Skagablaðið


Skagablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 3
Skagablaðii Fundur sambandstjómar SUJ á Akranesi: Fordæmir qeitæð- ísleg vinnu genæ irögð Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundi sambands- stjórnar Sambands ungra jafnað- armanna sem haldinn var á Akranesi þann 1. september síð- astliðinn: Sambandsstjórn ungra jafnað- armanna mótmælir harðlega hugmyndum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um skatt á nemendur og sjúklinga. Enn- fremur lýsir SUJ andstöðu við til- lögu um lækkun barnabóta og húsnæðisbóta ásamt öðrum til- lögum sem fela í sér árás á vel- ferðarkerfið. SUJ bendir á að þessar hug- myndir eru í algerri mótsögn við hugsjón jafnaðarmanna og stefnu Alþýðuflokksins, Það er ekki hlutverk Alþýðu- flokksins að auka félagslegt mis- rétti og stéttaskiptingu í samfé- laginu. Mun eðlilegra er að tek- inn verði upp skattur á fjár- magnstekjur og farið eftir öðrum tillögum í kosningastefnuskrá Alþýðuflokksins um tekjuöflun og hagræðingu í ríkisrekstrinum. í ljósi þessa krefst SUJ þess að engar bindandi ákvarðanir í þessu sambandi verði teknar fyrr en flokksstjórn Alþýðuflokks- ins— Jafnaðarmannaflokks ís- lands hefur fjallað um málið.“ Á fundinum var eftirfarandi samþykkt einnig gerð: „Sambandsstjórn ungra jafn- aðarmanna fordæmir gerræðisleg vinnubrögð menntamálaráð- herra varðandi breytingar á út- hlutunarreglum L.Í.N. Rétt hefði verið að hafa sam- vinnu við fulltrúa námsmanna sem höfðu lýst sig reiðubúna til að taka á vanda Lánasjóðsins á raunsæjan hátt. Ef sá háttur hefði verið hafður á hefðu niðurstöðurnar án efa orðið rétt- látari, jafnframt því að taka á vandanum. SUJ telur fáránlegt að enginn fulltrúi námsmanna hafi verið skipaður í nýstofnaða nefnd sem fjalla á um framtíðarskipan L.f.N. Framtíðarskipan sjóðsins hlýtur að varða námsmenn.“ Flytjum T dag, 12. september, að Laugavegi 87. Verkfæralager Þorgeir & Ellert hf. óskar eftir að ráða starfsmann á verkfæralager fyrirtækisins. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í símum 11159 og 11160 á skrifstofutíma. Umsóknum skal skilað til hans í síðasta lagi föstudaginn 20. september næstkomandi. ÞORGEIR & ELLERT HF. nýja t"110 í fjármálaÞjónUStU ’fyrir sjá'fstœtt ufigtfólk' . ni Komdu í Múbb-nn- ÍSLANDSBANKI - í takt við nýja tíma! Áskorun! Við undirritaðir, kaupendur Þjóðviljans, skorum á alla þá sem vilja standa vörð um jafnrétti og félagshyggju að tryggja útkomu blaðsins. Utgáfa Þjóðviljans stuðlar að fjölbreyttari umræðu og lýðræðislegri skoðanamyndun. y/Guðbjartur HanncsSon U Inga Harðardóttir þorqru^ocíaHz r Ragnheiður Þorgrírnsdóttir ~ * Svefnn Kristinsson GERIST ASKRIFEND UR! Áskriftarsími Þjóðviljans er 91/681333

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.