Skagablaðið


Skagablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 6
6 Skagablaðið AmarGunnl, markahæstur Arnar Gunnlaugsson er nú markahæsti leikmaður 2. deildarinnar með 11 mörk. Þórður Guðjónsson er hon- um ekki langt að baki með 9 mörk ásamt nokkrum öðrum leikmönnum deildarinnar. Mörk Skagamanna í deild og bikar í sumar hafa þessir skorað (bikarmörk aftan við skástrik): Arnar Gunnlaugsson 11/1 Þórður Guðjónsson 9 Haraldur Ingólfsson 6/1 Bjarki Gunnlaugsson 4/1 Alexander Högnason 4/1 Sigursteinn Gíslason 4 Karl Þóröarson 1/1 Gísli Eyleifsson 1 Theodór Hervarsson 1 Luka Kostic 1 Brandur Sigurjónsson /1 Ólafur Adolfsson /1 Lynennþáí þriðja sæi Kristinn Reimarsson, Osló: Lyn heldur áfram 3. sætinu í norsku 1. deildinni í knatt- spyrnu eftir 3 : 1 sigur á Strömsgodset á heimavelli um helgina. Oli stóð sig vel og var einn þriggja bestu manna Lyn í leiknum. Meiðsl hafa hrjáð Lyn í sumar og félagið varð fyrir því áfalli að varn- armaðurinn Baard Bjerke- land nefbrotnaði og missir úr næstu leiki. Viking er sem fyrr efst með 31 stig eftir 15 umferðir, Start er með 28 stig, þá Lyn með 25 og Rosenborg með 22. BjarldG.frá vegna meiðsla Bjarki Gunnlaugsson meiddist á hné í leik Tindastóls og Skagamanna á föstudag og leikur ekki með Skagamönnum a.m.k. tvo næstu leiki í 2. deildinni. Þá missir hann af úrslitaleik bikarkeppni2. fl. í næstu viku. Leikmenn ÍA við setningu mótsins á Akratorgi áföstudag. Þeir voru sigursœlir á Landsbankamótinu í ár. Landsbankamótið í knattspymu 5. flokks drengja: Skagamenn sigursælir Skagastrákarnir í 5. flokki voru sigursælir á Landsbanka- mótinu, bæði í flokki A og B- liða utanhúss. Þá unnu strákamir innanhússmótið einnig örugg- lega. Fern af sex einstaklings- verðlaunum féllu leikmönnum IA einnig í skaut. Urslit á mótinu urðu annars sem hér segir: í keppni A- liða utanhúss sigraði ÍA með 14 Haraldarbikarinn: Qlafur T. vann Ólafur Theodórsson vann keppnina um Haraldarbikarinn sem fram fór hjá Golfklúbbnum Leyni fyrir skömmu. Hann lék á 136 höggum nettó, sama högga- fjölda og Kristinn Hjartarson. Valgerður Kristjánsdóttir sigr aði í kvennaflokki á 156 höggum nettó. Önnur varð Erna Jóhannsdóttir á 159 nettó. í flokki unglinga sigraði Eiríkur Jóhannsson á 136 nettó. Guð- mundur Þór Pálsson varð annar á 137 höggum nettó. Keppendur um Haraldarbikar- inn voru alls 49 talsins. stig, Dalvík fékk 11 stig, Þór, Vm. 10 stig og Fjölnir 5 stig. f keppni B-liða: ÍA 16 stig, ÍA C, 9 stig, Þór, Vm. 7 stig, Fjölnir 4 stig og Bolungarvík 2 stig. Innan- hússmót A- lið: ÍA 8 stig, Bol- ungarvík 4 stig, Fjölnir 4 stig, Þór, Vm. 2 stig og Dalvík 2 stig. Innanhússmót B-lið: ÍA 8 stig, Þór Vestm. 4 stig, Fjölnir 3 stig, Dalvík 3 stig og Bolungarvík 2 stig. Einstaklingsverðlaun féllu sem hér segir: Besti markvörður A- liða.: Jón Trausti, Fjölni. Besti markvörður B-liða: Rögnvaldur Skúlason, ÍA. Besti sóknarmað- ur A-liða: Þorleifur Árnason, Dalvík. Besti sóknarmaður B- liða: Trausti Jónsson, ÍA. Besti varnarmaður A-liða: Andri Kar- velsson, ÍA. Besti varnarmaður B-liða: Svanur Dan, ÍA. Bikarkeppni 2. fL: ÍA í úrslitum Urslitaleikurinn í bikar- keppni 2. flokks karla í knattspyrnu, þar sem Skaga- menn mæta Fram, verður háður á Varmárveili í Mos- fellsbæ á þriðjudaginn og hefst kl. 19,30. Opna John Letters unglingagoHmótið: Leynismenn adsópsmiklir Unglingar úr Golfklúbbnum Leyni voru aðsópsmiklir á opna John Letters unglingagolfmótinu sem fram fór á Garðavelli um helgina. Verðlaun bæði með og án forgjafar féllu sömu þremur kylfingunum í skaut. Látið í ykkur heyra! 5ÍMINM ER 114ÖZ Meytendafélag Akraness PÍPUUGMR .lóx It.IAIiXI GÍSLASOX Pípulagiiiiigamcistari S12939 & 985 - 31844 IVIold — Túnþökur — IVIöl — Sandur Önnumst einnig almenna vélavinnu. GERUM VERÐTILBOÐ NEISTI HF. Símar 12131, 12985, 985-24719 Tælijalcií>aii er opin manudaga til fbsEudaga frá kl. 8 - 12 og 13 -16. Veradaður ramustaður Dalbraut 10 - Sími 12994 Málningarþjónusta Tölnim að okkur alla alhliða málningarvinnu. Wb Qleraugnaþjónusta Vesturlands SJÓNGLERIÐ Skólabraut 25 - Slmi 93-11619 If , r ^ \ VT! T Þórður Ágústsson úr NK sigr- aði án forgjafar á 69 höggum og lék feikilega vel. Birgir Leifur Hafþórsson, Leyni, varð annar á 71 höggi og Helgi Dan Steinsson þriðji á 73 höggum. í öiium til- vikum er árangur strákanna frábær. í keppni með forgjöf sigraði Þórður á 59 höggum nettó, Helgi Dan lék á 66 nettó og Birgir Leif- ur á 67 nettó. Allir þrír léku því langt undir forgjöf sinni. Þá voru veitt tvenn verðlaun fyrir upphafshögg næst holu. Á 14. braut var Styrmir Guð- mundsson 1,32 m frá holu en á 17. braut var Vignir Elísson 1,40 m frá holu. Þátttakendur voru 24 Reiri úrslrt úr fótboltanum Nokkuð er nú um liðið frá því Skagablaðið birti samantekt knattspyrnuúrslita í sumar. Hér fylgir listi yfir úr- slit leikja frá því við sögðum síðast frá. M.fl. karla er ekki inni í þessu þar sem greint er reglubundið frá gangi mála þar. Meistaraflokkur kvenna UBK - Akranes 1 : 0 Akranes - Þróttur 5 : 0 Týr, Vm. - Akranes 1 : 4 Þróttur - Akranes 1 : 5 Akranes - KA 6 : 0 Akranes - KR 1 : 1 1. flokkur karla Akranes - Fylkir 1 : 2 Valur - Akranes 0 : 3 Akranes - KR 2 : 2 UBK - Akranes 0 : 2 2. flokkur kvenna Akranes - Grindavík 10:0 Haukar - Akranes 0 : 3 Akranes - KR 0 : 3 2. flokkur karla UBK - Akranes 0 : 4 Akranes - Valur 4 : 0 KR - Akranes 2 : 2 Akranes - ÍBK 2 : 3 Fram - Akranes 5 : 2 Akranes - Þór Ak. 2 : 0 Bikarkeppni 2. flokks Huginn - Akranes 0 : 3 Stjarnan - Akranes 0 : 3 Akranes - ÍBV 3 : 2 3. flokkur kvenna KR - Akranes 2 : 1 Akranes - FH 25 : 0 Víðir - Akranes 0 : 12 Akranes - Týr, Vm. 7 : 2 3. flokkur karla Víkingur - Akranes 0 : 2 Akranes - Valur 2 : 2 Fylkir - Akranes 0 : 2 FH - Akranes 3 : 1 Akranes - ÍBK 2 : 3 4. flokkur karla Akranes - Haukar 3 : 0 Grótta - Akranes 0 : 1 Akranes - ÍBK 7 : 0 Sandgerði - Akranes 1 : 0 Leyknir - Akranes 2 : 1 Þór Vm. - Akranes 0 : 12 5. flokkur karla A Grótta - Akranes 4 : 2 Valur - Akranes 3 : 3 Akranes - Stjarnan 5 : 0 UBK - Akranes 3 : 5 Akranes - ÍR 5 : 3 5. flokkur karla B Grótta - Akranes 0 : 6 Valur - Akranes 2 : 1 Akranes - Stjarnan 4 : 3 UBK - Akranes 0 : 5 Akranes - ÍR 6 : 0 5. flokkur karla C ÍK - Akranes 2 : 3 Akranes - KR 1 : 3 Grótta - Akranes 1 : 0 Valur - Akranes 0 : 11 Akranes - Stjarnan 2 : 3 UBK - Akranes 0 : 3 Akranes - ÍR 1 : 4 Opið kvennamót GoHkiúbbsins Leynis: Valgerður best með forgjöf Valgerður Kristjánsdóttir Golfklúbbnum Leyni, sigraði í keppni með forgjöf á opnu kvennamóti hjá Leyni nýverið. Hún lék 18 holurnar á 65 högg- um nettó. Aannað sætið kom í hlut Önnu Jódísar, GK, á 70 höggum nettó en 3. varð Hiidur Jónsdóttir, NK, á 72 höggum nettó. í keppni án forgjafar sigr- aði Anna Jódís á 87 höggum. Lóa Sigurbjörnsdóttir, GK, varð önnur á 93 höggum og Valgerður þriðja á sama höggafjölda. Þór- dís Arhursdóttir átti upphafshögg næst holu, 1,95 m, á 5. braut. Búnaðarbankinn á Akranesi var styrktaraðili mótsins.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.