Skagablaðið


Skagablaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 8
Skagablaðið Heilsudagar’91: Dagskiáin fjölbreytt íþróttabandalag Akraness og fþrótta- og æskulýðsnefnd Akranessbæjar standa sameig- inlega að „Heilsudögum ’91“ helgina 21. - 23. júní næst- komandi. Eins og nafnið bendir til er megintilgangur heilsudag- anna að fá fólk á öllum aldri á Akranesi til þess að gefa heils- unni gaum með því að stunda holla og ánægjulega útiveru. Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá sem nánar verður auglýst að viku liðinni. Þá verður sérstakt „Kvenna- hlaup“ tengt dagskránni. Boðið var upp á sambæri- lega dagskrá í fyrra og þótti hún takst vel þrátt fyrir að þátttaka hefði mátt vera al- mennari. Skipuleggjendur heilsudaganna í ár gera sér vonir um að enn fleiri sláist í hópinn í ár en í fyrra. Sumaistemning á torghu Sannkölluð sumarstemning hefur ríkt á Akratorgi undanfarna daga og vikur. Við gafl Landsbank- ans hefur verið boðið upp á sölu á blómum, ávöxtum og grænmeti. Bæjarbúar hafa kunnað vel að meta þetta líf á torginu og oftlega hafa tugir manna notið góða veðursins um leið og þeir hafa verslað. Skagablaðið smellti þessari mynd af snemma á föstudaginn og þá strax var líf að færast í tuskurnar. Ekki voru allir að versla, sumir stöldruðu bara við og ræddu málin. Grásleppuveiðin: Svipaðogá siðasta ári Grásleppuveiðin í ár hefur verið svipuð og á sama tíma í fyrra. Veiðin á síðustu árum hefur þó verið töluvert undir meðallagi. AIIs gera 20 - 25 bátar út á grásleppu frá Akra- nesi, svipaður fjöldi og í fyrra. ogí fyrra. ^^jávarútvegsráðuneytið ÍPákvað nýlega að lengja veiðitíma á grásleppu til 2. ágúst n.k. en yfirleitt hefur veiðitímabilinu lokið um miðj- an júlí. Veiðin hefur örlítið verið að glæðast nú síðustu daga hjá grásleppuveiðimönn- um á Akranesi eftir heldur lé- lega vertíð fram að þessu. Hef- ur þar margt komið til og þá helst óhagsrætt tíðarfar fram- an af vertíð. Nýjar reglur um grásleppu- veiðar tóku gildi í vor, sem svipar mjög til kvótakerfisins. Sá aðili sem hyggst stunda grásleppuveiðar verður að kaupa veiðileyfi af öðrum sem þegar hafa tryggt sér leyfi. Kátur nikkari Fólkið á Dvalarheimilinu Höfða er ekki á flæðiskeri statt með listamenn, það hefur margsinnis komið í ljós. Ýmist er það heimilisfólk eða gestir sem skemmta þegar tilefni er til. Eiríkur Þorsteinsson, 97 ára gamall eldhress nikkari og einn af heimilis- fólkinu, lætur sig ekki muna um að þenja nikkuna með tilþrifum eins og hann gerir á þessari mynd. Öllum ber saman um að Eiríkur sé einkar lipur tónlistarmaður og glaðvær með afbrigðum. Ekki amalegt að eiga slíka að. Boðið upp á vandaða dagskrá á þjóðhátíðardaginn, 17. júní: EWhvað við allra hæfi Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá i tengslum við hátíðahöldin á 17. júní hér á Akranesi. Þegar Iitið er yfír dagskrána virðist sem þar sé eitthvað að finna við allra hæfi. íþróttinni á sama tíma. Sérstök hátíðardagskrá hefst svo kl. 20.30 á sal Brekkubæjar- skóla. Þar syngur kór eldri borg- ara, María Karen Sigurðardóttir, nýstúdent, flytur ávarp, Ádís Kristmundsdóttir, syngur og flutt verður dagskráin „Ég er ljúfur draumur“ tekin saman af Krist- ínu Steinsdóttur og Hörpu Hreinsdóttur. Kl. 21 hefst síðan dagskrá í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Dagurinn hefst með fánahyll- ingu skáta á Akratorgi kl. 10 árdegis. Kl. 13 verður hátíðar- messa í kirkjunni og klukku- stundu síðar hefst hátíðardag- skrá á torginu. Ingibjörg Pálmadóttir setur hátíðina en fjallkonuávarpið flyt- ur Bryndís Böðvarsdóttir. Jens- ína Waage flytur fullveldis- ræðuna og Skólahljómsveit Akraness leikur fyrir gesti. Að lokinni dagskránni á Akra- torgi verður gengið fylktu liði að íþróttahúsinu við Vesturgötu, þar sem barna- og fjölskyldudag- skrá hefst kl. 15. Á sama tíma efnir Kirkjunefnd Akraneskirkju til veislukaffis í safnaðarheimil- inu. í íþróttahúsinu fara m.a. fram úrslit í söngvarakeppni barna, karatefélagið Þórshamar sýnir listir sínar, Bjartmar Guðlaugs- son syngur og skemmtir og efnt verður til ýmissa leikja. Þá má ekki gleyma skákinni en Helgi Ólafsson, stórmeistari, teflir fjöl- tefli. Einnig leikur Skólahljóm- sveit Akraness. Stjórnandi er Jakob Þór Einarsson, leikari. Ef veður leyfir munu félagar úr Hestamannafélaginu Dreyra bjóða börnum á hestbak í Skóg- ræktinni. Einnig verður farið í leiki og þrautir. Jafnframt mun Golfklúbburinn Leynir bjóða bæjarbúum að kynnast golf- Þar verða kynnt úrslit i söngvar- akeppninni og verðlaun veitt. Hópur frá Dansskóla Jóhönnu Árnadóttur sýnir dans, Orri Harðarson leikur og syngur og nokkrar Skagasveitir sjá síðan um „upphitun" fyrir hljómsveit- ina íslandsvini, sem leikur fyrir dansi til kl. 01. Kynnir er Stein- grímur Guðjónsson. Þá er aðeins ótalinn dansleikur í Rein, sem hefst kl. 22. Þar verða gömlu dansarnir stignir við undirleik GG kvartettsins eld- hressa. Aðgangur er ókeypis. Strákarnir voru allsráðandi á fæðingardeild Sjúkrahúss Akra- ness í síðustu viku. AIls komu fimm börn í heiminn dagana 3. - 9. júní, þar af fjórir strákar. 3. júní: stúlka, 3700 g að þyngd og 53 sm á lengd. Foreldrar: Þór- hildur Sigurbjörg Þorgrímsdóttir og Kristbjörn Jónsson, Bónd- hóli, Borgarhreppi, Borgarfirði. 5. júní, drengur, 3915 g að þyngd og 53 sm á lengd. Foreldrar: Ásthildur Eygló Björnsdóttir og Bjarni Kristmundsson, Gilja- landi, Dalasýslu. 7. júní: drengur, 3210 g að þýngd og 53 sm á lengd. Foreldrar: Anna Böðvarsdóttir og Árni ívar ívarsson, Einigrund 9, Akra- nesi. 7. júní: drengur, 3965 g að þyngd og 53 sm á lengd. Foreldrar: Sigrún Sigmundsdóttir og Grétar Kristinsson, Jörundarholti 19, Akranesi. 9. júní: drengur, 4774 g að þyngd og 56 sm á lengd. Foreldrar: Sigurbjörg Helga Skúladóttir og Kjartan Ágúst Aðalsteinsson, Garðabraut 26, Akranesi.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.