Skagablaðið


Skagablaðið - 27.06.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 27.06.1991, Blaðsíða 1
Náttúmundur í lækjarsprænu í landi Sauibæjan Fátttt klak regnbogasilungs Nokkur fjöldi smáseiöa svndir nú um í litlum læk í landi Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd. Seiöin þættu ekki frásagnarverð ef ekki væri um aö ræða afkomendur nokkurra regnbogasilunga, sem sleppt var í lækinn fyrir tveimur árum. Aðeins er vitað um tvö tilvik í Evrópu, þar sem klak regnbogasilungs hefur heppnast úti í náttúrunni. Fiskurinn er upprunalega frá Norður-Ameríku. „Við gerðum þetta nú bara að gamni okkar árið 1989. Okkur langaði til að sjá hvort silungur- inn lifði veturinn af. Hann gerði það og gott bet- ur því hann hefur verið í læknum í tvo vetur og virðist spjara sig. Ég hcld að það hafi verið 10 fiskar sem við settum t' lækinn og afkomendur þeirra synda nú um í honum," sagði Finnur Garðarsson, framkvæmdastjóri Fiskeldisfélags- ins Strandar, í samtali við Skagablaðið. Sögur hafa verið á kreiki um að fiskurinn hafi sloppið úr eldisstöð og hreiðrað um sig í læknum. Þær falla um sjálfar sig þar sem ógengt er úr sjó í lækinn. Hann rennur fram af háum bakka í sjó fram. Finnur fóðrar seiðin í stöðinni að Hvalfjarðarströnd í gœr. Þórdís ráðin til 2ja ára? Samkvæmt heimildum Skagablaðsins hefur ver- ið ákveðið að framlcngja ráöningarsamning Þórdísar Arthursdóttur. ferðamálaf- ulltrúa, um tvö ár. Þórdís hóf störf sl. haust og var þá ráðin til eins árs. Tvöfökl opnun Það er ekki oft sem tvö- föld opnun er á myndlist- arsýningum. Svo verður þó um borð í Akraborginni, þar sem hátt í 20 listamenn opna sýningu á Iaugardag. Fyrri opnunin verður kl. 11 hér við Akranes en sú síðari kl. 14. FiskekEsfélagið Strönd á grænni grein mitt í gjaldþrotafári tiskeldisins: Rdhýb’ng á næsta ári? Á sama tínia og hvert gjaldþrotið hefur rekiö annaö í fiskeldinu hér á landi og rekstrarstöövun blasir við þeim sem enn lifa stendur starf- semi Fiskeldisfélagsins Strandar traustum fótum með jákvæða eigin- fjárstööu. Hálft sjöunda ár er nú liðið frá því Strönd hóf fiskeldi í sjókvíum undan Saurhæ á Hvalfjarðarströnd. Horfur eru á því að á næsta ári geti stöðin í fyrsta sinn skilað af sér hámarksafköstum, 350 tonnum fiskjar. Stefnt er að því að slátra 150 tonnum af físki í haust. Við erum með um 130.000 vatni. Síðasta hálfa árið fyrir : seiði í stöðinni núna og eig- um von á 63.000 til viðbótar í næstu viku,“ sagði Finnur Garð- arson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins cr Skagablaðið ræddi við hann að Hvalfjarðarströnd í gær. „Við erum núna með um 60.000 fiska í sjókvíunum sem verða komnir í sláturstærð í haust, þ.e. um 3 kg. A næsta ári stefnir í að við getum í fyrsta sinn keyrt stöðina með fullum afköstum, þ.e. slátrað 350 tonnum af fiski haustið 1992.“ Eftir áföll fyrstu árin, þar sem Strandarmenn misstu stóran hluta fiskjar síns oftar en einu sinni, virðast erfiðleikarnir að baki. Fiskurinn er nú hafður í landkvíum fyrsta árið og vex þá úr 30 - 40 grömmum í eins kílós þyngd. í landkvíunum er hægt að stjórna hitastigi sjávarins með því að blanda við hann hitaveitu- slátrun er fiskurinn svo haföur í sjókvíum og þrefaldar þá þyngd sína. Ekki hefur reynst erfitt að koma sláturfiski á markað. Að sögn Finns hcfur hluti hans verið seldur hér innanlands en stærsti hlutinn erlendis í gegnum sölu- kerfi SH. Vegna mikils framboðs hefur verð á laxi verið fremur lágt en nærri lætur að skilaverð á kíló sé 260-320 kr. í dag. Finnur taldi líkur á að verð færi hækk- andi þar sem Norðmenn, sem verið hefðu ráðandi á Evrópu- markaði, stefndu að því að draga úr framboði sínu. En hver er skýringin á því að Strönd stendur traustum fótum á meðan flestir aðrir cru að fara á hausinn, jafnvel með gjaldþrot upp á hundruð milljóna króna? „Meginskýringin liggur í því að hluthafar hafa lagt fram mikið fé, sennilega ekki undir 100 mill- jónum króna að núvirði. ÖIl uppbygging hefur verið yfirveg- uð og markviss en þó framsækin. Gert er ráð fyrir því að stækka megi stöðina um helming ef þörf krefur. Við látum hana fyrst komast á full afköst við núver- andi aðstæður áður en ráðist verður í frekari framkvæmdir,“ sagði Finnur Garðarsson. Jói og „ókindin“ Hún var ekki beint frýnileg þessi hámeri, þar sem Jóhannes Eyleifsson trillukarl tók á henni á hafnarbakkanum síðdegis í gær. Hámerina fékk Jóhannes á grunnsævi. Hún var mannhæð- arlöng og vel á annað hundrað kíló. Fiskbúð Hafliða í Reykjavík, sem oftlega býður upp á sjaldséð sjávarfang, keypti „ókindina“. Borgarakóngur Einn af stofnendum Burger King veitingastaðakeðjunn- ar heimskunnu, James McLa- more, var hér á ferð á þriðjudag ásamt konu sinni svo og sendi- herrafrú Bandaríkjanna á íslandi og fylgdarfólki. Gestirnir fengu að skoða frysti hús Hafarnarins og ekki bar á öðru en þeir skoðuðu grannt það sem fyrir augu bar. Á myndinni fylgjast McLamore og kona hans með vinnslu á karfa.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.