Skagablaðið


Skagablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 4
Skagablaðið Skaaablaðið 5 Góð viðbrögð við hlutafjárútboði Har- aldar Böðvarssonar hf. í síðustu viku hafa komið á óvart, ekki síður á meðal þeirra sem fylgjast grannt með gangi mála á hlutabréfamarkaðnum en ann- arra. Strax fyrsta daginn sem bréfin voru boðin til sölu seldist þriðjungur þeirra þrátt fyrir að þann sama dag væri HMARKs - vísitalan lækkuð í fyrsta skipti frá upphafi. Það óvissuástand sem ríkt hefur á hlutafjármarkaði síð- ustu vikurnar virðist ekki ætla að hafa áhrif á sölu bréfa í HB hf. Þessi góðu viðbrögð sýna öðru frem- ur að hlutafjárkaupendur hafa trú á þessu nýja fyrirtæki þegartil lengri tíma er litið og þá um leið sjávarútvegsfyrir- tækjum almennt. Sú tiltrú er athygl- isverð, ekki síst í Ijósi þess að sjávarút- vegurinn hefur þurft að þola verulega skerðingu á veiðiheimildum. Almennt virðast hlutafjárspekúlantar hafa þá trú, að sjávarútvegurinn rétti úr kútnum og eigi eftir að upplifa nýtt blómaskeið. Tiltrú hlutafjárkaupenda á útgerðar- fyrirtækjum hefur á þessu ári endur- speglast í umtalsverðri hækkun á gengi bréfa í þeim. HB hf. er fimmta útgerðar- fyrirtækið sem fer inn á almennan hluta- fjármarkað. Fyrir voru þar Grandi, Út- gerðarfélag Akureyringa, Skagstrend- ingur og Síldarvinnslan. Bréf í þessum fyrirtækjum hafa almennt hækkað meira en önnur bréf á markaðnum. Sú hækk- un hefur í senn stafað af góðri afkomu fyrirtækjanna og í framhaldi af því hefur eftirspurn eftir bréfum verið umfram framboð. Hlutabréfamarkaðurinn á íslandi er ungur og óþroskaður. Vísitala hans hef- ur stigið geysilega á síðustu fimm árum og gildi hlutabréfa margfaldast. Margir sérfræðingar eru hins vegar þeirrar skoðunar að gengi bréfa einstakra fyrir- tækja hafi hækkað langt umfram eðlileg mörk, algerlega óháð afkomu. Afkoma fyrirtækja hlýtur í framtíðinni að skipta sköpum um verðgildi hluta- bréfa. Þannig er það a.m.k. á erlendum hlutafjármörkuðum, þar sem meirajafn- vægi ríkir. Til þessa hafa bréf verið keypt hér án tillits til afkomu fyrirtækis, m.a. vegna skattaívilnunar ríkisvaldsins til þess að örva sölu á hlutabréfum. Mikil eftirspurn af þeim sökum hefur valdið óeðlilegri hækkun gengis. Undanfarið bendir allt til þess að sú þróun sé á enda og að hlutafjármarkaðurinn á íslandi sé að færast í eðlilegra horf og aukið jafn- vægi að komast á hann. Markaðurinn verður hins vegar ekki eðlilegur fyrr en skattaívilnanir verða með öllu afnumdar. Það hlýtur að verða næsta skref. Sala á bréfum í HB hf. á almennum markaði á eftir að efla fyrirtækið. Með þessum hætti fæst inn nýtt og kærkomið fjármagn í reksturinn. Um leið minnkar þörfin fyrir lántökur og þar af leiðandi dregur úr fjármagnskostnaði. Það skilar sér svo aftur í betri afkomu. Hún ætti síðan sjálfkrafa að skila hluthöfum arði. Sigurður Sverrisson nawmttAm, AfaísmM* Byrjendanámskeið í Shotokan karate hefst í næstu viku Kennt verður í íþrótta- húsinu að Jaðarsbökkum. Kennari: Sensei Tom Erik 2. dan (2. stig svarta beltisins) frá Noregi. ATH! Svo getur farið að þetta verði eina byrjenda- námskeið vetrarins! Upplýsingar og skrán- ing: Jóhanna, sími 11965, og Sigurbjörg, sími 12003. Akranesmót í karate verður haldið í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum laugardaginn 14. september kl. 15.00. Kepptverö- urbæði íKata og Kumite. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir. Stjórn Karatefélagsins Þórshamars Akranesi Sensei Poh Lim, 4. dan, yfirþjálfari Karatcfélags Þórshamars Skólastarf á Akranesi komið á fulla ferð að nýju: Biðlisti í tónlistaiskólanum Metaðsókn er í tónlistarskólann þetta haustið. Þegar hafa verið skráðir 262 nemar og fimmtán að auki eru á biðlista. Að sögn Lárusar Sighvatssonar, skólastjóra, hefur þetta ekki gerst fyrr. Asókn kennara er ekki eins mikil. Ráðnir hafa verið tveir Svíar til kennslu við skólann til þess að manna lausar stöður. Starf annarra skóla bæjarins er sömuleiðis að hefjast. Skagablaðið hafði samand við for- ráðamenn þeirra og innti þá fregna af starfinu. Ingvar Ingvarsson, aðstoðar- Þórir sagði að ánægjulegasta skólastjóri Brekkubæjarskóla, nýjungin við skólann nú á haust- sagði að kennurum í sex ara deildum fjölgaði úr einum í þrjá á þessum vetri, auk þess sem ætl- unin væri að þeir fylgdu sínum bekkjardeildum eitthvað áfram á næstu árum. Litið væri á þetta sem mjög jákvæða þróun. Ingvar sagði að í skólann væri nú ráðinn tónlistarkennari en slíkan hefði vantað á síðasta ári. Að öðru leyti væri kennarlið að mestu óbreytt frá síðasta vetri. Nem- endur í Brekkubæjarskóla eru um 460, nánast sami fjöldi og í fyrravetur. Anægjuleg nýjung Þórir Ólafsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, sagði að í fyrra hefði verið met- aðasókn að skólanun og virtist nemendafjöldinn standa nokkuð í stað á haustönninni. Þó lægi endanlegur nemendafjöldi ekki fyrir enn, þar sem margir nem- endur hefðu verið seinir að láta skrá sig til náms að þessu sinni. Verið var að skrá nemendur í skólann alveg fram á síðasta dag fyrir skólahald. UTGERÐARMENN! Nýjung í þorskanetum UR0K0 Getum nú boðið upp á óhemjusterk L - 1 net (undranetin) frá UROKO, Japan. Hafíð samband og kynnið ykkur verð! NOTASTOÐIN hf. „ SÍMAR 12303 & 12703 3 önn væri sú, að hægt væri að Ijúka námi sjúkraliða við skólann. Áður þurftu nemendur að sækja hluta námsins til Reykjavíkur. Þá sagði Þórir að deildir skólans á Vesturlandi væru stöðugt í sókn og að nú væru yfir eitt hundrað nemendur við nám í dagskóla eða öldunga- deildum í Ólafsvík, Stykkis- hólmi, Borgarnesi og Búðardal. Nemendafjöldi öldungadeild- arinnar á Akranesi hefur nokk- urn veginn staðið í stað á síðustu árum og eru nemendur um sex- tíu. Skólinn hefur í bígerð, auk öldungadeildarinnar, að bjóða upp á nám á styttri námsbraut- um, m.a. skrifstofutækni og tölvufræðslu. Lárus Sighvatsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, sagði að flestir nemendur væru að læra á píanó og hljómborð, eða yfir eitt hundrað. Þar til nýtt húsnæði kemst í gagnið mun kennslan sem fyrr dreifast á um fimm staði í bænum. Kennarar við skólann eru alls átján, þar af fjórir stundakennarar. Þá hefur verið gerður samningur á milli Akraneskaupstaðar og hrepp- anna fjögurra sunnan Skarðs- heiðar um að skólinn annist tónlistarkennslu í Heiðarskóla næsta vetur. Fjölgun nemenda Guðbjartur Hannesson, skóla- stjóri Grundaskóla, sagði nem- endum fjölga um 20 frá síðasta vetri. Þeir væru nú 510 talsins í 25 bekkjardeildum. Sex nýir kennarar hafa verið ráðnir til starfa við skólann og leysa af hólmi jafnmarga sem eru hættir kennslu. Guðbjartur sagði skipulag kennslu að mestu óbreytt frá því í fyrra. Þó væri sá munur á, að sex ára börn væru nú skólaskyld í fyrsta sinn. Þau væru að jafnaði í skólanum fjórar stundir á dag. Þá hefði sú breyting orðið á að yfirkennarar hétu' nú aðstoðar- skólastjórar. Grundaskóli fagnar 10 ára af- mæli sínu í næsta nánuði. Upp á það verður haldið með pompi og pragt einn dag. Þá leggur skólinn í vetur aukna áherslu á söng- kennslu, m.a. vegna Árs söngs- ins sem Fræðsluskrifstofa Vest- urlands skipuleggur. Sömuleiðis hyggst skólinn taka þátt í 50 ára afmælishátíð Akraneskaupstaðar á næsta ári með veglegum hætti. Blus, rokk og popp .. og frábær matur! FIMMTUDAGUR: Blúskvöld. Hin frábæra sveit KK leikur til kl. 01. FÖSTUDAGUR: Rokk eins og það gerist best. KK - flokkurinn ásamt Kristjáni Edelstein sér um fjörið frá kl. 23 - 03. LAUGARDAGUR: Ný dönsk sér um tónlistina til kl. 03 eins og henni er einni lagið! SÆLKERAR! Villibráðarkvöldin hefjast hjá okkur fimmtudaginn 26. september. Hópar og einstaklingar pantið borð tímanlega. Meiriháttar upplifun fyrir bragðlaukana! Samkeppni um lag og texta Akraneskaupstaöur efnir til almennrar samkeppni um lag og texta í tilefni af 50 ára afmæli kaupstaðar- ins. Eftirfarandi reglur gilda um samkeppni þessa og gangast þátttakendur undir þær: 1. Keppnin er almenn og þátttaka öllum opin. 2. Leitað er að frumsömdu lagi með frumsömdum íslenskum texta sem tengist Akranesi. Lag og texti mega hvorki hafa komið út á hljómplötu, snældu eða geisladiski, né hafa tekið þátt í söngvakeppni. Lagið má ekki taka meira en 4 mínútur í flutningi. 3. Lögum skal skilað á snældum og texti skal fylgja með. Snælda og texti skulu merkt heiti lagsins. Rétt nafn, símanúmer og heimilisfang höfundar skal vera í lokuðu umslagi sem merkt er heiti lagsins og dulnefni höfundar. Allt skal þetta sett í eitt umslag og sent til dómnefndar. 4. Hverjum höfundi er heimilt að senda fleiri en eitt lag í keppnina en þá skulu þau send hvert í sínu um- slagi og hvert undir sínu dulnefni. 5. í dómnefnd sitja: Gísli Einarsson, formaður, Lár- us Sighvatsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Jensína Valdimarsdóttir og Steingrímur Bragason. Lögunum skal skila til formanns dómnefndar eða bæjarstjórans á Akranesi, Kirkjubraut 28, Akranesi, fyrir 20. desember 1991. 6. Dómnefndin velur þrjú lög til flutnings á afmælis- hátíð bæjarins og ákveður röð þeirra til verðlauna. Eftirfarandi verðlaun verða veitt: Fyrir besta lag og texta kr. 50.000,- Fyrir þau tvö lög og texta sem dómnefnd telur rétt að verðlauna kr. 20.000,- 7. Akraneskaupstaður áskilur sér rétt til notkunar laganna á afmælisárinu. Þátttakendur beri allan kostnað af þátttöku í keppni þessari. Afmælisnefnd Akraneskaupstaðar Látið í ykkur heyra! 5ÍMirih ER 11402 Neytendafélag Akraness Tækjaleigan er opin manudaga til föstuaaga frá kl. 8 - 12 og 13 - 16. Vermlaður vinnustadur Dalbraul 10 — Sími 12994 1'ím.AtLMK .IÓ\ It.lAK.M GÍSIAMI.V Fípulagningamcistari S12939 & 985 - 31844 Málningarþjónusta Tökum að okkur alla alhliða málningarvinnu. Mold — Túnþökur — Möl — Sandur Önnumst einnig atmenna véiavinnu. GERUM VERÐTILBOÐ NEISTI HF. Símar 12131, 12985, 985-24719 Gleraugnaþjónusta V/esturlands SJÓNGLERIÐ Skólabraut 25 - Slmi 93-11619 'tí Einkatímar hjá miðli Orkumiðillinn Erling Kristinsson verður hér á Akranesi helg- ina 21. og 22. september. Tímapantanir í síma 12488 og Akraneskirkja Sunnudagur 15. september Messa kl. 11. Altarisganga. Flutt verður messa fyrir sópran og orgel eftir Erwin Zillinger. Flytjendur: Laufey Helga Geirs- dóttir, sópran, ásamt organista kirkjunnar. Fimmtudagur 19. september Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrirsjúkum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. SÓKNARPRESTUR Lögmaimsstofa Lögra;ðiþjónusta — Málflutningur Innlicimta — Samningsgerð — Búskipti Jó§ef H. Porseirsson LÖGMAÐUR TRÉSMÍÐI Oetum bætt við oKKur verKefnum. Smíðum m.a. sól- stofur, glugga, hurðir — eða hvað sem er. Tilboð eða tímavinna. Trésmiðjan Höldur hf. Uppl. í síma 11024 (Bjarni Guðmundsson) eða 13232 (Vilhjálmur Guðmundsson) í hádeginu eða á kvöldin. Stillliolti 14 0 13183 - Fax 13182 Innréttingar — Málning Gólfefni — Búsáhölc^. byggingahúsið] SMIÐJUVÖLLUM 7 - AKRANESI - SÍMI 93-13044 KRÓKATÚNI 8 - SÍMI11454 All 1 V' Spónaplötur, allar þykktir ■ Krossviður, þakjárn og stál ■ Margskonar byggingavörur ■ Alhliða byggingaþjónusta TRÉSmiÐJA SIGURJÓNS & ÞORBERGS Þ J ÓÐBRAUT 13 — SÍMI 11722 Ull almenn ljosmyndun Opið virka daga frá kl. 14,00 til 17,00 og eftir samkomulagi. Símar 12892 & 12129 (símsvari). UÓSMYNDASTOFA AKRANESS YESTURGÖTU 35 (FRÓN) SÍM111100 (SÍMSVARI) Sumir gera nánast allt til að komast á toppinn. Chesney Hawkes, Roger Daltrey og Sharon Duce fara með aðalhlutverkin í þessari stórgóðu og eldfjör- ugu tónlistarmynd. Fjöldi vinsælla laga er í myndinni. SÝND KL. 21 I KVÖLD, FIMMTUDAG, OG ANNAÐ KVÖLD. Lagarefir (Class Action) Stórleikararnir Gene Hackman og Mariy Leiza- beth Mastrantonio leika hér feðgin og lögfræðinga sem fara heldur betur í hár saman í magnaðri spennumynd. SYND KL. 21 Á SUNNU- DAG OG MÁNUDAG.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.