Skagablaðið


Skagablaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 9
Skagablaðið 9 Fullt nafn? Halldór Jónsson. Fæðingardagur og fæðing- arstaður? 30. apríl 1951 í Reykjavík. Starf? Héraðslæknir Vest- urlands. Hvað líkar þér best í eigin fari? Létt lund. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú „yrðir stór“? Bygg- ingaverkfræðingur. Hvert var uppáhaldsfagið þitt í skóla? Stærðfræði og eðlisfræði. Ertu mikið fyrir blóm? Nokkuð, en þó meira fyrir tré og nytjajurtir. Hver er uppáhaldslitur þinn? Rauður. Ferðu oft með Akraborg- inni? Já. Attu eða notarðu tölvu? Já, Macintosh Classic. Hefur þú farið hringveg- inn? Nei, á eftir norðaustur hornið. Ferðu oft í gönguferðir? Já, ekki síst á rjúpnaveiðitíman- um. Drekkurðu mikið af gosi/ öli? Nei frekar lítið en þeim mun meira af kaffi. Hver er algengasti matur sem þú borðar? Pastaréttir. Ferðu oft í bíó? Nei alltof sjaldan. Stundar þú stangveiðar? Já, mest silungsveiði en hef þó aðeins reynt við laxinn. Attu einhver gæludýr? Já, bæði hund og kött. Lestu mikið, notarðu bóka- safnið? Ég þarf að lesa mikið vegna starfsins og hef því rninna orðið um lestur á fagur- bókmennlum á seinni árum. Bókasafnið nota ég skammar- lega lítið. Hverju myndir þú breyta hér á Akranesi ef þú gætir? Atvinnuástandi. Draumabíllinn? Með fjór- hjóladrifi, öruggur eins og Volvo, ódýr eins og Trabant og eyðir bensíni eins og Citro- en 2CV4. Ertu mikið fyrir tónlist — hvernig? Já, alla tónlist nema elektróniska nútímatónlist en mest gaman hef ég af tónlist Bræðrabandsins. Hvað hræðistu mest? Ekk- ert meðan ég geri ekkert af mér. Sækirðu tónleika Já, flesta tónleika hjá Tónlistarskólan- um og einstaka aðra. Notarðu bflbelti og Ijós þeg- ar þú ekur? Já. Fylgist þú með störfum bæjarstjómar? Frekar lítið. Tenging við uppboðsmarkaði er orðin bráðnauðsynleg hér Miklar breytingar hafa orðið í útgerð og sjósókn Akurnesinga síð- asta áratug. Vertíðarskipin sem gerð voru út á línu, net, humartroll, fiskitroll, handfæri, síld og loðnu eru nú horfin héðan. Við hafa tekið loðnu— og rækjuskip sem landa stórum hluta afla síns í fjarlægum höfnum. Þá hafa togarar alfarið leyst bátana af sem veiðiskip fyrir frystihúsin. Mesta breytingin er þó fjölg- hæægt að ganga að neinum eign- un smábáta sem þjóna nú um til lúkningar skuldinni við sem vertíðarskip hér á Akranesi. trillukarlinn sem situr uppi með Þó að menn hafi smæk'kað veiði- tapaðan afla og tapað fé. skipin úr ca. 60 - 200 tonnum niður í smábáta hefur sóknin frekar aukist en hitt. Vafasamt er að það sé af hinu góða þegar aðr- ir hópar þjóðarinnar leggja sí- aukna áherslu á betri aðbúnað og aukið öryggi á vinnustað. Pá hef- ur sú breyting orðið að fiskiðju- verunum er orðið nauðsyn að framboð fiskjar til vinnslu sé sem jafnast allt árið. Bónuskerfín Bónuskerfi þeirra gera óæski- legt að inn komi stórir hópar lítt eða jafnvel óþjálfaðs fólks til af- leysinga í sumarleyfum starfsfólks. Því er þessum vinnslu stöðvum lokað á meðan starfs- fólkið tekur sumarfrí, gagnstætt því sem áður var. Þá gat skóla- fólk gengið að vísri sumarvinnu við fiskvinnslu og þannig aflað sér tekna og þekkingar á þessum undirstöðuatvinnuvegi íslend- inga. Hér á Akranesi eiga fyrstihús- in sín veiðiskip sem eiga að full- nægja því sem næst allri hráefnis- öflun þeirra. Það fyrirkomulag er til orðið af nauðsyn. Vandi eig- enda smábáta er aftur á móti sá, að stærstur hluti afla þeirra hent- ar ekki til vinnslu í þeim fiskiðju- verum sem hér eru rekin. Saltfisk verkun er næstum alveg aflögð hér og er ástæðan sú, að kaup- endur fiskjar hér, þ.e. „stóru húsin“, telja það verð sem boðið er af fiskkaupendum utanbæjar óraunhæft og of hátt til þess að þessi verkun geti borið sig. „Við vitum upp á hár hvað við megum borga fyrir hráefni,“ segja þeir sem þar stjórna. Þeir bæta því gjarnan við, að þeir ætli sér að halda áfram rekstri og því fari þeir ekki að stofna til viðskipta „bara til að tapa á þeim.“ Fiskmangarar Árvisst er á hverju hausti og í byrjun hverrar vertíðar að þeir birtist hér fiskmangararnir sem falast eftir afla smábátasjó- manna. Allir lofa þeir háu verði. Svo byrja viðskiptin og karlarnir á bátunum eru himinlifandi svona til að byrja með — því einn daginn kemur í Ijós að mað- urinn með háa verðið getur ekki lengur staðið við gylliboðið. Hann getur ekki borgað og oftast á hann ekki neitt til og því ekki sjálfir við flutning á fiski. Nú þegar stjórnvöld draga svo ótæpilega niðurskurðarhnífinn yfir veiðiheimildir skipa eins og nú er gert hlýtur að vera ennþá brýnna að allt andvirði aflans skili sér og sé sem mest. Hitt er svo annað mál, að menn verða að hafa forgöngu um að hrinda slíku máli í framkvæmd. Svona *| Stefán Lárus Pálsson skril ar J 1 Stórfurðulegt er að menn sem stunda sinn rekstur við hlið fisk- markaðanna í Reykjavík og ná- grenni skuli heldur fara upp á Skaga til að versla óséð við trillu- karla hér heldur en að fara á markaðinn og kaupa afla sem þcir geta valið sér sjálfir. Orsök- in er augljós. Ef keypt er beint þá er auðvelt að komast hjá greiðslu ef illa gengur að standa í skilum. Þá mætir trillukarlinn af- gangi ef illa fer hjá kaupanda aflans. Uppboðsmarkaður Sagt er að 9 af hverjum 10 sem keypt hafa á uppboðsmörkuðum og sprengt upp verð umfram reyndari kaupéndur séu horfnir af því viðskiptasviði. Pá er væn- legt að leita uppi hrekklausa og reyna að fá fisk þar á meðan hægt er. Ótalmargir hér í bæ hafa átt um sárt að binda eftir slík við- skipti og er nú mál að slíkt taki enda. Pví er bráðnauðsynlegt að hér komi til tenging við uppboðs- markaði þannig að hér verði starfræktur uppboðsmarkaður með afla báta og skipa héðan af Akranesi. Slíkt myndi leysa vanda sjómanna og eigenda smábáta við að losna við afla sinn og fá um leið greitt öruggt verð fyrir. Jafnframt myndu þeir losna gerist ekki af sjálfu sér. Fyrirsjá- anlegt er að veruleg fækkun á sér stað á þeim flota sem kallaður er smábátar. Því veldur sá mikli samdráttur í veiðiheimildum sem nú er staðreynd. Stuttbuxnaliðið Hart er sótt að sjávarútvegs- ráðherra af stuttbuxnaliði hans eigin flokks svo og krötum sem átt hafa þann draum að selja sjómönnum aðgang að þeim fiskislóðum sem sótt hefur verið á kynslóð fram af kynslóð. Þar á að koma á nýr skattur eða „gjald“. Það virðist vera eina úr- lausnin á tímum samdráttar í sjávarútvegi að bæta við nýjum útgjaldalið. Vonandi er að sjávar útvegsráðherra láti skynsemi ráða en ekki þrýsting frá þeim sem hvergi hafa nærri þessum málum komið. Eðlilegt er að smábátum í út- gerð fækki. Sú samþykkt manna í Landssambandi smábátaeig- enda að leggja til við ráðherra að hvert horn sem flyti fengi sér kvóta sem yrði söluvara var ekk- ert annað en vanhugsað ákall til þeirra fésterku í útgerð til að koma og kaupa aflaheimildir smábátanna. Sú hefur orðið raunin á og er ekki séð fyrir end- ann á því hvað varðar fækkun smábáta. Verslun með óveiddan fisk eða heimildir til veiða var sett á a j beiðni útvegsmanna smárra og stórra skipa. Slík verslun er öfl- ugt tæki stjórnvalda til að fækka skipum í útgerð á sjálfvirkan hátt. Því gripu stjórnvöld tæki- færið fegins hendi. Eignarhald aflakvóta er mönnum þó ekki fastara í hendi en svo að stjórn- völd geta gert hann upptækan bótalaust eins og nú í ár og önnur ár þegar afli er dreginn saman í formi stórskertra aflaheimilda. Stjórnun fískveiða Deilt er um hvort rétt sé að málum staðið við stjórnun fisk- veiða og sýnist sitt hverjum. Nú- verandi fyrirkomulag varð ofan á og lögfest af Alþingi og þar við situr nú. Brask með kvóta er mjög vafasamt og komið úr böndunum. Kannski hefði verið skárra að ríkið hefði leigt út kvóta sem menn hefðu síðan skilað til baka ef hans var ekki lengur þörf? Það er eitt af mörg- um sjónarmiðum. En málið í dag er að allt of margir eru nú að elt- ast við allt of smáa og fáa fiska með of miklum tilkostnaði. Svo er stóra málið: Hverjir fá svo að endingu að veiða og hverjir ekki? Það kemur í ljós von bráðar. Gífurleg verðmæti eru farin í súginn í formi skipa sem hverfa úr rekstri. Ef þjóðin á fiskinn þá hlýtur sá reikningur að lenda á skattborgurum. Hlutverk ráða- manna um viðunandi framhald þessara mála er flókið og vand- leyst en við erum þó ríkari af reynslu. Fækkun skipa þýðir fækkun í sjómannastétt og sífellt minni afli þýðir samdrátt í tekj- um sjómannsheimila. Ljóst er að á komandi fiskveiðiári verður kjararýrnun sjómanna meiri en nokkur stétt á íslandi myndi sætta sig við bótalaust. Því verð- ur fróðlegt að sjá langlundargeð þeirra og hver viðbrögð manna verða. Lögmaimsstofa Löglíæðiþjónusta — Málflutningur Innlieimta — Samningsgcrð — Búskipti Jósef H. Þorgeirssou LÖG9LMIITR Ntillliolti 14 S 13183 - Fa.v 13182 TRÉSMÍÐI Qetum bætt við okkur verkefnum. 5míðum m.a. sól- stofur, glugga, hurðir — eða hvað sem er. Tilboð eða tímavinna. Trésmiðjan Höldur hf. Uppl. í síma 11024 (Bjarni Quðmundsson) eða 13232 (Vilhjálmur Guðmundsson) í hádeginu eða á kvöldin. l%- (O) Innréttingar — Málning Gólfefni — Búsáhöld^. byggingahúsið] SMIÐJUVÖLLUM 7 - AKRANESI - SÍMI 93-13044 KRÓKATÚNI 8 — SÍMI 11454 Öll almenn Ijósmyndun Opið virka daga frá kl. 14,00 til 17,00 og eftir samkomulagi. Símar 12892 & 12129 (símsvari). UÓSMYNDASTOFA AKRANESS VESTURGÖTU 35 (FRÓN) Spónaplötur, allar þykktir ■ Krossviður, þakjárn og stál ■ Margskonar byggingavörur ■ Alhliða byggingaþjónusta TRÉSMIÐJA SIGURJÓNS & ÞORBERGS ÞJÓÐBRAUT 13 — SÍMI 11722

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.