Skagablaðið


Skagablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 1
Framkvæmdir við kvkjuna Uundanfarnar vikur hefur verið unnið að því að steypa upp nýjan vegg umhverfis lóð Akranes- kirkju. Um leið og gamli veggurinn, sem orðinn var lúinn, víkur verða gerðar breytingar við inn- gang kirkjunnar. Tröppurnar fyrir framan hana verða stækkaður og komið upp rampi til þess að auð- velda aðgengi fatlaðra. Trésmiðja Sigurjóns & Þorbergs hefur annast þessar framkvæmdir. Myndin hér að ofan var tekin í fyrradag er unnið var við mótauppslátt og steypu. Mteþyrmingar á máUeysingjum Vitað er um tvö hrottaleg dæmi um misþyrmingar á dýrum sem átt hafa sér stað hér á Akra- nesi að undanförnu. I báðum til- vikum áttu börn og unglingar hlut að máli. Annars vegar var um að ræða kettling og hins veg- ar ófleyga dúfuunga. Unglingar á Akratorgi mis- þyrmdu kettlingi, sem flækst hafði þangað, eitt síðkvöldið. Hentu þeir honum á milli sín og brenndu með vindlingastúfum. Vitni voru að þessum atburði. Þá sást einnig til barna þar sem þau gerðu sér að leik að kasta ófleygum dúfungum niður af bíl- skúrsþaki beint fyrir fætur hunds sem reif þá í sig og drap. Sam- kvæmt heimildum Skagabfaðsins varð hundaeftirlitsmaður bæjar- ins vitni að þessum atburði. Ekki náðist í hann í gær. Dýravinir á Akranesi eru að vonum slegnir yfir þessum tíð- indum og þá ekki síður því hversu illa gengur að koma lög- um yfir fólk sem misþyrmir dýrum. í þessum tilfellum var um ólögráða unglinga að ræða og þeir því ósakhæfir. Öðru máli gegnir um fullorðið fólk. Skagablaðið veit til þess að fyrir nokkrum misserum var maður hér í bæ kærður fyrir hrottalega meðferð á hundi. Hann fékk aðeins áminningu og hélt hundinum. Mallsleg Qðlgun landsmaima síðustu hátfa öld atfaríð í Reykjavik og á Reykjanesi: Vestiendinpn fækkaoi um 30% - Vesturfand þó betur sett enpqú kjördæmi þar sem íbúum hefur fækkað um 38 - 64% Vesturland hefur haldið sínum hlut í íbúaþróun Iandsins síðustu 50 árin betur en þrjú önnur kjördæmi. I tveimur kjördæmum til viðbótar af þeim átta sem í landinu eru er þróunin svipuð og á Vesturlandi. I öllum kjördæmum — að Reykjanesi undanskildu þar sem hlutfall íbúa af heildarfjölda landsmanna hefur tvöfaldast — hefur íbúum fækkað verulega samanborðið við Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem út kom fyrir nokkru. Þegar tölur um mannfjölda á fslandi árið 1940 eru skoðað- ar kemur í ljós að 36,21% allra íbúa landsins bjuggu í Reykja- vík. Á Suðurnesjum bjuggu 2.86% landsmanna, á Vestur- landi 8,18%, á Vestfjörðum 10,66%, á Norðurlandi vestra 8,64%, á Norðuriandi eystra 13,92%, á Austurlandi 8,34% og á Suðurlandi 11,19%. Veruleg röskun á þessari skipt- inu varð strax eftir síðari heims- styrjöldina, þar sem íbúum í Reykjavík fjölgaði verulega á sama tíma og fólki fækkaði í öðr- um kjördæmum. Þróunin hefur síðan verið Reykjavík og Reykjanesi mjög í hag. Hvað Reykjanes áhrærir skipta þétt- býliskjarnarnir Hafnarfjörður, Kópavogur, Garðabær og Mos- fellsbær sköpum í fólksfjölgun- inni. Þegar tölur eru skoðaðar fyrir árið 1990 kemur í ljós að íbúar í Reykjavík voru 57,09% allra landsmanna. Hlutfallsleg fjölgun þar frá 1940 er 57,6%. Alls bjuggu 5,94% landsmanna í Reykjaneskjördæmi í fyrra. Þar er hlutfallsleg fjölgun á hálfri öld 107,7%. Á sama hátt er hlutfalls- leg fækkun á Vesturlandi 30,5%. Þar bjó 5,94% landsmanna í fyrra. Þótt um 30% samdrátt sé að ræða er hann minni en í þrem- ur kjördæmum. Vestfirðirnir hafa farið allra kjördæma verst út úr byggð- aþróuninni síðustu 50 árin. í fyrra bjó þar 3,83% landsmanna. Hlutfallsleg fækkun á 50 árum er rúm 64%. Á Norðurlandi vestra bjuggu í fyrra 4.08% íbúa landsins. Þar er fækkunin 47,2%. Á Norðurlandi eystra bjuggu í fyrra 10,22% landsmanna. Fækkunin á 50 árum nemur 25,6%. Á Austurlandi hefur fækkunin orðið 38% á sama tíma. Þar bjuggu í fyrra 5,17% íbúa landsins. Þá er aðeins Suðurland ótalið. Þar bjuggu 7,98% landsmanna í fyrra. Hlut- fallsleg fækkun frá 1940 er 28,7%. Stækkun Garðavallan Skrifað und- irsamning ásunnudag Skrifað verður undir fram- kvæmdasamning á milli Akra nesbæjar og Golfklúbbsins Leynis um stækkun Garða- vallar úr 9 holum ■ 18 næst- komandi sunnudag. Samningurinn átti að leggjast fyrir bæjarráð í dag og fái hann blessun þess er ekkert því til fyrirstöðu að hann verði undirritaður og slðan staðfestur af bæjar- stjórn. Teikning af stækkuninni verður til sýnis á sunnudag- inn og mun Hannes Þor- steinsson, golfvallahönnuð- ur, útskýra skipulag hennar. Ibúaþróun á Vesturtandi eins og annais staðar á landinu: Rutt úr sveit í þéttbýli Þróun í byggð landsins síðustu 50 árin hefur í stuttu máli sagt verið úr sveit í þéttbýli. Þetta á ekki aðeins við um höfuðborgarsvæðið heldur er þróunin hin sama á Vesturlandi. Þar hefur íbúatatala Akraness, Borgarness og Ólafsvíkur nær þrefaldast á 50 árum og tvö- faldast í Stykkishólmi. Alls voru fbúar á Akranesi 1.840 árið 1940. í fyrra voru þeir 5.230. í Borgarnesi bjuggu árið 1940 642 íbúar en voru 1.725 í fyrra. í Ólafsvík bjuggu árið 1940 473 íbúar en voru 1.216 í fyrra. Þá fjölgaði íbúum Stykkishólms úr 675 árið 1940 í 1.209 í fyrra. hnbrotafarakhir í Borgarfirði uppfýstur Þjófamir vom ung- menni frá Akranesi Fjögur ungmenni frá Akranesi hafa viðurkennt að hafa staðið að baki röð innbrota í Borgarfírði nýverið í samvinnu við félaga sinn frá Hafnarfirði, sem reyndar hefur haldið mikið til hér á Akranesi. Rannsóknarlögreglan á Akranesi hefur upplýst málið að fullu. Þýfið fannst í Hafnarfirði. Ungmennin hófu innbrota- hrinuna í söluskálanum Baulu. Þar náðu þau ekki að stela miklu þar sem þjófavarnar- kerfi fór í gang. Við það kom styggð að hópnum. Þaðan lá leið- in í Hreppslaug, þar sem engu var stolið en mikil skemmdar- verk unnin. M.a. voru brotnar þar sjö rúður. Frá Hreppslaug héldu þau að Kleppjárnsreykjum, þar sem þau höfðu á brott með sér peninga og myndbönd þrátt fyrir að þjófa- varnarkerfi færi í gang. Lokavið- komustaður þeirra var svo í þjónustumiðstöðinni í Húsafelli. Þar náðu ungmennin að stela á annað hundrað vindlingalengj- um, auk peninga og sælgætis. Hópurinn er á aldrinum 12 - 18 ára. Tveir úr honum eru ósak- hæfir vegna aldurs en barna- verndaryfirvöld munu hafa af- skipti af þeim vegna þessa máls.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.