Skagablaðið


Skagablaðið - 08.08.1991, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 08.08.1991, Blaðsíða 4
Skagablaðið Skaaablaðið Oft hefur verið haft á orði að Akra- nes verði fegurri bær með hverju árinu. Það eru orð að sönnu. Sennilega hefur bærinn aldrei litið jafn vel út og í sumar. Makalaus veðurblíða hefur verkað hvetjandi á bæjarbúa. Undan- farnar vikur hefur hvarvetna mátt sjá húseigendur upp fyrir haus í garð- vinnu. Telja má fullvíst að fegrunar- nefnd bæjarins, sem fær það erfiða verkefni að vinsa úr nokkra garða til verðlauna, sé meiri vandi á höndum í ár en oftast áður. Svo margir fallegir garðar eru nú á Akranesi. Gífurleg breyting hefur orðið á gróðri á Akranesi undanfarin 20 ár. Áhugi á trjá- og garðrækt hefur farið stigvax- andi og sú gamla þula, að hér sé ekk- ert hægt að rækta vegna sjóroks, hefur fyrir löngu fallið um sjálfa sig. Auðvitað hefur veðurblíðan í sumar haft sitt að segja en hinu verður heldur ekki hnik- að að með rækt og eljusemi hefur tek- ist að klæða bæinn fallegum gróðri. Og meira um umhverfið. í sumar hefur verið unnið við að steypa botn- langa Garðabrautarinnar. Það verkefni hefur setið á hakanum allt of lengi því húsin þar voru byggð á árunum um og upp úr 1970. Þartil fyrir nokkrum árum var Garðabrautin ákaflega óásjáleg. Ásjóna hennar breyttist þó til mikilla muna við framkvæmdir við suðurkant hennar fyrir nokkrum árum. í sumar hefur svo verið bætt um betur með framkvæmdunum við botnlangana að norðanverðu. Þessar framkvæmdir leiða hugann að nauðsyn þess að taka til hendinni í eldri hluta bæjarins og Ijúka frágangi gatna og opinna svæða. Þegar hefur nokkuð verið framkvæmt í þessa veru en alltaf má bæta um betur. Allt of víða vantar enn gangstéttir við götur í gamla bænum. Nægir þar að nefna götur eins og Heiðargerði, Heiðarbraut og Víðigerði. í yngri hverfum vantar enn víða gangstéttir. T.d. á Brekku- braut, Vallholti og Hjarðarholti og svo tekin séu enn nýrri hverfi, á elstu grundirnar. Eflaust mætti nefna fleiri götur í þessum samhengi. Það hefur viljað loða við íslendinga að sjást ekki fyrir í framkvæmdum. Vaðið hefur verið áfram án þess nokkru sinni aó Ijúka fyllilega við þá áfanga sem „lokið“ er. Víða má sjá merki þessa, jafnt hér á Akranes sem annars staðar. Ekki er nóg að hinn almenni bæjar- búi leggi sitt af mörkum við að fegra bæinn og rækti garðinn sinn. Yfirvöld þurfa að vera þar samstíga. Fjárskort- ur hefur um árabil hamlað því að hægt sé að taka til hendinni. Framundan eru þó líklega betri tímar í þeim efnum. Fjár er víða þörf en mikilvægt er að ekki gleymist að græða þau umhverfis- sár sem enn eru í eldri hluta bæjarins. Sigurður Sverrisson Söguleg Reykjavíkurferð 1949 Mvndin hér til vinstri var tekin af ljósmyndara Morgunblaðsins, Ólafi K. Magnússyni, í nóvember 1949 þegar þrír bekkir úr barna- skólanum á Akranesi fóru ásamt kennara sínum, Hans Jörgenssyni, til þess að skoða Reykjavíkursýninguna. Sýningin þótti afar nýstárleg, um, Skólabraut 35, 7. Sigrún glæsileg og fræðandi enda Karlsdóttir, Mánabraut 9, 8. gat þar að líta hin fjölbreytileg- ustu fyrirbæri sem gáfu hugmynd um fortíð, nútíð og framtíð höfuðstaðarins. Ásmundur Ólafsson sendi Skagablaðinu þessa mynd og þær upplýsingar sem henni fylgja. Nær allir á myndinni hafa þekkst en enn þarf að bera kennsl á nokkra. Þeir sem kynnu að vita deili á þeim sem eru óþekktir á mynd- inni eru beðnir um að snúa sér til hans. 1. Allan Sveinbjörnsson, Sunnubraut 20, 2. Jón Gunn- laugsson, Bárugötu 17, 3. Birgir Halldórsson, Sunnubraut 22, 4. Þorsteinn Jónsson, Grund, Vest- urgötu 41, 5. Ásmundur Ólafs- son, Grund, Vesturgötu 45, 6. Þorbergur Þórðarson, Vegamót- Einar Jón Ólafsson, Skagabraut 9, 9. Huldar Ásmundsson, Suðurgötu 25, 10. ?????, 11. Ármann Gunnarsson, Steins- stöðum, 12. Jóhann Lárusson, Vitateigi 5, 13. Gísli Sigurðsson, Vesturgötu 76, 14. Björn Jónsson, Laugarbraut 18,15. Jón Þórðarson, Bárunni og Vestur- götu 42, 16. Jón Sigurðsson, Laugarbraut 13, 17. Margrét Ármannsdóttir, Hofteigi, Vest- urgötu 23, 18. Sigrún Sigurðar- dóttir, Vitateigi 7, 19. Anna Gunnlaugsdóttir, Esjubergi, Skagabraut 10, 20. Sigrún Sigur- jónsdóttir, Akbraut, Kirkjubraut 6, 21. Pétur Elísson, Nýhöfn, Vesturgötu 69, 22. Margrét Teitsdóttir, Nýlendu, Suðurgötu 37, 23. Marsibil Þórðardóttir, Suðurgötu 80 og Mánabraut 26, Landsbankamót5.fl. hefst hér á moraun Hann var óneitanlega fríður hópurinn sem stillti sér upp til myndatöku við Þjóðminjasafnið við Suðurgötu í Reykjavík í nóvember 1949. Landsbankamótið ■ knatt- spyrnu 5. flokks drengja verður formlega sett við útibú bankans hér á Akranesi kl. 12 á morgun. Auk ÍA keppa þar Dalvík, Bol- ungarvik, Þór Vestmannaeyjum og Fjölnir úr Grafarvogi. Hvert félag teflir fram tveimur liðum þannig að nærri lætur að þátttakendur í mótinu séu um Leiðrétting Sú meinlega villa slæddist inn í grein Jóns Hálfdanarsonar sem birtist í síðasta Skagablaði fyrir sumarleyfi, að fjarlægðin frá Grundartanga til Reykjavíkur styttist um 34 kílómetra með til- komu vegtengingar yfir Hvalfjörð. Hið rétta er auðvitað að vegalengdin styttist í 34 kíló- metra. Á þessu er mikill munur. Skagablaðið biður greinarhöfund velvirðingar á þessum mistökum. 100 talsins. Lokaathöfn mótsins fer fram kl. 15.30 á sunnudag og verða verðlaun þá afhent. Lands- bankinn á Akranesi gefur öll verðlaun til mótsins og eru þau einkar glæsileg. Ástæða er til þess að hvetja bæjarbúa til þess að fylgjast með mótinu um helg- ina. 24. Helgi Gíslason, Heiðarbraut 16, 25. Ebba Magnúsdóttir, Deildartúni 4, 26. Guðrún Gunnarsdóttir, Efra-Nesi, Skaga braut 19, 27. Rafn Þórðarson, Melteigi 4, 28. ?????, 29. Júlíus Einarsson, Vesturgötu 50 og 71, 30. Ævar Þórðarson, Hvítanesi, Kirkjubraut 16, 31. Högni Gunn- laugsson, Esjubergi, Skagabraut 10, 32. Sigurlaug Árnadóttir, Austurvöllum, Akurgerði 13, 33. Auður Árnadóttir, Austurvöll- um, Akurgerði 13, 34. Ester Óskarsdóttir, Litlateigi og Króka túni 14, 35. Gunnar Sigurðsson, Hlíð, Bárugötu 22, 36. Guðrún Guðbrandsdóttir, Klöpp, Heið- arbraut 39, 37. Halldóra Lárus- dóttir, Vitateigi 5, 38. Þórheiður Kristjánsdóttir, Strýtu, Skaga- braut 15, 39. Ólafur Ingi Jónsson, Höfn, Vesturgötu 66, 40. Guðjón Haraldsson, Mánab- raut 9, 41. Hörður Jónsson, Kringlu, Mánabraut 22, 42. Hall- grímur Árnason, Þórsmörk, Skólabraut 18, 43. Guðný Guð- mundsdóttir, Skagabraut 13, 44. Jón Hjálmarsson, Innsta-Vogi, 45. Hans Jörgenson, kennari, Suðurgötu 110, 46. ?????, 47. Sigurgeir Sævar Sveinsson, Skagabraut 7, 48. Þórður Helgi Ólafsson, Grund, Vesturgötu 45, 49. ?????, 50. Halla Guðmunds- dóttir, Tjörn, Heiðarbraut 36, 51. Svanberg Ólafsson, Króki, Krókatúni 5, 52. ?????, 53. Gunnlaugur Björnsson, Sjávar- borg, 54. Eðvarð Árnason, Lykkju, Skólabraut 20, 55. Ingi- björg Þorkelsdóttir, Bakka, Bakkatúni 20, 56. Hrefna Sig- urðardóttir, Vesturgötu 76, 57. Erna Arnórsdóttir, Kirkjubraut 5, 58. ?????, 59. Lilja Sigurðar- dóttir, Deildartungu, Bakkatúni 18, 60. Eliane H. Þorláksdóttir, Deildartúni 4, 61. Hreggviður Hendriksson, Akurgerði 1 og 2, 62. Magnús Ingólfsson, Suður- völlum, Akurgerði 17, 63. ?????, 64. Áslaug Hjartardóttir, Vest- urgötu 109 , 65. Erna Gréta Ól- afsdóttir, Vesturgötu 94, 66. Erla Ingólfsdóttir, Suðurvöllum, Ak- urgerði 17, 67. Auður Stella Þórðardóttir, Deildartúni 10, 68. Ólafur Jónsson, Kirkjuhvoli, Merkigerði 7, 69. íris Jónasdótt- ir, Bakka, Bakkatúni, 70. ?????, 71. ?????, 72. Ágústína Hjör- leifsdóttir, Mánabraut 6 og Suðurgötu 48, 73. Ævar Sveins- son, Suðurgötu 28 og 45, 74. Björn Sigurbjörnsson, Merkur- teigi 10, 75. Valur Jóhannsson, Steinnesi, Suðurgötu 51, 76. Sævar Einarsson, Akurprýði, Akurgerði 21, 77. Sveinbjörn Guðmundsson, Sóleyjartungu, 78. Nikulás Brynjólfsson, Há- teigi, Háteigi 8. Árið 1949 báru margar götur á Akranesi önnur nöfn en þær bera í dag. T.d. hét Sunnubraut Nönnugata, Skólabraut var Skírnisgata, Skagabraut var Sleipnisgata, Vitateigur var Mímisvegur, Laugarbraut var Freyjugata, Kirkjubraut var Óð- insgata, Deildarún var Fáfn- isvegur, Melteigur var Gylfastíg- ur, Mánabraut var Baugsstígur, Krókatún var Fjölnisvegur, Bakkatún var Njarðargata, Merkurteigur var Bjarkarstígur, Háteigur var Auðarstígur og svo framvegis. LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA —Málflutningur, innheimtur, skjalagerð, búskipti y-Kp Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 J Tryggvi Bjarnason, hdl. 1 Símar 12770 og 12990 Viðtalstímar frá kl. 14.30 - 16.00 eða eftir nánara samkomulagi. Bílaleiga - bílaverkstæði Allar almennar vidgerðir. Réttingar og sprautun. bbb i v/sa l EUROCARO BRAUTIN HF. Dalbraut 16 S 12157 TRÉSMÍÐI hef opnað trésmíðaverkstæði að Kalmansvöllum 4. Öll almenn smíðavinna. Tilboð eða tímavinna. Trésm. Hjörleifs Jónssonar Sími 12277 — Heimasími 12299 VÉLAVINNA !r^_ Leigjum út flestar gerðir vinnu- SrílFl AN” véla. Önnumst jarðvegsskipti *'U| ogútvegummöl sand og mold. Faxabraut 9 pijót og örugg þjónusta. ® 13000 Endurskoðunarþjónusta Endurskoðun — Bókhaldsþjónusta Virðisaukaskattsuppgjör — Skattaráðgjöf 57ÍO0-endurskoðun hf. SMKUUVOLLUM 9, AKRANNESI, SIM11-18-15 Sig. Heiðar Steindórsson, lögg. endurskoðandi Viðtalstímar eftir samkomulagi. MÁri\L\(i Getum bætt við okkur verkefiium í alhliða málningar- vinnu. HRAUNUM - SANDSPÖRSLUM - MÁLUM. Tilboð eða tímavinna. LITBRIGÐI SF. Jaðarsbraut 5 3 12338 & 985-39119 ATVINNA Starfskraftur óskast í verslunina Grundaval. Bæði getur verið um heils- eða hálfsdags starf að ræða. Viðkomandi þarf að vera áræðanlegur og hafa góða framkomu. Upplýsingar gefnar í versluninni á milli kl. 10.00 — 14.00 daglega. GRUNDA VAL SÍM111100 (SÍMSVARI) BYRJUM AFTUR EFTIR SUMARFRÍ! Oliver og félagar Eitt af meistarastykkjum Disneys. Barnasýning kl. 15 sunnudaginn 11. ágúst. Haf meyjarnar Eldfjörug grínmynd með mörgum frábærum lögum, nýjum og gömlum. Góð mynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd ki. 21.00 sunnu- daginn 11. ágúst og mánu- daginn 12. ágúst. Á síðasta / ■ snunmgi (Pacific Heights) Spennuþriller ársins 1991 með toppleikurunum Metan- ie Griffith, Matthew Modine og Michael Keaton. Þessi mynd var með best sóttu myndum víðs vegar um Evrópu. Sýnd kl. 21.00, fimmtu- daginn 16. ágúst og föstu- daginn 17. ágúst.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.