Skagablaðið


Skagablaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 1
34. TBL. 8. ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 VERÐ KR. 150,- Keyptu 30 veifc Hótel fsland gerði sér lítið fyrir eigi alls fyrir löngu og festi kaup á þrjátíu myndum eftir Bjarna Þór Bjarnason, myndlistarmann. Um er að ræða einþrykksverk sem eiga að prýða hótelbygginguna. Brekkubæjariist Þessa dagana prýða verk nemenda Brekkubæjar- skóla listaverkahornið svokall- aða á Upplýsingaskrifstofu ferðamanna hér á Akranesi. Um er að ræða myndskreyt- ingar við Ijóð. Verkin verða til sýnis til 15. október. Listamaðurinn Myndin í síðasta Skaga- blaði af fallegri skreyt- ingu á bílskúrsvegg hefur vak- ið nokkra athygli enda myndin í senn falleg og óvenjuleg. Listamaðurinn sem á heiður- inn af þessu verki heitir Fjóla Runólfsdóttir. Annaðátak’92 p%jónustuaðilar á Akranesi Wr samþykktu á fundi sínum á fimmtudag í síðustu viku að efna til annars kynningarátaks fyrir þjónustu á Akranesi á næsta ári. Tugir fyrirtækja stóðu að átaki fyrr á þessu ári. Forsvarsmenn þeirra voru al- mennt ánægðir með árangur- inn og ætla að endurtaka leik- inn að vori. Fleiri að Qörðum Veruleg aukning hefur orð- ið á aðsókn að Byggða- safninu að Görðum á þessu ári. Allt árið í fyrra voru gestir 4088 talsins en þeir eru nú orðnir yfir 5000. Nærri lætur að þar sé um 25% aukningu. Vonir glæðast Bæjarstjóri, Gísli Gíslason og Guðjón Guðmunds- son, alþingismaður, áttu í síð- ustu viku fund með Friðrik Sophussyni, fjármálaráðherra, um byggingu stjórnsýsluhúss á Akranesi. Að sögn bæjarstjóra. var fundurinn langur og gagn- legur. Engin loforð voru gefin en málinu verður haldið gang- andi áfram sbr. bréf ráðuneyt- isins dags. 5. þessa mánaðar. Bœjarstjórar Borgarness og A/craness, Öli Jón Gunnarsson og Gísli Gíslason, undirrita samning um rekst- ur „sendiráðsins“ Að baki þeim eru fulltrúar sex af þeim átta aðilum sem standa að rekstrinum. Tiu fyrirtæki og sveítarfélög á Vesturlandi bindast samtökum: Karfan styrk- irOnnuMaiy Körfuknattleiksvertíðin hér á Akranesi hefst form- Iega á mánudagskvöld þegar Skagamenn með Eric Rom- bach innanborðs mæta úr- valsdeildarliði Skallagríms kl. 20.30. Borgnesingarnir tefla m.a. fram Rússa. Leikurinn er að því leytinu sérstakur að Körfuknatt- leiksfélag Akraness ætlar að nota það fé sem inn kemur í aðgangseyri til þess að styrkja Önnu Mary Snorra- dóttur, sem bíður nú eftir líffæraskiptum. Það er því tvöföld ástæða til þess að hvetja Skagamenn til þess að fjölmenna í íþrótta húsið á mánudagskvöld. Um leið fá körfuunnendur tæki- færi til þess að berja Eric Rombach augum í fyrsta skipti í leik með ÍA. „Sendiráð“ í Reykjavík opnað Tíu fyrirtæki og sveitarfélög á Vesturlandi opnuðu formlega í gær skrifstofu að Hafnarstræti 7 í Reykjavík. Þar með er orðin að veruleika hugmyndin um „sendi- ráð“ Vestlendinga í höfuðborg- inni. Að rekstri skrifstofunnar standa bæjaryfirvöld á Akranesi og í Borgarnesi, íslenska járn- blendifélagið, Sementsverk- smiðja ríkisins, Spölur hf., VT - Teiknistofan hf., Borgarverk, Þorgeir & Ellert hf., Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar og Rafveita Akraness. ísli Gíslason, bæjarstjóri og varaformaður stjórnar Spal- ar hf. hélt stutta tölu við opnun skrifstofunnar, sem hlotið hefur heitið Skrifstofa Vesturlands. Hann sagði m.a. að með opn- un hennar ynnu aðilar úr at- vinnulífinu og opinbera geira- num saman að verkefni sem von- andi kæmi til með að auðvelda þeim að vekja athygli á þeim málum sem þeir væru að fást við hverju sinni. Gísli talaði um Vesturland sem „týnda fjórðung- inn“ og var þá augljóslega að vísa til lítillar umfjöllunar fjöl- miðla á málefnum kjördæmisins. Skrifstofan í Hafnarstrætinu er ekki einvörðungu ætluð til kynn- ingar á starfsemi þeirra aðila sem að henni standa. Þar á einnig að vera vinnuaðstaða óski menn þess svo og aðstaða til fundar- halda. Margt góðra gesta var við opn- un skrifstofunnar, m.a. allir þingmenn Vesturlands, fimm að hygli vakti þó að Skagablaðið var tölu. Einnig voru þar saman eini fjölmiðillinn sem sendi full- komnir fulltrúar átta aðila af tíu trúa sinn til þess að vera vitni að sem að rekstrinum standa. At- þessum merka áfanga. Rörbútur úr Jaðarsbakkalaug t.v. og annar bútur úr ónotuðu plaströri til samanburðar. Rörin skulu rannsökuð Enn hefur orðið vart við tæringu í vatnsleiðslum í Jaðarsbakka- laug. Þegar vatni var hleypt á laugina eftir hreinsun fyrir skömmu komu út mikil óhreindini. Þessi tæring hefur lengi verið vandamál. Nú hefur verið ákveðið að skipa nefnd til þess að gera úttekt á ástandi lagna. Nefndin verður leidd af Daníel Árnasyni, bæjartæknifræðingi, og á að skila af sér skýrslu um mánaðamótin október/nóvember. Eiður Guðnason, umhverfis- ráðherra og Magnús Jóhannes- son, aðstoðarmaður hans, sóttu Akranes heim sl. mánudag. Síð- degis var ráðherrann með við- talstíma í Bókhlöðunni. áðherrann gerði fleira en að ræða við fólk því hann heim- sótti bæði Haförninn og Þorgeir & Ellert auk þess að skoða Vatns veitu Akraness, sorphaugana og aðstöðuna á Æðarodda. Myndin hér til vinstri var tekin af Eiði og Magnúsi þar sem þeir heimsóttu Haförninn. Með þeim á myndinni eru Guðmundur Pálmason, forstjóri Hafarnarins og Jón Pálmi Pálsson, bæjarrit- ari.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.