Skagablaðið


Skagablaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 8
8 Skagablaðið Skrif mín nú eru vegna undirskriftasöfnunar íbúa Vogabrautar, Vallholts og Hjarðarholts vegna umferðar- og bflastæðismála. Ég leyfi mér að birta hér bréfið sem sent var bæjarstjórn Akraness. For- maður skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands fékk afrit af bréf- inu. Bréfið er svohljóðandi: æjarstjórn Akraness. Greinargerð og upplýsingar um ástæður þess að íbúar við Vogabraut, Vallholt og Hjarðar- holt gengust fyrir undirskriftum um úrbætur í umferðar- og bíla- stæðismálum við Vogabraut og efri hluta Vallholts. Ég undirritaður tók að mér fyrir hönd íbúa þessara gatna að sjá um framkvæmd undirskrift- anna og að koma skoðunum íbúanna á framfæri við bæjar- stjórn og skólanefnd Fjölbrauta- skólans. Umferð hefur stóraukist um Vogabraut, langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Ástæður þess eru að okkar mati að vegna fjölgunar hraðahindrana á Vest- urgötu innanverðri hafa íbúar við neðanvert Hjarðarholt og Esjubraut valið að aka fremur um Vogabraut en Vesturgötu. Það er áberandi að starfsfólk Sjúkrahúss Akraness sem býr ofan Þjóðbrautar og leggur bíl- um sínum á bílastæði sjúkrahúss- ins Heiðarbrautarmegin, velur heldur að aka Vogabraut en Kalmansbraut, til að losna við bið við umferðarljósin á gatna- mótum Kalmansbrautar og Stillholts. Þessi umferð yrði úr sögunni og allur hraðaakstur með lokun Vogabrautarinnar gengt húsi no. 6. Þá eru það bílastæðismál Fjöl- brautaskólans. Þessi skóli hefur þanist út á undanförnum árum, úr því að vera fámennur gagn- fræðaskóli, sem flestir komu gangandi til, í það að verða skóli með um eða yfir sex hundruð manns sem stór hluti fólksins kemur akandi til. Fjölbrautaskólinn er staðsett- ur í fullbyggðu íbúðahverfi, þannig að útþenslumöguleikum hans eru skorður settar. Við skólann eru engin skipulögð bíla- stæði sem því nafni geta kallast og er það þeim sem eiga um þessi mál að sjá til mikils vansa, þó ekki sé sterkara að orði kveðið. Vegna þessa ófremdarástands verða íbúar við neðsta arm Vogabrautarinnar, húsanna 6 - 16, og efri hluta Vallholts fyrir miklum óþægindum við að kom- ast að og frá sínu heima. Það er krafa okkar að gerðar verði úrbætur í þessu máli svo þessu ófremdarástandi ljúki. Það eru tillögur okkar íbúanna á þessu svæði að um skólalóðina verði sett girðing og að öll að- koma að skólanum verði um neðanverða Vogabraut frá Still- holti, þar sem aðalinngangur skólans er, svo að við losnum við þann átroðning sem nú viðgengst þar sem komið er að skólanum úr öllum áttum. Um bílastæðin viljum við gera þær tillögur að allt svæðið fram- an við skólann og fyrir ofan heimavistina meðfram Voga- braut verði skipulagt og með merktum bílastæðum, þannig að enginn þurfi að vera hræddur um að lokast inni. Sú úrbót sem gerð var með malarsvæðinu ofan við heimavistina hefur lítið verið notuð, vegna þess að bílum hefur verið lagt með gangstéttinni á milli heimavistarinnar og húss no. 6 við Vogabraut, þannig að inn- og útkeyrsla hefur verið lok- uð að heita má og þeir sem lagt hafa bílum sínum þar hafa oft lokast inni. Það er tillaga okkar að veggurinn framan við skólann verði brotinn niður og að malar- svæðið fyrir innan verði notað sem bílastæði á meðan það þjón- ar engum betri tilgangi. Við krefjumst þess að af okkur verði létt þeim óþægindum, sem bílar tengdir skólanum valda íbúum við neðstu arma Voga- brautar og efrihluta Vallholts, og hafa gert undanfarin ár. Virðingarfyllst, f.h. 58 íbúa við áðurnefndar götur, Vogabraut 18, 30. júlí 1991. Huldar Ágústsson.“ Margs vísari Eftir að undirskriftirnar og bréfið voru send bæjarstjórn hef ég átt mörg viðtöl við forseta bæjarstjómar um þessi mál. Ég hef líka talað við tæknifræðing bæjarins og arkitektinn sem fyrir tveimur árum skipulagði allt svæði Fjölbrautaskólans. Af viðtali mínu við arkitektinn varð ég margs vísari og hefði að réttu átt að fá að skoða skipulag- ið áður en bréfið var sent. Þá hefði ég getað bent á ýmislegt sem ekki kemur fram í bréfinu en gæti leyst bílastæðisvandamál- in þar til allt verður komið í það horf sem skipulagsuppdrátturinn sýnir. Ég komst að því að framtíðar- bílastæði skólans eiga að vera þar sem nú eru bráðabirgða- kennslustofur skólans. Ég komst líka að því að stórt malarsvæði er í vesturhorni lóðarinnar, þar sem tréiðnaðarhús skólans á að rísa í framtínni. Hvenær það verður veit enginn. Ég lagði til við arkitektinn að þetta svæði yrði notað fyrir bíla- stæði kennara og starfsmanna skólans með innkeyrslu frá Heið- arbraut. Ekki urðum við sam- Þétt skipaður bekkurinn á bílastœðum Fjölbrautaskólans fyrir stuttu. mála um þessa tillögu mína. Hann sagði að þarna yrði aðalað- fangaleið til skólans og bílastæði þar myndu valda ónæði í kennslu stofum skólans. Ég taldi hins vegar að bílastæðin myndu ekki valda ónæði umfram önnur, þar sem kennarar og starfsmenn kæmu í skólann áður en kennsla hefst og hefðu mesta samfellda viðveru af þeim er nota bílastæði skólans. Mér þótti þetta góð lausn, þar sem þetta svæði er ónotað, en framtíðarbílastæðis- svæðið er nú þétt sett af bráða- birgðakennslustofum. Um þetta vorum við ósammála. Reglur um bílastæði? Þær framkvæmdir framan við skólann sem nú standa yfir skapa aðeins 25 bílastæði, sem er engin aukning frá því sem var, svo að ég sé ekki að skólinn ætli að leysa þetta mál frekar en hingað til. Það var krafa bygginganefndar bæjarins fyrir nokkrum árum, að teikningar af húsum með umfang umfram íbúðarhús voru ekki samþykktar nema að tryggt væri að bílastæði væru næg við við- komandi byggingu. Hvað um Fjölbrautaskóla Vesturlands? í samtölum mínum við forseta bæjarstjórnar hefur komið fram, að afrit af bréfinu sem bæjar- stjórn var sent með undirskrifta- listanum var sent umferðamefnd til umsagnar þann 1. ágúst 1991. Bréfið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 20. ágúst 1991. Mér skilst að umsögn nefndarinnar hafi verið alls ófull- nægjandi að mati bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar þann 27. ágúst 1991 flutti Gísli Einars- son eftirfarandi tillögu: „Bæjar- stjórn Akraness felur umferðar- nefnd að svara efnislega erindi því sem bæjarráð vísaði til nefn- arinnar frá íbúum Vogabrautar, Vallholts og Hjarðarholts til um- sagnar þann 1. ágúst 1991. Sam- þykkt 9:0.“ Til hvers nefndir? Til hvers eru nefndir, t.d. um- ferðarnefnd, kosnar af bæjar- stjórn? Nefndir, sem ekki geta svarað efnislega þeim málum sem til þeirra er vísað og bæjar- stjórn þarf ítrekað að krefja um efnisleg svör við málum sem til þeirra er vísað, sbr. erindið sem bæjarráð sendi umferðarnefnd þann 1. ágúst sl. Síðar í þessum skrifum mínum mun ég setja fram tillögu sem ég held að umferðarnefnd ætti að gera að sinni í sambandi við er- indi bæjarstjórnar frá 27. ágúst 1991. Nefndinni þyrfti ekki að vera nein minnkun að því þótt hugmyndin sé ekki hennar og ætti að taka fegins hendi tillögum frá öðrum því betur sjá augu en auga og betur þekkja þeir vand- ann sem í nábýli við hann búa en þeir sem á hann horfa úr fjarlægð. í samtölum við forseta bæjar- stjórnar hefur komið fram, að einhverjir íbúar við neðsta hluta Vogabrautar hafa haft samband við hann og eru ekki sáttir við þær tillögur sem eru í bréfinu til bæjarstjórnar og að þeim hafi ekki verið sýndur undirskrifta- listinn. Ég viðurkenni að það voru mistök og bið hlutaðeigandi afsökunar á því. Það eru fjögur hús sem standa við þennan hluta götunnar, nr. 1, 2 og 3 við Voga- braut og nr. 17 við Stillholt. Þróast öðru vísi Við munum það frambýiing- arnir, en nú er aðeins einn þeirra eftir í þessum umræddu húsum, að margt hefur þróast á annan veg en í upphafi var ætlað. Gagn- fræðaskóli Akraness átti ekki að byggjast suður fyrir Vogabraut- ina. Á svæðinu á milli Voga- brautar 2 og neðsta arms götunn- ar og holtinu meðfram Kalmans- braut niður að Stillholti átti að verða garður með trjám og blómum. Þróunin hefur orðið önnur en ætlað var í upphafi. Fjölbrautaskólinn hefur þanist út og er kominn suður fyrir göt- una og þar með er draumurinn um garðinn minning ein. Með byggingu heimavistarinnar hafa íbúar áðurnefndra húsa orðið fyrir miklu ónæði sem alltaf fylgir þegar margt ungt og lífsglatt fólk býr á sama stað. Fyrr í þessum skrifum vísaði ég til nýrra hugmynda um Voga- brautina. Þær eru að götunni verði lokað á tveimur stöðum, neðan heimavistar og gegnt húsi nr. 6 og að innkeyrsla að Fjöl- brautaskólanum verði frá Kal- mansbraut yfir holtið þar sem það er lægst — því hvað er betra gert við það úr því að draumur- inn um garðinn mun ekki rætast? Hugmyndin um lokunina í neðri hluta götunnar yrði þannig: Götunni yrði lokað þvert út frá gangstétt við efri mörk lóðar húss nr. 2, að miðlínu götunnar, síðan eftir miðri götunni að efri mörkum lóðar húss nr. 3. Um efri lokunina væri farið eins að. Götunni yrði lokað frá gangstétt- arhorni við hús nr. 6, þvert að miðlínu, síðan eftir miðri göt- unni að efri mörkum nýju bíla- stæðanna, þaðan þvert yfir götu- na og eftir brún bílastæðanna að bráðabirgðakennslustofunum. Með þessu ætti að verða betra að komast að og frá neðsta armi götunnar. Verðfall eigna? Ef umferðarnefnd sér ekkert raunhæft í þessum tillögum og svarar bæjarstjórn á áþekkan hátt og erindi bæjarráðs frá 1. ágúst 1991, sé ég ekki betur en bæjarstjórn verði að endurskoða skipan manna í nefndinni. Ef ekki verður breyting til batnaðar á þessu ófemdarástandi, se'm fer versnandi, sjáum við húseigend- ur ekki annað en húseignir okkar falli stórlega í verði. Ætlar kannski Fjölbrautaskólinn eða bærinn að bæta okkur þann skaða vegna þess að vandamál- unum er velt yfir á þá sem fyrir voru áður en þessi útþensla hófst? (Millifyrirsagnir eru Skaga- blaðsins)

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.