Skagablaðið


Skagablaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 1
33. TBL. 8. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 VERÐ KR. 150,- AIH bendir til að Hnausa- skersleiðin verði valin AHt bendir nú til þess að ytri leiðin, Hnausaskersleiðin svokallaða, verði fyrir valinu við ákvörðun um staðsetningu jarðganga yfir Hvalfjörð. Við rannsóknir í sumar hefur komið í Ijós að innri leiðin, svokölluð Kiðafellsleið, hentar ekki eins vel fyrir jarðgöng og vænst var. Dýpra er þar niður á heilt bergþak en vonir stóðu til. Gísli Gíslason, bæjarstjóri heppilegur kostur og vænst hafði s Isem jafnframt er varafor- maður stjórnar Spalar hf., hluta- félags um jarðgangagerð í Hval- firði, sagði í samtali við Skaga- blaðið seint í gærkvöld, að von væri á frumskýrslu um rannsókn- irnar á næstu dögum en ljóst væri að innri leiðin væri ekki eins verið. Það að dýpra er niður á heilt bergþak á Kiðafellsleiðinni en búist var við hefur það í för með sér að göngin þyrftu að vera lengri en ráð var fyrir gert. Það myndi svo aftur hleypa upp kostnaði. Því er það sem ytri leiðin verður væntanlega valin. Gísli sagði að á næstu dögum yrðu tekin jarðvegssýni með kjarnabor við sunnanverðan fjörðinn með Hnausaskersleið í huga. Ekki þyrfti að bora við hann norðanverðan þar sem menn vissu hvað þar væri undir. Endanlegrar skýrslu um niður- stöðu rannsóknanna í sumar er að vænta á næstu vikum en upp- haflega var stefnt að því að hún lægi fyrir um mánaðamótin sept- ember/október. Ragnheiður Run. ekn niður á hjóli veslra Ragga Run. — slapp með skrekkinn. Betur fór en á horfðist er sund- drottningin Ragnheiður Runólfs- dóttir varð fyrir því í síðustu viku, að ekið var á hana þar sem hún ferðaðist um á reiðhjóli. Hjólið gereyðilagðist en Ragn- heiður slapp með slæmt mar og skrámur. kagablaðinu tókst ekki að ná tali af Ragnheiði í gær en óhapp þetta mun ekki hafa nein teljandi áhrif á æfingaundir- búning hennar fyrir Olympíu- leikana í Barcelona á næsta ári. Blaðið fékk staðfest að hún hefði t.d. æft bæði í gærmorgun og gærkvöld þrátt fyrir áverkana, sem m.a.'voru mar innvortis á brjóstkassa. Karl Þórðarson hampar bikarnum. Guðjón fékk flugferð í lokin. Skaginn upp - Kalli hættir Skagamenn kórónuðu frábæra frammistöðu í 2. deild tslands- mótsins í knattspvrnu í sumar pieð 5 : 0 sigri á Selfyssingum í lokaleik sínum hér á Akranesi á laugardag. Eftir leikinn fékk lið- ið afhent sigurlaunin. Karl Þóröarson, fyrirliði, tók við bikarnum við mikinn fögnuð áhorfenda og félaga sinna í liðinu. Hann var síðan tollerað- ur ásamt Guðjóni Þórðarsyni, þjálfara. Karl tilkynnti í hófi um kvöldið, að hann hefði tekið þá ákvörðun að leggja keppnis- skóna á hilluna eftir að hafa ver- ið í eldlínunni í meistaraflokki frá 1972. Óhætt er að segja að mikil eftisjá sé af Karli og skarð hans vandfyllt. Skagamenn hafa undirritað nýjan tveggja ára samning við Júgóslavann Luka Kostic. Þau tíðindi ættu að kæta forráða- menn Knattspyrnufélags ÍA, leikmenn og áhangendur liðsins. Kostic hefur leikið mjög vel með ÍA og notið virðingar jafnt sem vinsælda. Akraborg ftytur aðstöðuna innan Reykiavíkurhafnar Þeir sem ferðast með Akraborginni á sunnu- daginn þurfa aðeins að greiða hálft venjulegt fargjald. Ástæðan er tvíþætt. Þess verður þá minnst, að 100 ár eru liðin frá upphafi skipulegra siglinga um Faxaflóa. Jafnframt flyst aðstaða Akraborgar í Reykjavíkurhöfn frá Grófarbryggju að Faxagarði. Auðvitað er viss eftirsjá að gamla staðnum, þar sem við höfum haft aðstöðu til margra áratuga, en hinu ber ekki að neita að aðstæður eru allar mun betri á þeim nýja,“ sagði Helgi Ibsen, framkvæmdastjóri Hf. Skallagríms er Skagablaðið ræddi við hann. „Það hefur staðið til lengi að við flyttum okkur um set en ekkert oiðið af því fyrr en nú. Það hefur verið gott að hafa aðstöðu við Grófarbryggju sjór er þar kyrr, en Tryggvagatan hefur oft reynst erfiður þröskuldur viðvíkjandi umferð. Þá hefur flotbrúin verið háð ákveðnum þungatak- mörkum. Nýja brúin við Faxagarð ber öll þau farartæki sem á annað borð komast um borð í skipið. Þá er öll aðkoma mun þægilegri á nýja staðnum. Þessar breytingar ættu því að vera liður í bættri þjónustu Akraborgar við bíleigendur jafnt sem gangandi farþega,“ sagði Helgi. — Sjá nánar grein um sögu Faxaflóaferja á bls. 6 - 71 blaðinu í dag. Þetta kort af Reykjavíkurhöfn sýnir tilfœrslu aðstöðunnar.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.