Skagablaðið


Skagablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 6
6 Skagablaðið Sigur í 2. deild endanlega í höfn: Fá sigurlaun af- henft á laugardag Skagamenn tryggðu sér endanlega sigu^2. deild íslandsmótsms í knattspyrnu á föstudagskvöld með 4 : 2 sigri á Þrótturum í Reykjavík. Staðan í hálfleik var 2 : 0 íA í vil og liðið bætti þriðja markinu við áður en heimaliðið náði að minnka muninn í 2 : 3. Arnar Gunnlaugsson skoraði Staðan í 2. deild íslandsmóts- tvö marka Skagamanna og ins í knattspyrnu er þessi þegar er nú markahæstur í deildinni ein umferð er eftir. með 15 mörk. Haraldur Hinriks- son og Sigursteinn Gíslason skoruðu hvor sitt markið. Þetta var jafnframt fyrsta mark Har- aidar í sumar. Skagamenn mæta Selfyssing- um hér heima í lokaleik mótsins kl. 14 á laugardag. Eftir þann leik fær liðið afhent sigurlaun sín. Skagamenn eiga harma að hefna í þeim ieik því Selfyssingar skelltu þeim 4 : 1 í fyrri leik lið- anna. Akranes L 17 u 13 J 1 T MörkStig 3 50:12 40 Þór 17 11 2 4 38:21 35 Grindavík 17 10 2 5 27:16 32 Keflavík 17 9 4 4 41:22 31 Þróttur 17 8 3 6 25 :24 27 ÍR 17 8 1 8 42 :34 25 Fylkir 17 6 6 5 30 : 22 24 Selfoss 17 5 2 10 23:33 17 Haukar 17 2 2 13 1§ : 59 8 Tindastóll 17 1 1 15 18 :66 4 Fyrsta Akranes- mótioíkarate Fyrsta Akranesmeistaramótið í karate verður haldið í íþrótta- húsinu á Jaðarsbökkum á laugar- daginn og hefst kl. 15. Keppt verður í Kata og Kumite í flokk- um unglinga og fullorðinna. Hægt er að skrá sig í þátttöku í mótinu þar til keppni hefst. etrarstarf Karatefélagsins Þórshamars á Akranesi er nú að komast á skrið. Karate- menn lágu þó ekki á liði sínu í sumar og héldu úti æfingum auk þess að efna til æfingabúða. Nýr þjálfari, Norðmaðurinn Tom Erik Bjölgerud, 2. dan (2. stig svarta beltisins), er kominn til starfa hjá félaginu og stjórnar æfingum í vetur. Breyttir æfingartímar hófust í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum á þriðjudag. Æft verður þrisvar í viku í vetur; á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum. Fyrirhugað er byrjendanám- skeið í karate næstu viku. Svo kann að fara að þetta verði eina byrjendanámskeið vetrarins. Hægt er að skrá sig á það hjá Jó- hönnu í síma 11965 (vs. 11350) og Sigurbjörgu í síma 12003. Þær veita jafnframt allar nánari upp- lýsingar um æfingarnar í vetur. Misstu af titlinuiii á síðustu hindrun Meistaraflokkur kvenna missti af Íslandsbikarnum á síðustu hindrun um helgina. Stelpurnar töpuðu 0 : 2 fyrir Val að Hlíðar- enda en þurftu sigur til þess að tryggja sér titilinn. Þrátt fyrir að eiga síst minna í leiknum að Hlíðarenda máttu stelpurnar játa sig sigraðar. Þær geta þó borðið höfuðið hátt eftir sumarið. Þær höfnuðu í 3. sæti á Islandsmótinu og unnu bikarkeppnina með eftirminnilegum hætti. Liðið er mjög ungt að stofni til og á vafalítið eftir að gera enn betur á næstu árum. Tftillinn endanlega glataður Kristinn Reimarsson, Osló: Meistaravonir Lyn eru endanlega fyrir bí eftir enn eitt jafnteflið um helgina, nú á útivelli gegn Rosenborg, 2 : 2. Lyn yfirspilaði heima- liðið lengstum og náði tvíveg- is forystu en Rosenborg jafn- aði metin er komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Um fyrri helgi gerði Lyn jafntefli við Tromsö á heimavelli, 1:1. Óli skoraði þá mark Óslóarliðsins með þrumufleyg. Jöfnunarmark gestanna var sjálfsmark. Lyn er nú í 4. sæti í deild- inni með 28 stig, tólf stigum á eftir Viking, sem leiðir deild- ina. Liðið hefur misst damp- inn að undanförnu og hefur gengið herfilega að skora mörk þrátt fyrir yfirburði í mörgum leikjum. „Þetta er ótrúlegt og mér er með öllu óskiljanlegt hvernig menn geta klúðrað þessum færum," sagði Ólafur er Skagablaðið ræddi við hann. „Sóknarmennirnir okkar hafa ekki gert nema 5 - 6 mörk af þessum 19 sem við höfum skorað í sumar,“ bætti hann við og var ekki par hress með framherja liðsins. Fjórar umferðir eru nú eft- ir í norsku 1. deildinni. Lyn á enn möguleika á 2. sætinu. Viking leiðir með 40 stig, Start er með 32, Rosenborg 29 og Lyn 28.________ Gelraytahóplejkurinn kominn á firila ferð að nýju: GASS hefur tekid forystu GÁSS - hópurinn, sigurvegar- Síðan koma Gosarnir með 18, hófst á sama tíma. Hann stendur inn í vorleik Knattspyrnufélags ÍA og Körfuknattleiksfélags Akraness, hefur tekið forystuna í haustleiknum í getraunum sem hófst um fyrri helgi. Forskotið á næstu hópa er þó naumt. GÁSS - ararnir eru með 21 réttan samtals eftir tvær vikur, einum leik meira en Ernir og Magic Tipp, sem eru með 20. Tumi 17 og ESP 16. Ellefu hópar hafa þegar skráð sig til keppni en einn hefur reyndar enn ekki hafið leikinn. Þá voru tveir hópanna ekki með í fyrstu vikunni. Leikurinn hjá ÍA stendur í 15 vikur og gildir skor 10 bestu vikna. Hópleikur íslenskra getrauna í tíu vikur og gildir skor átta bestu. Keppt er um Citroen AX bifreið. Tveir hópar eru þar með 22 rétta og fjórir með 21, þar á meðal GÁSS. Verðlaun í hópleiknum hér á Akranesi hafa enn ekki verið ákveðin en þau verða tilkynnt á næstunni. Kyýusveinar eiim og átta á Garðavelli: 011 sveitin íék undir forgjöf! Hver og einn einasti meðlimur sveitar Golfklúbbsins Leynis lék undir sinni forgjöf í bæjarkeppni Hellu, Mosfellsbæjar og Akraness í golfi um helgina. Enda þurfti ekki að spyrja að leikslokum, Leynis- menn sigruðu með yfirburðum þrátt fyrir að allar aðstæður til golf- iðkunar væru hinar erfiðustu og lls voru átta kylfingar í sigur- sveit Leynismanna og það hlýtur að teljast makalaust að hver einasti þeirra skyldi leika undir forgjöf sinni og þar með völlinn undir pari. Úrslitin urðu þau að Leynir lék á 538 höggum, Golfklúbbur Hellu á 587 höggum og Kjalarmenn í Mosfellsbænum á 617 höggum. Árangur einstakra Leynis- manna var sem hér segir: Reynir Sigurbjörnsson 65 nettó, Jón B. Jónsson 66, Ólafur Theodórsson 67, Ragnar Helgason 67, Karl Þórðarson 67, Arnar Smári Ragnarsson 68, Birgir Leifur Hafþórsson 69 og Sveinn Þórðar- Ilurinn rennandi blautur. son 69. Árangur átta bestu kylf- inganna úr hverjum klúbbi gilti í þessari bæjarkeppni. í einstaklingskeppninni án for- gjafar sigraði Birgir Leifur á 73 höggum, Kristinn G. Bjarnason lék á 74 og Helgi Dan Steinsson á 75. Allir eru úr Leyni. Með for- gjöf sigraði Hellubúinn Guðjón Jóhannesson á 61 nettó (!!!!). Reynir Sigurbjörnsson lék á 65 og Jón B. Jónsson á 66. Hætt er við að forgjafanefnd Leynismanna hafi í nógu að snú- ast næstu vikurnar eftir þessa rosalegu frammistöðu um helg- ina. Bæjarstjóm þeytir kytfum Hið árlega golfmót bæjarstjórnar og embættismanna bæjarins fer fram á Garðavelli þeirra Leynismanna á sunnudag. Ef að líkum lætur má þar búast við margri fagurri sveiflunni og tilþrifum sem ekki sjást nema einu sinni á ári. Auk embættismanna bæjarins Á laugardag er svo tví- er öllum nýliðum sumarsins menningskeppni á vellinum. Þar svo og þeim sem verið hafa í golf leika tveir saman og gildir svo- tímum hjá Ómari Erni Ragnars- kallaður „betri bolti“. syni boðið til keppni á sunnudag. Liverpool — Aston Villa 1 1 LutonTown — Oldham 2 X2 Manch. City — Sheff. Wed. 1 1 Norwich — West Ham 1 2 1 Nottm. Forest — Wimbledon 1 1 Sheff. Utd. —Everton 2 X2 Southampton — Man. Utd. 1 2 2 Tottenham — QPR 1 1 Newcastle — Wolves 1 2 IX Karl Þórðarson gerði sér lítið fyrir og nældi í 10 rétta í fyrstu viku getraunaleiks Skagablaðsins. Kerfið sem nú er boðið upp á svarar til 48 raða og kostar 960 krónur. Ef röðin hefði verið send inn, sem reyndar er aldrei gert af hálfu blaðsins, hefði Karl haft 1.208 krónur upp úr krafsinu. Jónína Víglundsdóttir varð að játa sig sigraða þrátt fyrir að hafa náð 8 réttum. Hún hefur tilnefnt Önnu Einarsdóttur sem arftaka sinn. Anna Karl Chelsea — Leeds Utd. 1X2 1 2 Coventry — Notts County X 1 Crystal Palace — Arsenal 1 2 1X2 Karl Pórðarson Anna Einarsdóttir

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.