Skagablaðið


Skagablaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 1
SEPTEMBER 1991 VERÐ KR. 150,- Hlutabréf í Haraki Böðvarssyni hf. á almemtan matkað í fyrsta sinn í dag: „Hötum trú á fyrirtækinu“ - segir Ásgeir Þórðarson hjá Verðbréfamakaði fslandsbanka, sent annast sölu bréfanna Skipaskaganum lagt Áhöfn togarans Skipaskaga, sem Haraldur Böövarsson hf. ger- ir út, var tilkynnt í vikubyrjun að togaranum yröi lagt vegna hag- ræðingar í rekstri fyrirtækisins. Togarinn hélt í gærkvöld út til veiða í síðasta sinn fyrir HB hf. Hann verður síðan seldur án kvóta. Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB hf., sagði í sam- tali við Skagablaðið að þessi ákvörðun væri tekin með þung- um huga en væri engu að síður nauðsynleg. í ljósi kvótaskerðing- ar, sem útgerðin þyrfti að þola, gætu þrír togarar auðveldlega veitt þann kvóta sem í boði væri, alls 11.400 tonn. Tólf menn eru í áhöfn Skipaskaga. Haraldur sagði allt verða gert til þess að koma eins mörgum úr áhöfn togarans í vinnu hjá fyrirtækinu og kostur væri. Hlutabréf í Haraldi Böðvars- syni hf. fóru í fyrsta skipti á al- mennan markað í morgun. Heildarfjárhæð hlutabréfa sem boðin voru til sölu er 60 milljónir króna að nafnvirði. Sölugengi bréfanna er 3,1 þannig að heild- arverðmætið er 186 milljónir króna. Þegar hafa selst um 12 milljónir að nafnvirði til for- kaupsréttarhafa þannig að á al- mennan markað fara 48 milljónir króna að sögn Ásgeir Þórðarson- ar hjá Verðbréfamarkaði ís- landsbanka, VÍB. taðan á hlutabréfamarkaðn- um er erfið um þessar mundir. Mikið framboð hefur verið af bréfum í mörgum þeirra fyrirtækja sem eru á skrá þannig að samkeppnin er hörð. Við rennum því nokkuð blint í sjóinn með HB bréfin en við höfum trú á fyrirtækinu," sagði Ásgeir er Skagablaðið ræddi við hann síð- degis í gær. Talsverðar hræringar hafa átt sér stað á hinum unga hluta- bréfamarkaði hérlendis síðustu vikur. Gengi bréfa HB var lækk- að fyrir nokkru úr 3,6 í 3,1 og þá var gengi bréfa í Flugleiðum sömuleiðis lækkað fyrir stuttu. Gengi á flestum þeim bréfum sem eru á markaðnum lækkaði svo í dag. Utgerðarfyrirtæki eru þar þó undanskilin. Bréf í þeim halda sinni skráningu. „Það er einfaldlega vegna þess að það er eftirspurn eftir bréfum í útgerð- arfyrirtækjum," sagði Ásgeir. VÍB hefur að undanförnu kynnt HB bréfin fyrir stærri fjár- festum, t.d. lífeyrissjóðum. Full- trúar margra þeirra hafa sótt bækistöðvar HB heim undanfar- ið til þess að kynna sér fyrirtækið og rekstur þess af eigin raun. Hlutabréfasala í HB hf. mark- ar tímamót hér á Vesturlandi, þar sem þetta er í fyrsta skipti sem verðbréfafyrirtæki býður bréf í hlutafélagi í kjördæminu á almennum markaði. Þar með gefst hlutabréfakaupendum á Akranesi og Vesturlandi öllu í fyrsta sinn kostur á að fjárfesta í atvinnulífinu á heimaslóðum. Hlutafjárkaup í HB hf. eru frá- dráttarbær til skatts eins og önn- ur bréf sem skráð eru á almenn- um markaði. Islandsmeistarar unglinga Unglingasveit Golfklúbbsins Leynis, skipuð kylfingum 15 - 18 ára, sigraði á föstudaginn í íslands- móti sveita í þessum aldursflokki, sem fram fór hér á Akranesi. Sigur strákanna var mjög örugg- ur. í úrslitaleiknum sigruðu þeir sveit GR 3,5 : 1,5. í undanúrslitum unnu þeir sveit Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ 3,5 : 1,5 og sveit GV í 8-liða úrslitunum 4 : 1. Meðfylgjandi mynd var tekin af sveitinni og liðsstjóra hennar eftir sigurinn á föstudag. Sovéskt skip lá hér í höfninni í vikubyrjun og vakti talsverða at- hygli. Áhöfnin var í sannkölluðum viðskiptahug og vildi kaupa nánast allt sem hönd á festi. í staðinn buðu skipverjarnir rússneska einkennisbúninga, leðurbelti, þarlenda vindlinga og þurrkaða rækju svo dæmi sé tekið. Beltin og búningarnir þykja ágæt til síns brúks en rækjan féll ekki eins vel í kramið og þaðan af síður vindlingarnir. Vill í heímsmetabókina Róbert Ragnarsson heitir maður með sérstætt áhugamál. Skagablaðið hitti hann niðri við höfn síðdegis í gær, þar sem hann var ásamt þremur ungum drengj- um að sigla stórum fjarstýrðum báti, sem hann hefur smíðað sjálfur. Róbert hefur smíðað fjóra slíka báta og ætlar sér að næstunni að freista þess að sigla þeim á milli Akraness og Reykja víkur. Tilgangurinn með siglingunni er m.a. sá að reyna að fá hana skráða í heimsmetabók Guiness sem lengstu siglingu fjarstýrðra báta á hafi úti. Sjóleiðin á milli Akraness og Reykjavíkur er tæp- ir 20 kílómetrar. Róbert og drengirnir niðri við höfn í gær. Nýjar upplýsingar um skipsskmfumar sem fundust við Krókalón: Togskmfur úr Ekiingunni Skipsskrúfurnar, sem fundust í lóðarjaðri við Skagablaðið vegna þessa. Hann sagði þá bræður Krókalónið við fjöruhreinsunina í vor og Skaga- blaðið skýrði frá á sínum tíma eru ekki úr gömlu sementsferjunni eins og haldið hefur verið. Hið rétta er að þetta eru togskrúfurnar af Eldingunni, skipi Hafsteins Jóhannssonar, sem nú býr í Noregi og vann það frækilega afrek að sigla einn síns liðs umhverfis hnöttinn. Þorgeir, bróðir Hafsteins, sem er staddur hér á landi um þessar mundir, kom að máli við á sínum tíma hafa tekið skrúfurnar af Eldingunni og sett aðrar í staðinn. Líkast til hefði þetta verið í kringum miðjan sjöunda áratuginn. Eldingin, sem var rúmlega 100 tonna skip, var á sínum tíma notuð sem björgunarskip. Haf- steinn gerði það út og sinnti m.a. köfun af því. Margsinnis fór hann á Eldingunni á haf út og skar nætur eða troll úr skrúfum skipa. Einnig var hann Landhelgisgæslunni innan handar um árabil.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.