Skagablaðið


Skagablaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 9
Skagablaðið 9 íbrennidepli Fullt nafn? Gunnar Ólafs- son. Fæðingardagur og fæðing- arstaður? 14. júní 1950 í Reykjavík. Starf? Húsasmíðameistari og framkvæmdastjóri Bíóhall- arinnar á Akranesi. Hvað líkar þér best í eigin fari? Hvað ég er ógurlcga um- burðarlyndur. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú „yrðir stór“? Ábyggilega flugmaður. Hvert var uppáhaldsfagið þitt í skóla? Ekkert sérstakt. Ertu mikið lyrir blóm? Hvorki með eða á móti þeim. Hver er uppáhaldslitur þinn? Blátt. Ferðu oft með Akraborg- inni? Það kemur fyrir. Áttu eða notarðu tölvu? Nei, aldrei átt tölvu. Hefur þú farið hringveg- inn? Nei, en gæti hugsað mér það í ellinni. Ferðu oft í gönguferðir? Nei. Drekkurðu mikið af gosi/ öli? Ein kók á dag kemur skapinu í lag. Hver er algengasti matur sem þú borðar? Kjöt. Ferðu oft í bíó? Já, að minnsta kosti 10 sinnum í mánuði. Stundar þú stangveiðar? Nei, ég náði ekki önglinum úr rassinum og hætti þess vegna. Áttu einhver gæludýr? Nei. Lestu mikið, notarðu bóka- safnið? Nei, er ekki í bóka- safninu. Hverju myndir þú breyta hér á Akranesi ef þú gætir? Reyna að ná umræðunni hér á Akranesi upp á hærra plan, og hætta þessu helv. . . væli. Draumabíllinn? Mustang árgerð ’66, blæjubíll. Ertu mikið fyrir tónlist — hvemig? Já, þungarokk. Hvað hræðistu mest? Skor- kvikindi. Sækirðu tónleika Ég gerði það áður fyrr og þá hjá alvöru hljómsveitum. Notarðu bílbelti og Ijós þeg- ar þú ekur? Já ég verð að gera það. Fylgist þú með störfum bæjarstjómar? Já nokkuð þokkalega. Flutningar Get tekið léttan flutning á sendbíl, t.d. búslóðir o.fl. Ferfrá Akranesi á morgnana og Reykja- víkákvöldin. Uppl. í síma 11730 eftir kl. 20. Öm Pálsson, framkvæmdastjón Landssambands smábátaeigenda, skrífan Röngum staðhæfingum Stefáns Látusar Pálssonar svarað Hr. ritstjóri Skagablaðsins, Sigurður Sverrisson, Skólabraut 21, 300 Akranesi. Ekki veit undirritaður hvað vakir fyrir greinarhöfundi Skagablaðs- ins, Stefáni Lárusi Pálssyni, fyrrum smábátaeiganda og fulltrúa smá- bátaeigenda á Akranesi á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda, LS, 1988, þegar hann heldur því fram að LS hafi lagt til við ráðherra að sérhver bátur skyldi fá kvóta sem yrði söluvara. Eg hélt að hann sem fyrrum smábátaeigandi væri betur upplýstur um afstöðu LS til þessa máls. í annars ágætri grein er hann ritar í Skagablaðið 5. sept- ember sl. segir orðrétt: Eðlilegt er að smábátum í út- gerð fækki. Sú samþykkt manna í Landssambandi smá- bátaeigenda að leggja til við ráð- herra að hvert horn sem flyti fengi sér kvóta sem yrði söluvara var ekkert annað en vanhugsað ákall til þeirra fésterku í útgerð til að koma og kaupa aflaheimild ir smábátanna." ekki bætist ofan á að stjórnvöld hafi hönd í bagga með hverri hreyfingu manna. Landssambandið hefur barist fyrir því að krókaveiðar báta Rangar staðhæfingar Þarna vantar stórlega upp á að farið sé með rétt mál. LS hefur aldrei lagt til við ráðherra að hvert horn sem flyti fengi kvóta sem yrði söluvara og óskar undir- ritaður eftir að leiðrétting verði birt í blaði yðar við fyrsta tæki- færi með birtingu þessa bréfs. Til að varpa þessum staðhæf- ingum fyrir róða hef ég valið að rekja í stuttu máli gang mála frá aðalfundi LS 1989 þegar frum- varpsdrög um stjórn fiskveiða voru framkomin til þess dags er verið var að fjalla um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða á hæstvirtu Alþingi. Undirritaður styðst við fréttabréf LS frá þeim tíma, sem umræddur greinarhöf- undur, Stefán Lárus Pálsson, fékk sent. Eins og þér sjáið með lestri þessa bréfs er afstaða LS í þessu málefni skýr og verður vonandi til þess að umræddum misskiln- ingi verði eytt. Aðalfundur LS 1989 ályktaði eftirfarandi: „Grundvallarhugsjón Lands- sambands smábátaeigenda er og hefur verið að veiðar smábáta við íslandsstrendur takmarkist ærið nóg af ytri aðstæðum þó undir 10 brl. verði gefnar frjálsar. Það kerfi sem notað hef- ur verið undanfarin ár hvað varð- ar krókaveiðar hcfur verið með þeim hætti að smábátaeigendur hafa talið það ásættanlegt á með- an almennar takmarkanir eru á botnfiskveiðiflotanum í heild. Landssamband smábátaeig- enda gerir fullan fyrirvara við það frumvarp til laga sem nú hef- ur verið kynnt á almennum vett- vangi. Inni í frumvarpinu eru at- riði sem smábátaeigendur hafa bent á til leiðréttingar fyrir löngu síðan en fjölmörg atriði eru þar inni sem bæði eru algerlega óá- sættanleg og önnur sem sannar- lega þarfnast nákvæmari útskýr- inga.“ LS andvígt kvóta á alla báta í annarri ályktun aðalfundar- ins segir: „Fundurinn lýsir sig algjörlega andvígan því að kvóti verði sett- ur á alla báta, jafnvel niður í ára- báta. Fundurinn gerir þær kröfur að krókaveiðar á báta undir 10 tonnum verði frjálsar en bátar yfir 6 tonnum og bátar með afla- reynslu njóti sömu heimilda og bátar yfir 10 tonnum.“ Skal nú vitnað í fundargerð stjórnarfundar frá 2. desember 1989. Þar segir orðrétt: „Kvótasala var mikið rædd og kom m.a. fram sú skoðun, að varanleg kvótatilfærsla útfyrir raðir smábátaeigenda væri óæskileg.“ Þann 13. desember 1989 lagði fulltrúi LS í ráðgjafanefnd fram breytingartillögur við frumvarps- drög, sem þá höfðu verið í um- ræðunni, um stjórn fiskveiða. Breytingatillögur LS voru í 9 lið- um og er því of langt mál að rifja þær allar upp hér. Um varanlegt framsal er fjallað í 6. grein breyt- ingartillagna LS: „Um varanlegt framsal á afla- hlutdeild skips. Heimilt verði að framselja aflahlutdeild skips að hluta eða öllu leyti og sameina hana aflahlutdeild annars skips. Skipin skulu þó skiptast í tvo hópa, annars vegar bátar undir 10 brl og hins vegar bátar yfir 10 brl. Varanlegur flutningur afla- hlutdeildar á milli þessara skipa- hópa skal óheimill. Flutningur skal ekki leiða til þess að veiði- heimildir þess skips sem flutt er til verði bersýnilega umfram veiðigetu þess.“ í skýringum LS með þessari breytingartillögu segir: „Varðandi þetta atriði vill LS benda á þá þróun, sem átt hefur sér stað undanfarna mánuði, að bátaflotinn milli 10 og 20 brl. hefur verið að týna tölunni. Með áðurgreindri breytingu á 11. gr. frumvarpsdraganna er komið í veg fyrir að slíkt geti átt sér stað með báta undir 10 brl.“ Bókun LS með frumvarpi Þegar hæstvirtur sjávarútvegs- ráðherra lagði síðan fram frum- varp til laga um stjórn fiskveiða í janúar 1990 fylgdi því bókun frá LS. í lok þeirrar bókunar segir orðrétt: „Landssamband smábátaeig- enda ítrekar fyrri afstöðu sína hvað varðar framsalsrétt veiði- heimilda og hafnar varanlegu framsali milli smábáta og stærri skipa.“ Áð síðustu ætla ég að vitna í orð smábátaeiganda á Akranesi sem bókuð eru í fundargerðar- bók LS, sem hann viðhafði á stjórnarfundi þann 21. febrúar 1990: „Skarphéðinn Árnason: Þegar kvótinn er innan félagsins lifir það og dafnar. Það ber að halda kvótanum hér.“ Vonast ég til að framangreind- ar tilvitnanir verði til þess að les- endur Skagablaðsins haldi það ekki lengur að LS hafi lagt til við ráðherra að kvótasetja ætti alla smábáta ásamt því að heimila kvótasölu. Með þökk fyrír birtinguna, Örn Pálsson, Framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda. (ATH! Fyrirsögn og millifyrir- sagnir eru Skagablaðsins) Briddsinnaðbyija Vetrastarf Bridgefélags Akra- ness hefst fimmtudaginn 26. sept. Spilað verður á fimmtudög- um í Grundaskóla og hefst spila- mennskan kl. 19.30. Allirbridge- spilarar, ungir sem gamlir, eru hvattir til að mæta og spila af krafti í vetur. IS .ENSKA AEFRÆDI ORDABÖKIN dómglöp vænisýki, of- sóknarkennd: geðtruflun, sem lýsir sér með ýmis konar ranghugmyndum, einkum þeim að viðkomandi hafi óeðlilega háar hugmyndir um eigið ágæti, að hann sé beittur ofsóknum eða menn sitji á svikráðum við hann: oft einkeni geðklofa eða geð- hvarfasýki og alg. við mis- notkun vímuefna, einkum amfetamíns. Látið í ykkur heyra! 5fmrin er naoz Neytendafélag Akraness Tækjaleigan cr opin manudaga til föstudaga frá kl. 8-12 og 18 - 16. Verndadnr viiinustaðiir Ualbra.il 10 - Sími 12904 PÍPULAGHflR •IÓ\ II.IAKM I.ISI ASOV Pí|mlagiiingamciv(ari S12939 &. 985 - 31844 Málningarþjónusta Tökum að okkur alla alhliða málningarvinnu. Mold — Túnþökur — Möl — Sandur Önnumst einnig almenna vélavinnu. GERUM VERÐTILBOÐ NEISTI HF. Símar12131,12985, 985-24719 Qleraugnaþjónusta Vesturlands SJÓNGLERIÐ Skólabraut 25 - Slmi 93-11619

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.