Skagablaðið


Skagablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 10
flírtfl KIRKJUBRAUT 4-6 Skagabla flírtfl KIRKJUBRAUT 4-6 Skagamem opna „sendiráð" í Reykjavík - Hugmyndm að þar verði eins konar míðstöð kyminga og fundahakla lengdum Akranesi J^ugmyndin um opnun sendi- Hugmyndir um opnun eins konar „sendiráðs“ Akurnesinga í Reykjavík eru nú veg á vel komnar. Að sögn bæjarstjóra, Gísla Gíslasonar, er ákveðið húsnæði þegar í sigtinu og hefur tekist munnlegt samkomulag um leigu þess. Auk Akraneskaup- staðar hafa íslenska járnblendi- félagið, Sementsverksmiðja ríkisins, Spölur hf. og Borgarnes- bær sýnt áhuga á samstarfi um „sendiráðið“. Iráðs í Reykjavík er tæplega ársgömul og kom upp í samræð- um forráðamanna Akranesbæj- ar, SR og IJ við Óskar Ólafsson, stýrimann á Akraborginni og þáverandi varaþingmann. Bæjar- stjóri sagði menn hafa leikið sér með nafn á sendiráðið og hefði nafnið Óskarshöfn verið nefnt í gamni og alvöru. Markmiðin með opnun sendi- ráðsins í Reykjavík eru margþætt. M.a. er ætlunin að skapa þar fundaraðstöðu og þá um leið að- stöðu til að kynna það sem rekstraraðilar þess hafa upp á að bjóða. „í stuttu máli sagt má segja að þetta sé hugsað sem eins konar miðstöð fyrir Akurnes- inga, Borgnesinga og þau fyrir- tæki sem standa að sendiráðinu,“ sagði bæjarstjóri. Það húsnæði sem nú er í sigt- inu hefur til þessa verið leigt af íslenska járnblendifélaginu, sem hefur haft þar starfsmann á laun- um. Hugmyndin mun að reyna að nýta krafta þess starfsmanns enn frekar og víkka út starfssvið hans. Bæjarstjóri sagði þó samn- inga þar að lútandi ekki vera lokið. Hitt væri aftur ljóst að ef ekkert óvænt kæmi upp á yrði sendiráðið opnað á næstu vikum eða mánuðum. Leyfisgjöld vegna byggingar 500 m3 húss: TvöfaH dyrara í Reykjavik en hér Byggingarleyfisgjöld vegna 500 rúmmetra einbýlishúss ásamt 100 rúmmetra bflskúrs á 700 fer- metra lóð eru meira en tvöfalt hærri í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellssveit en hér á Akranesi. Þetta kemur fram í samantekt Skúla Lýðssonar, byggingafull- trúa Akraneskaupstaðar, sem lögð var fyrir bæjarráð fyrir skömmu. Samkvæmt samantekt Skúla nema byggingarleyfisgjöld fyrir framangreinda byggingu kr. 767.916 hér á Akranesi en í Mos- fellssveit, þar sem þau eru dýrust, eru sambærileg gjöld kr. 1.799,730 eða 134,4% hærri. í Reykjavík eru gjöldin 118% hærri en hér og 110,9% hærri í Hafnarfirði. í Reykjavík var miðað við byggingu húss í Graf- arvogi og í Hafnarfirði í Set- bergslandinu. Auk þessara kaupstaða náði samanburðurinn til Borgarness, Kópavogs, Keflavíkur, Selfoss, ísafjarðar og Akureyrar. Aðeins á Selfossi eru gjöldin lægri en á Akranesi og munar þar rúmum 4%. í Keflavík eru þau 1% hærri en hér, í Borgarnesi 4,1% hærri, 17,7% hærri á Akureyri, 28,7% hærri á ísafirði og 55,6% hærri í Kópavogi. lA-stúlkumar núðastar Stelpurnar í meistaraflokki kvenna fengu í fyrrakvöld viðurkenningu sem prúðasta liðið í 1. deild kvenna. Það eru KSÍ og VISA íslandi sem veita þessi verðlaun. Verðlaunin sem afhent voru að þessu sinni voru fyrir júlímánuð. Meistaraflokkur karla fékk þessi verðlaun fyrir júnímánuð. Það var sjálfur knattspyrnusnillingurinn Pelé sem afhenti verðlaunin að þessu sinni. Jónína Víglundsdóttir, fyrirliði Skagaliðsins, tók við verðlaununum fyrir hönd liðsins. A myndinni hér að ofan eru Laufey Sigurðardóttir, Pelé, Smári Guðjónsson, þjálfari meistaraflokks kvenna og Jónína. Sætiíl.deild nán^st öruggt med sign á IBK Frá byggingu raðhúsa við Einigrund á sínum tíma. Með sigri gegn Keflvíkingum í 2. deild Islandsmótsins í knatt- spymu hér á Akranesi í kvöld Steipumar í bikarúislit Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu tryggði sér í gær- kvöld réttinn til þess að leika til úrslita í bikarkeppni kvenna með sætum sigri á Val, 2 : 1, hér á Akranesi. Sigurinn var mjög sanngjarn þótt liðið gæfi eftir undir lokin. Akranes var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en skoraði þó ekki fyrr en á lok- amínútu hans. Anna Lilja Vals- dóttir var þar að verki með snotru bogaskoti af vítateig eftir baráttu Laufeyjar Sigurðardótt- ur og markvarðar Valsmanna yst í vítateignum í kjölfar fyrir- gjafar frá hægri. Laufey bætti síðan öðru marki við á 51. mínútu eftir einkar glæsilega sókn Skaga- manna. Júlía Sigursteinsdóttir vann knöttinn á vinstri kantin- um og sendi laglega inn á víta- teiginn á Ragnheiði Jónasdótt- ur. Hún hristi af sér varnar- mann og lék síðan á markvörð Vals áður en hún gaf knöttinn fyrir markið frá endalínu. Þar var Laufey mætt á markteig og renndi knettinum í hægra hornið. Valur minnkaði muninn tveimur mínútum fyrir leikslok með marki Ragnheiðar Vík- ingsdóttur. Stelpurnar mæta ÍBK, sem vann Þór 2 : 1 í gær, í úrslitaleik bikarkeppninnar. stíga Akurnesingar stórt og mikilvægt skref í átt til öruggs sætis í 1. deildinni að ári. Skaga- menn hafa fyrir leikinn átta stiga forskot á ÍBK, sem er í 3. sæti og vinnist sigur er munurinn orðinn 11 stig og ekki nema fjórar um- ferðir eftir. Tap kann hins vegar að setja strik í reikninginn. Ætli Keflvíkingar sér að eiga möguleika á að komast upp dugir þeim ekkert nema sigur hér í kvöld. Þórsarar fá Grindvík- inga í heimsókn og ættu að öllu forfallalausu að sigra. ÍR-ingar eru ekki langt að baki Þór og ÍBK og bíða færis misstígi annað hvort þessara liða sig hið minnsta og sömu sögu er reyndar líka að segja af Þrótti og Grindavík. Þessi lið gætu öll náð 2. sætinu líti óvænt úrslit dagsins ljós í næstu umferðum. Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, sagði í stuttu spjalli við Skagablaðið í viku- byrjun, að hann liti svo á að leikurinn gegn Keflavík væri sá þröskuldur sem liðið yrði að yfirstíga til að endurheimta sæti sitt í 1. deild. „Ég lít svo á að við séum búnir að tryggja okkur upp í 1. deild ef við vinnum ÍBK,“ sagði Guðjón. Staðan í 2. deild fslandsmóts- ins í knattspyrnu er þessi eftir tólf umferðir: Akranes Þór Keflavík ÍR Þróttur Grindavík Fylkir Selfoss Haukar Tindastóll L U 13 11 13 8 13 7 13 13 13 13 13 13 13 J T MörkStig 0 2 42 : 8 33 2 3 30 :18 26 4 2 31:12 25 1 5 33 :23 22 3 4 15 :14 21 2 5 20 :15 20 5 5 16 :18 14 2 7 21:26 14 2 10 11:45 5 1 11 12:52 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.