Skagablaðið


Skagablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 9
Skagablaðið 9 geta líka verið að yrkja sömu bókina í mörg ár, það er alveg fullgilt.“ — En þegar þú skrifaðir skáld- söguna þfna, varstu þá búinn að ákveða allt? „Já, ég var búinn að ákveða hana alveg í smæstu smáatriðum frá upphafi til enda, þegar ég byrjaði að skrifa og ég skrifaði hana nokkurn veginn eins og ég ætlaði." — Hún hefur ekki tekið af þér ráðin? „Ekki sjálfur söguþráðurinn eða þau atvik sem áttu sér stað. Það var kannski svolítið með persónurnar. Þær urðu aðeins öðruvísi en ég hafði hugsað þær, þó ég hafi sveigt þær undir ramma sögunnar.“ — Hver var kveikjan að sög- unni sjálfri? „Ég get eiginlega ekki bent á það. Hún var búin að vera svo lengi í kollinum á mér að ég er búinn að gleyma hvenær hún varð til. Það var ákveðin grund- vallarhugsun hjá mér frá upp- hafi, þetta þegar líf manns eyði- leggst vegna þess að hann trúir því að hann hafi framið glæp og glæpurinn verður raunverulegur þó veruleikinn leiði annað í ljós. Eins og ég læt gerast bókstaflega í sögunni; Axel trúir því raun- verulega að hann hafi drepið mann og það eyðileggur líf hans algjörlega. Allt líf hans snýst um að öðlast fyrirgefningu sem hann getur ekki fengið, nema hjá sjálf- um sér. Og ég bý persónu hans þannig úr garði að hann er ófær um að fyrirgefa sjálfum sér, ég geri hann það trúaðan, kristinn.“ — Þú ert í sögunni? „Nei, nei, alls ekki. En Siglu- fjörður er þar. Umhverfið sem ég ólst upp í. Það eru mjög fáar persónur í þessari sögu. Hún hverfist alveg um eina hugsun og Iíka visst andrúmsloft. Ég lagði mikið upp úr því að skapa ákveðna tilfinningu fyrir hrörnun og stöðnun. Sá Siglufjörður sem ég skrifa um er 300 manna þorp þar sem allt er við það að hverfa. Ég vona samt að það sé ekki framtíðin, þó kaupstaðurinn sé stöðugt að skreppa saman og fólkinu fækki. Ég sé svolítið eftir að hafa farið í þennan feluleik með hver fyrirmyndin að bænum er.“ Ný saga „Núna er ég að skrifa aðra sögu sem gerist á Siglufirði á okkar tímum. Þessi saga tengist stað sem ég hafði miklar mætur á sem barn, bókasafni Siglufjarð- ar. Ég styðst við byggingarsögu hússins. Þetta er mjög merkilegt hús, stendur í hjarta bæjarins, við torgið. Bókasafnið er á jarð- hæðinni og tvær efri hæðirnar eru skrifstofur bæjarins. Þetta átti upphaflega að vera ein álma í gríðarstóru ráðhúsi sem Siglfirð- ingar ætluðu að reisa á velmekt- arárunum. Það tók fimmtán ár að byggja húsið og að lokum var búið að jarða allar hugmyndir um þetta stóra ráðhús, en það stóð alltaf annar gaflinn nakinn og beið eftir viðbyggingunni, með dyr á miðjum vegg en engar tröppur. Sagan fjallar um fjölskyldu sem flyst til Siglufjarðar. Heimil- isfaðirinn fær vinnu sem smiður við að reisa bókasafnið. Þessi hjón taka fósturbörn, tvo drengi á sama aldri. Annar kemur til þeirra nýfæddur, hinn fjórum árum seinna. Þetta er saga þeirra og fjölskyldunnar. Ég læt þá fæð- ast 1960. Stór árgangur og þá voru fósturbörn mjög algeng. Eitt árið voru tekin um fimm hundruð börn í fóstur. Það er nú allt saman samkvæmt sannfræð- inni.“ — Er þetta saga einhverra sem þú þekkir? „Þetta er uppspuni frá rótum!“ — Þú segir að það sé stundum þögn í sálinni. Þú ert ákveðinn í að vera rithöfundur. Ertu hrædd- ur þegar þessi þögn ríkir, svo ég spyrji eins og Jónas í útvarpinu? „Já, ég hræðist hana svolítið, því mér finnst að það eigi ekki að vera þögn í minni sál. Mér finnst ég eigi að heyra eitthvað, ljóðið eigi að koma til mín. En ég held að ég útiloki óafvitandi allt sem viðkemur ljóðinu á meðan ég skrifa sögu. Ég er það gamaldags að ég geri ennþá skýran grein- armun á ljóði og prósa eða skáld- sögu. í mínum huga eru alltaf ák- veðin skil þar á milli. Aftur á móti les ég bækur með mikilli ánægju þar sem þessi mörk eru mjög óljós og það er enginn al- mennilegur skáldskapur án þess að ákveðnar ljóðrænar kenndir fái að njóta sín. Allur skáldskap- ur er af þeirri ætt. En ef maður lítur á form — ég vil halda þess- ari gömlu skáldsögu til haga. Það eru þannig sögur sem mig langar til að segja.“ HjK Akraneskaupstaður w — Bæjarstjóri Eldvarnareftirlit Hér með er auglýst laust til umsóknar starf eftirlitsmanns eldvarna á Akranesi. í starfinu felst meðal annars umsjón með slökkvistöð, slökkvibifreiðum og tækjum svo og eldvarnareftirlit á Akra- nesi og í hreppunum sunnan Skarðsheiðar, að undanskildum H valfjarðarstrandarhreppi. Launakjör samkvæmt kjarasamningi STAK og Akranes- kaupstaðar. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 93-11211. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 27. ágúst næstkom- andi og skal umsóknum skilað til bæjarstjóra. Bæjarstjórinn á Akranesi Kristján Kristjánsson, skáld: „Sá aldrei sumar nema úr fjarlœgð. Lögmannsstofa Lögmeðiþjónusta — Málflutningur Innheimta — Samningsgerð — Búskipti Jósef H. Þorgeirs§on LÖOMAÐIJR Stillholtí 14 S 13183 - l av 13182 TRÉSMÍÐI Qetum bætt við okkur verkefnum. 5míðum m.a. sólstofur, glugga og hurðir. Tilboð eða tímavinna. Trésm. Höldur sf. Upplýsingasímar 11024 og 13232 Innréttingar — Málning Gólfefni — Búsáhöl^. byggingahúsið] SMIÐJUVÖLLUM 7 - AKRANESI - SÍMI 93-13044 KRÓKATÚNI 8 — SÍMI 11454 ÖD almenn liósmyndun Opið virka daga frá kl. 14,00 til 17,00 og eftir samkomulagi. Símar 12892 & 12129 (símsvari). UÓSMYNDASTOFA AKRANESS YESTURGÖTU 35 (FRÓN) Spónaplötur, allar þykktir ■ Krossviður, þakjám og stál ■ Margskonar byggingavörur ■ Alhliða byggingaþjónusta TRÉSMIÐJA SIGURJÓNS & ÞORBERGS ÞJÓÐBRAUT 13 — SÍMI 11722

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.