Skagablaðið


Skagablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 4
4 Það er ekki ný bóla að íþróttafólk á Akranesi beri hróður bæjarins vítt og breitt. Lengstum hafa knattspyrnumenn og -konur bæjarins verið í þessu hlut- verki en íþróttafólk í öðrum greinum hefur einnig komið við sögu, einkum sundfólkið á síðustu árum. Á Landsmótinu í golfi nýverið brá hins vegar svo við, að ungir kylfingar frá Akranesi stálu senunni. Þeir urðu reynd- ar ekki í verðlaunasætum en voru þrír á meðal efstu manna. Þórður Ólafsson, Kristinn G. Bjarnason og Birgir Leifur Hafþórsson stóðu sig allir frábærlega vel og fjórði Skagmaðurinn, sem nú keppir reyndar undir merkjum Ness- klúbbsins, Hjalti Nielsen, var einnig á svipuðum slóðum. Frammistaða þessara stráka var ekki aðeins þeim og Leynismönnum til mikils sóma heldur Akranesi í heild sinni. Hún staðfestir jafnframt þá miklu grósku sem ríkir í golfíþróttinni á Akranesi. Þó svo Leynir hafi starfað í 26 ár hefur klúbbur- inn ekki átt marga afreksmenn á lands- vísu á liðnum árum. Lengi vel var golfíþróttinn hér einkum stunduð af fullorðnum og fáir unglingar lögðu stund á íþróttina. Á þessu hefur orðið gerbreyting á síðasta áratug. Sú breyting kristallaðist í frammistöðu Leynismanna á Landsmótinu á Hellu. Afrek strákanna eiga örugglega eftir að verða þeim sjálfum og íþróttinni til fram- dráttar á komandi árum. Sú ákvörðun forráðamanna Akranes- bæjar og nokkurra hagsmunaaðila í bænum um stofnun „sendiráðs" í Reykjavík á vafalítið eftir að vekja at- hygli víða á landinu. Með stofnun „sendiráðsins" er ætlunin að koma á stofn sameiginlegum fundar- og kynn- ingarstað fyrir þá aðila sem standa að rekstrinum. Þetta er að mati undirritaðs tímabær ákvörðun og nauðsynleg. Með þessu móti fæst meiri nálægð við fjölmiðla á Reykjavíkursvæðinu, sem til þessa hafa ekki talið eftir sér að senda fréttamenn til útlanda í efnisöflun á sama tíma og of langt hefur verið talið að sækja viðburði í næsta nágrenni höfuðborgarinnar. Þetta þekkja Akurnesingar vel af eigin reynslu. Undirritaður hefur margsinnis bent á nauðsyn þess að koma til móts við stóru fjölmiðlana vilji menn á annað borð fá fréttir af Akranesi birtar. Akranes hefur lengi verið afskipt í fréttaflutningi, sér í lagi hjá ríkisfjölmiðlunum. Með tilkomu sendiráðsins ætti þetta að færast til betri vegar að einhverju leyti. Eftir sem áður breytir „sendiráðið" ekki þeirri stað- reynd að nauðsynlegt er að brýna ríkis- fjölmiðlana öðrum fremur til þess að taka sér tak og sinna landsbyggðinni, og þar með talið Akranesi, betur en alla jafna er gert. Reykjavík er þrátt fyrir allt ekki nafli alheimsins. Sigurður Sverrisson HUSNÆÐISNEFND AKRANESS AUGLÝSIR eftir umsóknum um félagslegar íbúðir á vegum nefndarinnar Með vísan til laga nr. 70/1990 með síðari breytingum um Húsnæðisstofnun ríkisins er hér með óskað eftir umsóknum um íbúðir sem kunna að verða til ráð- stöfunar á vegum húsnæðisnefndar á næstu misserum. Réttur til kaupa er bundinn eftirfarandi skilyrðum: 1) Eiga lögheimili á Akranesi. 2) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. 3) Hafa haft meðaltekjur að hámarki þrjú síðustu árin (1988 -1990) áður en úthlutun fer fram: Einstaklingur: kr. 1.343.431,- Hjón: kr. 1.679.288,- og kr. 122.395,- fyrir hvert barn á framfæri umsækj- enda sem er innan 16 ára aldurs. 4) Geta sýnt fram á greiðslugetu í samræmi við reglur Húsnæðisstofnunar vegna kaupa á húsnæði. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofu fyrir 10. september 1991 á eyð- ublöðum sem þar fást. Athygli er vakin á því að óafgreiddar eldri umsóknir þarf að endurnýja. Þær umsóknir sem berast bæjaryfirvöldum verðatil hliðsjónar umsókn til Húsnæðis- stofnunar vegna framkvæmda 1992 - 1993. Því er nauðsynlegt að þeir aðilar sem áhuga hafa á íbúðum í félagslega kerfinu sendi inn umsóknir. BÆJARRITARI Skagablaðið Skaaablaðið 5 Pelé á Akranesi Snillingurinn Pelé heimsótti Akranes á þriðjudaginn og hafði í nógu að snúast þann hálfan þriðja klukkutíma sem hann stoppaði hér. Mikill fjöldi barna kom upp á íþróttavöll til þess að berja kappann augum og á köflum var atgangurinn slíkur að Pelé mátti sig vart hræra. Efri myndin hér til vinstri var tekin eftir að Gísli Gíslason, bæjar- stjóri, hafði afhent Pelé bæjarlykilinn í íþróttahúsinu á Jaðarsbökk- um. Neðri myndin var tekin ér Pelé spreytti sig á vítaspyrnu gegn ein- um pollanna sem mættur var á vellinum. Lítill tími var annars til knattæfinga í heimsókninni enda dagskráin þéttskipuð. M Akraneskaupstaður ™ — Bæjarritari Laust starf Laust er til umsóknar starf í bókhaldsdeild á skrifstofu Akraneskaupstaöar. Umsóknum skal skilað til bæjarritara fyrir 23. ágúst 1991, sem einnig veitir upplýsingar um starfið. BÆJARRITARI || Akraneskaupstaður “ - Umferðarfræðsla Umferdarshóli 5og6ára bama hin árvissa umferðarfræðsla fyrir 5 og 6 ára börn á Akranesi fer fram í Brekkubæjarskóla, Ve5turgötu, dagana 22. og 23. ágúst næstkom- andi. Það eru Akranesbær, lögreglan og Umferðar- ráð sem standa að fræðslunni, en fóstrur og lög- reglumenn annast kennsluna. hvert barn kemur tvisvar og er í um það bil eina klukkustund í senn. Meðal annars er farið yfir nokkrar mikilvægar um- ferðarreglur fyrir gangandi fólk, fjallað er um hjól- reiðar og nauðsyn þess að allir noti bílbelti og bíl- stóla. 5ýndar verða umferðarkvikmyndir og sögð sagan „Fía fjörkálfur" eftir Unni 5tefánsdóttur fóstru með leikbrúðum eftir 5jöfn Ólafsdóttur fóstru. Þátttaka á þessum námskeiðum umferðaskól- ans hefuralltaf verið sérstaklega mikil á Akranesi og hafa börnin verið mjög áhugasöm og haft frá mörgu að segja úr umferðinni. Fræðslan fer fram sem hér segir: 22. ágúst BrekKubæjarskóli kl. 11.30 —12.30 6 ára 22. ágúst BrekKubæjarskóli kl. 13.30 —14.30 5 ára 23. ágúst Brekkubæjarskóli kl. 11.30 —12.30 6 ára 23. ágúst Brekkubæjarskóli kl. 14.30 —14.30 5 ára Forráðamenn eru velkomnir með börnunum. Akraneskaupstaður Lögreglan — Umferðarráð 5 MANNA FÓLKSBÍLL MEÐ VÖRUPALLI TRAUSTUR OG ENDINGARGÓÐUR Búnaður: H Dieselhreyfill H Tengjanlegt aldrif □ Tregðulæsing á afturdrifi ES3 Framdrifslokur Verð kr. 1.394.880,- m.vsk. IHl A HEKLA MITSUBISHI LAUGAVEGI 174 MOTORS SÍMI695500 UMBOÐ AKRANESI: Kjörinn bíll fyrir: □ Vinnuflokka □ Bændur □ Iðnaðarmenn □ Útgerðarmenn ■ Verktaka □ Fjallamenn ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ Fæst einnig mcd lengdum palli Kr. 1.534.880 -f- vsk. 302.044 Verð kr. 1.232.836 ÁSGEIR R. GUÐMUNDSSON GARÐABRAUT2 S 12800 SÍM111100 (SÍMSVARI) Seiui Penn EdHarris GaryOldman ..Þrumandi vcl Icikin mynd." SIKIEOFGRACE P AR SEM GLÆPIR ERU FIÖLSKVLDUMÁL „Yfirþyrmundi! Rctri lcikur hcfur vurlu scst ú urinu ... Muóur fxr tilfinningu fyrir villimcnnsku götunnur." I Ijótum leik (Stage of Grace) Þessi mynd þykir einhver sú allra mest spennandi sem þrykkt hefur verið á hvíta tjaldið það sem af er árinu. Þeir Sean Penn, Ed Harris og Gary Oldman fara á kost- um í myndinni, sem m.a. fékk þessa umsögn: „Yfir- þyrmandi! Betri leikur hefur varla sést á árinu ..." SÝND KL 21 í KVÖLD, FIMMTUDAG, OG ANNAÐ KVÖLD. i.-s.náss- si&sst.tjfiwsisis o* síNíiíLöíJíís: ss! íVksrs- im&lmm*. fvxir i>l»<y«r5s ssst. i ti»s<s CöísjSsSíiieís-'-' es- itrsfisi* »sy »á, Lífsföru- nautur (Longtime Companion) Bruce Davidson fékk Golden Globe verðlaunin snemma á árinu og var að auki útnefndur til Óskars- verðlauna. Þetta er stórkost- leg mynd sem alls staðar hefur fengið góða dóma, áhorfenda jafnt sem gagn- rýnanda. Bandaríska tímaritið Roll- ing Stone sagði m.a. í um- fjöllun sinni: „Besta banda- ríska myndin þetta árið, í senn fyndin og áhrifamikil." SÝND KL 21 Á SUNNU- DAG OG MÁNUDAG.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.