Skagablaðið


Skagablaðið - 27.06.1991, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 27.06.1991, Blaðsíða 3
Skagablaðið 3 Rælt við Gunnar Gunnarsson, forniaim Húsfnðunamefndan „Meðal helstu verkefna nefn- darinnar er umfjöllun um hús, sem stendur til að rífa og mat okkar á því hvort þau ætti heldur að vernda, og koma áliti okkar til byggingarnefndar. Einnig að gera skrá yfir þau hús sem ætti að varðveita í bænum. Þá leggur húsfriðunarnefnd til að hús verði ekki fjarlægð eða þá að þau verði flutt á nýja staði. þar sem þau gætu t.d. myndað nýja heild eldri húsa,“ sagði Gunnar Gunnars- son, formaður Húsfriðunarnefnd- ar í samtali við Skagablaðið. úsfriðunarnefnd er skipuð til fjögurra ára og hefur nú- verandi nefnd starfað í eitt ár. Auk Gunnars eru í henni Brynja Einarsdóttir, Stefán Lárus Pálsson, Ólafur Tr. Elíasson og Jón Runólfsson. Skrá yfir öll hús „Helstu starfsreglur nefndar- innar eru að hún fer með stjórn húsfriðunarmála í umboði bæjar- stjórnar, að svo miklu leyti sem hún lætur þau til sín taka,“ sagði Gunnar. „Pá hefur Húsfriðunar- nefnd það hlutverk að vera bæjarstjórn til ráðuneytis varð- andi friðun húsa, verndun þeirra og uppbyggingu með hliðsjón af lögum um Þjóðminjasafn íslands frá 1989. Einnig hefur hún sam- vinnu við þá sem um slík mál fjalla. Húsfriðunarnefnd skal hafa handbærar sem gleggstar upplýsingar um ástand og sögu þeirra húsa, sem falla undir starfssvið hennar. Þá heldur ncfndin skrá yfir öll hús sem rifin eru og ritar ágrip af sögu þeirra.“ Gunnar sagði að nefndin hefði upp á síðkastið beitt sér fyrir því að stofnaður yrði svokallaður Húsfriðunarsjóður. Hann gæti stuðlað að varðveiðslu eldri húsa með framlögum eða lánum til eigenda þeirra til viðhalds og cndurbyggingar. Hefði nefndin nú þegar sent bréf til bæjaryfir- valda varðandi þetta mál. „Húsfriðunarnefnd fundar um það bil einu sinni í mánuði og tekur fyrir þau mál sem liggja fyrir hverju sinni,“ sagði Gunnar. „Þau geta verið af ýms- um toga, eins og t.d. hús sem á að fara að rífa. Við ályktum um það og leggjum til við byggingar- nefnd, hvort við teljum að húsið eigi að fá að standa eða ekki, þó við getum ekki ákvarðað örlög þess alfarið. Þá skoðum við skipu lagsuppdrætti, sem eru til um- fjöllunar hverju sinni hjá bæjar- yfirvöldum, og ályktum um þá." Gunnar sagði að í gegnum tíð- ina hefðu mörg hús verið rifin, sem svo sannarlega hefðu átt að standa. Ekki verið hugsað nægi- lega um varðveislu þeirra, þótt þau ættu sér langa og merkilega sögu. Hann sagðist t.d. geta nefnt dæmi um húsnæðið sem Haraldarbúð var í á sínum tíma. Sem betur fer hefði þó tekist að bjarga mörgum sögufrægum húsum. Kirkjuhvoli bjargað „Ánægjulegt dæmi um það er Kirkjuhvoll, sem miklar deilur voru um á sínum tíma. Húsfrið- unarnefnd barðist fyrir því að það fengi að standa og árangur- irtn skilar sér í fallegu húsi, sem á sér langa sögu. Af nýlegri málum má nefna að bæjarstjórn hefur ákveðið í kjölfar ályktunar nefndarinnar að veita tvö hundr- uð þúsund króna styrk til við- gerðar á gamla vitanum með það í huga að skapa þar aðstöðu til útsýnis- og fuglaskoðunar. Þá hafa komið inn á borð til okkar ýmis mál, sem geta verið tilfinn- ingalegs eðlis, eins og það að hafa hús Haraldar Böðvarssonar hf áfram í rauða litnum þar sem hann hefur sett ákveðinn svip á húsin í gegnum tíðina,“ sagði Gunnar. hle\ (>11 lot'ti i lungu <>g tn; heilsuhtHarpansia meö liund. Heiisubótargnnga meö 1 Inessir og kcetir lund. Aö lint ia á Iiísins lystisemdii . á heilsubotargéingu meö hund. Nei. jcg veit ekkert yndislegra en heilsubótargöngu meö hund. og liliö verður fegra og l'egra á lieilsubótargóngu meö huncl. Jeg nota liverja stuncl ;i lieiIsubc>tai'gcingu mec) huncl. Þaö hleypir loiti f lungu og heilsubótarganga með Uiií.: 'l'heodór Kinnrssan Yfirfóstra er ekki það samaogforetöðumaður Guðlaug Sverissdóttir hefur undanfarna daga mátt hafa sig alla við að taka á móti árnaðaróskum eftir að hún var ráðin yfirfóstra nýja leikskólans við Lerkigrund. Hún er að vonum ánægð með hversu margir hafa árnað henni heilla í nýju starfi. Hitt er e.t.v. verra að margir halda að hún sé þar með forstöðumaður leikskólans. Sú er gegnir því embætti heitir Brynja Helgadóttir eins og Skagablaðið skýrði frá er hún var ráðin. Dráttarvextir Rafveita Akraness vekur athygli raf- orkukaupenda á því að dráttarvextir reiknast á alla vangoldna reikninga 5. hvers mánaðar. Greiðið tímanlega til þess að forðast dráttarvexti. Rafveita Akraness Kirkjuhvoll hefur á ný fengið reisulegt yfirbragð og eigendur hússins flytja íþað á nœstu dögum eða vikum. Lögmauusstofa Lögífæðiþjónusta — Málflutningur Innheimta — Samningsgerð — Búskipti Jósef H. Popgcirsson 1.4 VlUl Tl£ Stillliohi 14 S 18183 - I'ax 13182 TRÉSMÍÐI Qetum bætt við okkur verkefnum. Smíðum m.a. sólstofur, glugga og hurðir. Tilboð eða tímavinna. Trésm. Höldur sf. Upplýsingasímar 11024 og 13232 Í7\ Innréttingar — Málning Gólfefni — Búsáhöld^^ byggingahúsið] SMIÐJUVÖLLUM 7 - AKRANESI - SÍMI 93-13044 KRÓKATÚNI 8 - SÍMI 11454 Öll almenn liósmyndun Opið virka daga frá kl. 14,00 til 17,00 og eftir samkomulagi. Símar 12892 & 12129 (símsvari). UÓSMYNDASTOFA ÁKRANESS YESTURGÖTU 35 (FRÓN) Spónaplötur, allar þykktir ■ Krossviður, þakjárn og stál ■ Margskonar byggingavörur ■ Alhliða byggingaþjónusta TRÉSMIÐJA SIGURJÓNS & ÞORBERGS ÞJÓÐBRAUT 13 — SÍMI 11722

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.