigraði Guðmundur Þ. Pálsson á 64 höggum nettó. Kristjánsdóttir várð önnur á 65 höggum nettó og Gunnar þriðjí á sama höggafjolda. Leynismenn með kennslu #*o!fklúbburinn Lcymr \3lbýður öllum þeim er áhuga hafa á að kynna sér goifíþróttina að sækja kcnnslu hjá Ómari Erni Ragnarssyni í sumar. Hægt cr að skrá sig í tfma í golf- skálanum sem vcröur í sumar : opinnfrá kl. 17 alla daga og fram eftír kvöldi. Kristinn Reimarsson, Osló: Lyn fékk stórskell á heimavclli um helgina er meistarar Rosen- borg komu í heimsókn. Lokatöl- ur urðu 0 : 4 Rosenborg í vil. Lyn átti fyrri hálfleikinn en Rosen- borg þann síðari. Munurinn á lið- unum var fyrst og fremst sá að gestirnir nýtt færi sín, heima- menn ekki. Augljóst er að Lyn þarf að næla sér í frískan framherja til þess að vinna úr öllum þeim færum sem liðið skapar sér. Teit- ur sagði í samtali við Skagablað- ið að málið væri í athugun og að líklegast yrði gengið frá kaupum á framherja í þessari viku. Ólafur Þórðarson lék þennan leik með Lyn meiddur. Hann var vafinn á læri og lék með hitahlíf. Hann sagði meiðslin hafa háð sér LS JENSKA AI.FRF.DI ORDABÖKIN barnsöl: forn norr. gleð- skapur með öldrykkju í tilefni barnsfæðingar; ýmist haldið skömmu eftir fæðingu eða þegar móðirin var stigin af sæng. Fáar heimildir eru um b á Isl. en fæðingarveislur tíðkuðust þó að fornu. Á síð- ari öldum, alltframáf. hl. 20. aldar, þekktist að konur gæfu heimilisfólki góðgæti er þær stigu af sæng og var það nefnt sængurbiti eða sæng- urkaffi. nokkuð í leiknum. Lyn á leik í Þrátt fyrir tapið gegn Rosen- bikarnum í vikunni og sagðist Óli borg er Lyn áfram í 2. sæti í reikna með að hann hvíldi svo deildinni með 13 stig. Viking frá hann gæti náð sér fyrir viðureign- Stavangri er efst með 17 stig. Sjö ina gegn Brann í Bergen á sunnu umferðum er lokið í deildar- dag. keppninni. VEIÐIDAGUR FJÖL- SKYLDUNNAR 1991 Stangaveiðifélag Akraness ásamt Stangaveiðifélagi Reykjavíkur bjóða öllum að veiða án endurgjalds sunnudag- inn 16. júní næstkomandi í Eyrarvatni, Þórisstaðarvatni og Geitabergsvatni í Svínadal. Veiðimenn, ungir sem gamlir, fjölmennið. STJÓRN SVFA velli þcirra Lcynismanna á Iaugardag. Byrjað verður að ræsa út kl. 10.30. Þátttöku- rétt hafa karlar, sem náð hafa 55 ára aldri og konur, scm jiáð haia fimmtugsaldri. I acostc umboðið á íslandi styrkir mótið og cru vegleg verðlaun í boði. Hafnarstjóm: Beiðni um lækk- un gjalda felld Hafnarstjórn hefur hafnað beiðni HB & Co, SFA, Heima- skaga og Hafarnar um lækkun aflagjalds. Farið var fram á að gjaldið yrði lækkað úr 1% af afla- verðmæti í 0,85%. í rökum hafn- arstjórnar segir m.a. að ekki verði fallist á að Akraneshöfn taki lægra gjald en aðrar hafnir landsins. Akraneskirkja Sunnudagur 16. júní Messa á Sjúkrahúsi Akraness kl. 11.00. Mánudagur 17. júní Hátíðarguðsþjónusta kl. 13.00. Anna Halldórsdóttir, nýstúdent, flytur stólræðu. Fimmtudagur 20. júní Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrirsjúkum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. SÓKNARPRESTUR HEILSUDAGAR ’91 á Akranesi dagana 21. - 23. júní

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.