Skagablaðið


Skagablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 8
8 Skagablaðið Skákl á Skagæ Sögur, Ijóð og sjómemska Hér á Akranesi hefur verið búsettur síðastliðin tvö ár, Kristján Kristjánsson, rithöfundur. Hann keypti, ásamt konu sinni Margréti Þorvaldsdóttur kennara, gamalt hús við Háteig og þar búa þau með sonum sínum tveimur. Kristján hefur gefið út þrjár Ijóðabækur; Svartlist (1984), Dagskrá kvöldsins (1986) og Spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl (1990) og skáldsöguna Minningar elds (1989). Tvær fyrstu bækurnar gaf hann úGsjálfur en Almenna bókafélagið hinar. Eg er fæddur á Siglufirði og er saman. Það kemur svona fimm, r ■mjög stoltur af því. Það var góður staður að alast upp á. Ég tel mig líka heppinn að hafa alist upp eða tekið út örlítinn þroska fyrir daga sjónvarpsins. Er orð- inn níu ára þegar sendingar fóru að nást á Siglufirði, 1969. Það hafði mjög mikil áhrif á okkkur. Leikirnir breyttust. Maður drakk þetta allt í sig, Harðjaxlinn, Dýrlinginn, Smart spæjara og ap- aði eftir þeim. Ég skipti bernsku minni gjarnan í tvennt; fyrir og eftir sjónvarp og man eiginlega meira eftir mér frá því fyrir sjónvarp. Frá þessum aldri, níu ára, fer þetta að renna meira sex ára tímabil þar sem ekkert ákveðið gerist. Maður var úti frá morgni til kvölds. Ég hélt til á öskuhaugunum, móður minni til mikillar skelfingar. Það kom oft fyrir að þurfti að berhátta mig og Guðna yngri bróður minn þegar við komum heim eftir góðan dag á haugunum. Þá stóðum við strípaðir í bala niðri í þvottahúsi og mamma sprautaði á okkur.“ — Hvað var svona spennandi við öskuhaugana? „Þeir voru á svo góðum stað. Voru notaðir sem uppfyllingar- efni út í miðjan fjörðinn.“ „Faðir minn var skipstjóri og móðir mín heimavinnandi hús- móðir. Við vorum sjö systkinin og hún sá um okkur svotil ein því pabbi var alltaf á sjó. Mér finnst ég ekki muna eftir pabba fyrr en ég er svona sex, sjö ára gamall. Þá gjarnan þegar hann er að koma heim úr löngum túrum og það var snertur af ókunnugleika í kringum hann.“ Skóli — Gekkstu menntaveginn? „Ég tók landspróf vestur á Núpi í Dýrafirði. Foreldrar mínir höfðu tröllatrú á að senda börnin að heiman svo þau lærðu að bjarga sér, helst nógu snemma. Það hafði líka áhrif að eldri bróðir minn hafði farið og líkað NÆTVRHAF Fyrst er það aðeins seigfljótandi rökkrið sem fyllir garðinn af kynlegum skuggum en það flæðir -stöðugt að og fyrr en varir flýtur myrkrið upp að miðjum gluggum. Runnarnir sökkva einn af öðrum hljóðlaust í djúpið. Og dimmt að baki annað haf og örstutt fram á bakkann að fylgjast með flóðinu færa þaraklædd skerin í kaf . . . Það er nótt. Ég kveiki mér ljós — legg orð við bauju . . . Kristján Kristjánsson (Spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl. Almenna bókafélagið 1990) Fiskur — Þú byrjar náttúrulega að vinna ungur eins og flestir gera í sjávarplássum? „Ég var snemma sendur í sveit. En ég byrjaði ekki að vinna við fisk fyrr en ég var orð- inn 14 ára. Þá var ég í saltfiski. Sumarið eftir var ég í löndunar- liðinu á Siglufirði. Og 16 ára fór ég á sjóinn, á togaranum með pabba. Ég var samfleytt í tíu sumur á togurum, sá aldrei sum- ar nema úr fjarlægð. Þetta ein- angraði mann svolítið. Maður kynntist að vísu starfsfélögunum á sjónum, en var langtum yngst- ur og eiginlega ekki gjaldgeng- ur.“ — Var ekkert erfitt að vera sonur kallsins um borð? „Jú, það var það reyndar. Ég fann að vísu ekki fyrir því fyrst, en þegar ég var kominn undir tvítugt fannst mér betra að vera á öðrum togurum og skipti yfir. Ekki það að pabbi léti mann njóta þess á nokkurn hátt. Ég hafði það fyrir reglu að ég fór og heilsaði upp á hann í brúnni einu sinni, tvisvar í túr. Þá hurfu þessi skil á milli skipstjóra og háseta og við urðum eins og faðir og sonur stundarkorn, svo var það búið og maður hélt áfram að LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA —Málflutningur, innheimtur, skjalagerð, búskipti -pÉ-r Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 L J Tryggvi Bjarnason, hdl. 1 Símar 12770 og 12990 Viðtalstímar frá kl. 14.30 - 16.00 eða eftir nánara samkomulagi. TRESMIÐI hef opnað trésmíðaverhstæði að Kalmansvöllum 4. Öll almenn smíðavinna. Tilboð eða tímavinna. Trésm. Hjörleifs Jónssonar Sími 12277 - Heimasími 12299 Jaðarsbakkalaug Jaðarsbakkalaug er opin alla virka daga frá kl. 7 til 21, laugar- og sunnudaga frá kl. 9 til 18. Bílaleiga - bílaverkstæði Allar almennar viðgerðir. Réttingar og sprautun. BRAUTIN HF. Dalbraut 16® 12157 .VÉLAVINNA ÍX Leigjum út flestar gerðir vinnu- Sjmpi AM' véla. Önnumst jarðvegsskipti *'U| \Jv og útvegum möl sand og mold. Fljót og örugg þjónusta. Faxabraut 9 S 13000 MALmG Getum bætt við okkur verkefhum í alhliða málningar- vinnu. HKAFXIJM - SANDSPÖRSLUM - MÁLUM. Tilboð eða tímarimia. LITBRIGÐI SF. Jaðarsbraut 5 S 12328 & 985—29119 vel þarna. Mér fannst þetta mjög sérkennilegur vetur. Mikil ein- angrun. Hann var undarlega strangur þessi skóli. Það voru rimlar fyrir gluggum og aðskildar vistar og vistarleyfi á sunnudög- um í þrjá tíma. Og börnunum var haldið að nárninu." — Lærðirðu mikið? „Ekki man ég það nákvæm- lega. Jú, trúlega. Lakasta ein- kunnin mín var í íslensku. Aftur á móti var ég ágætur í stærðfræði þá. Svo snérist það alveg við. Fékk meiri áhuga á móðurmál- inu. Að loknu landsprófi var ég einn vetur heima, í framhalds- deildinni, áður en ég fór í Menntaskólann á Akureyri. Fljótlega eftir að ég var kominn þar inn varð ég óskaplega mót- þróafullur og andskotaðist út í skólann og missti smám saman áhugann fyrir honum. Það var svo málamiðlun milli mfn og skólayfirvalda að ég las töluvert utan skóla. Mér gekk ekki vel, en á þessum árum byrjaði ég að lesa alvarlegan skáldskap.“ Yrkingar — Fórstu að yrkja? „Já, ég byrjaði að yrkja ljóð. Reyndar var ég að fikta við að skrifa prósa líka. Fyrsta smásag- an sem ég skrifaði birtist nú reyndar aldrei. Ég afhenti hana ritstjórnarfulltrúa skólabiaðs, svo liðu mánuðir og aldrei kom hún á prenti og þegar ég fór að athuga með þessa sögu þá hafði hún týnst. Þetta var eina eintakið af henni og ég gerði nú ekki til- raun til að skrifa hana aftur. Kannski hefur þetta gert mig svolítið frábitinn smásögum. Það góða við þessi menntaskólaár var fólkið sem ég kynntist og að þá snérist hugur minn til bók- mennta. Sumir jafnaldrar mínir höfðu mikil áhrif á mig á ýmsan hátt. Þó ég væri ákveðinn í að halda áfram námi tók ég eins árs hlé eftir menntaskólann. Fór síð- an í bókmenntafræði í Háskóla íslands, til þess að fá frið til að lesa. Fékk ágætis frið til þess. Ég lauk ekki námi, en lít svo á að ég hafi haft þau not af því sem ég vildi. Ég tók þetta mjög hátíð- lega fyrst. Fannst stofnunin geysimerkileg, andrúmsloftið svo óheyrilega akademískt. Maður stóð á öndinni fyrstu vikurnar. Svo breyttist þetta hægt og ró- lega. Ég skrifaði töluvert með skólanum. Það komu út tvær ljóðabækur á þessum árum og ég fiktaði við prósaskrif sem þróuð- ust síðar út í þessa skáldsögu sem ég gaf út.“ — Þú gerðir ljóðabækurnar í samvinnu við Aðalstein Svan myndlistarmann? „Við getum sagt að það hafi verið ákveðið samspil milli ljóða og mynda. Hann nýtti sér ákveð- in áhrif úr ljóðunum til þess að skera í dúk og sumar myndirnar hans gerðu það að verkum að ég felldi ljóðið nær myndinni. Við gáfum reyndar út tvö hefti 1982 og 1983 á Akureyri. Samstarf okkar hófst með þeim hætti að við vorum orðnir málkunnugir og ég vissi um áhuga hans á myndlist og sendi honum til gam- ans nokkur ljóð út á Árskógs- strönd þar sem hann bjó. Tveim dögum seinna birtist hann með fulla tösku af skissum og við sett- um saman þessi tvö hefti sem komu út í takmörkuðu upplagi og seldust upp á svipstundu. Mér finnst þetta nú ekki góð hefti í dag, en þó kannski það seinna. Ég er þó búinn að fyrirgefa sjálf- um mér að hafa gefið þetta út.“ — Ef þú lítur á þetta sem frumraun ungs manns? „Þetta var ekki mjög góð frumraun, árangurinn ekki glæsi- legur. En ég hafði tvö, þrjú ljóð úr seinna heftinu með í fyrstu al- vöru bókinni, sem ég lagði allt í sölurnar fyrir. Sló víxil til að láta prenta hana og gera sem best úr garði, fór svo á sjóinn til að vinna fyrir víxlinum. Þetta er klassísk aðferð á íslandi við að gefa út ljóðabækur; maður slær víxil, gefur út bók, svo selst bókin ekki, þá fer maður á sjóinn.“ — Én þú notaðir aðra aðferð og ekki eins hefðbundna, til að lifa og skrifa? „Já, ég var á sjó í heilt ár, lagði fyrir og fór til Spánar veturinn 1987 - 1988. Þar skrifaði ég skáldsöguna Minningar elds, að mestu, en lauk henni hér á Skaga.“ Innblástur — Hvernig vinnur þú bækurn- ar þínar? „Ég hef alltaf haft trú á svo- kölluðum innbiæstri. Það líður langur tími og ekkert gerist en svo allt í einu hætti ég að geta sofið og er ekki til friðs fyrr en ég get sest við skriftir. Þá er þetta orðin knýjandi þörf. En þegar ég skrifa prósa hef ég fylgt ákveð- inni vinnuáætlun við skriftirnar, þó ég sé misjafnlega upplagður. Það er hægt að sinna öðrum at- riðum en að vera beinlínis að frumskrifa, til dæmis að leiðrétta stafsetningarvillur og þess háttar, en maður er samt að vinna með textann. En þetta með innblást- urinn. Stundum er þögn í sálinni og engin ástæða finnst til að yrkja, ekkert knýr á og menn þegja jafnvel árum saman. Menn

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.