Skagablaðið


Skagablaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 2
2 Óska eftir að kaupa Hatz bátavél, ca. 10 hestöfl. Má vera ógangfær. Uppl. í síma 13082. Til leigu 3ja herbergja íbúð áAkranesi. Lausstrax. Uppl. f síma 71375 eða 11889. Er ekki einhver prjónakona sem á góða prjónavél. Þann- ig er að ég er áhuga- manneskja um prjónahönn- un (mynsturgerð) og langar að kynnast því hvernig hönn- un í prjónavél ferfram. Nán- ari uppl. ( síma 12898. Halló, halló! Erekki einhver útivinnandi húsmóðir sem vantar heimilishjálp í vetur. Ef svo er þá er ég tilbúin til aðstoðar. Uppl. í síma 12170 (Guðrún) á kvöldin. Til sölu Silver Reed skólarit- vél. Verð kr. 12 þús. Uppl. í síma 11593. Óska eftir að kaupa Hocus Pocus stóla (fleiri en einn). Uppl. í síma 12064 (Rósa). Sá sem tók skóna mína í misgripum i ungbarnaeftirlit- inu á Sjúkrahúsi Akraness sl. mánudag er beðinn um að hafa samband í síma 12858. Mér er nefnilega kalt á fótun- um! Óska eftir vel með förnu hjónarúmi fyrir lítinn pening. Má vera dýnulaust. Uppl. í síma 11138. Til sölu Chicco leikgrind. Uppl. í síma 12779. Til sölu vel með farinn Brio barnavagn. Uppl. í síma 13372. Til sölu AEG frystikista, 200 I, tveggja ára gömul. Verð kr. 25 þús. Uppl. í síma 12176 eftir kl. 18. Til sölu 200 I fiskabúr. Uppl. í síma 13205 eða 12055. Grábröndóttur kettlingur fæst gefins. Er kassavanur. Þarfnast góðs heimilis. Uppl. í síma 13124 og 13178. Óska eftir barnapíu nokkur kvöld í mánuði. Verður að vera 12 ára eða eldri og barngóð. Uppl. í síma 11705. Til leigu herbergi með bað- og þvottaaðstöðu. Uppl. í síma 11787. Til sölu Skoda 105 árg. '88. Ekinn 28 þús km., skoðaður '92. Uppl. í síma 13341 eftir kl. 19. Til sölu notuð barnakarfa, stofuskápur, hjól og Volvo 144 árg. 74. Uppl. í síma 13246 síðdegis. Til sölu Redzone sjónvarps- leikjatölva með 32 leikjum. Uppl. í síma 12757. Halló! Til sölu Swift segl- bretti með tilheyrandi fylgi- búnaði. Hagstætt verð. Uppl. í sima 91 - 75094 á kvöldin. Til sýnis að Bjarkargrund 38. Til leigu 3ja herb. íbúð. Laus strax. Uppl. í síma 11721. Átla unglingar frá Akta „Það mun einn skiptinemT dveljast hér á Akranesi í eitt ár. Þetta er stúlka frá Belgíu og er hún nú þegar komin hingað,“ sagði Jóhanna Hjörleifsdóttir í samtali við Skagablaðið, en hún er í forsvari fyrir AFS skipti- nemasamtökin hérna á Akra- nesi. Hún var sjálf skiptinemi í eitt ár í Brasilíu. „En á sama tíma eru átta krakkar frá Akra- nesi sem eru farnir sem skipti- nemar til annarra landa. Þau fyrstu, tvær stúlkur sem fóru til Astralíu, fóru í janúar sl. I síð- asta mánuði fóru hin sex. Tvö fóru til Bandaríkjanna og síðan eitt til hvers eftirtalins lands; Hollands, Porto Rico, Mexikó og Ítalíu.“ Jóhanna sagði, að hópurinn frá Akranesi væri einn af stærri hópunum sem væru frá einum og sama staðnum hér á landi. Hún sagði að það væri mikill áhugi hjá krökkum á Akranesi að fara sem skiptinem- ar til annarra landa og kæmi margt til sem kveikti áhugann hjá þeim. Mjög vel væri unnið að öllum skipulagsmálum hjá AFS og krakkarnir í nær öllum tilfell- um lent hjá góðum fjölskyldum. Þá væri þessi áhugi smitandi ATVINNA Starísmaður óskast til skrifstofustaría. Um er að ræða hálft starf. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á bókhaldi, geta staríað sjálfstætt og hafa lipra framkomu. Áhugasamirsendi umsókn um nafn, menntun og fyrri störf í pósthólf 170, 300 Akranesi, merkt „Bókhald“ fyrir 15. september. Öllum umsóknum verður svarað. Akraneskirkja Sunnudagur 8. september Messa kl. 11. Fimmtudagur 12. september Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. SÓKNARPRESTUR meðal kunningja og áhugi mikill hjá þeim að kynnast mannlífi annarra þjóða. „Við sem höfum farið sem skiptinemar héðan frá Akranesi á vegum AFS höfum unnið mikið fyrir samtökin eftir að við kom- um heim aftur. Vinnan hefur far- ið mest fram á þann veg að við höfum reynt að kynna starfsemi samtakanna í skólunum og greint frá okkar eigin reynslu í öðrum löndum sem í langflestum tilfell- um hefur verið mjög góð,“ sagði Jóhanna „Krakkarnir hafa sýnt þessu mikinn áhuga og hafa margoft leitað til okkar um frek- ari upplýsingar. Jóhanna sagði að það hefði því miður ekki gengið nægjanlega vel að fá fjölskyldur fyrir erlenda skiptinema hérna á Akranesi í ár. Auglýst hefði verið eftir að a.m.k. tveimur fjölskyldum en aðeins ein hefði fengist. Á síð- asta ári hefðu fjórar fjölskyldur verið með skiptinema. Þá sagði hún að svipaður fjöldi skipti- nema kæmi til Islands í ár eins og undanfarin ár, um fimmtíu manns sem kæmu til ársdvalar. En á vegum AFS væru líka ungl- ingar sem kæmu til sumardvalar hér á landi og væri sú dvöl í um sex til átta vikur. Akranesafleggjarínn: Vilja lækka hraðamörkin Umferðarnefnd lagði á fundi sínum fyrir nokkru til að umferðarhraði á Þjóðvegi 51 yrði lækkaður úr90 km/klst í 60 km/ klst á kaflanum frá frá Miðvogs- læk að byggingum við Kalmans- velli. SKÓLARITVÉLAR Verð frá kr. m 18.100,- || BÓKASKEMMAN Alhliða pípulagnir Nýlagnir — Viðgerðir — Breytingar Sími 12584 frá kl. 9 - 12. c PÍPULAGNIR ■— — KARVELS Múrverk — Flísalagnir — Málun ARMARFELL 5MIÐJUVÖLLUM 7 - 5ÍMI 12804 Öll blikksmíði Smíðum einnig úr járni, áli og ryðfríu stáli. BLIKKVERK SF. ÆGISBRAUT 23 S* 11075 Endurskoðunarþjónusta Endurskoðun — Bókhaldsþjónusta Virðisaukaskattsuppgjör — Skattaráðgjöf 5/iðÐ-enduiskoðun hf. SMIÐJUVOLLUM 9, AKRANNESI, SIM11-18-15 Sig. Heiðar Steindorsson. lögg. endurskoðandi Viðtalstímar eftir samkomulagi. Veisluþjónusta STROMPSIHS Tökum að okkur allar veislur og mannfagn- aði. Upplýsingar í símum 12020 og 11414. Skagablaðið — Hvernig er að byrja í skóla aftur? Ingþór Bergmann: — Það er meiriháttar. Böðvar Guðmundsson: — Það er bara svalt. Guðrún Eyjólfsdóttir: — Það er fínt. Helga Hallgrímsdóttir: — Æðislega gaman. Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir og auglýsingar: Árni S. Árnason ■ Lausráðnir greina- og dálkahöfundar: Sigþór Eiríksson, Gunnar Ársælsson, Kristín Steinsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir (tónlist), Stefán Lárus Pálsson (sjávarútvegs- fréttir), Kristinn Reimarsson (Noregi) ■ Dreifing: Sigurður Sigurðsson ■ Áskrift og bókhald: Steinunn Ólafsdóttir ■ Setning, umbrot og prentun: Prentverk Akraness hf. ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórn: Skólabraut 21,2. hæð. Opin alla virka daga frá kl. 10- 17. ■ Símar 12261 og 11397 ■ Bréfasími (Fax): 13297 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. ■ Skagablaðið er aðili að Samtökum bæjar og héraðsfréttablaða

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.