Skagablaðið


Skagablaðið - 27.06.1991, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 27.06.1991, Blaðsíða 4
4 Skagablaðið Skagablaðið 5 Þeir 99 hluthafar sem standa aö rekstri Fiskeldisfélagsins Strandar á Hvalfjarðarströnd hafa til þessa ekki látið mikið yfir sér þrátt fyrir ötula upp- byggingu starfseminnar á síðustu árum. E.t.v. hefur ekki verið mikil ástæða til húrrahrópa því oftar en einu sinni hefur það gerst að rekstur- inn hefur orðið fyrir miklum skakkaföll- um. Þeim hefur að stórum hluta verið mætt með auknu framlagi hluthafa í stað stórfelldrar lántöku. Sú skynsam- lega stefna er nú að skila sér. Síðast í sjónvarpsfréttum í gær- kvöld var því lýst yfir að fjöldagjald- þrot blasti við hjá fiskeldisfyrirtækjum ofan á öll þau gjaldþrot sem þegar hafa riðið yfir greinina. Á sama tíma og þessi unga atvinnugrein virðist vera að gefa upp öndina víða um land, án þess nokkru sinni að hafa skilað tilætluðum árangri, stendur rekstur Strandar traustum fótum. Fyrirtækið er með jákvæða eiginfjár- stöðu — sem út af fyrir sig hlýtur að vera fréttaefni — og horfur eru á að fullnýting náist út úr henni í fyrsta sinn á næsta ári. Undirritaður átti þess kost að skoða aðstöðu Strandarmanna í gær. Þær framkvæmdir sem lagt hefur verið í eru meiri og fjárfrekari en flesta grunar. Möguleiki er á að stækka stöðina um helming reynist þörf á því en eigendur fyrirtækisins vilja fyrst láta á það reyna hvort hægt sé að ná hámarksafköstum áður en ráðist verður í frekari framkvæmdir. íslendingar hafa alla tíð verið því marki brenndir að ætla sér að græða mikið á skömmum tíma. Gildir einu hvar drepið er niður fæti í þeim efnum. Sorgarsögurnar eru fleiri en tekur að nefna. Af þeim sökum einum er ástæða til þess að hrósa stjórnend- um og eigendum Fiskeldisfélagsins Strandar fyrir skynsamlega og mark- vissa uppbyggingu. Óskandi er að rekstur fyrirtækisins, sem er nú með sex manns í vinnu, komist sem fyrst á það stig að þeir sem lagt hafa í það áhættufé fái um- bun fyrir. Sú umbun yrði ekki aðeins ósvikin laun erfiðisins heldur einnig hvatning til annarra um að ráðast í nýsköpun atvinnulífs með skynsöm- um hætti. Ásjóna Bíóhallarinnar hefur tekið stakkaskiptum á síðustu vikum í kjöl- far mikilla og tímabærra endurbóta á ytra byrði þessa reisulega húss. Bjarnalaugin er næst á dagskrá og eru viðgerðir á henni þegar hafnar. Bæjarbúar hljóta að fagna þessu því báðar skipa þessar byggingar stóran sess í hugum þeirra. Vonandi er að fleiri sögufrægar byggingar fái tilhlýði- lega andlitslyftingu og verði komnar í sitt „fínasta púss“ á 50 ára afmæli Akraneskaupstaðar á næsta ári. Sigurður Sverrisson Sigurbjörn Jónsson, slökkviliðsstjóri, með slökkvistöðina í baksýn. wiyuiujuiii wiKJðviij ðiunnvinvððijviij i ðcuiiuiii viw wivcnjaviavivi Vatnsskortur helsta áhyggju- efnið ef kemur til eldsvoða „Það eru 32 slökkviliðsmenn á Akranesi, sem sinna útköllum, en enginn þeirra er í fullu starfi sem slíkur,“ sagði Sigurbjörn Jónsson, slökkviliðsstjóri, í samtali við Skagablaðið. „Guðmundur Þór Sigur- björnsson er þó í fullu starfi á slökkvistöðinni og sér um viðhald á tækjum og húsnæði. tköll vegna elds voru fjögur á síðasta ári, sem telst minni háttar. Síðustu tíu árin hafa þau ekki farið yfir tólf á ári. Arið 1988 voru þau sex og aðeins tvö árið 1989. Sem betur fer hafa ekki orðið stórbrunar á Akranesi og næsta nágrenni á síðustu árum. Síðasti stórbruninn var þegar að Nótastöðin brann árið 1979. Slökkvibifreiðar eru þrjár, og ein tækjabifreið. Elsta bifreiðin er af Mack gerð með háþrýsti- dælu með 1200 lítra afköstum á mínútu. Bifreiðin er í góðu lagi en fremur lítið notuð. Önnur er þessi hefðbundni Bedford-bíll, sem víða er um land og hafa reynst vel sem dælubílar. Þriðji bílinn er af Ford- gerð með Darley dælu, sem dælir 3000 lítr- um á mínútu. Áhaldabílinn er af gerðinni Mercedes Benz. Hann er búinn ýmsum algengum áhöldum eins og reykblásara, ljósavél, reykköfunartækjum, fatnaði og fleiru." — Hvert er starfssvæði slökkvi liðsins? Akraneskaupstaður, Innri- Akraneshreppur, Skilmanna- hreppur og svo Leirár- og Mela- sveit. Þessir þrír hreppar og Akraneskaupstaður hafa með sér samstarf um rekstur slökkviliðs- ins. íbúafjöldinn á þessu svæði er um sex þúsund manns og lengsta vegalengd innan þessa svæðis um tuttugu og fimm kílómetrar.“ Sigurbjörn sagði að æfingar hjá slökkviliðinu væru annan hvern mánuð. Ýmist sæju þeir sjálfir um æfingarnar eða að starfsmenn Brunamálastofnnar væru með námskeið. Hefðu þeir einmitt verið með námskeið í reykköfun í byrjun mánaðarins. Sigurbjörn sagði að boðunar- kerfi slökkviliðsins væri í gegn- um síma og væri hægt að hringja í 35 símanúmer í einu. Hann sagði að boðunarkefinu væri skipt í þrjá flokka og færi eftir því hversu mikill bruninn er hverju sinni hve margir slökkvi- liðsmenn væru kallaðir út. Væri hægt að boða mannskapinn út bæði frá slökkvistöðinni og lög- reglustöðinni, en lögreglan sæi að jafnaði um boðun. „Það sem helst veldur okkur áhyggjum varðandi slökkvistarf í dag er að á álagstímum á daginn er vatnsmagnið í bænum mjög lítið ef til bruna kemur. En við treystum á sjóinn eins mikið og hægt er til slökkvistarfa, en því miður er ekki hægt að koma því við að leiða vatnsslöngur í sjóinn nema á nokkrum stöðum í bænum.“ Sigurbjörn sagði að í stuttu máli væri saga slökkviliðsins á Akranesi sú, að árið 1935 gekkst hreppsnefnd Ytri-Akraness- hrepps fyrir stofnun slökkviliðs í hreppnum. Hefur það starfað síðan og er því 55 ára um þessar mundir. Starf slökkviliðsins var erfitt á fyrstu árunum vegna tækjaskorts og auk þess sem erf- itt var með vatnsöflun á þeim tíma. En með tilkomu vatnsveitu og brunahana árið 1942, breyttist aðstðan til mikilla muna. Fyrsti slökkviliðsbílinn eignað- ist slökkviliðið árið 1946, Chervolet árgerð 1946 með 2500 lítra dælu. Bíll þessi hefur fyrir nokkru lokið hlutverki sínu og er nú varðveittur í byggðasafninu að Görðum. Árið 1955 var reist slökkvistöð að Laugarbraut 6B, sem var 150 fermetrar að stærð. Árið 1981 var byggt við fyrri byggingu sem nam 204 fermetrum. Er slökkvi- stöðin því í dag 354 fermetrar að stærð og rúmar hún ágætlega tækjakost slökkviliðsins eins og hann er í dag. „Við reynum á hverju ári að bæta tækjabúnað okkar eins og kostur er,“ sagði Sigurbjörn „Næst á dagskrá hjá okkur er að endurnýja reykköfunargrímur okkar, sem eru komnar mjög til ára sinna. Ég vil að endingu nota tæki- færið og koma á framfæri í blaðið hvatningu til allra bæjarbúa um að koma sér upp reykskynjara, því betri og öruggari líftryggingu er ekki hægt að kaupa sér,“ sagði Sigurbjörn Jónsson. Svæði það sem liðið þjónar er Starf aðalféhirðis Akraneskaupstaðar er hér meö auglýst laust til umsóknar. Launakjör samkvæmt samningum Akraneskaupstaðar og STAK. Nánari upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri eða bæjarritari í síma 93 - 11211. Umsóknarfrestur er til 22. júlí nk. Bæjarstjórinn á Akranesi Slökkvilið Akraness er sjálfsagður öryggisþáttur í hugum okkar bæjarbúa en lengra nær sú hugsun ekki. Skagablaðið ákvað að skyggnast örlítið inn í þá viðamiklu starfsemi sem tengist þessum öryggisþætti og starfi þeirra manna, sem ætíð eru reiðubúnir þegar útkallið kemur. Þeir vinna starf sitt oft við hinar erfiðustu aðstæður. Við ræddum við Sigurbjörn Jónsson, slökkviliðsstjóra um starfsemi slökkviliðsins í gegnum tíðina og Guðmund Þór Sigurbjörnsson, sem sagði okkur frá tækjakosti slökkviliðsins. Slökkvilið Akraness er mjög áhaldabíllinn 1979 og síðan nýr v ' ' ‘ * Pvel tækjum búið í saman- burði við önnur slökkvilið,“ sagði Guðmundur Þór í spjalli við Skagablaðið „Við erum með fjóra bíla, þrjá dælubíla og einn áhaldabíl. Sá elsti er síðan 1943, og var þá lengi annar tveggja slökkviliðsbíla bæjarins. Nýr dælubíll kom síðan árið 1963, og fullkominn dælubíll af Ford- gerð árið 1984.“ Auk þess að sjá um daglegt viðhald á slökkvistöðinni hefur Guðmundur eftirlit með því að allir brunahanar í bænum séu í lagi en fjöldi þeirra er um níutíu talsins. ■ ..... Reykköfunaræfingar voru hér á Akranesi fyrir nokkru. Til œfinganna var notaður stór gámur frá Brunamálastofnun. Rólegheit hafa verið á fæðingardeildinni á Sjúkrahúsi Akra- ness síðustu dagana, hvort sem blíðviðrinu er um að kenna eða einhverju öðru. Eitt barn gleymdist í upptalningu blaðsins í síðustu viku, fætt 12. júní. Það fylgir hér með: 12. júní kl. 10.32: stúlka, 3815 g að þyngd og 51 sm á lengd. For- eldrar: Borghildur Jósúadóttir og Sveinn Kristinsson, Vesturgötu 85, Akranesi. 21. júní kl. 07.18: drengur, 4535 g að þyngd og 55 sm á Iengd. Foreldrar: Sigríður Ingibjörg Karlsdóttir og Olafur Helgason, Höfðaholti 4, Borgarnesi 26. júní kl. 04.26: drengur, 3730 g að þyngd og 50 sm á lengd. Foreldrar: Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Efstahjalla 23, Kópavogi. Leiðrétting: Stúlkubarn Guðrúnar Lilju Þorsteinsdóttur og Lárusar Más Hermannssonar, sem sagt var frá í síðustu viku, fæddist 17. júní ekki 16. eins og stóð í blaðinu. Er því sannkallað þjóðhátíðarbarn. _______ Eftir að hafa skoðað slökkvi- haga ýmsum áhöldum og slökkvi stöðina í fylgd með Guðmundi tækjum frá fyrstu dögum slökkvi- fer ekki leynt að þar er öllu af- liðsins, sem segðu söguna frá skaplega vel viðhaldið og hefur upphafi. Menn væru honum hann meðal annars gert upp þakklátir fyrir þetta því þetta fyrstu dæluna sem slökkvilið átti væri ómetanleg söguleg heimild. og komið henni í upprunalegt Guðmundur sýndi okkur meðal ástand. annars gamla handsmíðaða reyk- Guðmundur benti á að Guð- grímu, sem Guðjón hafði haldið jón Bjarnason hefði verið ein- við og gætt þess að hún týndist staklega natinn við að halda til ekki. (Green Card) Frábær grínmynd leikstjór- ans Peter Weir sem hlaut tvenn Golden Globe verð- laun, bæði fyrir „bestu mynd- ina“ og „besta leikarann." Aðalhlutverk: Gerard Depardieu, Andie McDowell. Sýnd kl. 21 í kvöld, fimmtudag, og annað kvöld. Leikskóla- löggan Allir héldu að Arnold Schwarzenegger gæti ekki brosað, hvað þá heldur leik- ið. Hann hefur afsannað hvoru tveggja með glæsi- brag. í þessari grínmynd fer hann á kostum, sigrar hóp glæpamanna með aðstoð leikskólakrakka. Sýnd kl. 21 á sunnudag og mánudag. Oliver og félagar Bráðskemmtileg mynd fyr- ir yngri kynslóðina. Sýnd kl. 15 á sunnudag.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.